Tíminn - 30.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.01.1972, Blaðsíða 8
VERKAKONUR I VI UM FRA NSKRA BÆI Beaujolais héraðiö er ein- hvers staðar i Miö-Frakklandi, skammt frá borginni Lyon, Það er i Beaujolais sem vinberin vaxa og þaðan kemur rauövinið. A haustin þyrpist fólk að til þessa héraðs og tinir vinber frá morgni til kvölds. Það er kölluð uppskera. Haustiö nitján- hundruðsjötiuogeitt bættumst við Svandis i hóp vinberja- fólksins i Beaujolais. Fyrsta daginn okkar þar hélt ég tilsýndar, að vinberjatrén væru kartöflugrös og réttlætti það þannig, að það sem væri tré á Islandi nefndist kartöflu gras i Frakklandi vegna hag- stæðari vaxtarskilyrða. Þá hló Svandis. Það var ekki i siðasta skiptið, sem hún hló, meðan við menntakonurnar dvöldumst i Beaujolais sem ótindar verka- konur, forugar upp fyrir haus, og skárum klasa af runnum með þartilgerðum kuta i hálfan mánuð samfleytt. Þetta var erfið vinna. Sann- kallaður þrældómur. Klukkan sex á nóttunni vorum við vaktar harðri hendi, barsmiðum og kaffi, og komnar út á rennvotan eða samanfrosinn akurinn eftir atvikum skömmu siðar. I fjall- háum stigvélum, með trefil og gúmmisvuntu, eins og slátrarar eða skurðlæknar, og hræðilegan bakverk. En allt var þetta ómaksins vert. Okkur fannst það kannski ekki alltaf þá — fyrir sexhundruö k*rónur á dag — en okkur finnst það núna. Við Svandis þóttum mestu furðuverk á franskri grund og málum lyktaði þannig, að við vorum kallaðar Laurel et Hardy, sem þýðir Gög og Gokke á islenzku. Frökkum fannst við tröllauknar að buröum, eöa hamrammar, og drógu enga fjöður yfir það. En heldur þótti okkur kimnigáfa þeirra fara aö færast upp i bekkinn, þegar við neyddumst til þess að ljóstra upp skóstærð okkar. Að sjálf- sögðu dytti engri siðmenntaðri konu i hug að koma upp um slikt — og sizt af öllu okkur Svandisi. En nú var nauðsyn, þvi að strigaskór dugðu skammt i drullunni og hún amma gamla, sem hló flirulega daginn út og inn, sagði, að við yrðum bara veikar svona stigvélalausar, og bauð að kaupa okkur stigvél. Amma spurði um stærð . Við sögðum satt frá. Viðbrögð við- staddra voru nánast ofsafengin. Þeir ráku úpp roknahlátur og fóru I kös úti i horni. Þá fór ég að gráta og sagði, að þetta væri ekkert fyndið, það vildi enginn lita við konu með svona fætur. Menn færu bara að hlæja, og siðan ekki söguna meir. Þá urðu Frakkarnir alvar’ iir i bragði, reyndu að hughreysta mig, og sögðu, að kannáki fyndi ég einhvern tima traustan og góðan mann, sem leiddi þetta hjá sér — og sögðu, að ég skyldi ekki örvænta. En það gerði ég samt. Svandis notar lika skó númer fjörutiu og eitt, en hún hefur enga von, hvort sem er, svo það skiptir ekki máli. önnur er saga min. Ég get kennt þessum stóru fótum um öll vonbrigði min i ástum, enda heyrði ég Jón Múla einu sinni raula fyrir munni sér, þegar ég var nærstödd: ,,I don’t love you ’cause your feet’s too big,” en það þýðir: „Ég elska þig ekki, af þvi að þú ert meö svo stóra fætur.” Þrátt fyrir þennan vankant var leiö okkar Svandisar til Frakklands — i Frakklandi — og um Frakkland, vörðuð ungum, fögrum piltum. Þeir hétu allir Jón Páll, Jón Pétur og Yves, nema Máris. Hann vann á vinberjabænum okkar og á heima i fjöllvim, þar sem fólk býr til osta. Við kölluðum hann Máris fjallabúa og sungum þetta fræga skátaviðlag ramm- falskt við vinnu okkar á vin ekrunum: ,,Ég er Máris fjalla- búi og geri það sem ég vil — glamra bara á minn gitar drekk og skipla á spil,” þótt við værum báðar sannfærðar um, að ekkert væri fjær Márisi en einmitt þetta. — Eina orðið, sem hann sagði allan timann, var merde, sem þýðir drulla, og i góðsemi sinni hélt Svandis, að Máris væri svona litterer og væri að fara með upphafsorð Bubba kóngs hvað eftir annað. Svo sagði hún við mig i trúnaði, að aldrei væri góð visa of oft kveðin. Svandis sá ýmsa aðra hluti i torkennilegu ljósi. Hun kom til dæmis einu sinni hlaupandi til min i miklu uppnámi og sagði málinu sinu: „Það eru oþtar geymdir i fuglabúri bak við húþ. Þetta eru einu húþdýrin á bænum og aldrei gefið að éta.” — Svo dró hún mig með sér bak við hús og sýndi mér þett^ sjöunda heimsins undur. Við skildum ekkert i þessari vit- leysu, en fannst synd að fjötra ostana i búrum og vorum helzt á þvi að sleppa þeim lausum. Já, Svandis kom mér sannar- lega á óvart, einkum er ég upp- götvaði, eftir eins og hálfs áratugs kynni við hana, að hún er frábær hugsuður. Þaö var ekki seinna vænna. — Svoleiðis var, að um helgar bættist alltaf fólk I tinsluna, og einu sinni kom meðal annarra kona, sem var svo litil, að við urðum að passa að stiga ekki oná hana. Hún þurfti sko ekki að beygja sig við vinnuna, einsog hinir veslingarnir, fremur þurfti hún að teygja sig upp i klasana. Svandis reiknaði dæmið þannig, að þessi oggulitla kona væri af nýrri tegund fólks, sérstaklega kynbættu með vinberjatinslu fyrir augum. -I hópnum var lika maður með tréfót. Vegna meðfædds hroka likaði Svandisi ekki félagsskapurinn og skrifaði heim, að við ynnum með hinum mesta óþjóðalýð, dvergum og sjóræningjum. Ég tel mér skylt að geta þess, áður en lengra er haldið, að vin- berjasamtökunum, sem réðu okkur i vinnu, stjórnar dauða- drukkinn maður frá Marseilles, sem héðan i frá verður kallaður forstjórinn, og er mesti óþokki, eins og nú verður sýnt fram á. Er við Svandis komum til þorpsins Belleville-sur-Sa8ne á tilsk. tima, áttum við von á að hitta ástfólginn bróður minn, Pál, og vin hans, Þorgeir fræn- da. Af þvi varð auvitað ekki, frekar en öðru, þar sem þeir frændur voru grunlausir um ferðalag okkar vinkvenna. — Ég grátbað nú forstjðrann um að koma bróðurnum i samband við mig, er hann kæmi á staðinn. En forstjórinn lét ekki að sér hæða. Ég heyrði ekkert af bróðurnum næstu tiu dagana og varð þess fullviss, að hann væri nú látinn. Mikil varð gleði min, er forstjórinn kom að heim- sækja mig á Fiat eitt laugar- dagskvöldið og sagðist ætla að flytja mig til bróður mins, yfir sjö fjöll, eöa svo. Honum hafði þá af einstakri fúlmennsku tekizt að pota bróður minum á bæ i fimmtiu kilómetra fjarlægð. Og ég sem hafði ekki séð Palla i hartnær heilt ár. Forstjórinn var óvenju dauðadrukkinn þetta kvöld og ók með hrottalegum rykkum og skrykkjum. Það tók okkur fjórar klukkustundir að finna bæinn hans Palla, sem var ein- hvers staðar i fjöllunum og myrkrið svo mikið, að það sást ekki neitt. Og svo var bróðirinn ekki heima. Það var laugar- dagskvöld. Við fengum þær upplýsingar,. að hann hefði skroppið á kaffihús i nokkurra kilómetra fjarlægð og væri fót- gangandi ásamt Islendingnum Þorgeiri. Útsendarar okkar fóru á stúfana og eftir nokkra stund fengum við þær fregnir frá hraðboða, að Islendingarnir væru að koma i hlað. Þá hljóp systirin út á veg og kallaði nafn bróðurins út i myrkrið. Aður en hún vissi af, var tekið utan um hana sterkum örmum, sem engum gátu tilheyrt nema Páli. Þó hélt ég um stund, að ég hefði farið bræðravilt, af þvi að Palli var kominn með hár niður á herðar — þetta einstaka snyrti- menni. Svona geta hrakningar um Mið-Evrópu farið með dáð- rakka drengi. íslendingahópurinn settist við fótskör styttu af Mariu mey og þar var margt hjalaö. En timinn var enginn. Klukkan var orðin margt og við vissum alltof vel, að eftir fáeinar klukkustundir yrði bakverkurinn verri en nokkru sinni, barsmiöarnar meiri og kaffið heitara um fóta- ferðarbil. Þaö var svo leiðinlegt að segja bless og það virtist eitt- hvað svo út i hött að fá ekki að sjá bróður sinn aftur fyrr en um jólin, sem reyndar eru búin núna eins og ýmislegt annað. Það er ekki að orðlengja það? daganir liðu við rauðvin og söng, rigningu eða sól eftir at- vikum og vinnufötin okkar urðu skitugri með degi hverjum, unz

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.