Tíminn - 20.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.01.1972, Blaðsíða 3
TIMINN 3 FIMMTUDAGUR 20. janúar 1972 B. v. Sigurður iékk hæstu meðulverð / Þýzkalundi ÞÓ-Reykjavík, miðvikud. Einn íslenzkur togari seldi afla sinn í Þýzkalandi.. í morgun og fékk hann kr. 41,50 fyrir kílóið, sem er mjög hátt verð. Það var tog arinn Sigurður, sem seldi afla sinn þar, en það voru 152 lestir og heildarverð- mæti aflans nam 6,2 millj. ísl. króna, eða 232 þúsund um marka. Verðið sem Sig urður fékk, er það hæsta, sem íslenzkur togari hefur fengið í Þýzkalandi. Þá seldu nokkrir íslenzkir togarar afla í Bretlandi í gær, og var verð aflans sæmilegt, en þó ekki eins hátt og það var fyrr í vikunni. Röðull seldi 112 lestir í Grimsby fyrir 17.811 pund eða 3,9 millj. kr., meðalverð er 35,30 kr. Rán GK seldi 69.5 lestir á sama stað fyrir 10.866 sterlingspund eða 2,4 millj. ísl. kr., meðalverð er kr. 35,00. — Þá seldi togarinn Haukanes í Aberdeen 114 lestir fyrir 13.791 pund eða 3 millj. kr., meðalverð er kr. 27,00. Alltaf uppselt á Nýársnóttina Alltaf er uppselt á Nýársnótt- ina og má segja að aðgöngumið- arnir renni út eins og heitar lumm ur. Gömlu íslenzku þjóðleigu leik- ritin virðast alltaf njóta sömu vin- sældanna. Einnig er mjög ein- kennandi að unga fólkið virðist sækja mikið þessa sýningu og sýnir það bezt að þjóðsögurnar oig þjóðtrúin eiga enn sterk ítök í ungum og öldnum á þessu landi. Myndin er af Bessa Bjarnasyni í hlutverki Gvendar snemmbæra og Herdísi Þorvaldsdóttur í hlut- verki Sigigu í Nýársnóttinni. Rit um olíumal gefið út af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins hefur sent frá sér rit um framleiðslu og notkun á olíu- möl við vegabyggingar. Dr. Guð- mundur Gu'ðmundsson hefur tekið ritið saman, sem er 51 síða í stóru broti. í inngangi bæklingsins, sem Haraldur Ásgeirsson ritar, segir m.a.: Nú eftir 6 ára reynslu á olíumöl hér á landi, þykir sýnt, að olíumölin á framtíð fyrir sér hér- lendis sem slitlag á vegi og götur með léttri umferð. Þar sem mest- ur hluti íslenzks vegakerfis ber létta eða litla uimferð, mun notk- Framhald á bls. 14. BOKABILARNIR Þorrinn blótaöur í ÓRÐNIR TVEIR 15. sinn í Naustinu Bókabíllinn hefur veirið ákafleiga vinsæll hér í Reykjavík þau tvö og hálft ár sem hann hefur geng- ið. Hefur notkun hans verið geysi- mikil — svo mikil, að oft hefur verið vegna þrengsla erfitt fyrir safngesti að komast inn í bílinn, hvað þá að fá þar aðstöðu til að skoða' að ráði bækur bílsins. I því skyni að ráða bót á þessu þef- ur Borgarbókasafnið keypt nýjan bíl, og ganga nú tveir bókabílar um borgina. Um leið hefur viðkomustöðum ^ókabila í borginni verið fjölg- að og á þá viðkomustaði, þar sem aðsóknin hefur verið mest, kem- ur nú bókabíll oftar en áður. Þannig er nú bókabíll fiminj sinn- uim í viku í Breiðholtshverfi, þris- var sinnum í Árbæjarhverfi o.s frv. Viðkomustaðir bókabílanna verða þessir fyrst um sinrn ÁRBÆJARHVERFI. Árbæjarkjör mánud. kl. 1.30— 2.30, þriðjud. kl. 4—6. Hraunbær 102 þriðjud. kl. 7—9. BLESUGRÓF. Blesgróf mánud. kl. 3,30—4,15. BREIÐHOLT. Breiðholtsskóli, mánud. kl. 7,15 —9, miðvikud. kl. 5—7, föstud. kl. 1,30Ð3,30. Leikvöllur v. Fremrastekk miðvikud. kl. 1,30—2,30. Þórufell miðvikud. kl. 3—4,30, föstud. kl. 4—5. FOSSVOGUR. Kelduland 3 mánud. kl. 7,15—9. HÁALEITISHVERFI. Álftamýrarskóli miðvikud. kl. 1,30—3,30. Austurver, Háaleitisbr. 68 mánud. kl. 3—4. M&ðbær, Iláaleitisbr. 58—60 m'ánud. kl. 4,45—6,15, föstud. kl. 5,45—7. HÁTÚN. Hátún 10 föstud. kl. 1,30—2,30. HOLT — HLÍÐAR. Æfingaskóli Kennarask. mið- vikud. kl. 4,15—5,45. Stakkalilíð 17 mánud. kl. 1,30— 3, miðvikud. kl. 6,30—8,30. LAUGARÁS. Verzl við Norðurbrún fimmtud. kl. 4,30—6. LAUGARNESHVERFI. Dalbraut/Kleppsveg þriðjud. kl. 2—3, fimmtud. kl. 7—9. Framhald á bls. 14. SB—Reykjavík, miðvikudag. Nú er að hefjast 15. þorrinn, sem Naust býður upp á þorratrog sitt. Allir þeir, sem reynt hafa, vita, að þorratrogið í Naustinu er alveg sérstakt. Allur þorramatur- inn, sem í troginu er, er tilreidd- ur á staðnum og hafa menn þar verið að síðan í haust að súrsa. Til að þorramaturinn renni Ijúflegar niður, flytur Helgi Einarson, sér- stakt þorraprógram undir borðum. Eins og fyrri ár, er í þorratrogi Nausts, allt það bezta af ramm- íslenzkum mat: Hangikjöt, blóð- mör, svið, súrir selshreifar, sem ekki voru fáanlegir í fyrra, súrir sviðafætur, hrútspungar, hákarl og það, sem ekki má missa sig með honum, lundabaggar, bringu- kollar, rófustappa og hver veit hvað. Álú er þetta súrsað í mjólk- ursúr. Blaðamönnum var boðið í dag að bragða á innihaldi trogsins og víst rennur það vel niður. Að þessu sinni kostar trogið 480 krónur, en menn geta fengið ábót eins lengi og þeir geta torgað. Ib Wessmann og Geir Zöega á Naustinu virða fyrir sér þorraborðið. (Tímamynd GE) Með stjórnarskiptum urðu stefnuhvöri' Vilhjálmur Hjálmarsson, al- þingismaður, ritar áramóta- pistil í Austra, málgagn Fram sóknarmanna á Austurlandi. Hann segir m.a. um stjórnar- skiptin og þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir þá 6 mánuði, sem hún hefur setið að völdum: „Kosningaúrslitin í heild voru óvenjuleg. í 44 ár hafði engin ríkisstjórn á íslandi misst þingmeirihluta í alþingis kosningum. Úrslitin urðu einnig afdrifa- rík. Flokkar þeir, scm áður voru í stjórnarandstöðu fengu hreinan meirihluta á Alþingi — og tóku við stjórnartaumun um eins og sjálfsagt var. Sennilega hafa fáir gert sér að fullu Ijóst fyrirfram, hversu mikla breytingu stjórnarskipt- in hefðu í för með sér. Þegar þetta er ritað hefur ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar aðeins setið að völdum í tæplega sex mánuði. Samt er það vel ómaksins vert, að staldra við og líta um öxl. Við stjórnarmj'ndun var stækkun fiskveiðilögsögunnar sett á oddinn. Utanríkisráð. herra hefur í umboði ríkis- stjórnarinnar einbeitt sér að því að kynna málstað fslend- inga með árangri scm engum dylst, en stefnan var raunar mörkuð þegar fyrir kosningar. Menn blygðast sín fyrir feril fráfarandi ríkisstiórnar í þessu máli, sem hófst með samning- um við Breta og Vestur-Þjóð- verja og auðkenndist síðan af aðgerða og úrræðaleysi. Landhelgin og umbótamá'in Stækkun landhelginnar er slíkt stórmál, eins og hér er högum háttað og nú er komið, að hver ríkisstjórn væri full- sæmd af að leysa það eitt, þótt kyrrt væri á öðrum sviðum þjóðmálanna. En ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur mörg járn í eldi þótt hér sé frá fáum greint. Eitt fyrsta verk stjórnarinn- ar var að láta þær takmörk- uðu kjarabætur, sem fráfar- andi stjórn hafði fyrirhugað öldruðum og öryrkjum nú um áramótin koma til fram- kvæmda í sumar. Og fyrir jól. in lagði heilbrigðisráðherra fyrir Alþingi frumvarp um meiri lagfæringar á kjörum þessara — og var það sam- þykkt. Félagsmálaráðherra lagði fram frumvörp um lengingu orlofs og styttingu vinnuviku. Afgreiðsla þeirra og fleiri við brögð ríkisstjórnarinngr í kjaramálum túlka glögglega breytt viðhorf til vinnustétt- anna. Endurnýjun togaraflotans er sótt af kappi og nýtur þar stuðnings ríkisstjórnarinnar. Undirbúnar eru skipulegar aðgi-rðir til eflingar matvæla- iðnaðinum, sem er í raun kjarn inn í stóriðju íslendinga. Á sviði landbúnaðar er m.a. unnið við endurskoðun þýðing- armikillar löggjafar, svo sem Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.