Tíminn - 20.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.01.1972, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. janúar 1972 TIMINN 7 Eitur í plast-leikföngum? NTB—Osló, miðvikudag- Rannsóknir, sem fram hafa far- ið í Svíþjóð og Finnlandi, liafa leitt í ljós, að ýmis leikföng og rör, sem notuð eru við gosdrykkja- drykkju, innihalda eiturefni. Árangur rannsóknanna getur haft það í för með sér, að bannað verði framvegis að setja Þessi efni í leikföngin. Lego-leikföngin frá Danmörku, reyndust innihalda sérstaklega mikið af eiturefninu kadmium, og leikföng úr plasti, framleidd í Hong Kong innihalda einnig mik- ið af því efni. Enginn þeirra sér- fræðinga, sem rannsakað hafa leikföngin, telur, að leikföngin geti verið hættuleg börnum, en þeir telja þó, að þegar framleidd séu leikföng úr plasti, eigi að forð ast að nota málma með. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Noregi reynt að koma í veg fyrir notkun eiturefna í keramik, $ér- staklega ef keramikhlutimir eru notaðir undir matvörur. Þarna er um notkun blýs að ræða, en enn hefur ekki verið lagt blátt bann við notkun þess. Baskar myrða forstjóra — ráði hann ekki brottrekna starfsmenn NTB—Bilbao, miðvikudag. Mannræningjar, sem halda því fram að þeir séu meðlimir í þjóð- ernishreyfingu Baska, hótuðu í dag að myrða forstjóra fyrirtækis á Spáni, ef hann réði ekki þegar í stað 183 brottrekna starfsmenn aflur í vinnu. Forstjóranum var rænt á leið til vinnu í morgun, að því er fréttastofufregnir herma. Blað í Bilbao fékk bréf þess efnis, að forstjórinn yrði tekinn af lífi, ef ekki yrði orðið við kröfum ræn- ingjanna fyrir kl. 7 á fimmtudags morgun. Undir bréfinu stóð skammstöfun ólöglegrar þjóðernis- hreyfingar Baska. Lady Fleming ætlar aftur til Grikklands NTB—Briissel, miðvikudag. Arnelia Fleming, sem var vísað úr landi í Grikklandi í fyrra, eftir að hafa verið ásökuð um að hafa hjálpað mörgum pólitískum föng- um að flýia, sagði í dag, að það eina, sem gerði herforingjastjórn- inni kleift að halda völdum í land- inu, væri stuðningur Bandaríkj- anna. llún bætti þvi við, að Banda- ríkjamenn gerðu sér ekki grcin fyrir Því, að þeir slyddu aðeins lítinn hóp, sem öll þjóðin fyrir- liti. Lady Fleming sagði þetta í ávarpi til belgísku mannréttinda- nefndarinnar og bætti því við, að Framhalo á bls 14 Japanir framleiða nú grænmeti í verksmiðjum NTB—Tókíó, miðvikudag. Japan mun í náinni framtíð byrja verksmiðjuframleiðslu á grænmeti til að vega upp á móti uppskerubrestinum, vegna fækk- unar bænda í landinu. Verksmiðj an, sem framleiða á grænmetið ír svo að segja sjálfvirk og þarf áðeins, mannsheila tii að ákveða annað slagið hvaða grænmetis- tegund á næst að búa til. Fimm grænmetisverksmiðjur hafa þegar verið byggðar, víðs vegar uim landið og eru þær til samans 31.700 fermetrar að sterð! Það eina, sem gerir verksmiðjuna frábrugðna venjulegri gróðrarstöð er, að þarna sjást engir garðyrkju- menn. Vélar sjá um að sá, bera á, vökva, reyta illgresi og pakka vör- unni að lokum. Japönsk yfirvöld segja, að græn- meti, ft-amleitt á þennan hátt sé mun ódýrara og kosti það sama allt árið. Eigi fyrir alllöngu var Japan landbúnaðarland, en nú hefur bændum þar fækkað stórlega, þannig að nú eru þeir aðeins 15% landsmanna. Ameríkumaður í París heldur 25 miiljóna afmælisveizlu NTB—París, miðvikudag. Bandaríkjamanninum Palley í Atlantic City þykir áreiðanlega mikið til þess koma að verða fimmtugur. Að því tilefni, á morg un, fimmtudag, hefur hann tekið á leigu tvær Jumboþotur frá New York til Parísar og hefst veizlan um leið og lagt verður af stað. Gestir Palleys eiga heldur ekki að líða neinn skort í liöfuðborg Frakklands. Afmælisbárnið hefur einnig tekið á leigu hið fína hótel International í þrjá daga. Am- bassador Bandaríkjanna í Frakk- landi á að halda ræðu við kom- una í hótelið og þar að auki mót- töku á heimili sínu við hliðina á forsetahöllinni, frönsku. Reikningurinn fyrir þetta allt saman mun hljóða upp á einar 25 milljónir ísl. króna, en ef til vill er bezt að taka fram, að gest- irnir eiga að borga matinn ofan í sig sjálfii' meðan þeir eru i París. Hótelstarfsfólk á International, sem séð hefur afmælistertuna, segir, að hóteiið muni alls ekki tapa á þessari afmælisveizlu. Hver er svo herra Palle^? Verða Bretar áfram til að bjarga fjárhag Máka? NTB—Róm, miðvikudag. Fulltrúar Möltu, Bretlands og Atlantshafsbandalagsins tóku í dag upþ á ný samninga- viðræður sínar um framtíð her stöðvanna á Möltu. Forsætis- ráðherra Möltu, Dom Mintoff, sagði áður en fundir hófust, að hann liti, þegar bjartarj aug- um á þann möguleika, að kom- ast að samkomulagi um upp- hæð leigunnar fyrir stöðvarn- ar. Eftir fyrsta fund aðilanna um helgina, afturkallaði Min- toff þá fyrirskipun, að Bretar skyldu á burt með allt sitt frá Möltu. — Ég gerði þetta vegna þess að ég eygði þann mögu- leika, að við myndum kom- ast að samkomulagi, sagði hann. Framkvæmdastjóri NATO, Joseph Luns, sagöist vona, að aðilar gætu komist að sam- komulagi. Það getur verið, að ég komi ykkur á óvart, bætti hann við. Áreiðanlegar heimildir töldu, að það sem Luns ætti við, væri nýtt tilboð frá Atlantshafs- bandalaginu. Mintoff hefur far- ið fram á, 18 milljónir punda árlega í leigu fyrir herstöðv- arnar, en nýjustu fréttir segja, að Nato sé fúst til að auka framlag sitt um þrjár og liálfa milljón punda, í 13 milljónir punda. Þar að auki hafa nokk- ur Nato-Iönd lofað að leggja fram fjárhagsaðstoð við Möltu. Varnarmálaráðherra Bret- lands, Carrington lávarður, vildi ekkert um tmálið segja, er hann kom til Villa Madama- hallarinnar í Róm í dag, en þar fara samningaviðræðurnar fram. Þótt svo kunni aö fara, að samningaviðræður þessar leiði til þess, að nýr samningur verði gerður um afnot Breta af herstöðvunum á Möltu, þyk- ir ljóst, að lierstyrkur Breta á eynni verði minnkaður að mun. Carrington og Mintoff hitt- ust á laugardaginn var í Róm til að ræða kröfur Min- toffs um hærri leigu, ef Bret- ar ættu að hafa herstöðvarn- ar áfram.tEins og er, eru 3500 brezkir hermenn á Möltu, og hafa þeir um áraraðir verið ein helzta tekjulind innbyggja á eynni, og verzlunarmenn þar kvíða þeim degi, er Bretar fara frá Möltu. Bretar hafa síð- ustu árin eytt um það bil þrem milljörðum ísl. króna á eynni og auk þess hefur Bretland lagt fram hálfan annan millj- arð í þróunarhjálp til handa Möltu. Þegar Dom Mintoff tók við embætti forsætisráðhcnra á Möltu fyrir einu ári, eftir að hafa verið níu ár í stjórnar- andstöðu, var aukning brezku aðstoðarinnar eitt af baráttu- málum hans. Honum fannst hálfur annar milljaxður hlægi lega lág upphæð, sérstaklega þegar tekið var tillit til þess, að Bretar borga fjórfalda þá upphæð fyi'ir afnot af herstöðv- unum á Kýpur. Fyrst fór Min- toff frarn á 30 milljónir punda, en síðan hefur hann lækkað tilboð sitt í 18 milljónir. Tilboð Nato og Heaths var upphaflega 9.5 milljónir punda, og af því áttu Bretar að greiða 5.25 milljónir. Nú hafa Nato-löndin eins og kunnugt er, boðið samtals 13 milljónir króna. Auk þess að tapa beinni greiðslu fyrir afnot af her- stöðvunum, mundi það, ao Bret ar leggðu niður herstövax sfn- ar á Möltu, hafa í för með sér annars háttar tap fyrir Möltu. Meira en 6000 innfæddir Möltu- búar hafa atvinnu sína við' her- stöðvarnar og húseigendur á eynni fá í hendur sínar leigu fyrir meira en 1000 íbúðir. Brottför Breta mundi þar með auka atvinnuleysi á Möltu að mun, einmitt á sarna tíma og stjórnin hefur lýst því yfir, að Malta sé á barmi gjaldþrots og Framhald á bls 14 Egypskir stúdentar krefj- ast stríðs við Israel NTB—Kairó, Miðvikudag. Egypskir stúdentar hafa hald ið fjölmarga fundi og komið saman til mótmælaaðgerða í þcssari viku. Þeir hafa krafizt styrjaldar við ísrael og sókn á hendur stuðmngsmönnum Bandaríkjamanna í Mið-Austur- löndum. Sadat forseti hefur sagt stúdentunum, að hann vilji giarnan ræða, við þá, en hann leyfi ekki ólöglcgar að- gerðir. Stúdentarnir vilja, að stjórn- in skyldi sig til að fara út í styrjöld við ísrael, til að end- urheimta herteknu svæðin. Auk þess vilja þeir fá að fai'a á námskeið í hernaðarlegum fræð um- Þá vilja stúdentarnir að allur innflutningur og fram- leiðsla munaðarvöru sé tak- mörkuð og að skattakerfinu verði breytt þannig að fólk, sem hefur hæstu tekjurnar, greiði meginkostnaðinn af stríðinu við ísrael. Stúdentar hafa frí frá námi í hálfan mánu'ð frá 25. janúar og heimildir stjórnarinnar sögðu i dag, að vonandi versnaði á- standið ekki frá því, sem nú væri á þeim fáu dögum, sem eftir eru. í ræðu, sem Sadat hélt i gær kvöldi, ásakaði hann Bandarík- in fyrir að styðja ísi'ael i deil- uoni. Hann sagði, að sáttmál- inn sem Bandaríkin og ísrael hefðu nú gert sín á milli, væri svipaður samningnum, sem Bandaríkjamenn gerðu við Suður-Víetnam á sínum tíma. Sá samningur leiddi til þess, að Bandaríkin urðu aðili að Víetnam-stríðinu, sagði Sadat. Bandarísk geimstöð, Sky- lab á braut á nœsta ári NTB—Houston, miðvikudag. Bandaríska geimferðastofnun in, Nasa, tilkynnti í dag nöfn níu fyrstu geimfaranna. sem eiga að vera í fyrstu geimstöð Bandaríkjamanna, Skylab. Stöðinni verður skotið út í 432 kílómctra fjarlægð frá jörðu 30. apríl á næsta ári og á sam kvæmt áætiun að gera athugan- ir á 53 sviðum, í Iæknisfræði, líffræði, tækni, og almennum vísindum in.a. Leiðtogi áhafnarinnar, sem verður 3 menn í fyrstu, verður Charles Conrad, en hann var yfirmaður Apollo 12. í nóvem- ber 1969. Með Conrad þá 28 daga, sem hann verðúr í „geim- verkstæðinu’1 verða þeir Jos- eph P. Kerwi læknir og Paul J. Weitz. flugmaður. Hvorugur þeirra hefur áður komið út í geiminn. Foringi næstu þriggja manna áhafnar verður Alan J. Bean, sem einnig var með í Apollo 12. þeirri áhöfn verður skotið upp 30. júlí 1973 og verður hún alls 56 daga í geimnum. Með Bean veúða þcir Owen K. Garri- ot, elektrónufræðingur og Jack R- Lousma, flugmaður og hefur hvorugur þeirra kornið út í geiminn áður. Þriðja áhöfnin, sem skotið verður upp 28. október 1973 til átta vikna dvalar, verður eingöngu óreyndir geimfarar: Gerald P. Carr, dr. Edward Gibson og William R. Pouge. Skylab á að hnekkja • meti Rússa í að „halda út“ í geimn- um en þessi geimstöð er þa® síðasta, sem er á geimferða- áætlun Bandaríkjamanna. Aðr- ar mannaðar geiniferðrr fram- tíðarinnar eru aðeins á um- ræðustigi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.