Tíminn - 05.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.02.1972, Blaðsíða 9
LAUGARÐAGUR 5. febrúar 1972 TÍMINN Breta I vfðffl væbi ? kerfi, sem menn vona að verði svo öflugt, að unnt verði að tryggja viðhald núverandi yfir- ráða. Ekki sizt fyrir þolinmæði brezkra samningamanna tókst að fá sex af furstadæmunum niu til að mynda bandalag — Samband arabiskra furstadæma (UAE). Hvert þessara litlu dvergrikja átti á hættu að stærra og voldugra afl innlimaði það. Bretar höfðu vonazt til að geta stofnað „stórt" bandalag allra furstadæmanna niu, en tvö þau stærstu og þróuðustu — Bahrain og Qatar fóru sinar eigin leiðir. Ibúar rikja þessara eru 200.000 og 100.000, og þau eru sjálfstæð og eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum. I yfirstöðvum Breta i Bahrain er þvi haldið fram, að Bretar muni aldrei framar hafa fast herlið við Persaflóa. En ekki fara þó allir brezkir hermenn þaðan. Nokkur hundruð brezkir foringjar verða ráðgjafar og leiðbeinendur öryggissveita, sem furstarnir eru nú að draga saman. A þennan hátt hefur brezki herinn haldið nokkru af áhrifum sinum. Ótti við byltingu Furstarnir óttast, að byltingar öfl þrengi sér inn á yfirráðasvæði þeirra og taki völdin. Hinir gamalgrónu valdhafar i smá- rikjunum eru þyrnir i auga rót- tækra arabiskra rikja. „Frelsis- hreyfing", sem heyr skæruhernað i soldánsrikinu Oman, sem er sunnar, hefur þá yfirlýstu stefnu að svipta furst- ana völdum i furstadæmunum. náð fótfestu I furstadæmunum. I hinum stærri nágranna- löndum svo sem íran og Saudi Arabiu,ber einnig á ótta um að furstarnir verði fórnarlömb rót- tækra aðgerða. íranskeisari lét fyrir nokkru hermenn sina taka litlu eyjarnar þrjár innan við Hormuzsund, af þvi að hann vildi ekk-i hætta á, að þær lentu I röngum höndum, ef til byltinga kæmi i furstadæmunum. Tökin á „olíukrananum" Frá eyjunum þrem, sem furst arnir i Sharjah og Ras al Khaimah hafa litið á sem sina eign, má fylgjast með þröngri innsiglingunni i flóann. Tiundu hverja minútu fer olíuskiD hiá á ¦ 1. grein : j af þrem eftir \ \ Gunnar Filseth ¦ i blaðamann ¦ ¦ við Aftenposten: : i Osló, : ¦ sem nýlega ¦ : dvaldist i : i Austurlöndum, ¦ : in.a. : i við Persaflóa : Nýtt tímabil við Persaflóa I oann leið til eða frá oliuhöfnunum. Allur oliuútflutningur trana fer um Hormuzsund, og tilhugsunin um, að fjandsamlegt riki gæti komið upp stöðvum á eynni — og fengið færi á að „skrúfa fyrir oliukranann" — hefur skelft valdamenn i Teheran. Þessar hernaðaraðgerðir trana, sem kostuðu nokkur mannslif, vöktu mikinn óróa við Persaflóa. Arabar sökuðu Irani um árásarhneigð og útþenslu- stefnu. Irak og Libýa slitu stjórn- málasambandi bæði við Teheran og London, en fyllyrt var, að Bretar hefðu samþykkt aðgerðir trana. traksstjórn hafur að sinu leyti visað um 50.000 manns af irönskum uppruna úr landi, og þannig skapað nýtt flóttamanna- vandamál i Mið-Austurlöndum. Iran er nú stórveldið við flóann, og keisarinn hervæðist i þvi skyni að tryggja aðstöðu rikisins. Hann fær virka aðstoð frá London og Washington; hervagna og Phantomþotur af nýjustu gerð. Vesturveldin skoða Iran sem öruggasta meítvægið gegn t6t«k-um arabiskum öflum og hugsanlegum afskiptum Sovét- manna við Persaflda. Sovétríkin og Kína Hingað til hafa hvorki Sovét- menn né Kinverjar tryggt sér Itök við Persaflóa, en Sovétmenn eiga mikilvægan liðsmann, írak, sem reynir að ná áhrifum i mörgum furstadæmanna. Sovézkar flotadeildir hafa hvað eftir annað heimsótt hafnarborgina Umm Qasr i Irak, en hiin stendur við Persaflóa. Aukin umsvif sovézka flotans á Arabíska hafinu og Ind landshafi eru einnig sett I sam band við aukinn áhuga Sovétmanna á Persaflóa. Ætla Sovétmenn að reyna að láta flota sinn koma i stað brezka flotans á Persaflóa, eins og þeir hafa þegar gert á Miðjarðarhafi? Kinverjar eru einnig með i myndinni. Pekingstjórnin notar Aden og alþýðuly'ðveldið Suður- Jemen sem stökkpall og hefur að- stöðu til sóknar hvenær sem er vegna náinna tengsla við skæru- liðahreyfinguna I Öman, sem liggur að löndum furstadæma- sambandsins. Bandarikjamenn hafa hingað til haft tvo tundurspilla og nokkur minni herskip að staðaldri á Persaflóa, og hafa nú leigt hluta brezku flotastöðvarinnar af rikis- stjórninni i Bahrain. Þetta getur verið merki um að fleiri skip Bandarikjamanna fari þangað. Verði það,mun Bahrainstjórn og hin furstadæmin fagna þeim, en írakmenn munu reiðast. Innbyrðisdeilur margra rikja við flóann auka enn á marg- breytileik myndarinnar. Hins vegar virðist nýhafin samvinna Iranskeisara og Faisals konungs i Saudi Arabiu spá góðu. Þessir ihaldssömu einvaldar eru báðir fúsir til valda en eru sagðir hafa komiö sér sáman um að troöa ekki hver öðrum um tær. Mesta áhyggjuefni keisarans kvað vera, að róttæk öfl nái völdum i Saudi Arabiu, eins og orðið hefur I svo mörgum öðrum Arabalöndum. Þar með kæmust furstadæmin i enn meiri hættu- aðstöðu. Valdaskipti i Saudi Ara- bíu samkvæmt líbýskri forskrift gætu orðið upphaf að stórátökum milli Irana og Araba. Persaflói er deiluefni, sem getur orðið brennidepill i stjórn- málum Mið-Austurlanda og alls heimsins. Margir hafa hug á að öðlast sess við oliukatlana. Olíulindirnar í og við Persaflóa eru hinar mestu I heimi. I'i'ssi mynd er frá einni af ollustöðvunum I furstadæminu Abu Dhabi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.