Tíminn - 02.03.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.03.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. marz 1972. TÍMINN 3 Hverjir eiga að hanna Þjóðarbókhlöðu? Greinargerð stjórnar Bygginga f ræðinga- félagsins. A undanförnum vikum hafa átt sér stað umræður i fjölmiðlum um það, hvort efna eigi til samkeppni um bjóðarbókhlöðu þá, er reisa á fyrir árið 1974. En bygging hennar er hugsuð sem einn þáttur i þvi, að þá er minnst 1100 ára byggðar á Islandi. Um þetta mál efndi Arki- tektafélagið til umræðu- fundar nýverið, en sá fundur var lokaður, þ.e. að ákveðn- um aðilum var boðið til fundarins. Það er álit st- jórnar BFl, að bygging bjóðarbókhlöðu sé mál, sem engum sé óviðkomandi, enda húsið hugsað sem sameign landsmanna allra eins og nafnið reyndar bendir til. Stjórn Byggingafræðinga- félagsins er þeirrar skoðunar að efna eigi til samkeppni um þetta verk efni, og verður þvi eigi trúað að óreyndu, að islenzkir hönnuðir geti ekki leyst þetta verkefni jafnvel og erlendir starfsbræður þeirra. Það er og hefur veriö álit Byggingafræðingafélagsins, að efna eigi til samkeppni um sem flestar opinberar byggingar og mannvirki. Séu þær samkeppnir að sjálf- sögðu opnar öllum þeim, er áhuga hafa á hverju sinni, en séu ekki einungis ætlaðar ák- veðnum hópi manna eins og veriö hefur. Framkvæmda- aðili, f.h. hins opinbera,gæti verið framkvæmdadeild Innkaupastofnunar rfkisins eða Borgarverkfræðings- embættið i Reykjavik, eftir þvi sem viö ætti hverju sinni. Er orðið löngu timabært, að dómi stjórnar BFt, að taka upp breytt vinnubrögð i þessum efnum. Einungis með opnum samkeppnum fæst trygging fyrir þvi að beztu og hagkvæmustu lausnirnar fáist hverju sinni. F.h. stjórnar Byggingafræðingafélagsins, Sigurður Guðmundsson OÓ-Reykjavik. Tvö umferðarslys urðu i fyrra- kvöld á Laugavegi. Sex ára telpa varö fyrir Volkswagenbil á móts við Laugavegsapótek. Telpan meiddist á höfði og viöar. Siðar um kvöldið ók litið bifhjól á konu á móts við Húsið nr. 178. Var konan á leið yfir götuna, rétt við hlið gangbrautar, þegar bif- hjólið bar að. Kastaðist konan i götuna og hlaut allmikla áverka. Liggur hún nú á Borgarspftalan- um. Búnaðarþing lætur ferðaþjónustu- mál í dreifbýli til sín taka AK-Reykjavik. A fundi búnaðarþings i fyrra- dag var samþykkt ályktun um ferðaþjónustu i sveitum eftir erindi Bjarna Arasonar, ráðu- nauts. t ályktuninni er gert ráð fyrir þriggja manna nefnd til þess að gera tillögur um, hvernig bezt verði unniö að þvi að gera ferða- þjónustu að arðbæru verkefni þess fólks, sem býr i dreifbýli og hvern hlut búnaðarsamtökin i landinu gætu átt að þvi starfi. Nefndin á að kanna sérstak- lega, hvaða fyrirkomulag sé æskilegast á afhendingu lands undir sumarbústaði. Einnig hvernig nýtingu veiðihlunninda verði bezt komið fyrir til að tryggja rétt eigenda veiðiréttar og þeirra, sem stunda ferða- þjónustu i héruðunum. Þá skal nefndin kanna, hverra rannsókna og leiðbeininga sé helzt þörf i þessum málum og loks hvort vænlegra sé að Búnaðar- félagið setji upp ferðaskrifstofu er annist þjónustu ferðamála i dreifbýli eða leiti samvinnu við starfandi ferðaskrifstofur um það. Nefndin á að starfa i samráði við Ferðamálaráð og Ferðaskrif- stofu rikisins og skila áliti á næsta búnaðarþingi. Framsögumaður allsherjar- nefndar i málinu var Ingimundur Asgeirsson. Danir drekka ekki meiri mjólk - heldur dýrari SB-Reykjavik. Undanfarna daga hefur verið minnzt á það i blöðum, að mjólkursala i Danmörku hafi aukizt mjög á sl. ári. Samkvæmt upplýsingum skrifstofustjóra félagssamtaka danskra neyzlu mjólkurbúa hefur ekki oroiö aukning á mjólkursölunni þar i landi, heldur hefur mjólkin hækkað i verði, þannig að kaup- endur greiddu mun meira fyrir hana en árið áður. Samkvæmt upplýsingum i nýju fréttabréfi danska búnaðarráðs- ins, er meðalverð nýmjólkur á árinu 1971 tæplega 20% hærra en meðalverðið á árunum 1966 til 1970 og verðið i febrúar 1972 er um 19% hærra en það var i febrúar i fyrra. Var bjargað meðuitundalausum úr Vestmannaeyjahöfn OÓ — Reykjavfk. Binni i Gröf féll i sjóinn I Vestmannaeyjahöfn s.l. þriðju dagskvöld. Var honum bjargað meðvitundarlausum á þurrt og liggur hann nú á sjúkrahúsi, en er á góðum batavegi. Hinn margfaldi aflakóngur Vestmannaeyja, Benóný Friðriksson, sem flestir kannast viö undir nafninu Binni i Gröf, var einn á ferð niðri á bryggju I námunda við bát sinn, Gullborgu. Maður, sem leið átti um, Guðmundur Loftsson, sá Binna á bryggjunni, en veitti þvi allt í einu athygli, að hann var horfinn. Grunaði Guðmund að hann heföi falliö i sjóinn. Hljóp hann til og sá Binna. Stakk hann sér þegar eftir honum og kallaði á hjálp. Var Binni þá meðvitundarlaus og hélt Guömundur honum uppi. Brátt kom lögreglan á staðinn og náði mönnunum upp. Var Binni fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahúsið og komst hann þar til meövitundar. Er hann nú úr allri hættu, SAMIÐVH) SJONVARPSMENN SJ-Reykjavik. Seint á þriðjudagskvöld náðist samkomulag um breytingar á launum hinna 48 starfsmanna Sjónvarpsins, sem sagt höfðu upp störfum. Sjónvarpið hélt þvi áfram starfsemi með eðlilegum hætti i gær, en starfsmennirnir höföu dregiö uppsagnir sinar til baka, þrir þó með þeim fyrirvara, að þeir áskildu sér rétt til að hætta störfum innan hálfs mánaðar, ef þeir kysu. 1 gær varð ekki annað séð en þessir þrir menn myndu senn hætta störfum vegna óánægju meö laun sin. Starfsmennirnir 48 hafa verið hækkaðir mismikið i launum. Þeir fengu áöur greitt samkvæmt 11. — 20. launaflokki rikisstarfs- manna, en fá nú laun samkvæmt 13. - 22. flokki. Frá tizkusýningu kaupstefnunnar. l.engsl til vinstri eru föt frá Belgja- gcrðinni, röndótti jakkinn og derhúfan er frá LH MUIIer og karlmenn- irnir eru i fatnaði frá Vinnufatagerð tslands. Fjórða vorkaupstefnan Islenzkur fatnaður" n SB—Reykjavik Vorkaupstefnan „tslenzkur fatnaður” verður haldin I iþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi dagana 2- 5 marz nk. Sautján islenzk fyrir- tæki sýna þar framleiðslu sina af vor- og sumarfatnaði. Kaupstefn- an er einkum fyrir kaupmenn og innkaupastjóra, en almenningi gcfst kostur á að sjá fatnaðinn á tizkusýningu á Hótel Sögu á sunnudagskvöldið. Blaðamenn fengu að sjá tizku- sýninguna i gær og þar gat aö lita allt frá fisléttum náttfatnaði til svellþykkra skinnjakka. Meðal þess, sem mesta athyglina vakti voru matrósaföt kvenna og „Jesus Christ” táningaföt, sem eru eins fyrir pilta og stúlkur. Sjóliðastill viröist ætla að setja talsverðan svip á sumartizkuna, svo og viðar kápur og jakkar. Kaupstefnan verður opin kl. 10- 6 á föstudag, 1-6 á laugardag og sunnudag, en verður opnuð á fimmtudag kl. 1.30. Tizkusýning- in verður alla dagana kl. 2. ÞÓ-Reykjavik. Undanfarið hafa rækjubátar við Isafjarðardjúp fengið loðnu i rækutrollin og i siðustu viku fékk t.d. rækjubáturinn Haflina ÍS 123 3.5 tonn af loðnu i vörpuna. Um helgina var svo Hafrún tS að landa fullfermi á Boiungavik og er hún var búin að þvi, ákvað skipstjórinn Garðar Finnsson að athuga betur með loðnu i Isa- fjarðardjúpi. Fékk skipiö 18 tonn á þessum slóöum, en loðnan var mjög dreifð þar, en menn gera sér vonir um að loðnan eigi eftir að þétta sig á þessum slóðum. Listamannalaun Stjórn Félags islenzkra rithöf- unda harmar þau viötöl og önnur skrif, sem birzt hafa að undan- förnu um úthlutun listamanna- launa i Visi, Þjóðviljanum og Al- þýðublaðinu. Stjórnin harmar lika, að úthlutunarnefndin skyldi ekki geta gert fleiri listamönnum úrlausn. En það er ekki hennar sök, heldur vegna takmarkaðs fjárframlags til lista. Vér teljum þó fráleitt, að fyrirkomulagi á út- hlutun þessara launa skuli breytt i það horf, að fjölgað verði þeim, sem heiðurslaun hljóta, upp i 30, en þar fyrir utan komi aöeins starfsstyrkir, eins og lagt hefur verið til. Með þvi yrðu um 35 listamenn, sem nú fá laun i efra flokki, og allir listamenn neðra flokks sviptir þeim, en dálitil fjölgun heiðurslaunþega og happa- og glappafyrirkomulag starfsstyrkja tekið upp i staðinn. Er auðsætt hvilikan ójöfnuð og hvert öryggisleysi slikt mundi hafa i för með sér. Og hver vill draga sauði frá höfrum á svo- felldan hátt? Einkum og sér i lagi vill stjórn F.I.R. lýsa yfir furðu sinni á þvi, að einn úthlutunarnefndarmaður skuli hætta sér út i þann dilka- drátt, sem hér um ræðir, og deila jafnframt á meðnefndarmenn sina fyrir uppfærslu þriggja nafn- greindra rithöfunda á kostnað þriggja annarra nafngreindra höfunda. Virðist slikt vera brot á almennu velsæmi og eiga helzt skylt við atvinnuróg. Að sjálf- sögðu verða alltaf skiptar skoð- anir um einstök nöfn, þ.e. verö- leika hvers og eins. En vér fáum ekki betur séð en i heild hafi út- hlutunin tekizt vonum framar og að nefndin hafi unnið störf sin af sanngirni og dómgreind. Lýsum vér þvi yfir fullu trausti voru á störfum hennar og hæfni. — Að gefnu tilefni leggjum vér til, aö fjárframlög til listamanna verði aukin verulega, svo að þar til kjörin nefnd geti gegnt hlutverki sinu sem allra bezt. (Samþykkt á stjórnarfundi Félags islenzkra rithöfunda 25. febrúar 1972). Stjórn Félags islenzkra rithöfunda. Guðsneistinn I gær fékk þjóðin að sjá framan i nokkra af listamönnum sinum, sem sumir hverjir virtust næsta óánægðir með launin í ár. Létu nokkrir þeirra svivirðingarnar ganga á nefndarmönnum, sem sátu fyrir svörum i sjónvarps- þætti ólafs Ragnars Grimssonar, spurðu um listina, og hvort nefndarmenn væru færir um að skilgreina hana. Það var gert á stundinni. Skömmu síðar kvað einn rithöfundurinn upp úr með það, að bezt væri að skipta út- hlutuninni þannig, að þetta árið fengju þeir laun, sem væru lista- menn, en hitt áriö þeir, sem nú fá listamannalaun, en teljast ekki til fyrrgreindra. Það var auðheyrt aö hann var ekki I neinum vanda með slíka flokkun. Aftur á móti lýstu úthlutunarmenn þvi yfir, að þeim værialltaf vandi á höndum, og stundum næsta óviðráðan- legur. Það liggur i augum uppi, að út- hlutunarnefnd vinnur við þröngar aðstæður. Henni er skammtað fé. i upphafi ákveður hún, hvaða út- hlutunarupphæö skal gilda I hverjum flokki á einstakling. Siðan greiðir hún atkvæði um menn á meöan peningarnir en- dast. A meðan fé til lista er jafn takmarkað og raun ber vitni um, reynist nefndinni erfitt að úthluta til friðar sér, enda varla hægt að gera þá kröfu til hennar. En at- hyglisverðast er, að ófriðurinn út af laununum I þetta sinn kemur fyrst og fremst frá aðilum, sem ekki hafa fengið úthlutað fyrr en nú. Þrlr þeirra hafa afþakkað, þótt nú sé i fyrsta sinn tekið tillit til þeirra, vcgna þess að nefndin virðist starfa samkvæmt frjáls- lyndari sjónarmiðum I garð nýrra listamanna en oft áður. Þakkirnar eru svo þær að reisa hávaða. Ekki er hægt að blanda lista- mannalaunum saman við laun opinberra starfsmanna. Það hlýtur að vera mat ráðamanna þjóðfélagsins hverju sinni, hve miklu fé skal veita til lista- manna. Þetta mat getur verið ranglátt eða réttlátt eftir atvik- um, og eðlilegt að listamenn þrýsti á um meira fé. En það er ekki vænlegt til árangurs að koma fram fyrir alþjóð og byrja á þvi að rifast innbyrðis, og síðan standa sjálfir i þvi misjafnlega merkilegir að lýsa yfir, aö til séu einhverjir ómerkilegir listamenn, sem eigi að fá úthlutað sérstak- lega, á sama tima og úthlutunar- nefndin er að reyna að styðjast við almennt og hleypidómalaust mat. Það er hart, þegar hleypi- dómarnir koma innan frá. Annars cr það rétt, að listamannalaunin skipta engu máli. Sú ofuráherzla, sem sumir listamenn leggja á þessi laun, bendir til þess. að eitt- hvað annað skorti. öðru máli gegnir um starfslaunin, sem eru þörf og skipta máli fyrir listina. Maður gæti vel skiliö það, að listamenn hvesstu sig, væri út- hlutunarnefndin staðin að þvi að taka af þeim guðsneistann. En um guðsneistann spyr enginn lengur. Svarthöfði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.