Tíminn - 30.01.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 30.01.1972, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 30. janúar 1972 TÍMINN 7 V. Ulgefandi; F rartisokna rftokkurtnn Framkv*nwjav)'i(iri; Kristján Benadlkt&snn, Rjtttjótari Þorariith Þárarlnssön !áb)r Andrés Krhfíansstm, Jón Holgason, Indrtðl G, Þorjfcins &on og T<5ma& Karl&son. fLufilýsingastiórl: Steln- grimur Gis asohi;: RnitjBrrtakskrÚstáfUJ I fidduhúJinu, símar ! 18200: h- Í83Q6. iSkrifstpfur Bankðsífæ H 7. Afgrelðslusími ums. Aug ýsjiftgásíroÖ :>l?523|:jxAÍSrát! skrjfstofur simj T8300. : Átkrlfiargja Id kr. 22S.ÓQ á mánuAi nnanlanifs. í laUsasolu kr. )5.0é áintákfð. — fila&apn Mtt h.f. (Off&etj Landgræösla og nýting landsgæða í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar segir, að gerð skuli heildaráætlun um alhliða landgræðslu og skipu- lega nýtingu landsgæða. í samræmi við þetta ákvæði málefnasamningsins skipaði Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra í nóvember sl. sjö manna nefnd til að vinna að þessu verkefni. Skal nefndin gera tillögur um á hvern hátt heppilegast sé að vinna að gerð þessarar áætlunar. í því efni skal miða við, að hægt væri að minnast 11 alda hyggðar landsins með heildarátaki um land- græðslu og gróðurvemd, svo og alhliða skipulagn- ingu á notkun landsnytja, eins og segir í skipunar- hréfi landbúnaðarráðherra til nefndarmanna. Eysteinn Jónsson, alþingismaður, var skipaður for- maður þessarar nefndar, en með honum í nefndinni em Ingvi Þorsteinsson, gróðursérfræðingur, Haukur Ragnarsson, tilraunastjóri, Pálmi Jónsson, alþingis- maður, Sigurður Blöndal, skógarvörður, og Þorvald- ur G. Jónsson, fóðureftirlitsmaður. í umræðum, sem urðu á Alþingi sl. fimmtudag, um þingsályktunartillögu þeirra Sverris Hermannssonar og Bjama Guðnasonar um skipun 5 manna land- græðslunefndar, upplýsti formaður hinnar stjóm- skipuðu nefndar, að nefndin hefði þegar tekið til starfa, og að í starfi nefndarinnar yrði lögð áherzla á náið samstarf við þá aðila, sem staðið hefðu í fylk- ingarbrjósti í ræktunarmálum hverskonar og gróður- vemd og bezt þekktu til þeirra mála. Eysteinn sagði, að höfuðáherzlan yrði lögð á það að samstilla krafta þeirra mörgu einstaklinga, félags- samtaka og stofnana, sem við þessi mál fengjust. Menn þyrftu að leggja niður fyrir sér, hvað þarf af þjóðfélagsins hálfu að gera í þessum efnum til þess að veruleg straumhvörf mættu verða. Aldrei mætti missa sjónar af því, að mestu skiptir að sem flestir leggðu hönd á plóginn, hver eftir sinni aðstöðu og getu. Engu stórvirki yrði í framkvæmd hrundið nema með samstilltu átaki fjöldans. Nú þurfa menn í öllum hémðum landsin að taka sig til og gera sér grein fýrir því, með ráði beztu manna og hjálp þeirrar vitneskju, sem vísindamenn hafa aflað, hvernig ástatt væri í þessum efnum í þeirra eigin héruðum og hvað þeir teldu vænlegast til úr- bóta þar. Slíkt gæti orðið góður leiðarvísir í því starfi, sem hin stjómskipaða nefnd á framundan, og gæti orðið til þess að auka enn afl þeirra áhugaöldu, sem nú er risin í þessum mikilsverðu málum. Hin stjómskipaða nefnd hefur þegar haft samband við forastumenn búnaðarsamtakanna, áhugamanna- samtaka, stofnanir þær, sem mest fjalla um málið, skógræktarstjóri, landgræðslustjóra, forstöðumenn Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og fl. í ræðu sinni á Alþingi sl. fimmtudag sagði Eysteinn Jónsson m.a.: „Vísindamenn okkar vita, að þjóðin hefur tapað mjög miklu af gróðurlendinu á þeim nálega 1100 ár- um, sem hún hefur búið í landinu. — Það, sem mestu skiptir, er þó sú vitneskja, að þetta land, sem tapazt hefur, er hægt að græða og halda því, sem eftir er og bæta það, og menn vita, hvernig á að fara að því. En þar er ekki um neina eina aðgerð að ræða heldur mörg úrræði, sem verða að fara saman.“ — TK. JUDY KLEMESRUD, NEW YORK TIMES: Frú Waldheim er lög- fræðingur að menntun En lögfræðin hjálpar henni lítið sem „æðstu konu” S.Þ, HIN nýja „æðsta kona” Sameinuðu þjóðanna hefir nú tekið við hinu óopinbera, ólaunaða starfi sinu, en tvennt virðist þó á annan veg en vera ætti. Henni geðjast ekki að hinni óendanlegu keðju kokkteilveizlna stjórnmála- mannanna og er heldur ekki hríifin af vinarbrauðum. ,,Ó, þau eru of fitandi”, segir frú Kurt Waldheim, en hún er fædd i Vin. Samtalið fór fram i samvinnufélagsibúð hennar við Fimmtu tröð, nálægt 87. stræti. ,,Ég vil reyna að aflagast ekki meira en þegar er orðið, og þess vegna ekki heppilegt að eta vinabrauð.” Elisabeth Waldheim er 49 ára, þriggja barna móðir, og hefir tekizt að varðveita fagurt vaxtarlag. Hún vegur að visu fast að 140 pundum, sem væri allnokkuð ef hún væri ekki 177 cm á hæð. HANASTÉLSBOÐUNUM, sem frúin vék að, fjölgar efa- laust stórlega á næstunni, þar sem maður hennar er nú tekinn við sem framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, og árslaunin eru 62.500 dollarar (hálf sjötta milljón isl. króna). „Engum geðjast framar að hanastélsboðunum ”, sagði frúin. ,,Ég hefi að minnsta kosti ekki hitt neinn, sem hefir ánægju af þeim, og i raun og veru er ekkert gaman að þeim. En karlmennirnir virðast þurfa á þeim að halda i starfi sinu og þau gera mjög hægt um vik að eiga orðastað við aðra i svip, þegar ekki er um að ræða svo mikilvæg atriði, að ástæða sé að efna til formlegs fundar. En skritið er,að venjulega ræðast karl- mennirnir við sér i lagi i þessum boðum, en vesalings konurnar eru út af fyrir sig.,,” Frúin er opinská og ánægö. Hún lauk laganámi við háskól- ann i Vin. Anægjulegast sagði hún að sér þætti að hafa inni kvöldverðarboð fyrir 22 I ibúð sinni við Central Park. „1 kvöldverðarboði er unnt að sinna hverjum einstökum gesti”, sagði hún,og getur talað af reynslu, þar sem hún er búin að vera eiginkona stjórnarerindreka siðan árið 1944. ,,í kvöldverðarveizlu er unnt að tala við fólk i raun og veru, en i kokkteilveizlum er varla unnt að koma við öðru en að heilast og kveðjast”. ÍBÚÐINA, sem þau hjón búa i, ásamt þjónustustúlku og matreiðslukonu, valdi frúin sem bústað sendiherra Aust- urrikis hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1964, og hafði þó litið á 83 ibúðir aðrar, sem til greina gátu komið. Ibúðin er nokkuð rúmgóö, og eru þar tildæmis fimm svefnherbergi. Frú Waldheim sá sjálf um búnað ibúðarinnar og kom þar meðal annars fyrir nokkru af húsgögnum, sem hún hafði komið með frá Austurriki. Þetta gildir um dragkistuna i dagstofunni, en hún er af þeirri gerð, sem kennd er við Mariu Theresiu, og einnig eru i ibúðinni átta ljósakrónur úr kristal, sem þau hjón höfðu með sér að heiman. Hús- gögnin eru þó flest frönsk, en teppin á gólfunum eru pers- nesk. Mjög kært er sagt með þeim hjónum og viðurkennir frúin fúslega að svo sé. Þau hittust við háskólann i Vin, og þegar Waldheim kom fyrst auga á hana.var hún að skoða til- Elizabcth Waldheim. kynningar, sem festar höfðu verið upp á töflu. („Ég vakti vist athugli hans undir eins”, segir hún.) Þau gengu i hjóna- band tæpum tveimur árum siðar, eða 19. april 1944. „ÞETTA var um það bil sem fyrstu, alvarlegu loft- árásirnar voru gerðar á Vin”, segir frúin,og skugga bregður fyrir i svip hennar. „Þá var ákaflega erfitt að lifa og varla unnt að ná i nokkuð að borða. Ari siðar, þegar ég var komin á steypirinn, kvað orðið svo mikið að loftárásunum,að ég varð að leggja af stað fótgangandi upp i fjöll til bóndabýlis eins skammt frá Ramsau. Þar fæddi ég fyrsta barnið, og enginn var til til að stoðar nema móðir niin. Þegar maðurinn minn komst þangað loks,var dóttir okkar þriggja daga gömul.” Dóttirin var Liselotte, sem nú er 26 ára. Hún starfar i Genf við þá deild Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um deyfi- og eitur - lyf. Hin börnin eru Gerhardt, 23 ára, sem les lög við háskólann i Vin, og Christa, 12 ára, en hún er i frönskum skóla i New York. „Við reynum að helga Christu sunnudagana’i segir frú Waldheim. „Henni þótti mjög miður þegar við urðum að fara frá Vin fyrir tveimur árum, enda er óskemmtilegt til þess að hugsa að yfirgefa vini sina og þurfa aö afla sér nýrra. Við reynum þvi að vera sem mést saman, förum til dæmis á reiðhjóli um al- menningsgarðana, eða i göngu- og skiðaferðir, ýmist i Vermont eða Kanada.” ÞEGAR Waldheim - hjónin eru heima i Austurriki, geta þau valið milli ibúðar i Vin, einbýlishúss skammt frá borginni eða bjálkakofa við Attersee, i vatnahéraði uppi i fjöllum. „Þegar við förum þangað, tala systkinin um að fara „heim”, segir frúin. Frú Waldheim segist þurfa að hafa einna mest fyrir þvi að eiga ávallt nægilega mikið af viðeigandi fatnaði til að búa sig i þau fjölmörgu samlib ivæmi, sem hún verður að fara i ásamt manni sinum. Sam- kvæmiskjóla sina segist hún fá frá Vin, en þd saumar klæð- skeri, „sem veit hvað ég vil”, segir hún. Hversdagsfatnað segist hún kaupa i Manhattan, og fara fremur eftir þvi, hvernig hann fer, en hinu, hver saumað.hafi. Hárgreiðslan veldur hins vegar engum vandkvæðum. „Ég kom með hárgreiðslu- konu með mér frá Vin”, segir hún. „Hún er gift einum starfsmanni sendisveitar- innar og kemur hingað til min þegar ég þarf á henni að halda. Þetta sparar mikinn tima”. Frú Waldheim talar frönsku og ensku reiprennandi. Hún segir að það hafi stundum valdið sér nokkrum von- brigðum, að hún hefir ekki haft tækifæri til að notfæra sér kunnáttu sina i lögum á eigin spýtur. „En það hefir aldrei verið leiðinlegt að vera gift manninum minum,” bætir hún við i flýti. „Það er alveg fullkomið starf að sjá um ibúðina, undirbúa veizlurnar, sem við verðum að halda, kaup&inn og gegna skyldum samkvæmislifsins. Og svo hefir auðvitað þurft að sinna börnunum ogaldrei gefizttimi til að láta sér leiðast. En hinu get ég ekki neitað, að ég sakna þess stundum að hafa ekki getað aðhafzt eitthvað á eigin spýtur”. Ekki hefir farið framhjá frúnni, að U Thant gengur með blæðandi magasár af steitu vegna starfs sins, „erfiðasta starfs i þessum heimi”. Hún kvaðst ætla að leggja sig alla fram um, að maður hennar gæti lifað „sem allra kyrrlátustu lifi heima”. Hún segist til dæmis setjast hjá honum i bókaherberginu þegar hann komi heim frá störfum, og þar hlusti þau á hljómlist. Hún segist gefa honum sem fitusnauðastan mat og láta hann drekka sykurlaust rauðvin með.Ekki segist hún minnast á heims- málin nema hún sé beinlinis spurð, og timinn fari einkum i að athuga heimilis- reikningana. FRO WALDHEIM hugsar til veru sinnar i New York „bæði með tilhlökkun og kviða”. Hún segir sér geðjast mjög vel að þvijivernig komið sé fram við konur i borginni. „Þær eru ávallt spurðar, hvað þær vilji, þegar þær ætla eitt- hvað að kaupa, eins og til dæmis ryksugu eða hrærivél. í Evrópu er aldrei spurt, hvað þær vilji”. Hinu segist hún einkum kviða, að fjölskyldan kunni að verða fyrir barðinu á glæpa- faraldrinum i borginni. Hún kveðst láta starfsstúlku fylgja dótturinni að og frá skólanum, og auk þess sé heimilishundur inn Leó með i förinni. „Ég hefi aldrei peninga á mér þegar ég fer út”, hvislar hún. „Ég á heldur ekki neina skartgripi, sem vert sö að stela. Enn hefir ekkert komið fyrir okkur, en stundum flögrar mér i hug, að ef til vill þurfi allir að hafa lifvörð á al- mannafæri að tiu árum liðnum”.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.