Tíminn - 20.01.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.01.1972, Blaðsíða 14
/ / 14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 20. janúar 1972 Lady Fleming Framhald ai b's 7 síðast þegar' bandaríski flotinn heimsótti Aþenu, hefðu allir tek- ið á móti honum í borgaralegum fötum, því þeir vissu, að þjóðin bæri enga virðingu fyrir honum lengur. Þá sagiði Lady Fleming — hún er ekkja Alexander Flemings, sem fann upp penicillinið, — að hún ætlaði að fara aftur til Grikklands á þessu ári. Ekki nefndi hún þó, hvernig hún ætlaði að komast inn í landið. Að endingu sagði hún, að það væri venjulegt, a® pólitískir fangar í Grikklandi væru pynt- aðir. Malta Framhalc1 af bls. 7. skuldi um 40 milljónir punda. Brezku herstöðvarnar á Möltu komust fyrst í dagsljósið, þeg- ar>Mintoff setti það skilyrði, að Bretar yrðu á brott með allt sitt fyrir 1. janúar s.l., ef þeir ekki gengju að hinum nýju leiguslcilyrðum. Síðar fram- lengdi Mintoff frestinn til 15. janúar, en fyrir þann dág höfðu 2500 Bretar yfirgefið eyna. Þegar svo sá dagur rann upp, að Mintoff og brezka stjórnin komu sér saman um að hefja samningaviðræður í Róm var búið að flytja þúsundir lesta af eignum Breta frá Möltu. Nú hafa meira en 5 þúsund manns — að mestu fjölskyldur brezkra hermanna — verið flutt frá Möltu og hvað sem gerast kann næstu daga, er áreiðanlegt, að þessi 5000 munu aldrei snúa aftur. Auk þess hefur fjölda brezkra her- skipa verið skipað að yfirgefa eyna og ekki er talið sennilegt, að þau komi aftur heldur. Stjórn Bréííands álítur. að Malta hafi þegar misst hern- aðarlega þýðingu sína, og er það aðal ástæðan fyrir því, að þeir neita að greiða þá leigu, sem Mintoff krefst. Önnur Nato-lönd,_ meðal þeirra Bandaríkin og Ítalía eru hins vegar hrædd um að Sovét- ríkin muni byggja upp flota sinn á svæðinu ef stöðvarnar verða lagðar niður. Dom Mintoff, forsætisráð- herra er ákveðinn gagnvart Nato og endurtekur sí og æ, að upphæð sú, sem Bretland greið ir, svari alls ekki til þeirrar þýðingar, sem stöðvarnar hafi fyrir Atlantshafsbandalagið. Þrátt fyrir allar kröfur og fresti, er almennt hald manna, að Mintoff vilji helzt, að Bret- ar haldi stöðvunum á Möltu — en með hans eigin skilyrðum. Ýtt og spólað Framhald af bls. 1. alveg í klukkutíma. Þar varð árekstur og vörubíll fór út af veg- inum, en ekki lengra en svo að paliurinn náði inn á veginn, en þar var aðeins einni akrein haldið opinni og lokaðist hún alveg. Lög reglan í Hafnarfirði fékk kranabíl frá Vöku til að ná vörubílnum upp, en kranabíllinn komst ekki gegnum Kópavog vegna umferðar tafa, svo að hann komst ekki á áfangastað fyrr en seint og um síðir. Keflavíkurvegurinn var þung- fær um tíma. Þar voru margir heflar notaðir til að halda veg inum opnum. Það sem einkum bagaði var hve margir bílar lentu þversum á veginum og tafði það mikið fyrir snjóruðningstækjun- um. í Reykjavík urðu yfir 20 árekstrar, en enginn alvarlegur og slys urðu ekki á fólki. Á fjölförn ustu leiðunum ruddu vegheflar og ýtur göturnar og tókst að halda umferðinni gangandi þótt litlu mætti muna að allt færi í öngþveiti. Þær götur sem ruddar voru eru Kringlumýrarbraut, Miklabraut og Miklatorg og suð- ur yfir Öskjuhlíðina. Upp úr kl. fimm var ástandið orðið sæmilegt aftur, og komust allir bílar, sem voru með keðjur eða snjódekk leiðar sinnar, en aðra bíla varð að skilja eftir þar sem þeir voru komnir. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar er víða leiðindaveð- ur í dag. Austur undir Eyjafjöll- um og í Vík er ófært vegna veð- urs og er ekki vitað hvernig færð in á vegunum er. En búast má við að þar sé mikill skafrenn- ihgur. f Umferð austur fyrir fjall hefur gengið stirðlega í allan dag og aðallega vegna slæms veðurs. — Færðin er erfið en mundi ekki vera til mikils baga ef bílstjór-, ar sæu handa sinna skil. í Mosfellssveitinni og fyrir Hval fjörð var skafrenningur fram eftir degi og ruðningstæki verið að á vegum þar, en mjög var erfitt ^ fyrir minni bíla að komast leiðar j sinnar, en vegir lokuðust aldrei alveg. Eftir því sem lengra kem- ur upp í Borgarfjörð virðist veðr- ið batna. Upp úr hádegi var orðið bál- hvasst í Hrútafirði, en þar var ekkert orðið að færð og yfirleitt ekki á Norðurlandi. Ekki var kom in neinn snjór á Holtavörðuheiði að ráði. Á Austurlandi er færð nokkuð sæmileg nema hæstu fjailvegir lokuðust s.l. nótt. Eru því Fjarðar heiði og Oddsskarð ófær og var ekekrt^ rutt þar í dag. Á ísafirði hefur verið alauð jörð síðan fyrir áramót. í morgun byrjaði að snjóa. í Djúpinu er logn í dag en stormur er kominn úti fyrir, og eru flestir bátanna á landleið. Á Vestfjörðum er mikill lausa- snjór kominn en veður var kyrrt fram eftir degi og var Breiðadals heiði fær í morgun, en þar má ekkert vinda því þá verður ófært. Glaumbær Framhald af b’.s. 16 því, að sjónarmið unga fólksins fái að koma sem gleggst fram. og býður ungu fólki í Reykjavík og nágrenni, sem áhuga hefur á mál inu. til fundar um framtíð Glaum bæjar. Hefur verið ákveðið, að fundurinn verði haldinn að Hótel Sögu n.k. miðvikudagskvöld. Tilhögun fundarins hefur ekki verið ákveðin endanlega, en lík- legt má telja, að fluttar verði nokkrar stuttar framsöguræður, en að þeim loknum verði frjálsar umræður. Af hálfu FUF voru þrír stjórn armenn skipaðir til að undirbúa fundinn, Ómar Kristjánsson, Birg ir Viðar Halldórsson og Kristján Þórarinsson. Fundurinn verður nánar auiglýst ur í blaðinu síðar. r Arni Magnússon Framhald af bls. 16 hjónin Þorsteinn M. Jónsson og Sigurjóna Jakobsdóttir. Þá hafa Handritastofnuninni borizt fleiri gjafir og merkilegust þeirra er gjöf frá Júdit Jónbjörns- dóttur. kennara á Akureyri, sem gaf Handritastofnuninni upptök- ur er faðir hennar, Jónbjörn Gísla son, hafði gert á vaxhólka, á þriðja tug þessarar aldar. Þetta er mestmegnis rímnakveðskapur. —| Upptökurnar eru merkilegar vegna þess að þær eru einhverjar allra elztu hljóðupptökur sem til eru hér á lnndi. Stofnunin hefur nú fært þessar upptökur yfir á segulbönd með aðstoð íslenzka útvarpsins og útvarpsins í Kaup- mannahöfn. Beinteinn Bjarnason í Hafnarfirði hefur gefið stofn-1 uninni handrit af þjóðlagasafni föður síns, séra Bjarna Þorsteins- sonar á Siglufirði. Frú Hulda Stefánsdóttir hefur gefið stofnuinni þjóðsagnahandrit eftir Ólaf Davíðsson. Óveður Framhald af bls. 1. Þá lögðust nokkrar trillur á hliðina og hafa menn verið að rétta þær við í morgun. Benedikt sagði. að ekkert annað tjón hefði hlotizt í þessu brimi, en ef rokið hefði verið meira, þá hefði getað farið verr. Sjórinn braut hurðir og rúður Björn Kristjánsson á Stöðv- Þökkum vinsemd og virðingu á demantsbrúðkaups- degi okkar. Oddný F. Árnadóttir og Ingimar Baldvinsson, Þórshöfn. Útför mannsins míns, föður, tengdaföSur og afa Sigurðar Skúlasonar frá Stykkishólmi, Austurbrún 37, Reykjavík, sem lézt 14. janúar, verSur gerS frá Fossvogskirkju, föstudaginn 21. janúar n.k. kl. 13,30. Soffía Sigfinnsdóttir, SigurSur SigurSsson Ágúst Sigurðsson og Erla Þorsteinsdóttir Soffía Sigurðardóttir Skúli Sigurðsson Þuríður Sigurðardóttir, Kári Tyrfingsson og börn Ingibjörg Sigurðardóttir, Rune Söderhoim og börn Magnús Sigurðsson, Björg Helgadóttir og börn Lovísa Sigurðardóttir, Arnljótur Björnsson og börn Sigfinnur Sigurðsson, Helga Sveinsdóttir og börn. Innilegar þakkir til allrs, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát.og jarðarför Jóns Ingvarssonar, verkstjóra. Sveinborg Jónsdóttir, Jón Franklínsson, Gunnar Jónsson, Helga Þórðardóttir. arfirði sagði, að þar hefði ver- ið geysilegt brim í nótt og braut sjórinn 3 hurðir í frysti- húsinu og að auki rúður í frysti húsinu og rafstöð, sem stendur á bryggjunni. Tvær hurðanna, sem brotnuðu voru venjulegar útihurðir, en sú þriðja var vængjahurð með slaigbröndum fyrir. Sjórinn braut hurð- irnar eins og ekkert væri, og þegar menn komu í fisk- móttökuna í morgun var um það bil 1 metra djúpur sjór á gólfinu og hafði sjórinn borið allskonar drasl með sér inn í húsið. Vélskipið Álftafell, sem er uim 260 tonn að stærð, lá við bryggjuna á Stöðvarfirði og í sjóganginum fóru land- festarnar að slitna, en brimið var svo mikið að menn gátu ekki komizt um borð með góðu móti. Var það tekið til bragðs að gangsetja níu tonna jarðýtu og fara með mannskap af Álfta fellinu niður bryggjuna á jarð- ýtunni. Tókst það með ágæt- um og mennirnir komust heilu og höldnu um borð, en er menn- irnir voru komnir um borð slitn aði önnur taugin af tveim, sem eftir voru og mátti það ekki tæpara standa, að báturinn slitnaði frá og ræki stjórn- laus. Þá braut brimið hurð á fjár- húsi, seim stendur á sjávarbakk- anum á Stöðvarfirði og gekk hann inn í húsið. Kindurnar munu allar hafa sloppið heilar út. Björn sagði, að rokið hefði ekki verið mikið, heldur hefði þetta aðallega verið stormbrim, en ef veðurhæð hefði verið meiri, þá hefði getað verr far- ið. 5—6 metra skarð í hafnarbakkann Sigmar Pétursson, fréttarit- ari Tímans á Breiðdalsvík, sagði, að þar hefði komið 5—6 metra skarð í nýja hafnar- bakkann og verkfæraskúr í eigu hafnargerðarinnar, seim stóð á bakkanum hvarf með öllum þeim verkfærum, sem í honum var. Þá flæddi mikill sjór inn í Síldarverksmiðjuna á Breiðdalsvík og fóru margir rafmagnsmótorar, sem þar eru í kaf í sjó. Er reiknað með, að allmikið tjón hafi orðið þar, þó svo að það sé ekki fullkann að. 12 tonna bátur, sem hafði verið dreginn á land, brotn- aði mjög mikið og er talið að hann sé með öllu ónýtur. Sigmar sagði, að hann teldi, að skemmdir hefðu ekki orðið mjög miklar á hafnargarðinum, þar sem skarðið er ofansjávar. Nokkuð hvasst var á Breið- dalsvík og var hafátt búin að vera lengi. Að sögn Sigmars mun sjórinn hafa gegngið 3—4 metruim hærra á land en í venjulegu stórstraumsflóði og að sögn kunnugra manna hefur brimrót, sem þetta ekki komið á Breiðdalsvík síðan 1930. Trillur og nótabáta tók á flot Aðalsteinn Aðalsteinsson á Höfn í Hornafirði, sagði að þar hefði orðið mjög mikið flóð í nótt, en aftur á móti var veðr- ið gott, þannig að ekki hlauzt tjón af. Sjórinn stóð 1 metra hærra en í venjulegu stórstraumsflóði og við það flæddi yfir bryggj- una og inn í fiskhúskjallara í eigu Kaupfélagsins. Kjallarar þessir voru tómir, þannig að ekkert tjón hlauzt af. Nótabát- ar og trillur sem stóðu þarna uppi á grandanum tóku á flot í flóðinu og ráku um höfnina, en náðust fljótt aftur. Aðalsteinn sagði, að bátar, sem lágu við bryggjuna hefðu tekið vel í festarnar enda láigu St'BlB}/ /> M0ÐLEIKHUSIÐ NÝÁRSNÓTTIN sýningn í kvöld kl. 20. HÖFUÐSMAÐURINN FRÁ KÖPENICK sýning föstudag kl. 20. NÝÁRSNÓTTIN sýning laugardag kl. 20. ALLT í GARÐINUM sýning sunnudag kl. 20 Næst síðasta sinn Aðgöngumiðasalan opin frá kL 13,15 til 20. Sími 1-1200. Skugga-Sveinn í kvöld, 5. sýning. Blá kort gilda. Uppselt Skugga-Sveinn föstudag, 6. sýn. Gul kort gilda. Uppselt. Kristnihald laugardag kl. 20.30 120. sýning. Uppselt. Spanskflugan sunnudag kl. 15.00 103. sýning. Uppselt. Hjálp sunnud. kl. 20,30. Uppselt. Skugga-Sveinn þriðjud. Uppselt Kristnihald miðvikudag. þeir óvanalega hátt. Mikill sjór var útifyrir Hornafjarðarós og skip, sem ætlaði að koma inn varð að snúa frá. Vegurinn hvarf á 75 metra kafla Þórarinn Pálmason á Djúpa- vogi sagði, að þar á staðnum hefðu menn átt í mestu erfið- leikum með að hemja báta í höfninni og í fyllingunni og briminu sökk ein trilla og prammi brotnaði í spón þar sem hann stóð í fjörunni. Sjór- inn braut upp hurð á rækju- verksmiðjunni og bar hann með sér grjót og möl yfir öll gólf þar, en ekki hlauzt neitt annað tjón af í verksmiðjunni. Þá sagði Þórarinn, að veg- urinn út í síldarverksmiðjuna væri horfinn á 75 mefcra kafla, þar bar sjórinn möl og grjót yfir. Þá flaut sjórinn umhverf- is íbúðarhúsin, sem standa neðst í þorpinu. Báðar aðalbryggjur staðarins eru eitthvað skemmdar, en tal- ið er að það séu ekki alvarleg- ar skemmdir. Tvær litlar bryggjur, voru verr útleiknar, brotnaði önnur mikið en hin hvarf algjörleiga. Olíumöl Framhald af bls. 3. un olíumalar fara ört vaxandi, og meðhöndlun hennar á eftir að komast í margar hendur. Stofnun- in telur því nauðsyn á, að eitt af fyrstu sérritum hennar fjalli um olíumöl, þar sem tekin er saman almenn þekking, íslenzk reynsla og ni'ðurstöður rannsókna við stofnunina á Þessu slitlagsefni. Bæklingurinn er gefinn út í litlu upplagi og kostar kr. 500. Bókabílar Framhald af bls. 3. Hrafnista fimmtud. kl. 3,15—4. Laugal./IIrísat. fimmtud. kl. 1,30—3. TUN GUVEGUR. Verzl. Tunguvegi 19 mánud. kl.4,45—6,30. VESTURBÆR. Skerjafj. v. Einarsnes 36 föstud. kl. 4,30—5,15. Verzl Kjarðarhaga 47 föstud. kl. 5,30—7. KR-heimilið föstud kl. 3—4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.