Tíminn - 02.03.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.03.1972, Blaðsíða 16
Aflamet: Eldborg GK-13 búin að fá 9200 tonn af loðnu á einum mánuði ÞÓ-Reykjavik. Loðnuveiöin hefur nú staðið yfir I einn og hálfan mánuð og hefur aftinn verið með ein- dæmum góður. Einnig hefur veðráttan hjálpaö til, cn brælur hafa verið fáar og stuttar. Eins og skýrt var frá I hlaöinu i fyrradag, hefur loðnuaflinn aidrei orðið meiri, og er nú Ifklega kominn i 230 þús. lestir. Það sama er að segja um afla einstakra háta. Þeir hafa aflaö meira en dæmi cru til um áður á loönuvciöum. Aflahæsta skipið er Eldborg («K, sem nú er komin mcð 9200 lestir. Eldborgin var að landa i Hafnarfirði i gær, en annars hefur hún landað undanfarið á Austfjörðum. A meðan bátur- inn var inni, náðum við örstuttu tali af Gunnari Her- mannssyni, skipstjóra og eiganda Eldborgar. Fyrst spurðum við Gunnar, hvað aflinn væri orðinn mikill hjá þeim. Sagði hann, að þeir væru komnir með eitthvað i kringum 9100-9200 tonn. — Hvar fékkst þessi afli, sem þið eruð með núna? Gunnar sagði, að þeir hefðu fengið þennan afla út af Eldborg GK-13 er búin að landa loðnu fyrir 11.1 milljón kr. á einum mánuði. Er hér um aflamet ai ræða. Myndin var tekin, er verið var aö landa loðnu úr Eldborgu I Hafnarfiröi i gær. Tfmamynd Gunnar Knarrarósum, og hefðu þeir kastað fjórum sinnum. Um loðnuna i vetur sagði Gunnar, að aldrei hefði verið meira af henni i sjónum en nú. Það hefði verið ósköp álika aö eiga við loðnuna og un- daofarna vetur, en magnið væri alveg gifurlegt. Stærsta kastið, sem þeir hafa fengið á Eldborgu i vetur, er i kringum 330 tonn, og einu sinni hafa þeir fyllt hana i tveimur köstum, en hún tekur 550 tonn. Þá eru þeir búnir að kasta eitthvað um 100 sinnum. Eldborgin hefur svo til alltaf komið til hafnar með full- fermi. Aðeins tvisvar sinnum hafa þeir komið með undir 500 tonnum til hafnar. Að lokum sagði Gunnar, að þeir hefðu ekki hafið loðnu- veiðarnar fyrr en 28. janúar, vegna vöntunar á varastykki, og eru þeir þvi rétt búnir að vera mánuð á veiðum. STEFNIÐ GEKK LANGT INN í LÚKAR BÁTSINS! OÓ-Reykjavik. Tveir Vestmanneyjabátar lentu i árekstri kl. 3 aðfararnótt mið- vikudags 14 sjómilur norövestur af Eyjum. 264 tonna bátur, Halkion, lenti á kinnungi Friggjar, sem er 50 tonn að stærö. Gekk stefni Halkions langt inn i dekk og lúkar minni bátsins, og urðu miklar skemmdir á honum. Nokkrir skipverja á Frigg sváfu i kojum sinum, þegar stefni Halkions gekk inn i lúkarinn, en mennirnir voru allir i kojum hinu Frd Búnaðarþingi: megin i lúkarnum og sakaði þá þvi ekki. Frigg kom inn til Vest- mannaeyja i morgun. Sjópróf hafa ekki farið fram og liggur ekki ljóst fyrir með hvaða hætti áreksturinn varð. Frigg, sem var á trolli, var að toga og var einn maður i brúnni, hinir sváfu. Full ljós voru á bátnum. Þegar maðurinn i brúnni sá til ferða Halkions, og að hætta var á árekstri, kveikti hann fleiri ljós, til að betur sæist til bátsins., en Halkion, sem var á loönuveiðum, var á leið á miðin og fór á fullri ferð á hinn bátinn. Veður var gott þegar áreksturinn varð, en dimmt yfir. Gatið sem kom á Frigg náði tæpast niður fyrir sjóllnu, en sjór gekk inn i bátinn. Var kallað á að- stoð og kom lóðsbáturinn i Eyjum á staðinn. Var gatið þéttað til bráðabirgða og aukadælur settar um borð i Frigg og fylgdi lóðs- báturinn henni til hafnar i Vest- mannaeyjum. Komu bátarnir þangað snemma i morgun. Skemmdir á Frigg eru ekki full- rannsakaðar, en sýnt er,að bátur- inn verður frá veiðum i nokkrar vikur. Halkion kom inn til Eyja i gær- dag. Litlar skemmdir urður á honum. A Frigg var fimm manna áhö- fn. Skipstjóri er Guðmundur Sveinbjörnsson. Efla verður skóla í sveltum og búvísindi á Hvanneyri AK-Reykjavik. t fyrradag afgreiddi búnaðar- þing ályktun um dreifingu menntastofnana um landið, en það erindi fluttu þeir Gisli Magnússon og Þórarinn Krist- jónsson. Framsögumaður alls- her jarnefndar. i málinu var Hjörtur E. Þórarinsson. I ályktun búnaðarþings segir, að mjög mikilvægt sé fyrir trausta búsetu og öl'lugt menn- ingarlif i sveitum. að sem flestum skólum, þar sem sveitaæskan leitar menntunar sinnar, sé valinn staður i sveitunum sjálfum. Þess vegna lýsir þingið yfir ánægju sinni vegna þess, að byggðir hafa vérið allmargir sameiginlegir framhaldsskólar l'yrir nokkra hreppa eða heilar sýslur að undanförnu og telur það miklu heillavænlegri þróun, en að l'lytja framhaldsfræðsluna út úr sveitunum, eins og viða virðist eina úrræðið. þar sem skólahverfi eru mjög fámenn. Þingiö lýsti einnig von sinni um, að hús- mæðraskólar i sveitum gegni áfram mikilvægu hlutverki i skólakerfinu. filnnfremur er i ályktun þessari lýst fullum stuðningi við þá stefnu að efla framhaldsnám i búnaðar- fræðum á Hvanneyri svo að þar verði fullkominn landbúnaðar- háskóli, annað hvort alveg sjálf- stæð stofnun eöa i tengslum við Háskóla tslands, og þar verði einnig rekin öflug rannsókna- og tilraunastarfsemi. fi'orsctahjónin fóru I gærmorgun áleiðis til Finnlands. Þessi mynd var tekin á flugvellinum er forsetahjónin voru kvödd, og sjást hér Logi Einarsson forscti Hæstaréttar, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, og Eysteinn Jónsson forseti Sameinaðs Alþingis, kveöja forsetann, en þcir eru handhafar forsetavaldsins i fjarveru forsetans. Frd Borgarstjórn: Slysatrygging reykvískra skólabarna - rædd d borgar stjórnarfundi í dag EB-Reykjavik. A fundi borgarstjórnar Reykjavikur i dag, er á dag- skrá tillaga frá Kristjáni Bcnediktssyni (F) um að borgarstjórnin ákveði að beita sér fyrir slysatryggingu reyk- viskra skólabarna, er miðist við að bæta örorku og likams- lýti, sem nemendur verða fyrir vegna slysa i húsnæði eða á leiksvæði skóla, eða á ferðum milli heimilis og skóla. — Þá er á dagskrá tillaga frá Guðmundi G. Þórarinssyni (F) um umferðakönnun. A dagskrá borgarstjórnar- fundarins eru ennfremur: Fyrirspurn Kristjáns Benediktssonar varðandi fiskihöfn og starfsemi Bæjar- útgerðarinnar.tillaga borgar- fulltrúa minnihlutaflokkanna i borgarstjórn um kaup á skutt- ogara og tillaga borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins um sjálfstæði sveitarfélaga og tekjustofna þeirra. Tillaga minni hlutaflokkanna í borgarstjórn: Reykjavíku rborg tiyggi sér síðasta óráðstafaða skuttogarann EB-Reykjavik. Fulltrúar minni- hlutaflokkanna i borgar- stjórn Reykjavikur hafa lagt fyrir borgarstjórnina tillögu umýað Reykjavíkurborg eigi nú þegar að tryggja sér þann eina skuttogara, sem enn er óráðstafað af þeim fjórum, sem eru i smiöum á Spáni. Verður þessi tillaga rædd á fundi borgarstjórnar i dag. Tillagan, sem borgarfull- trúarnir flytja um þetta mál, er svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavikur fagnar þvi, að endurnýjun skipastóls Bæjarútgerðar Reykjavikur skuli hafin með smiði 2ja nýrra skuttogara á Spáni. En borgarstjórn telur, að B.ú.R. þurfi að eignast fleiri nýja skuttogara, eigi fyrirtækið að halda hlut sinum i togaraútgerð landsmanna. Enn er óráðstafað einum af þeim 4 skuttogurum, sem nú eru i smiðum á Spáni. Telur borgarstjórnin að Reykja- víkurborg eigi nú þegar að tryggja sér skip þetta fyrir bæjarútgerðina, vegna þess að verð er hagkvæmt á þvi, rikið leggur fram 7,5% af stofn- kostnaði þess, og það kemur tiltölulega fljótt til landsins. Borgarstjórn samþykkir þvi að fela borgarstjóra og útgerðarráði aö ganga frá samningum um kaup á um- ræddum skuttogara”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.