Tíminn - 16.03.1972, Síða 7
Fimmtudagur 16. marz 1972.
TÍMINN
7
wmnnii
Úlgefawdi; Frami6krta rflokkurirtn
Framfev
Þórartr s?on lábL Andrés KrRf{énss<m, Jón indrtðf |
G. Þor iitein- j
— I83Q&. 5krif$tofyr Banfeastraefl 7. Afgretðstosúni |
15323. •:AugiýsIngasim}:: :19523r: :ASrar:: skrJf?tofvr:: :simt: TS300
! ! iÁskrif: f4t'-gfald::kt,>: :52S;0Q : :á:::mánu5t: Jnnanlamts;: :í:::Ia usasoíy
v
Tekjustofnafrumvarpið
Stjórnarandstaðan hefur barizt hart gegn
frumvarpinu um tekjustofna sveitarfélaga.
Hefur hún fullyrt, að hún geri það i umboði
sveitarfélaganna i landinu.
I lok janúar var frumvarpið um tekjustofna
sveitarfélaga lagt fyrir fulltrúaráðsfund Sam-
bands islenzkra sveitarfélaga. Ályktun sú, er
fulltrúaráðsfundurinn gerði, hefst á þessum
orðum:
„Fulltrúaráð Sambands islenzkra sveitar-
félaga telur, að með frumvarpi þvi til laga um
tekjustofna sveitarfélaga, sem nú liggur fyrir
Alþingi, séu i höfuðatriðum stigin þýðingar-
mikil spor i rétta átt. Frumvarpið felur i sér
mikilvæga einföldun á samskiptum rikis og
sveitarfélaga. Stefnt virðist að einfaldara og
virkara skattakerfi, tekjustofnar sveitarfélaga
eru ekki eins háðir hagsveiflum og verið hefur,
og rikið tekur að mestu að sér hina félagslegu
þætti skattlagningar. Hins vegar er ljóst, að á
frumvarpinu eru annmarkar, sem þó má telja
vist, að unnt sé að bæta úr, án þess að riðlist
það grundvallarkerfi, sem frumvarpið er
byggt á”.
Sannleikurinn er lika sá, að sú kerfisbreyting
á tekjuöflun sveitarfélaganna og verkaskipting
milli þeirra og rikisins, sem frumvarpið ráð-
gerir, er i fyllsta samræmi við þær óskir, sem
fram hafa komið árum saman frá sveitarfélög-
unum. Að þvi leyti hefur rikisstjórnin reynt að
fara sem mest að vilja sveitarstjórnarmanna.
En I niðurlagi ályktunar fulltrúaráðsfundar
Sambands islenzkra sveitarfélaga er gerð
grein fyrir þeim ótta sveitarstjórnarmanna, að
tekjuöflun i sumum sveitarfélögum verði ekki
nægjanlega mikil skv. álagningarheimildum
frumvarpsins, og sveitarstjórnarmenn hafa
óskað eftir rýmri heimildum til skattlagningar
borgaranna. Þetta er vissulega skiljanlegt
sjónarmið frá sjónarhóli sveitarstjórnanna, en
hætt er við að borgararnir, sem skattlagðir
eru, vilji i þessum efnum láta fara að öllu með
gát. I meðförum Alþingis hefur tekjustofna-
frumvarpið tekið nokkrum breytingum, m.a. i
þá átt að rýmka álagningarheimildir sveitar-
stjórna og þar með tryggja þeim tekjur.
En hæpinn verður sá málflutningur stjórnar-
andstöðunnar að teljast, svo að ekki sé meira
sagt, að halda fram að of langt sé gengið i
skattlagningu á borgarana, um leið og krafizt
er breytinga á frumvarpinu um aukna skatt-
heimtu á hendur borgurunum!
Stjórnarandstaðan skýrir þetta hins vegar á
þann veg, að hún meini, að taka eigi af þeim
hlut, sem rikissjóði er ætlaður, og færa yfir til
sveitarfélaganna, og að hún vilji jafnframt
stórlækka skattana i heildEf þetta yrði gert,
þyrf ti að koma til stórfelld ný skattheimta fyrir
rikissjóð, og þeir skattar mundu leggjast á
þjóðina i heild og hækka skattbyrði hvers og
eins.
TK
David Martin:
Her Abessiníu berst enn
við skæruliða í Erítreu
A liðnu ári dró heldur úr átökunum, en úrslitin eru óráðin
Járnbrautarlest, sem skæruliðar Frelsishrcyfingar Eritreu eru að sprcngja af sporinu.
FYRIR tveimur árum gero-
ust mjög fréttnæmir atburðir i
styrjöldinni i Eritreu. Þá
kömu abessinskar flugvélar
við sögu i ránatilraunum,
hershöfðingi var myrtur, lýst
yfir hernaðarástandi og þeim,
sem ekki höfðu fylgzt þvi bet-
ur með, virtist sem styrjöldin
væri óðum að færast i aukana.
Fáar sögur hafa farið af þess-
ari styrjöld siðan, en þeirri
þögn er valt að treysta.
Ritskoðun yfirvalda i
Abessiniu gat ekki komið i veg
fyrir, að frásagnir af atburð-
unum, sem gerðust i öðrum
löndum fyrir tveimur árum,
kæmust i heimsfréttirnar.
Erfitt var að þagga niður
fréttir af sprengingu flugvélar
frá Abessiniu á flugvellinum I
Róm, eða dauða tveggja
ræningja, sem skotnir voru i
annarri flugvél frá Abessiniu,
sem þá var stödd á flugvell-
inum i Aþenu.
MYNDATÖKUMAÐUR frá
Sýrlandi slóst I för með skæru-
liðum Frelsishreyfingar
Erftreu og náði myndum af
lest, sem þeim tókst að
sprengja i loft upp á járn-
brautinni milli Asmara og
Keren. Ekki reyndist unnt að
koma i veg fyrir, að þessar
myndir væru birtar. Fréttir
hlutu einnig að berast af morði
Teshome Ergetu hershöfð-
ingja, yfirmanns annarrar
herdeildarinnar, sem hafði
einmitt verið falið að gæta
öryggis landsins.
Blaðamenn, sem nú dvelja i
Abessiniu, senda ekki fréttir
af þessari styrjöld til annarra
landa. Þeim hefir einfaldlega
verið tilkynnt, að þeir verði
beðnir að hverfa úr landi, ef
þeir sendi slikar fréttir.
Fulltrúar rikisstjórnarinnar i
Abessiniu gera einnig litiö úr
styrjöldinni. Þeir segja, að
þarna sé aðeins um að ræða
ræningja og fáeina áhangend
ur þeirra, sem njóti stuðnings
kommúnista og Arabarikj-
anna.
EN ekki er neinum efa
blandið, að þessi styrjöld held-
ur áfram. Skæruliðar Frelsis-
hreyfingar Eritreu sprengdu i
loft upp aðra lest á járnbraut-
inni milli Asmara og Massawa
i janúar i vetur. Nokkru áður
hafði skip úr flota Abessiniu
náð á sitt vald á Rauðahafi
skútu einni, sem flutti töluvert
af rifflum. Rifflarnir voru í
kössum, sem merktir voru
viðtakanda i Aden, en ekkert
efamál er, að þeim var ætlað
að fara til Eritreu. Rifflar
þessir voru frá Tékkóslóvakiu
og taldir kosta um 100 þúsund
Bandarikjadala.
önnur herdeild Abessiniu
hers, sem i eru um 10 þús.
menn, er ávallt i Eritreu, og
nýtur þar stuðnings ýmis
konar hreyfanlegra sveita.
Italskir menn eru að þjálfa að
minnsta kosti 1500 manna
sveit i baráttu gegn skærulið-
um. Árásir eru oft gerðar og
mannrán framin, og i Addis
Abeba og öðrum borgum, sem
flugvélar frá Abessiniu fljúga
til, eru flugfarþegar enn skoö-
aðir vendilega, efræningjar
skyldu leynast meðal þeirra.
ERFITT er að gera sér
grein fyrir liðsstyrk skærulið-
anna i Eritreu. Jaafar Ali
Assad, fulltrúi þeirra i Bag
dad, sagði i janúar i vetur, að
þeir hefðu á að skipa 30 þús-
und þjálfuðum mönnum, en sú
tala er tvimælalaust ýkt.
Vestrænir sendimenn i
Abessiniu segja liðsafla þeirra
vart full tvö þúsund. Séu þeir
inntir nánar eftir heimildum
játa þeir, að talan sé runnin
frá Abessiniumönnum sjálf-
um.
Asrate Kassa prins, fyrr-
verandi landsstjóri, sagði eitt
sinn, að Frelsishreyfing
Eritreu væri „skipulögð
ræningjasamtök, Mafia undir
forustu marxista”. Hann ák-
vað að vopna „þjóöholla
þorpsbúa” til þess að mynda
varnarsveitir heima fyrir.
Horfið var frá þessari aðferð
þegar i ljós kom, að verulegur
hluti vopnanna lenti hjá
skæruliðunum.
DEBEBE Haille Mariam
hershöfðingi var látinn taka
við af prinsinum sem lands-
stjóri fyrir rúmu ári. Þá leitút
fyrir, að rikisstjórnin i
Abessiniu væri að missa tökin
i Eritreu.
Fyrstu fimm mánuði siðast
liðins árs komust vestrænir
sendimenn á snoðir um að
minnsta kosti 50 árásir skæru-
liða Frelsishreyfingarinnar i
Eritreu. I þessum árásum
allmargar járnbrautalestir
sprengdar i loft upp.
Siðari hluta liðins árs virtist
mun minna um árásir. Ekki
fer þó á milli mála, að Frelsis
hreyfingin hefir enn á valdi
sinu allstór landbúnaðarhéruð
i Eritreu. Margt er talið valda
þvi, að dregið hefir úr átökum
að undanförnu og má i þvi
sambandi nefna eftirtalin
atriði:
1. Mariam hershöfðingi hef-
ir einbeitt liðsafla sinum að
mikilvægum og fjölmenn
umlandbúnaðarhéruðum, en
reynir ekki að eltast við
skæruliða Frelsishreyfingar-
innar á þeim svæðum, sem
litlu máli skipta efnahagslega
eöa hernaðarlega.
2. Hershöfðinginn hefir farið
inn á þá leið að nýju að vopna
„þjóðholla þorpsbúa” Þessi
aðferð mistókst að visu áöur,
og sú saga gæti endurtekið sig.
3. Dregið hefir verulega úr
athafnasemi sumra sveita
skæruliðahreyfingarinnar á
liðnu ári. Fróðir menn telja
; þetta stafa af ágreiningi milli
hinna gömluliðsmanna Osman
Saleh-Sabbe framkvæmda-
stjóra og yfirráðs byltingar
innar, sem hélti Eritreu á
árinu sem leið.
4. Rikisstjórn Abessiniu
greip til gagnráðstafanna i
stjórnmálasamskiptum i
Aden, Jeddah og Khartum á
liðnu ári. Talið er, að sam-
komulag hafi verið gert við
Sudan um, að rikisstjórn
hvorugs landsins styddi
skæruliða innan landamæra
hins. Sagt er, að valdhöfum i
Aden hafi blátt áfram verið
tilkynnt, að 20 þúsund kaup-
menn frá Suður-Yemen yrðu
sendið heim ef haldið yrði
áfram stuðningi við Frelsis-
hreyfingu Eritreu.
NOKKUR efi leikur á,
hvaðan Frelsishreyfingunni
berst stuðningur eins og nú er
komið. Omar Jaber, talsmaö-
ur hreyfingarinnar i Beirut,
sagði fyrir skömmu, að hún
nyti stuðnings frá Sýrlandi,
Irak, Egyptalandi og Sómaliu.
Framfarir i Eritreu yrðu
fremur til þess en allt annað
að vinna ibúa Eritreu til fylgis
við rikisstjórnina i Abessiniu.
Ibúar landsins eru hálf önnur
milljo'n að tölu, og fjórir af
hverjum tiu eru múhameðs-
trúar.
Mariam hershöfðingi hefir
látið hefja umbætur i landbún-
aði i smáum stil. Landið er
afar viðáttumikið, og
þegnarnir reynast varnarlitlir
milli tveggja harðsnúinna og
striðandi fylkinga. Kveikt er i
þorpum þeirra og ökrum,
nautpeningnum er slátrað, og
oft og einatt eru þeir neyddir
til að greiða báðum aðilum
skatt.
LANDKYNNINGARRIT FLUGFÉLAGS ÍSLANDS
ÞÓ — Reykjavik.
Flugfélag Islands hefur gefið út
nýtt landkynningarrit, sem
nefnist „Iceland Travel Plan-
ner”. I ritinu, sem er i stóru broti,
er möguleikum erlendra ferða-
manna á tslandi lýst og raktar
ferðir, sem á boðstólnum eru um
landið. Ritið, sem er 24 siður og
kemur fyrst út á ensku, er
prýtt 49 litmyndum, en alls eru 87
myndir i ritinu. Efninu er skipt
niður i kafla, sem hver fjallar um
vissan þátt Islandskynningar-
innar. T.d. ersérstök áherzla lögð
á hreinleika lofts. lands og vatns.
Þetta landkynningarrit FI
kemur út á fimm tungumálum og
upplagið verður 200 þús. eintök.