Tíminn - 30.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.01.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN SUNNUDAGUR 30. janúar 1972 MTTUR KIRKJUNNAR Góðvild og glaðvœrð „Verið ávallt glaðir,“ segir postulinn mikli. í fljótu bragði má þessi á- mlnning þykja fáránleg í þessum heimi, sem oft er þrunginn eymd og grimmd og þeim áhyggjum: Ótta, kvíða og öryggisleysi, sem þar fylgja. En sé betur að gáð, kemur annað í ljós. Jú, auðvitað er nóg til af vesæld og raunum, vandræðum og hörmum. En samt er líka mikiö af sól- skini, sigrum og vonum. Og svo er ekki sama, hvernig raunum og ósigrum er tekið. Kanntu að sigra meö sæmd og bíða ósigur með drenglund, þannig að þú vaxir til nýrra átaka, nýrra sigra? Það er þetta, sem gildir. Og svo að taka öllu vakandi og ef unnt er viðbúinn, eins og skátum er kennt að gera. „Þó að bjáti eitthvað á úr því hlátur gera má“, kváðu hversdagshetjur í gamia daga og bættu við: „Við skulum ekki víla hót vart það léttir trega. Það er þó ætíð búningsbót að berasig karlmannlega“. Og sumir og þó einkum sum ar — sérstaklega góðar kon- ur kunna að brosa gegnum tár. Og fátt er fegra. En svo er annað. Hafið þið tekið eftir því, að það eru ekki harmar og raunir, sem skapa verstu skuggana og svörtustu. Það eru systur tvær af eðli hins illa í mannssál hverri. Þær heita öfund og ill- girni. Önnur veldur hryggð yfir velgengni annarra. Hin veldur óhugnanlegum fögn- uði með glotti en ekki bros- um yfir gæfuleysi og ósigr- um annarra. Báðar leiða þær af sér á- hyggjur, kröfur og vansæld, þegar til lengdar lætur. Þá má einnig nefna skil- getin afkvæmi illgirni og öf- undar, sem heita nautna- sýki og lífsleiði. Það er óánægður lýður, sem nú fyllir glaumbæi „gJe'3innar“ víða á þessu landi. FJestir þurfa örvandi æti og æsandi drykki til að vekja fögnuð sinn og jafn- vel langanir. Doði og dapurleiki setur mark sitt á ung en skugga- leg andlit, unz byrjað er að öskra en ekki syngja, fálma stað þess að brosa. Sem bet- ur fer, er þetta ekki alls AÐEINS FJÓRIR DAGAR HERRADEILD Jakkar 1 kr. 2.400,00 Föt 1 kr. 2.950,00 Peysur kr. 495,00 Skyrtur kr. 100,00 DÖMUDEILD Peysur 1 kr. 480,00 Pils 1 kr. 500,00 Kjólar kr. 950,00 SKÓDEILD Herraskór 1 kr. 490,00 Kvenskór 1 kr. 550,00 Barnaskór kr. 390,00 Inniskór kr. 195,00 Stígvél kr. 195,00 r KOMIÐ O.G GERIÐ GOÐ KAUP staðar svona. En alltof víða. Það er vansæl ofmettuð æska, sem vantar Ijúflyndi og góðvild. Enda er að öllu fundið, allt eyðilagt, brotið og brennt, unz staðið er eft- ir á rústunum. Rústum gleð- innar, rústum lífshamingj- unnar. Þar var Glaumbær, fallegt æskuheimili við Tjörnina, en umgengnin ofsaleg eins og tákn þessarar æsku. Og lítið á umgengnina í Tónabæ. Þá skilst, að hér er ekki verið á réttri leið til að fylgja áminningu postulans: „Veiið ávallt giaðir.“ Og óánægjan, lífsleiðinn er eins og sjúkdómur. Og er undirrót óteljandi sjúkdóma bæði beint og óbeint. Og margt af því, sem eftir verður utan biðraða á sjúkra hús og hæli, verður að síð- ustu giemjufullur og beisk- ur kröfugöngulýður, sem vill enn styttri vinnutíma og færri en meiri peninga, ger- ir allar kröfur til annarra, en engar á eigin hendur. Kannske er bezt að brosa að þessu fólki. En ömurleg uppskera er slík framkoma og hugsunarháttur ef tir upp- eldið í milljónahöllum, sem nú kallast heimili og skólar. Vita ekki þessi gremjufullu börn, þessar rosalegu rauð- sokkur eða rauðsokkar, hvar uppsprettulindir gleðinnar er að finna? Það er í starfi og fórn. Starfsgleðin er göfgasta gleðin og sú skemmtan sem fæst að skyldustarfi loknu, en ekki hin, sem gripin var og að mestu rænt, meðan skylduverkið beið. Það þýðir ekkert að reið- ast mér, rauðsokka. Ég er aðeins rödd reynslunnar og um leið hrópandans i eyði- mörkinni. Og helgasta gleðin er fórn argleðin, fögnuður þess, sem gefur öðrum sitt bezta, gleði unnustunnar, móðurinnar, hetjunnar, elskandans. „Hreinasta gleðin, sem heimurinn á er að helga öðrum sitt starf.“ Þar gengur Kristur á undan. Og þar eru systurnar Góð- vild og Glaðværð einu engl- arnir, sem veita vernd og styrk. Reyndu að brosa, reyndu að gefa, reyndu að starfa Þá hverfur lífsleiðinn, beiskj- an og gremjan, öfundin og illgirnin úr sál þinni eins og skammdegismyrkur fyrir hækkandi sól. Æfðu þig. Það kemur með tímanum. Verið ávallt glaðir. Árelíus Níelsson. D A G E N 1 T RAFGEYMAR 6 og 12 volta Garðar Gíslason h.f. bifreiðaverzlun BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 HJÓLASTILLINGAR MÚTORSTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR LátiS stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. Simi 13-10 0 Félag járniðnaðarmanna: Allsherjar- atkvæöagreiösla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Frestur til að skila tillögum rennur út kl. 18.00 þriðjudaginn 1. febrúar n.k. Tillögur eiga að vera um 7 menn 1 stjóm félags- ins og auk þess um 14 menn til viðbótar í trún- aðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Tillögum skal skila til kjörstjórnar í skrifstofu félagsins Skólavörðustíg 16. 3. hæð, ásamt með- mælum a.m.k. 69 fullgildra félagsmanna. Stjórn Félags járniðnarmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.