Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 18. febrúar 1972 TÍMINN ¦pii vffiíXv:-::-:-:-:-::-:-::-: :¦:¦:¦¦¦:¦:¦:¦:¦:¦:¦:¦:•:¦:¦:¦:•:¦:•:¦:¦ Fram og FH herjast áfram um íslandsmeistaratitilinn Kveðjusöngur KR og Vík- ings í l. deildarkeppninni i handknattleik karla á miö- vikudagskvöldið var heldur bágborinn, svo að ekki sé tekið sterkara til orða. Þau léku þarna sinn siðasta leik i deild- inni i ár, Víkingur lék við FH og KR við Fram. Söngur beggja hljómaði á sama hátt, eða 11 marka flenging. Vik- ingur tapaði 11:22 og KR 16:27. Það fór þvl ekki þannig að þessi lið rugluðu neitt fyrir Fram og FH, Þau berjast áfram um sigurinn i deildinni, og það eru ekki nema örfáir dagar þar til úr þvi fæst skor- ið, hvortliðið það verður, sem hlýtur sæmdarheitið ÍSLANDSMEISTARI 1972. Það verður jafnvel á hreinu á sunnudagskvöldið, þvi þá mætast þessi lið, sem svo oft hafa keppt um íslands- meistaratililinn. Verður það siðari leikur iR og Hauka. Er hann ekki siður mikilvæ'gur, þvi þar getur ráðizt hvaða lið fellur i 2. deild. Ef ÍR nær stigi eru Haukarnir fallnir, og ef Haukarnir fara með sigur af hólmi er allt útlit fyrir að þá þurfi að fara aukaleikur um fallið milli þessara sömu liða, þ.e.a.s. ef Haukarnir ná þá ekki stigi gegn Fram á siðasta leikkvöldi mótsins, sem verð- ur miðvikudaginn 23. febrúar. Leikur Fram og FH á sunnudagskvöldið verður áreiðanlega mikiil leikur. Fram nægir jafntefli til að gera út um möguleika FH á að hljóta titilinn, þvi fyrir þann leik er Fram með 2ja stiga forustu. Ef FH sigrar I leikn- um, fara málin að horfa öðru- visi við, þvi að þá eru liðin jöfn að stigum, og eiga bæði eftir einn leik. Þeir fara fram á miðvikudaginn. Fram leikur við Hauka eins og fyrr segir, en FH við Val, og stendur Fram þar betur að vigi, þvi Valsliðið getur orðið erfiðari biti að kyngja fyrir FH en Haukarnir fyrir Fram. Ekki treystum við okkur til að spá um úrslitin, þó þetta langt sé liðið á mótið. Bæði Fram og FH hafa á að skipa góðum leikmönnum, sem geta gcrt stóra hluti, fái þeir hand- bolta I hendurnar og mark fyr- ir framan sig, og bæði eru þau þess virði að vera Islands- meistari i handknattleik karla 1971. —klp— VÍKINGUR KVADDI MEÐ 11 MARKA TAPI . . —ömurlegt allt frá upphafi til enda, er það eina sem maður getur sagt um leik FH og Vikings i 1. deildarkeppninni i handknatt- leik karla á miðvikudagskvöldið. Það var nær þvi sama hvár á var litið, allt var jafn lélegt. Því er þó samt ekki að neita, að einstaka sinnum gat maður þó rétt úr sér I sætinu eftir að brugðið hafði fyrir einhverju skemmtilegu, en það var þó nær eingöngu er FH-ingar voru með knöttinn, eða þá að markverðir FH, Birgir Finnboga- son og Magnús ólafsson, sem kom inn á á síðustu minútum siðari hálfleiks, voru að verja. Vikingsliðið var hreint út sagt hroðalegt. Það var ekki nálægt þvi að vera brot af þvi sem það var i fyrstu leikjunum i vetur, og ekki heil brú i neinu, sem leik- mennirnir tóku sér fyrir hendur. Annað eins „stjörnuhrap" hefur maður ekki séð i langan tima hjá einu liði. Meðan önnur lið hafa verið að bæta við sig hægt og sigandi, hefur Vikingsliðinu farið aftur. Efa ég hreinlega að það gæti klórað sig i gegnum 2. deildina, eins og það er nú. FH var öllu skárra, og þótt það væri samt ekkert til að dansa eða syngja yfir i þetta sinn.fór það létt með að sígra Viking með 11 mörkum. Hefði sá sigur jafnvel getað orðið mun stærri ef áhugi hefði verið á þvi, en svo var ekki að sjá. Sjálfsagt hafa FH-ingar hugsað sem svo, að rétt væri að spara kraftana fyrir leikina við STAÐAN Staðan i 1. deild karla i hand- knattleik eftir leikina: Víkingur-FH KR-Fram 11:22 (3:9) 16:27 (7:8) Fram FH Vikingur Valur KR 1R Haukar 10 9 0 1 193:154 18 10 12 11 12 11 10 1 207:155 16 4 206:213 14 4 171:161 13 7 185:243 7 7 192:213 5 1 1 8 157:182 Næstu leikir: Sunnudaginn 20. febrúar kl. 20,15. ÍR-Haukar, Fram-FH. Miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20.15. Fram-Haukar, Valur-FH. LÖGFRÆDISKRIFSTÖFA Tómas Árnason, hrl. og Vilhjálmur Árnason, hrl. Lækjargötu 12. (Iðnaðarbankahúsinu, 3. h.). Símar 24635 — 16307. Fram og Val, en vera ekki að eyða þeim á létta andstæðinga eins og Viking. Það liðu heilar 10 minutur af leiknum þar til.hinir háværu stuðingsmenn Vikings gátu fagnað marki. Fram að þeim tima höfðu þeir haft litlu að fagna, en FH-ingar þvi oftar, þvi þeir voru þá búnir að skora 5 mörk. Þegar Vikingar skoruðu aftur- úr aukakasti-voru aðrar 10 min. liðnar, og þegar þeir skoruðu i 3ja sinn- úr vitakasti- var fyrri hálfleiknum næstum lokið. Það var þvi þegar dóm ararnir flautuðu i gos- og slikkeri- hálfleik- að sjá mátti á markatóflunni 9:3 fyrir FH. Vikingar hófu siðari hálfleikinn með tveim mörkum i röð frá Guðjóni Magnússyni. Þá fór maður að halda að þetta gæti liklega orðið skemmtilegur leikur, en 3 mörk i röð frá FH gerðu þær vonir að engu. FH-ingar héldu áfram að skora jafnt og þétt, og þegar LOKSINS var gefið til kynna að leiknum væri lokið, var staðan 22:11 fyrir FH. Um einstaka leikmenn er litið gott hægt að segja. Þeir voru a.m.k. ekki i hópnum hjá Vikingi og fáir voru þeir hjá FH. Það voru helzt Birgir Finnbogason, Geir og Viðar. Jú, og Ólafur Einarsson, sem nú fékk meira að segja að vera inn á dágóða stund. Dómararnir i leiknum voru sérstakur kapituli út af fyrir sig. Það voru þeir Hilmar Olafs son og_ Einar Hjartarson, og botnaði maður stundum hvorki upp né niður i neinu hjá þeim. Hilmar var rólegur og fór sér hægt eins og vanalega, en Einar dæmdi eftir ,,sinum lögum".... Ekki er rétt að fara neitt lengra út i bá sálma- maður hefur engan sérstakna áhuga á að lenda i „bréfaskóla" svona rétt i lok handknattleiksvertiðarinnar. -klp- Það er eins gott fyrir hina lágvöxnu leikmenn FH að teygja vel úr sér, þegar risinn I Vfkingsliðinu, Einar Magnússon, kemur að vörninni og ætlar að skjóta. (Timamynd Róbert) . . . 0G KR HERMDI EFTIR! Eftir að hafa horft á leik FH og Vfkings bjóst maður ekki við miklu þegar leikmenn Fram og KR hófu stna baráttu strax á eftir. Vitað var að Fram ætlaði sér ekki að tapa stigi I 'þessum leik og myndi því léika af fulliim krafti. Einnig var ljóst að KR hafði að engu að vinna, enda úr allri fallhættu, en þó læddist að manni sá grunur að Fram kæmi ttr til með að lenda i mesta basli með KR, eins og oftast, þegar þessi lið mætast I 1. deildihni. Sá grunur reyndist á rökum reistur — a.m.k. til að byrja með. Framararnir komust i hin mestu vandræði hvað eftir annað og urðu aö láta sér nægja að vera undir eða þá að halda jöfnu mestallan fyrri hálfleikinn. KR—ingar komust tvivegis yfir- i fyrri hálfleik:,fyrst 3:2 og siðan 5:4 og nokkrum sinnum náðu þeir að jafna, eins'og t.d. 5 min. fyrir leikhlé, 6:6, e~n i hálfleiknum var staðan 8:7 fyrir Fram. Þegar liðin komu inn á i siðati hálfleiknum, bjóst maður við áframhaldi á þessu hjá KR—ingum, en sú varð ekki raunin. Strax i upphafi opnuðu þeir vörnina hjá sér eins og hægt var. Hún var engu likari en opi á stóru veitingatjaldi, þar sem hver sem yildi gat slangrað iit og inn að vild. Og Framararnir voru ekki seinir að þiggja boðið. Þeir komust i 10:7, siðan 12:9, 15:10 og 18:12. A þessufn'tfma skoruðu þeir á fjölbreyttasta hátt, mest þö af linu og úr hornum, þar sem Björgvin Björgvinsson læddi sér inn hvað eftir annað. • Þegarstaðan var 18:12 tók Axel Axelsson við að skora fyrir fram, og áður en varði var hann búinn aö skora 5 mörk i röð. KR—ingar réttu aðeins úr kútnum og komust i 14:24, en Axel bætti þá viö 2 mörkum og siöah Stefán Þórðarson á siðustu sekúndu, og urðu þvi lokatöfurnar 27:16. I siðari hálfleiknum voru þvi skoruð hvorki meira né minna en 28 mörk, þar af skoraði Fram 19 en KR 9. Segir þetta sina sögu um stórskotahriðina, sem átti sér . stað. Fram—liðið var gott i þessum leik, þótt mælikvarðinn i siðari hálfleik væri ekki góður. Flestir eða allir voru virkir, én enginn bar, samt mjög af öðrúm. Mest bar á BjÖrgvin Björgvinssyni, sem skoraði mikið og var góður i vörn, Axel Axelsyni, sem komst i Frh á bis. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.