Tíminn - 02.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.03.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. marz 1972. TÍMINN 5 Flóðijós fyrir Liz Taylor. Borgaryfirvöld í Budapest svör- uðu neitandi, þegar kvikmynda- leikarinn Richard Burton, spurði, hvort ekki væri hægt að fá Elísabetar-brúna yfir Dóná og þinghúsbygginguna i borg- inni flóðlýsta i tilefni af afmæli frúarinnar á mánudaginn. Þann dag varð Elisabeth Taylor fer- tug. Ekki skipti það yfirvöldin minnsta máli, þótt Burton byð- ist til þess að borga úr eigin vasa allan kostnað við flóðlýs- inguna. Burton fór fram á þessa flóðlýsingu á meðan afmælis- veizlan stóð sem hæst. Ekkert gat þó skyggt á afmælisgleðina, ekki einu sinni neitun yfirvald- anna. Afmælisveizlan var hald- in á næturklúbb Intercontinent- al hótelsins, og þar lfkaði gest- um svo vel, að stjórnendur klúbbsins urðu hvað eftir annað að blikka ljósum staðarins, áður en gestir fengust til þess að yf , irgefa veizlusalinn. Fór þvi aldrei svo, að ljós kpmu ekki á einhvern hátt við af- mælishaldið. Margir af afmælisgestunum höfðu komið til Budapest með þotu, og að sjálfsögðu á kostnað eiginmanns afmælisbarnsins. Það voru vist ófáir þeirra, sem héldu heim á leið aftur reikulir i spori og daufeygðir. Burton er i Ungverjalandi um þessar mundir vegna töku á nýrri kvik- mynd. Hann færði konu sinni gjöf, hjartalagað demantsháls- men. Demantarnir eru 400 ára gamlir, og sagðir einhverjir þeir fegurstu og bezt slípuðu i heiminum. Upphaflega hafði indverski furstinn Jehan gefið konu sinni Mahal þessa gim- steina. Meðal gesta i afmælis- veizlunni voru Grace prinsessa frá Monakó, Ringo Starr, David Niven, Susanne York, og sagt er aö veizlan hafi kostað Burton að minnsta kosti 6milljónir króna. AUDÆFI SIBERiU Moskvu. — Sovézkir sérfræð- ingar hafa gert áætlun um hag- þróun Siberiu allt til loka 20. aldar. A þessu viðáttumikla landflæmi eru óhemju náttúru- auðæfi. Verður þar aukin mjög oliuvinnsla, raforkuframleiðsla, járn- og málmvinnsla og margs konar efnavinnsla. — Siberia ein saman mun við lok yfirstandandi fimm ára áætlunar framleiða 120-125 milljónir tonna af oliu eða fjórð- ung allrar oliuframleiðslu Sovétrikjanna árið 1975. Raf- orkuframleiðslan verður aukin mjög með byggingu nokkurra stórra orkuvera við fljótin Jenisej, Lena og Angara. Þegar fram liða stundir, verður Siberia mesta iðnaðarsvæði Sovétrikjanna. STÆRSTA VATNS- LEIÐSLA MIÐ-ASÍU Moskvu. — Stærsta vatn- sleiðsla Mið-Asiu er ráðgerð i sovétlýðveldinu Usbekistan. Verður hún 100 kilómetra löng frá upptökum i Pamirfjöllum til margra sveitaþorpa á vatns- snauðum svæðum láglendisins. Þar verða á næstu árum lagðar nýjar aðalleiðslur til 30 sam- yrkjubúa, sem framleiða bóm- ull, vin og ávexti. Alls verða ræktaðir 85 þúsund hektarar ný- ræktar. Framkvæmdir þessar greiðir rikið að fullu. ★ ▲ Borgar fyrri konunni ▼ 12 milljónir Tony Bennett þarf að borga 12 milljónir króna á ári til fyrrver- andi eiginkonu sinnar. Hann er nú kvæntur i annab sinn, og á meira að segja tveggja ára dótt- ur, sem fædd var, áður en hann skildi við fyrri konu sina. Tony er heimsfrægur söngvari, eins og flestir vita. Enginn fékk þó að vita, að hann væri giftur aft- ur, en þegar hann loks skýrði frá þessu mikla leyndarmáli sagði hann um leið, að hann hefði veriö giftur 1 heilt ár. Bennett er 43 ára gamall, og skildi við konu sina 1971, en und- anfarin sex ár hefur hann þó bú- ið með annarri konu, Sandie Grant, og það er hún, sem er móðir hinnar tveggja ára gömlu dóttur þeirra, Joanne. ★ FLUGDREKANET Will Yolen i New York heldur þvi fram, að hann eigi nú heims- metiö i flugdrekaflugi, þvi fyrir skömmu tókst honum að setja á loft 50 flugdreka og kampavins- flösku, og allt hékk þetta i einni og sömu linunni, sem Yolen hélt sjálfur i. Yolen er forseti sam- bands flugdrekaáhugamanna. Yolen tókst að koma flug- drekanum og flöskunni á loft i annarri tilraun, og sló þar með sitt eigið met, sem hann setti árið 1962, en þá kom hann á loft 30 flugdrekum. Þegar hann var að setja flugdrekana á loft i þetta sinn, réttu áhorfendur honum tóma kampavinsflösku, þegar hann var kominn að 31. flöskunni, og hann festi hana þegar i stað við linuna, og hún flaug á loft á eftir flug- drekunum, út yfir Mexikóflóann við Sarasota á Flór'ida, en þar setti Yolen met sitt. Vill aðeins búa á eyjunni sinni Hér er mynd af parinu Ingmar Bergman og Ingrid Bergman, fæddri Karlebo. Þau giftu sig fyrir nokkru, og nú vill Ingmar hvergi búa nema á eyjunni sinni, FSrö. Það er ekki vist enn, hvernig frúnni likar að búa á eyjunni, þangað fá engir að koma óboðnir, og ferðamenn fá ekki glaölegar móttökur, ef þeir láta sjá sig. Ef þeir spyrja til vegar, er þeim bent i eina átt, en það er örugglega ekki sú rétta. Ingmar Bergman hefur löngum verið talinn sérlundaður, og þvi ekki ótrúlegt, að honum falli eyjarlifjð vel, enda vill hann ekki annars staðar vera. Vinir Ingmars segja, að nýja konan sé undarlegt sambland af vinkonum kvikmyndatöku- mannsins, þeim Liv Ullmann og Kabi Laretei, og reyndar mörgum öðrum, en það þarf ekki aö vera rétt. Gæti bara ver- ið afbrýðisenii. Gunna var á fæðingardeildinni til að skoða litla bróður sinn. Henni leizt ekki meira en svo á fyrir- brigðið og sagði: —Nú skil ég, hvers vegna þú faldir hann svona lengi undir kjólnum. — Liklega er það rétt hjá þér Kamilla. Við ættum heldur að koma sein-na. Þaö átti að halda mikla skeldýra- veizlu og frúin var að lita fram i eidhúsið i siöasta sinn til aö að- gæta, að allt væri i lagi. —Emma, þú veröur að muna eftir skolskálunum. Voru ekki notaðar skolskálar þar sem þú varst áöur? —Nei, frú, svaraði þjónustu- stúlkan. —Það þvoði fólk sér alltaf um hendurnar, áður en þaö borðaði. Móðirin var taugaóstyrk, þvi það átti að fara að skira nýja barnið. —Hvað nú, ef hann fer að skæla i kirkjunni? segir hún við Pétur litla, sem er ekki lengi aö hugsa. —Eigum við ekki bara að biðja prestinn að deyfa hann á meöan? —Maðurinn minn varð að biðja þrisvar, áður en ég játaðist honum. —Nú, hverjar voru hinar tvær, sem neituðu? — Heyrðu Ella mín, ef ég á að minnka hraðann, verð ég að fá mér nýja skó á morgun. Flest er tekið á skýrslur nú til dags og það siðasta er hvers vegna eiginmenn fara fram úr rúminu á næturnar. 50% fara til að fá sér að borða, 25% til að fara á W.C., 23% til að velgja mjólk handa Iitla barninu, og þetta gera samtals 98%. Þá vantar 2%, en það eru þeir, sem fara upp úr rúminu til að fara heim til sin. DENNI DÆAAALAUSI — Viö gætum selt bfiinn okkar, sett þennan i bilskúrinn, og selt aðganginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.