Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. febrúar 1972 TÍMINN StjórnK.Þ.á afmælisfundi í gamla bænum á Þverá Elzta kaupfélag landsins minnist 90 ára afmælis síns með myndarlegum hætti KOLSÝRINGUR I HRAÐFRYSTISTÖÐINNI AK-Reykjavik. Kaupfélag Þingeyinga, elzta kaupfélag landsins; á 90 ára af- mæli á sunnudaginn kemur, var •stofnaö að Þverá i Laxárdal 20. febr. 1882. Samband isl. sam- vinnufélaga er 70 ára sama dag, var þioínaö sem sambandskaup- kaupfaö stofnaö sem sambands- að élag þingeysku félaganna 1902. Yztafelli 20.febr. Kaupfélag Þingeyinga mun minnast afmælisins nú um helgina með ýmsum hætti. Fyrst þvi, að aðalfundur félagsins er haldinn fyrr en venja er, eða á afmælisdaginn, og eru reikningar félagsins fyrir s.l. ár tilbúnir. Afkoma félagsins var allgóð á árinu 1971. Þá mun félagsstjórn koma saman til fundar i gamla bænum á Þverá, þar sem félagið var stofnað, og afgreiða þar tillögur til aðalfundar um það, hvernig afmælisinsskuliminnzt. Er m.a. i ráði að leggja til, að menningar- sjóður félagsins leggi fram álit- lega fjárhæð til menningarmála i héraðinu i tilefni afmælisins. Þá kemur Boðberi, félagsblað K.Þ.,út i vönduðum búningi i til- efni afmælisins, og rita ýmsir menn greinar um félagið. Einnig eru reikningar birtir, töflur og skýringarmyndir um viðgang félagsins á liðnum áratugum, og margt mynda er i ritinu. Aðalfundur félagsins mun siðan standa á laugardag og sunnudag á Húsavik, og bæði þau kvöld verða almennar samkomur til þess að minnast afmælisins. Þar verða ræður fluttar og leikinn leikþáttur um stofnun K0NA LÉZT ER LÖGREGLUBÍLL VALT Á SNÆFELLSNESI JS-Ólafsvik. Á ellefta timanum á miðvikudagskvöldið fauk lögreglubill út af veginum á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. 1 bilnum voru tveir lögregluþjónar og hús- freyja úr Olafsvik Gyða Vig- fúsdóttir, sem lézt er billinn valt. Lögregluþjónarnir höfðu farið með mikið brenndan mann frá Olafsvik á sjúkra- húsið i Stykkishólmi fyrr um kvöldið. Gyða var aftur á móti stödd i Stykkishólmi og fékk far með lögreglubilnum. Mikið hvassviðri var á leiðinni, og skipti það engum togum, að billinn valt á veginum og siðan út af honum, niður 2-3ja metra vegkant. Annar lögregluþjónninn slasaðist nokkuð, en hinn fór heim að Berserkseyri, sem var næsti bær, og gat látið vita, hvað hafði gerzt. Gyða heitin mun hafa látizt samstundis, en hún lætur eftir, sig mann og fjögur börn. Hún var ættuð frá Hellissandi. Spítalasaga komin út í annarrí útgáfu Spitalasaga kom út hjá Prent- smiðju Suðurlands, Selfossi um miðjan okt. 5.1; haust i 3000 ein tökum, sem telst stórt upplag. Salan varð strax jöfn og ör um allt land, nema austan- fjalls, þar sem hún fór sér mun hægara. Um 10. desember þraut upp- lagið, en pantanir héldu áfram að streyma inn. Vegna verkfalls bókagerðarmanna reyndist ókleift að endurprenta bókina fyrir jól, en hins vegar ákveðið áð 2. utgáfa kæmi um 20. janúar 1972. Minningar- sjóður um Steindór Björnsson frá Gröf iviagnu n. uisiasuu. Tók sæti á Alþingi EB-Reykjavik. Magnús H. Gislason, 1. vara- þingmaður Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra, tók i gær sæti á Alþingi i stað Ólafs Jóhannessonar, forsætis- ráðherra, sem sækir þing Norður- landaráðs. TK-Reykjavik. Vegna fráfalls Steindórs Björnssonar, frá Gröf, Sölfhóls- götu 10 i Reykjavik, hefur stúkan Framtiðin i Reykjavík stofnað sjóö til minningar um Steindór. Verður gjöfum i sjööinn veitt íiiótíaka i Bókabúð Æskunnar og i Templarahöllinni við Eiriksgötu. Steindór Björnsson frá Gröf var einn, af forvigismönnum bind indishreyfingarinnar um margra áratuga skeið. Einkum lagði hann fram starfskrafta sina við eflingu barnastúknanna og var um langt skeið stórgæziu- maður þeirra. Steindór andaðist 14. þ.m. 86 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni laugardaginn 19. feb. kl. 10.30 árdegis. Steindórs verður siðar minnzt i Islendingaþáttum Timans. félagsins eftir Pál H. Jónsson á Laugum undir leikstjórn Sigurðar Hallmarssonar. Þá flytja hag- yrðingar visnaþátt, en visur hafa lengi flogið á kaupfélagsfundum. Fleira verður til skemmtunar. Deildarfundum i félaginu er öllum lokið, mjög i fyrra lagi, og var afmælisins minnzt á þeim öllum. Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, sótti fundina að venju. Formaður félgsstjórnar er Úlfur Indriðason bóndi á Héðins- höfða. ÞÓ-Reykjavik. Allt starfsfólk Hraðfrysti- stöðvarinnar i Reykjavik varð að fara úr husinu og hverfa frá vinnu i gærmorgun vegna hættu á kolsýringseitrun. Myndaðist kolsyringurinn vegna bilunar á hitunartækj- um. Starfsfólkinu varð ekki meint af, en heilbrigðiseftirlit- ið taldi ráðlegast að láta það fara út úr húsinu meðan loftað var út. Húsið var rýmt kl. 9.40 og mætti starfsfólkið aftur til vinnu kl. 1 eftir hádegi. Kol- sýringslykt var i húsinu i morgun og þótti ráðlegt að kalla heilbrigðiseftirlitið til og mæla. Starfsfólkið var ekki farið að finna til neinna óþæg- inda, nema lyktarinnar. Starfsmenn heiíbrigðiseftir- litsins höfðu meðferðis tæki til að mæla kolsýringsmagnið og áýndu þær mælingar, að rétt væri að rýma frystihúsiö með- an loftað var út til að skaðar yrðu ekki á fólki. Voru gluggar og hurðir opnaðar og settir blá^arar i húsið. Kolsýringurinn myndaðist af upphitunartækjum, sem notuð eru við nýbyggingu Hraðfrystistöðvarinnar, en verið er að byggja ofan á hús- ið. Eru hitunartækin oliu- kynnt. STYTTU ST0LIÐ AF MENNTASKÓLALÓÐINNI OÓ—Reykjavik. Hvar á að leita að 1,2 metra hárri myndastyttu úr kopar, sem vegur nokkur hundruð kg þegar hún hverfur sporlaust af stalli? Þetta er spurning, sem rektor Menntaskólans i Reykjavik og rannsóknarlögreglan spurðu i gær. En þegar nemendur og kennarar Menntaskólans komu að i gærmorgun var styttan af Pallas Aþenu, sem stóð milli skólahússins og Iþöku, horfin. Styttan var gefin skólanum áriö 1968 og stóðu sex stúdentsárgang- ar að gjöfinni. Hefur Pallas Aþenasiðan. staðið á stalli sinum þar til i fyrrinótt, að einhverjir hafa tekið hana niður og rænt henni. Styttan var fest á stallinn með fjórum boltum, en hefur ver- ið ýtt fram og til baka þar til bolt- arnir gáfu eftir og hún varð laus. Hafa örugglega fleiri en einn maður verið að verki, þvi styttan er þung. Hægt er að koma bil að stallinum en það hefur sennilega ekki verið gert þvi engin för eftir hjólbarða eru þar i gljúpum jarð- veginum. Hafa þjófarnir þvi borið styttuna á brott. Nemandi I Menntaskólanum ber, að hann hafi séð styttuna á sinum stað kl. 1 i fyrrinótt En hvað siðan gerðist er ekki vitað. 1 sambandi við styttuhvarfið er álitiðað tvennt komi til greina; að óprúttnir menn hafi stolið henni til að bræða og selja koparinn, eða að einhverjir með brenglað skopskyn séu að leika listir sinar og að styttan komi i leitirnar. Stytta þessi af Pallas Aþenu er afsteypa gerð fornri griskri högg- mynd. Var afstéypan gerð i Nor- egi. Haukur Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Borgarspltalans, hefur skýrt frá þvl á fundi heil- brigðisráðs, að vandræðaástand hafi skapazt á slysadeild spital- ans vegna aðsóknar fólks uiidir áhrifum áfengis og lyfja. Kemur þetta heim við fyrri vitneskju um þörf þeirra, sem gerzt hafa alæt- ur á fiknilyf, fyrir sivaxandi næturlæknaþjónustu, svo auka verður stóríega læknishjálp um hverja helgi, þótt enginn sótt- veikifaraldur gangi I bænum. Þeir sem lenda I slysum og þjást af pestum, eða öðrum og erfiðari sjúkdómum, eru að verða eins og útigangshross vegna þess að allt kerfið er upptekið við að hressa upp á þá öióðu og pillu- veiku. Nú er réttilega komin fram hugmynd um að reyna að létta þessum ósköpum af slösuðu og sjúku fólki, og ekki sizt að létta hinu tilgangslausa stússi við svalldótið af starfsliði slysastofu og næturgæzlu. Vonandi skilja menn hið snarasta, að ekki, er hægt að láta nauðsynlegt heilsu- gæzlustarf Iiggja meira og minna I molum, vegna þess að einhverjir virðast ekki hafa neitt þarfara að gera en liggja við brennivlnsstút- inn á milli hressingarmeðferðar eða bryðja pillur eins og brjóst- sykur á götuhornum. Þeir sem eru svo illa komnir að þeir geta ekki verið án læknisaðstoðar, öðl-' ist þeir á annað borð eðlilega meðvitund stund úr degi, eiga að fá undir sig sérstaka stofnun, sem að sjálfsögðu verður að vera opin nótt og dag. Það er ekki um að tala, að auðvitað verður skatt- borgarinn að greiða fyrir allt hrófatildrið. Honum er áreiðan- lega ljúfara að borga brúsann en eiga von á þvi að einir sex eða átta næturlæknar séu uppteknir við að skvetta meðulum á ofsýnir og iðrakveisur, þegar honum liggur kannski lifið á þvi að lækn- ir komi. Skattborgarinn getur nefnilega ekki gert það fyrir svalldótið að ákveða I eitt skipti fyrir öll, að hann skuli aldrei veikjast um helgar, þegar hin vikulega brennivins og pilluhátlð stendur sem hæst. Skattborgar- inn hlýtur þó að gera eina kröfu I þessu máli, og hún er sú að »111 flknifólk verði skráð og sett undir eftirlit. Það er viðkunnanlegra að hafa eitthvert bókhald yfir þetta, þegar farið verður að tala um skyldur þeirra sem rænuna hafa við hina meðvitundarlausu, þvi auðvitað lilvtur slfkt ákall að vera I vændum samkvæmt venjunni. Svarthöfði co az ElI Blackcurrant JAM SJL 133 Shrcdlw.....*•! Orange Jelly j MARMALADE i 1lb nel 45*r- : SULTUR OG MARMELAÐI MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ G

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.