Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.02.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. febrúar 1972 TÍMINN 11 Þorsteins M. * er að flytj - Iritastofnunina var, en vinna jafnframt i hönd- unum. Eins og allir vita eru gamlar bækur, sem bokasöfnunarmenn kaupa, oft ill leiknar af timans tönn og raka islenzkra húsakynna fyrr á öldum og árum: blakkar, trosnaðar og blöð skert langt inn i lesmál. Næmar hendur og kunn- áttusemi geta þarna nokkuð úr bætt, og erslikhjúkrun lærdóms- verk. Þorsteinn komst sjálfur upp á undravert lag við slikar bóka- bætur, og má sjá ýmis eintök, sem hann hefur gert heil með natni sinni og lagvirkni. Hann hefur og hreinsað marga blað- siðuna af flekkjum myglunnar og annarra óhreininda. Auk þess hefur hann fengið til liðs við sig i þessu verki ýmsa kunnáttumenn. Þá hefur hann bundið eða látið binda marga bókina ,í fagurt band. Bókasafnið hefur hann flokkað vel og kappkostað að fylla i skörð, og óbundið ritasafn hans er geysimikið að vöxtum. 1 safni Þorsteins eru til bækur, sem ekki eru í öðrum fslenzkum bókasöfnum, til að mynda Lands- teékasaíni.Kann á að sjálfsögðu ekki mjög mikið af hinum elztu bókum prentuðum hér á landi, til að mynda frá sautjándu öld, en margt frá átjándu og nitjándu. Hann á allar bibliur, sem út hafa verið gefnar hér á landi, og all- mikið af Hólaprenti og Skálholts- prenti, mörg hin fegurstu eintök. Hann á afargott safn af útgáfum ilenzkra fornrita og vantar ekki mikið á að heilt sé. Þannig mætti lengi telja dýrgripina i safni Þor- steins, en I heild má segja, að það sé afar auðugt að útgáfum norrænna og islenzkra fræða. Fyrir allmörgum árum ráð- stafaði Þorsteinn safni sinu með samningi til Kennaraskóla -Is- lands, enda bar hann mikinn og góðan hug til þeirrar stofnunar. Sá gjafasamningur við mennta- málaráðuneytið og Kennaraskól- ann ar á þá lund, að rikið skyldi greiða allt safnið eftir mati til- kvaddra manna, þegar það yrði afhent.en helming kaupverðsins gæfu hjónin siðan Kennaraskól- anum til stofnunar sjóðs, er not- aður yrði fyrst og fremst til þess að auka við safnið og hirða um það. Siðan hafa liðið allmörg ár, og talið mun hafa verið, að safnið hæfði ef til vill öðrum stofnunum betur en Kennaraháskóla, því að i safni sliks skóla þarf að vera margt kennslufræðibóka, inn- lendra og erlendra. Hins vegar yrði það miklu notadrýgra hjá stofnun, sem helgast einvörðungu eða að mestu norrænum fræðum og islenzkum bókmenntum. Þegar Handritastofnun Islands var sett á laggir og heimkoma handritanna frá Danmörku ráðin, var auðsætt að rikið yrði að sjá henni fyrir góðu bókasafni við hæfi, ef hiin ætti að verða slik höfuðstöð handritarannsókna og útgáfu, sem lifsnauðsyn bar til og sæmd þjóðarinnar lá við. Varð þvi að ráði, sem virðist vera þjóð- ráð. með góðu samkomulagi allra aðila, að Handritastofnunin fengi safn Þorsteins með sömu sam- ningskjörum og ákveðin höfðu verið Kennáraskólanum, en rikiö legöi honum til fé til safn- stofnunar i staðinn. Samkvæmt samningnum verður stofnaður af hálfu kau- verði safnsins sjóður við Hand- ritastofnunina. tengdur við nafn Þorsteins M. Jónssonar og Sigurjónu Jakobsdóttur konu hans. Fjórum fimmtu hlutum vaxta sjóðsins má Handrita- stofnunin verja árlega til sinna þarfa, og þá fyrst og fremst til þess að auka og bæta safnið, kaupa i skörð þess eftir þvi sem tækifæri gefast, bæta við það og hlyhna að þvi á annan hátt. Þetta er afarmikilvægt atriði og sýnir vel framsýni Þorsteins og fyrir- hyggju, sem mun koma Hand- ritastofnuninni vel, þvi að hún þarf mjög á slikum bókakaupum að halda. Undanfarnar vikur hefur mat safnsins og flutningur staðið yfir, en verkið er ekki langt á veg komið enn, enda er hér um að ræða mikið og seinlegt starf. Jafnframt fer fram nánari flokkun og skra'setning safnsins i húsakynnum Handritastofnunar- innar, og er það gert i samræmi við hefðbundnar bókasafns- reglur. Þetta verk fer þannig fram, að matsmenn og fulltrúi Handrita- stofnunarinnar koma að minnsta kosti einn dag i viku heim til Þor- steins að Eskihlið 21 og meta til verðs allmikinn stafla bóka, sem tekinn hefur verið til, gera skrár meo matsverði, og siðan eru bæk- urnar fluttar vestur i Handrita- stofnun. Við litum heim til Þorsteins á dögunum, þegar matsmenn voru þar að verki. Þeir eru engir við- vaningar i handfjöllun bóka Helgi Tryggvason, bókbindári, Páll Jónsson, bókavörður, og Ingvar Þorkelsson, verzlunarmaður i Bókinni. Þar var staddur fulltrúi Handritastofnunarinnar, Jón Samsonarson, norrænufræðingur. Við tókum nokkrar myndir af bókum og mönnum á staðnum, og birtast sumar þeirra hér á siðunum. Matsmennirnir sögðu, að starfið væri engan veginn auð- velt. Vafalaust væri þetta stærsta einkabókasafn á landinu núna. Erfitt væri þó að segja, hve mórg bindi það teldist - kannski allt að tuttugu þúsundum, og Þor- steinn segist ekki geta gert sér fulla grein fyrir þvf enn, en það sé stærra en hann hafi i raun og veru gert sér ljóst. Matsmenn segja, að mjög örð- ugt s'é að ákveða verð ýmissa fá- gætra bóka og góðra. Hvort tveggja sé, að sumar þessar bækur hafi sárasjaldan eða aldrei verið á boðstólum þar sem upp- boðsverð kemur i ljós, og einnig komi mörg atriði önnur til álita, er haft geti áhrif á matið, svo sem ástand eintaksins. Þeir segjast þó hafa ýmis gögn við að styðjast, bæði innlend og erlend, og þeir hafa fengið ýmsar upplýsingar frá erlendum fornbókaverzlunum og uppboðshöldurum. Þeir segjast varla geta sagt, hve langt verkinu sé komið, ef til vill séu þeir búnir með fjóöa hluta safns- ins eða svo. Þetta mun þvi taka langan tima. Jón Samsonarson segir okkur, að bækurnar séu skráðar. og flokkaðar jafnóðum og þær flytjist i Handritastofnunina. Það sé gert eftir vejulegu bókasafns- kerfi. Ætlunin mun vera að hafa það þar i tvenns konar geymd. Meginhluti þess verður i venju- legu bókásafnshúsnæði i eða við lestarsal, en hinir beztu og fá- gætustu gripir verða i sér- geymslu, sem starfsmenn safns- ins hafa einkum aðgang að. Lestrar- og starfssalur Hand- ritastofnunarinnar verður eink- um ætlaður þeim fræðimönnum, sem vinna að handritarann- sóknum og ritstörfum á þeim vettvangi. Þar vinna jafnan tveir eða þrir styrkþegar stofnunar- innar að sérstökum verkefnum. Einnig eru hér oft erlendir færði- menn, og stofnunin vill um fram allt geta boðið þeim aðstöðu, enda er liklegt, að þeim fari fjölgandi, sem heimsækja tsland þessara erinda á komandi árum. Einnig má eðlilegt teljast að þeim stúdentum fari fjölgandi sem velja sér efni til lokaritgerðar ur sjóði handritanna, og gætu þá unnið að verkefnum sinum þar. Enginn mun trysta sér til þess enn, hvorki matsmenn né aðrir, að segja með nokkurri n- akvæmni, hvert matsverð þessa mikla og ágæta safns verður.en ljóst má vera, að það er milli tiu og tuttugu milljónir eða jafnvel meira. Þessir bliferlaflutningar safns- ins eru hinn merkasti viðburður, og það er hinu mikla og skipulega eljuverki Þorsteins M. Jónssonar á langri ævi að þakka, að Hand- ritastofnun fslands eignast nú þegar i öndverðu svo ágætt bóka- safn, að hiin getur að þvi leyti þegar gegnt hlutverki sinii miklu betur en ella. Ef ekki heföi veriö kostur á sliku einkasafni, hefði stofnunín orðið að viða að sér bókum á löngum tima með harð- sóttum aðdráttum og aldrei feng- ið margt það sem hún fær nú i hendur. Af þessu má marka, hve mikils má meta hið óvenjulega framlag Þorsteins og konu hans. — AK. ******a "Þorslt'inii M. Jónsson moo vænau lilafta Kkálliollsprcnts á horoi, hina íegurstu og fága-tustu dyrgriwi. Saman í bókastofu: Porsteinn M. Jónsspn, frú Sigurjóna Jakobsdóttir, Ingvar Þorkelsson, Páll Jónsson, llolgi Tryggvason og Jón Samsonarson nieft hókadýrgripi i höndum. Matsmenn að verki i einni bókastofu Þorsteins. Frá vinstri: Páll Jónsson, Ingvar Þorkelsson og Helgi Tryggvason. Hjá þeim er Jón Samsonarson, fulltrúi Handritastofnunarinnar. M':

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.