Tíminn - 11.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.02.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. febrúar 1972 TÍMINN 5 Það er vert að muna það, að brezki herinn kom upphaflega til að vernda hinn kaþólska minnihluta. Rikisstjórn, sem getur brugðizt blökkumönnum i Ródesiu — staðið i striði á Norður-írlandi — gert eina milljón manna atvinnulausa i Bretlandi, sú rikisstjórn getur auðveldlega sent herskip á íslandsmið. Ræða Terry Lacey á úti- fundinum síðasta sunnu- dag Krafa HgjMRÐíNA sSrvwíJKS K UM yraR’uyERKALVÐ m m I rREE ALL POLITICAL PRISONERS STOP murde s um brottför brezka hersins Sunnudaginn 30. janúar skaut brezki herinn á hina fjölmennu mannréttindagöngu i Derry og drap 13 kaþólikka. Blaöaljós- myndara sagðist svo frá i stór- blaðinu Times: „Þeir skutu beint á hina þéttu mannþröng.” Þetta villimannlega athæfi hefur vakið fjölda fólks til umhugsunar um eðli stjórnarinnar á Norður-lr- landi. Kúgun Norður-lrland varð til i desember 1920 með sérstakri lög- gjöf. Það saman stendur af sex þeirra niu héraða, sem áður fyrr tilheyrðu landsvæðinu Ulster. Siðan 1920 hefur Norður-lrland haft eigið þing og stjórn, þótt end- anlegt vald hafi formlega verið i höndum brezka þingsins. Norður- Irlandi hefur i reynd verið stjórn- að af einum og sama stjórnmála- flokknum, Sambandsflokknum, sem veitt hefur lögreglunni sér- staklega sterka aðstöðu. 1 krafti lögregluvalds, hinna illræmdu borgarasveita mótmælenda og brezka hersins hefur vilja leyni- félagsskapar mótmælenda verið neitt upp á hinn kaþólska minni- hluta. Lög frá 1922, sem leitt hafa til kúgunar á kaþólskum, hafa oft verið dæmi, sem rikisstjórnin i Suður-Afriku hefur notað til að réttlæta sin eigin þvingunarlög. Kaþólikkar á Norður-lrlandi búa ekki við jafnrétti, hvorki jafnrétti i stjórnmálum, atvinnumálum né húsnæðismálum. Rikisstjórn Sambandsflokksins hefur beitt þá misrétti á öllum sviðum, svo að hluti þeirra hefur ávallt verið knúinn til að flýja land. Þvi hafa kaþólikkar ekki náð meirihluta aðstöðu og Sambandsflokkurinn viðhaldið völdum sinum. Ábyrgð Breta Bretar bera ábyrgð á tilveru Norður-lrlands. Bretar bera ábyrgð á setu núverandi stjórnar. Bretar bera ábyrgð á 50 ára harð- stjórn Sambandsflokksins, sem beitt hefur villimannlegum að- ferðum: aðgerðum, sem væru taldar með öllu óþolandi i Bret- landi sjálfu. Kröfur Vegna morðanna, daglegra fregna af ofbeldisaðgerðum, pyntingum og fjöldahandtökum án dóms og laga, hefur athygli heimsins verið vakin. islendingar ættu að kynna sér rækilega at- burðina á Norður-irlandi og óska þess, að islenzka rikisstjórnin ræði málið við brezku stjórnina. 1 þeim viðræðum ætti eftirfarandi að koma fram: 1. Brezka stjórnin verður að af- nema 50 ára gömul réttindi Norð- ur-irlands til að vera sérstök stjórnarfarsleg eining. 2. Brezka stjórnin verður aö af- nema stjórnina, þingið og emb- ættismannakerfið á Norður-ír- landi og taka upp beina brezka stjórn þar til stjórnarskrárbreyt- ingum veröur komið á. 3. Brezka stjórnin verður að fara burt með brezka herinn, fyrst frá hinum kaþólsku svæðum og til brezku herstöðvanna og siðan al- geriega frá irlandi. 4. Slík brottför hersins getur ekki átt sér stað án stjórnmálalegs frumkvæðis. Slikt framkvæöi ætti að vera fólgiö i yfirlýsingum um, aö ibúar Norður-irlands verði annað hvort að sameinast Bret- landi ineð þeim réttindabótum, sem myndu leiða til kaþólsks mcirihluta, eða ákveða myndun sameinaðs irsks lýðveldis með nýrri stjórnarskrá. Uið stjórn- málalega frumkvæði verður að vera grundvallað á vopnahlé, scm byggist á eftirfarandi for- senduin: A. Brezka stjórnin verður aö við- urkenna stjórn hinna tveggja arma irska lýðvcldishersins yfir kaþólsku svæöunuin. B. Brezka stjórnin veröur aö hefja viöræður viö hina tvo arma írska lýðvcldishersins. C. Allir stjórnmálalegir fangar verði látnir lausir og sakargiftir um borgaralega óhlýðni verði felldar niður. Sakaruppgjöf verði einnig veitt fyrir ofbeldisaðgeröir nema um greinileg tilfelli sé að ræða. Slik tilfelli verði ákveðin með tilliti til hinnar nýju stjórn- skipunar, sem við tekur. D. Frjálsar kosningar fari fram undir alþjóðlegu eftirliti i bæði kaþólska og inótmælenda hluta Norður-trlands. Samninganefnd- ir verði kosnar á sveitarstjórnar- stiginu til að ræða stjórnmálaleg- ar breytingar. E. Vopnahlé verði virt i krafti lögreglusveita Sameinuðu þjóð- anna eða sameinaðrá sveita brezka og irska hcrsins. Vernd og landhelgismál Það er vert að muna það, að brezki herinn kom upphaflega til Norður-lrlands til að vernda hinn kaþólska minnihluta. Herinn hef- ur nú hafið skothrið á þennan sama minnihluta. Rikisstjórn, sem getur brugðizt blökkumönnum i Ródesiu, sem getur staðið i striði á Norður-lr- landi, sem getur gert eina milljón manna atvinnulausa i Bretlandi, sú rikisstiórn eetur auðveldlega sent herskip til að vernda veiðar brezkra togara innan islenzkrar landhelgi. Þess vegna eiga Is- lendingar að taka undir hin öflugu mótmæli gegn stefnu brezku stjórnarinnar og gegn veru brezka hersins á Norður-Irlandi. Sameiginlegir fundir Á Akureyri á laugardag FUF, FUJ og Samtök vinstri manna á Akureyri og Æskulýösnefnd Alþýðubanda- lagsins halda sameiginlegan fund á Akureyri um sameiningarmálið. Fundurinn verður haldinn á Hótel Varöborg og hefst kl. 14. Framsögumenn verða Cecil Haraldsson, kennari, Friðgeir Björnsson, lögfræöing- ur, og Sveinn Kristinsson, kennaranemi. Allt áhugafólk velkomiö. um sameiningarmálið Á Húsavík á sunnudag FUP\ FUJ og Samtök vinstri manna á Húsavik halda sameiginlegan fund á Húsavik um sameiningarmálið sunnudaginn 13. febrúar. Fundurinn verður haldinn i félagsheimilinu og hefst kl. 14. Framsögumenn veröa Cecil Haraldsson, kennari, óiafur Ragnar Grfmsson, lek- tor, Halldór S. Magnússon, viðskiptafræðingur, og Sveinn Kristinsson, kennara- nemi. Allt ahugafólk velkomið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.