Tíminn - 05.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.02.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN LAUGARDAGUR 5. febrúar 1972 FROÐÁR UNDRH) ^Próöárundriö. .Hér i blaöinu birtist s.l. laugar- dag heilsiðuskýrsla með yfir- skriftínni Netaveiöi við Lárós, er þar fjallað um mál, sem undir- ritaður gerði að umtalsefni I Timanum 6. namúar s.l., þó að ekki sé skýrsla þessi aðalefni þeirra skrifa nema siður sé, eins og nánar kemur i ljós hér á eftir. Grein min frá 6. jan. var yfirlit um mál þetta og gagn þess, en til- efni hennar var fréttaflutningur þessa blaös frá 1. desember 1971, en þá hafði verið skýrt rangt frá um veiðiskap i Lárósi s.l. sumar.og fluttár villandi fréttir frá aðalfundi Landssambands stangveiðimanna i nóvember 1971, sem fékk þetta mál til með- ferðar, með þvi að nokkrir menn úr Reykjavik og einn úr Ólafsvik, félagar i Fróðárfélaginu h/f, sem a s.l. ári keypti jörðina Fróðá á Snæfellsnesi, fluttu tillögu um fordæmingu á netaveiöi i sjó við Lárós, og gerðu sig þar með seka um visvitandi blekkingu til að fela hinn raunverulega tilgang sinn með tillögunni. Málið upplýst A fundi landssambandsins, sem fyrr var getið, voru veittar hlut- lægar upplýsingar um málið, þ.e. að hér hafi ekki verið um veiði i sjó að ræða heldur veiði á upp- eldis- og ósasvæði að ræða á vatnasvæöi, sem allt er á hendi fiskiræktarstöðvarinnar. Hafi þvi mátt ætla að þeir, sem fyrir þessu frumhlaupi stóðu, hefðu látið sér þetta að kenningu verða. Svo var þó ekki, þvi að „Fróðárdraugur- inn" komst i ritstjórn Timans, samanber blaðið 1. desember, og hélt uppteknum hætti. Enn vegið i sama knérunn t greininni i blaðinu laugar- daginn 22. þ.m. er enn vegiö i sama knérunn, draugsi er enn á ferð, enda þótt málið hafi verið upplýst ýtarlega i blaðinu 6. janúar með grein minni. Þó er eins og sá, sem setti fyrirsögn á „Skýrsluna" á laugardag, hafi verið i einhverjum vafa um mál- flutninginn, og sett á hana neta- veiði við Lárós, i stað netaveiði i sjó, eins og skýrslan gaf tilefni til. Höfuðpaurinn? Furðulegt er að sá, sem fyrir þessari ódrengilegu árás stendur, skuli halda áfram að tönnlast á málinu, eftir að rangfærslur og ósannindi hans hafa verið hraktar, og er engu likara en að sálarlif tetursins hafi hlaupið i baklás, og það verð ég að segja, að þó að ég hafi ýmsu kynlegu kynnzt um ævina, held ég, aö þessi nýjasta lifsreynsla sé með þvi furðulegasta. Vegna þess, að engra nafna ergetið i fyrrnefndri skýrslu, má geta þess, að höfuð- paurinn i þessari árás á okkur Láróssmenn er Jakob Hafstein lögfræðingur, sjálfgerður Fri- herra á Fróðá. Um það^hvern hug Jakob ber til veiðimálastjóra, vitna ofstækisfullar blaðagreinar hans á fyrri árum, sem hann þó Þessa ljósmynd tók Björn Pálsson flugmaður 31. janúar sl. Neðst á myndinni sést ósinn, þar sem allt vatn af vatnasvæði f'iskiræktarstöðvarinnar fer um. Til hægri handar er hið mikla sandrif, sem myndazt hefir eftir aö Lárós var stfflaður. með hinum 300 metra langa grjót- og jarðvegsgarði. Flóðgáttin, þ.e. útrennslið úr innra lóninu sést til vinstri við ytri enda garðsins, en þar eru grindarbúrin, sem laxinn gengur inn í, þegar vatnsmagn er eðlilegt. Milli stiflugarðsins og sandrifsins er ytra lón Lárósstöðvarinnar. áfram og tilefnið eðlileg og sjálfsögð leyfisveiting land búnaðarráðuneytisins frá s.l. sumri Lárósfélaginu til handa til að taka lax með neti á ræktunar- og félagssvæði sinu, sem er eins og að framan segir, allt frá fjöru hefir litinn sóma haft af, en fiski- ræktarmálið skaða. Nú er þessum ljóta leik haldið til fjalls eins og vötn renna, á hendi okkar. Blekkingar — tortryggni Að lokum verð ég að end urtaka það, sem ég sagði i fyrri grein minni, að ég harma það, að reynt sé að gera starf okkar i Fiskiræktarstöðinni við Lárós tortryggilegt og skaða um leið fiskiræktarmálin hér á landi almennt, með blekkingarskrifum á borð við þau, sem birtust hér i blaðinu laugardaginn 22. janúnar. Reykjavik, 28. janúar 1972 f.h. Fiskiræktarfélagsins Látravik Jón Sveinsson. NOKKUR ORÐ UM SAMGÖNGUMAL VATNSLEYSUSTRANDARHREPPS Fátt gleöur mann meir i skammdeginu en bréf frá vinum og kunningjum. Ekki eru þó öll bréf frá slikum, enda væri það i hæsta máta óeðlilegt. Samt eru bréf yfirleitt annað- hvort skemmtileg eða leiðinleg, það er þeirra náttúra. Nú á öndverðum vetri barst okkur, ibúum Vatnleysustrandar- hrepps, bréf frá samgöngu- ráðherra hinnar nýju rikis- stjórnar. Vissulega var full ástæða til að ætla, að þæað væri bæði gott og skemmtilegt. En sú varð nú ekki raunin. Efni bréfsins var, að tilkynna okkur, að ráðuneytið hygðist fella niður styrk þann, er sveitar- félaeið hefur haft til að halda uppi samgöngum þeim, sem við ella hefðum misst, við tilkomu hinnar nýju Reykjanessbrautar. Forsaga þessa máls er i stuttu máli þessi: Þegar til kom, að ákvarða legu hins nýja vegar, var i fyrstu um tvær leiðir að velja. Annars vegar leið þá er endanlega var farin, og hins vegar leið sem lá nokkru nær byggðinni hér á Vatnleysu- ströndinni, — þó alls ekki jafn nálægt og gamli vegurinn. Sú leið var talin 1,5 - 1,6 km lengri. Eftir að ibúar hreppsins höfðu háð harða baráttu fyrir þvi að fá veginn lagðan þannig, að hann kæmi að sem beztum notum fyrir byggðarlagið, — þ.e.a.s. að farin yrði neðri leiðin, — sættust þeir loksá samkomulag, sem hljóðaöi á þann veg, að rikissjóður sæi um fjárstyrk til að kaupa og reka bifreið, sem notuð yrði til að aka i veg fyrir sérleyfisbifreiðir frá Reykjavik og Keflavik, og sem jafnframt mætti nota sem skóla- bifreið. A þetta var fallizt, — þó með tregðu, — eftir að formenn allra þáverandi þingflokka, og ráð- herrar þeirra flokka, sem þá sátu við stjórntauma, höfðu fullvissað ráðamenn hreppsins um að samkomulag þetta væri bindandi, þ.e.a.s. að komandi rikisstjórn- um, þó breytingar yrðu á flokka- skipan, væri skylt að halda það i hvivetna. Leiðsvolram til haustsins 1970, og má segja að allt hafi gengið stórvandræðalitið. Þá hafði bifreið sú, er keypt hafði verið haustið 1965, staðið biluð i nokkra mánuði.Svo vel vildi þó til, að i hreppnum var til önnur bifreið, k sem að sjálfsögðu var tekin á leigu til að anna starfinu. En þar sem bifreið hreppsins var nú all mjög af sér gengin, að sögn, og ekki var sýnilegt að ný yrði keypt, þrátt fyrir loforð um endurnýjun á 5 ára fresti, var sú leiö nú igrunduð, aö bjóöa starfið út. Var það siðan gert, og bárust nokkur tillboð. Svo undarlega brá við, að sá aðilinn, sem hæsta tilboðið átti, fékk að ganga inn i lægsta tilboðið. Er það sannar- lega kapituli út af fyrir sig.hversu slikt má gerast, að einn aðili sendi inn tilboð, en öðrum tilboðs- aðila sé siðan leyft að gera það að sinu, og yfirtaka það. Má mikið vera ef slikt jaðrar ekki við beinan þjófnað, allavega á höfundarrétti, þó ekki sé meira sagt. Tilboðsupphæðin mun þó fljótlega hafa hækkað, en það er önnur saga, þótt ef til vill væri full ástæða til að ræða það nánar. Aðili sá, er hér um ræðir, og var einmitt að hluta til eigandi bfreiðar þeirrar sem leigð hafði verið er hin bilaði, keypti sia*an gömlu bifreiðina, og bar þá ekki á öðru en húm kæmist fljótlega gagnið, og hefur að þvi er virðist gengið vandræðalitið siðan. Þetta er i stuttu máli sam- göngusaga Vatnleysuhrepps siðan haustið 1965. En eins og sagt var i upphafi: Við fengum bréf,— Ég vildi mega setja upp ofur- litið reikningsdæmi fyrir Hanni- bal Valdimarsson, til að leiða honum fyrir sjónir að við eigum þennan styrk fyllilega skilinn. Nærri mun láta að dagleg umferð bifreiða um Reykja- nessbrautina sé u.þ.b. 1000 bifreiðir á dag. Þessi fjöldi sparar sér bvi samtals um 3000 km akstur daglega, þvi bifreiðafjöld- inn er fundinn með þvi að athuga hve margar bifreiðir fara fram- hjá gjaldskýlinu við Straum, og engum dettur i hug að bifreiðarnar fari ekki báðar leiðir. Þetta þýðir ein faldlega það, að árlega aka bifreiðir landsmanna- rúmlega einni milljón km styttri vegalengd vegna þess að styttri leiðin var valin. Ef gert er ráð fyrir aðmefalevðslabifreiða, sem um veeinnfara.samsvari c.a. 10 1. af bensini pr. lOOkm, þá sést að sparnaðurinn verður í neua 100.000 1., sem með núverandi verðlagi gera kr. 1.600.000.oo — eina milljón og sexhundruð þúsund — Sé svo reiknað með að eðlilegur viðhaldskostnaður bifreiðar sé kr. 0,50 pr. km,bætast við þetta kr. 500.000,oo og er þá heildarsparnaðurinn kominn upp i 2,1 millj. kr. Þessi sparnaður fæst með þvi að svipta ibúa Vatn* leysustrandarhrepps þeim sjálf- sagða hlut, að hafa mann- sæmandi aðgang að vegi. Rikissjóður styrkir, eins og áður er sagt, hreppinn til að halda uppi ferðum i veg fyrir áætlunar- bifreiðir frá Reykjavik og Keflavik. Hér er um að ræða fjórar 'ferðir á dag og ef lauslega áætlað samtals um 120 km akstur að ræða. Yfir árið verða það samtals um 44.000 km Kostnaður við ekinn km er að þvi bezt er vitað kr. 18.40 pr. km Heildarkostnaður vegna þessa aksturs verður þvi nálægt 800.000,oo kr. á ári, eða sem svarar til 31% af sparnaðinum vegna styttingar vegarins um 1,5 km. Þess ber og að gæta, að umferð fer hriðvaxandi um Reyk- janessbrautina, og þessi hlut- fallstala lækkar þvi að sjálfsögðu ár frá ári. Þetta er sá styrkur, sem Hannibal Valdimarsson ætlar sér að svipta okkur, og hafi hann enga þökk fyrir. Hin hliðin, sem snýr að rekstr bifreiðarinnar, er svo sú, er lýtui að akstri skólabarna. Þeirr hlunnindum að fá börnum sinurr ekið til og frá skóla, mun Han nibal ekki enn hafa hugsað sér al svipta okkur. enda heyrir sé akstur ekki undir raðuneyti hans Þó er það svo, að sumt af þeirr akstfi er i sjálfu sér miklum mui athygliverðara en aksturinn i veg fyrir sérleyfisbifreiðarinnar. Hvernig ætlar t.d. hrepps- nefndin að útskýra það atriði, að samkvæmt umsögn oddvita hreppsins, mun kostnaður við akstur skólabarna i Gagn- fræðaskólann i Keflavik, hafa numið um 420.000,oo kr. veturinn 1970 - 1971. Aðili sa er um aksturinn sá taldi vegal. við þennan hluta nema 120 km á dag.- Samkvæmt upplýsingum skóla- stjóra Gagnfræðaskólans i Keflavik, voru kennsludagar við skólann umræddan vetur frá 145- 150, og prófdagar 15 - 20. Sam- kvæmt þessu geta ökudagar ekki orðið fleiri en i mesta lagi 170. Það gera yfir veturinn samtals 20.040 km. Samkvæmt minum útreikningum getur þá kostn- aðurinn ekki orðið meiri en kr. 369.000,oo,Þarna virðist þvi muna umtalsverðri upphæð, og gæti ver'ið fróðlegt að fá skýringu á þessu. önnur spurning vaknar við um- hugsun hinnar fyrri: Hver sá um mælingu vegalengdarinnar? Var það kannski verktakinn sjálfur? Það þættu skringileg vinnubrögð annarstaðar, ef svo hefur verið. Og þriðja spurningin: Hvers vegna var ekki aksturinn boðinn út aftur i haust? Er ekki venja, að a.m.k. akstur skólabarna sé boðinn út árlega? Að endingu vil ég svo skora á Hannibal Valdimarsson, sem manna bezt ætti að þekkja þýðingu góðra samgangna fyrir strjábýlið, að endurskoða vand- lega afstöðu sina til þessa máls. Þvi miður mun fylgi hinnar nýju stjórnar standa nógu höllum fæti hér syðra, þótt ekki sé visvitandi að þvi unnið að egna kjósendur hér i Reykjanesskjördæmi upp á móti henni. Sjónarhóli, 8. des. 1971. Hafsteinn Snæland.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.