Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 11
I I l.l 1...I I i ' | m' r f/ f, i i , i i ; r ' í i i ' ' ¦' FÖSTUDAGUR 21. janúar 1971 TÍMINN n HESTAR OG MENN: Þýzka tamningin Það kom fram í viðtali blaða við þessa tamningakenn ara, að þeir hefðu fyrst fyrir sjö árum kynnzt íslenzkum hestum, sem fluttir voru til Þýzkalands. Þrátt fyrir þenn- an stutta tíma eru þessir menn þess umkomnir að kenna okk- ur tamningu á þeim hestum, sem við gjörþekkjum frá blautu barnsbeini. Þetta er hreinasta móðgun við íslenzka hesta og tamningamenn. Flug- lagna hestamenn eigum við í tugatali, sem hefðu getað kennt tamningu með miklum sóma, að svo miklu leyti sem hægt er að kenna hana. Nú má enginn skilja orð mín þannig, að ég sé að kasta rýrð á þessa þýzku menn. Þeir hafa að sjálfsögðu gert sitt bezta, og í góðri meiningu, en vafalaust hafa þeir ekki boðið sína hjálp að fyrra bragði, þar hefir komið annað til. Inni í þessum gerðum voru svo höfð hringamél og reiðmúll á hest- unum, svo ekkert vantaði á þá nýtízku hestamennsku, sem verið er að innleiða hér í seinni tíð. Mér varð hugsað til þess, ef hægt væri að kalla fram okk- ar gömlu og góðu hestamenn, sem nú emi horfnir af sjónar- sviSinu, og þeir gætu séð hvern ig arfurinn frá þeim í hesta jnennsku er varðveittur hjá okkur. Það komu fram raddir un» það, hye mikill árangur hefði orðið á þessum stutta tíma í tamningu í þessum gerð um. Ef við hefðum nú tekið jafn langan tíma daglega og tamið hestinn á víðum velli í frjálsræði, trúi ég ekki að ár- angur hefði orðið neitt minni. Sá . er bara munurinn, að í þessu tilfelli hefði hesturinn verið laus við alla svekkingu eða hálfgerða innilokunar- kennd, og svipurinn hefði orð- ið bjartari og eðlilegri, þar sem ekki væri um þvingun að ræða. Þá kom einnig fram, að þeir þýzku kenndu að stjórna eða að hafa áhrif á hestinn með fótunum, og ásetu. Þetta er minni nýung en margur skyldi halda. Góður hestamaður hag- ar ásetunni eftir því, hvað hann vill laða fram af kostum hestsins. Góður hestamaður notar ásetuna eins mikið til að laga hestinn til eins og taum- haldið. Engum góðum hesta- manni dettur í hug að sitja hestinn eins á öllum gangteg undum. Hann breytir því eft ir því sem honum finnst við eiga. Með ásetunni getur mað- urinn haft mikil áhrif á t.d. að hesturinn taki framf ætur hærra upp en ella, og að hann gangi betur inn undir sig að aftan o.fl. Engum manni, sem átt hefur eða kynnzt gæðings- hesti, tömdum af góðum hesta- manni, dettur í hug, að við þyrftum nokkuð til útlendinga að sækja í hestamennsku. SMÁRI. Gerðistamning Síðastliðinn vetur var hald ið námskeið b hestamennsku (tamningu) á vegum Landsam bands hestamannafélaga og Fáks í Reykjavík. Námskeiðið var haldið við nýju hesthúsin, sem Fákur byggði í Selásnum. Námskeiðinu stýrðu tveiir þýsk ir feðgar, Feldmann eldri og yngri. Flest dagblöðin í Reykja vík gátu um námskeið þetta, og í samtölum kom fram, að þetta námskeið hefði verið mjög gagnlegt og nýlunda í hestamennsku. Bágt á ég með að sætta mig við, að svo illa sé komið fyrir okkur í hesta- mennsku, að við þurfum að fá útlendinga til að kenna ökkur að temja íslenzka hesta. Þótt við þurfum margt til útlend inga að sækja, er hesta- mennska okkar séreinkenni, sem arlendir menn geta allra sízt bætt um. Tamning þessi, eða hlýðniþjálfun, eins og það var nefnt, fór fram í stórri rétt eða gerði, svona um það bil 40x15 metra að stærð. Þarna fór öli tamningin fram innan þessa ramma, nú hefði ég ekki orðið neitt hissa, ef þarna heíðu verið sérstaklega óþjálir og hrekkjóttir hestar, sem gott hefði verið að hafa aðhald fyr ir meðan. hrekkirnir voru að vinnast. En það virtist ekki vera, þarna voru hestar meira og iminna tamdir fyrir, en kannski ekki nógu þjálir í taumum. Inni í þessu gerði var svo hestunum riðið fram og til baka, þvers og krus, og jafn- vel yfir hindranir. Við getum gert okkur í hug arlund, hve hestarnir verða svekktir inni í þessum litlu gerðum. Enda virðist tamning- in miðuð við að gera hrossið sálarlaust, og það helzt á sem stytztum tíma. Það er miðað við að taka allt frumkvæði af hestinum, hann á að vera algjör þræll. Tamningin er í því fólgin að gera hrossið svo vélrænt, að ekkert táp sé lengur til í því, aðeins að hlýða knapanum í blindni. Við könnumst við þessa aðferð, hún er notuð við þjálfum hrossa hjá hemaðar þjóðum. Þessi tamningarað- ferð er því beint sprottin frá hernaðarþjóðum. Þrátt fyrir ára saimskipti við íslenzka hesta, hafa útlendingar ekki skynjað upp úr hvaðá jarð vegi hann er sprottinn. Þeir skynja ekki, að hann nýtur sín bezt á víðum velli og að frjálst saimkomulag sé milli manns og hests. fslenzki hesturinn er í eðli sínum sjálfstætt dýr, og þeim einkennum á hann að fá að halda. Þess vegna verður tamning alltaf að vera sam- komulag milli manns og hests. (framh. næst.) SMÁRI. Magni Guðmundsson, hagfr.: Stjórnsýsla XXII. MARKAÐSSTJÓRN - V. Samvinna markaðsstjóra við aulýsingadeild. — Þeir, sem teikns auglýsingar og semja texta, eru oft listamenn eða a.m.k. menn með listræna hæfileika og vilja ógjarnan láta aðra segja sér fyrir verkum. Þeir hafa sínar skoð aniir á þvi, hvernig auglýsing eigi að ljta út og hljóða. Eins og sagt var í siðustu grein, á markaðsstjór inn ekki að sníða þessum mönn um of þröngan stakk, heldur leið- í»eina þeim- Hann á að skýra þeim frá marjemiðum auglýsingarinnar, tegund viðskiptavina, sem henni ©r ætlað að ná til, söluatriðum, ¦em fram þurfa að koma, o. s.frv. Þegar um harða samkeppni er að raeða, þarf t.d. að ákveða, hvort leggja eigi áherzlu á einhverja yfirburði, sem varan kann að hafa, eða kynna sameiginlega kosti með enn meiri þunga og sannfæring- tjrkrafti en keppinauturinn. En auglýsingarmennirnir eiga að ann ast öll framkvæmdaatriði. Þeir eiga að klæða boðskap auglýsing- arinnar í þann búning, sem vekur athygli og áhuga — og hafa í því efni óbundnar hendur. Markaðsstjórinn, er samhæfir hin ólíku störf markaðsstjórnar, getur og komið að liði með öðr- um hætti. Hann getur tryggt, að auglýsingarefni á sölustað og um- búðir vöru séu í fullu samræmi við auglýsingar í fjölmiðlum. hann getur tryggt með reglu- bundnum neytendakönnunum, að varan haldi áfram að uppfylla þær kröfur, sem gera má til hennar skv. auglýsingunni. Hann getur tryggt, að nægilegar birgðir séu í verzlunum á því svæði og á þeim tíma, sem auglýst er. Er alkunna, að auglýsingastofum er oft og tíð- um ranglega kennt um rýran ár- angur, þegar ófullkomin vöru dreifing á sökina. Val auglýsingamiðla. — Þegar reynt er að velja réttilega milli fjölmiðla, er á margt að lita. Eitt atriðanna er, hvort varan er til sölu á landinu öllu eða eingöngu á takmörkuðum svæðum. Eru sum ir staðir öðrum betri, þannig að vert sé að eyða meira púðri á þá — eða e.t.v. öðrum lakari, þann- ig að séraðgerða sé þörf þar? Þetta og þvíumlíkt er í verka- hring markaðsstjórans að meta. Þá er að athuga, hvort boðskap- ur auglýsingar er r stuttur eða krefst langrar sögu^ f seinna dæm inu er heppilegra að snúa sér til dagblaðanna. Stundum veltur mik ið á. endurtekningu, og hæfa þá smáauglýsingar eða orðsendingar í útvarpi með reglulegu millibili. í önnur skipti. getur sjónskynið skipt máli, og ber þá að nota lit- skreytt myndablöð, bíóaugiýsing- ar eða auglýs'ngaspjöld — að ógleymdu litasjónvarpi. Loks verður að kanna, og það er einnig í verkahring markaðs- stjórans, hvort sala er háð árs- tíðum eða bundin við ákveðin tækifæri. Er þá allt undir því kom ið að kjósa hinn rétta tíma. Marg- ir freista þess raunar að brjóta vanann. Þannig var bóndadagur- inn að sögn endurvakinn af kaup- mönnum til að auka sölu á karl mannaskyrtum, hálsbindum o.fl. af því tagi á árstíma, þegar eftir- spurn var jafnaðarlega lítil. ,i Tengsli vitS almenning. Þetta er fjórði og síðasti þátturinn, sem nefndur var í byrjun þessa greina flokks um markaðsstjóm. Þegar frá þeim tíma, er fyrir- tæki byrjuðu að gera sér grein fyrk mikilvægi góðra tengsla við almenning, hefir verið reynt að skilgreina hugtakið með einhverj- um ótvíræðum hætti, enda veit fólk óglöggt, hvað átt er við með því. Þetta e rþó engan veginn auðvelt. Brezka stofnunin, Institu- te of Public Relations, leysti mál- ið með þessum orðum: „Þaulhugs að, skipulegt og stöðugt átak í því skyni að koma á og viðhalda gagn kvæmum skilningi milli atvinnu- fyrirtækja og allra þeirra, sem við þau hafa skipti". Till sanns vegar má færa, að al- menningstengsl í þessum skilningi eigi skylt við auglýsingastarfsemi að því undanskildu, að leitazt er við að hafa áhrif á skoðanir manna í stað þess að auka söl- una, eins og hreinum og beinum auglýsingum er ætlað að gera. Þau varða „andlit" fyrirtækisins í rýmri merkingu, svo sem vöru- heiti og vörumerki, vöruumbúðir, áróðursefni, bréfhausa og reikn- ingseyðublöð, sendibifreiðar, — raunar hvað eina, sem gefur fyrir- tækinu svip og einkenni. Með sam ræmdum stíl á öllu þessu öðlast fyrirtækið eins konar „persónu- leika", sem almenningi kemur kunnuglega fyrir og g'eðjast að. Vöruheiti og vörumerki. Nauð- synlegt er, að vöruheiti sé sam- ræmt þeim auðkennum eða per sónuleika, sem reynt er að gefa vörunni mð auglýsingum. Næst er að geta þess, að vöruheitið sé skráningarhæft. Þá verður að tryggja, að það veki ekki hvimleið hugrenningatengsl. Loks skiptir máli, að það sé munntamt og fari vel á auglýsingaspjöldum, Þannig er stutt nafn heppilegra, þar sem það má rita stórum stöfum, án þess að það taki of mikið rúm. Að sjájfsögðu kemur til álita, hvort nota eigi sama heitið á all ar framleiðsluvörur fyrirtækis éll- egar sitt á hverja. Hið síðar- nefnda virðist að öllum jafnaði eiga betur við, þegar vörur éru óskyldar og hvert heiti um sig stendur undir 'eigin auglýsinga- kostnaði. Oft er þá minnt 4 finma- nafnið með því að segja t.d.: „Enn ein framleiðsluvaran frá XXX,, eða annað í þeim dúr. Varðandi vörumerki — gagn stætt vöruheitum — er það helzt að segja, að þau virðast á undan- haldi, Enda þótt þau geti vissu- lega myndað nokkurs konar hlekk milli ólíkra vöruheita hjá sama fyrirtæki, eru önnur ráð oft heilla vænlegri, eins og t.d. sjálft firma nafnið, litasamsetning á umbúð- um, fast orðalag auglýsinga o.fl. Að ætla rúm fyrir vörumerki í hverri auglýsingu og á hverjum pakka getur verið vandkvæðum bundið og kostnaðarsamt. Vöruumbúðir. Við gerð um- búða hafa mörg fyrirtæki eigin hönnuði, en önnur leita til sér- hæfðra stofnana. Hver gem- verk- ið vinnur, verður að hafa samráð við auglýsingadeildina, svo að"báð ir stefni að sama markinu. Það kemur hinsvegar í hlut markaðs stjórans að setja reglurnar,.sem stundum hafa verið felldar í f Jóra aðalflokka: (1) Umbúðir eiga að hæfa vör- unni, sem á að nota þær i fyrir. (2) Þær eiga að draga að sér athygli kaupandans. (3) Þær eiga að vera vel gerð- ar, sterkar og þægilegar, þegar þær eru handleiknar. (4) Þær eiga að vera sniðnar fyrir þann hóp viðskipta- ¦ vina, sem vörutegundin er ætluð. Fáein orð um verðlag. Verð lag vörutegundar hefir að sjálf- sögðu mikil áhrif á sölu hennar. Venjulega á markaðsstjórinn um þrjá kosti að velja: (1) Hann get ur selt á sama verði og keppinaut- urinn, en reitt sig meira á aug lýsingar. (2) Hann getur selt und- ir því verði og sparað sér auglýs- ingakostnað, þar sem hið lága verð örvar söluna. (3) Og loks get ur hann selt á hærra verði, en notað umframhagnað til aukins söluhernaðar. Hér verða aðstæður hverju sinni að ráða, enda eru neytendur á ýmsum tímum mjög misnæmir fyrir vöruverði og breyt ingum þess. Enda þótt verðbreytingar séu oft til bóta, mega tþær ekki vera of tíðar. Þá skapa þær glundroða og veikja traust á fyrirtækinu. Grundvallarreglan er sú, að fylgja megi hinu aliiicnna vcrðlagi lands ins í meginatriðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.