Tíminn - 17.03.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.03.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. marz 1972. TÍMINN 3 H ri ng vega rbréf i n að verða uppseld OÓ-Reykjavík. öll happdrættisskuldabréfin, sem út voru gefin til að opna hringveg um landið með því að leggja veg og byggja brýr yfir Skeiðarársandi, eru nú uppseld hjá Seðlabankanum. Þau bréf, sem voru til sölu hjá bönkum og öðrum söluaðilum i Reykjavik eru uppurin að mestu. En eitt- hvað svolitið er til af happdrættis- skuldabréfum hjá bönkum og bankaútibúum úti á landi. Alls voru gefin út bréf fyrir 100 millj. kr. Sala happdrættisskuldabréf- anna hófst miðvikudaginn 15. þessa mánaðar. Var þá búið að dreifa miklu af þeim i banka- stofnanir viða um land, en mest af þeim var til sölu i Reykjavik. Þegar á miðvikudagsmorgun, er salan hófst, myndaðist biðröð i bönkunum og var svo allan þann dag og i gærdag. 1 gærkvöldi voru svo öll bréf, sem gjaldkerar i Seðlabankanum höfðu til sölu, uppseld. Eitthvað litið magn er enn til i nokkrum öðrum bönkum. tJti á landi hefur sala happdrættis- skuldabréfanna einnig gengið af bragðsvel, en i gærkveldi lá ekki fyrir hjá Seðlabankanum, hve mikil salan var á hverjum staö, en blaðiö fékk þær upplýsingar, að yfirleitt væru bréfin alls staðar á þrotum. Búið að semja um sölu á 20 þús. tonnum af blautsöltuðum saltfiski VERÐID 15% HÆRRA EN '71 ÞÓ-Reykjavik. „Þegar hafa verið gerðar sölur á 20 þús. tonnum af blautsöltuð- um þorski af framleiðslu 1972”, sagði Tómas Þorvaldsson, st- jórnarformaður Sölusambands is- lenzkra fiskframleiðenda, er við ræddum við hann. Er þetta álika magn og hafði verið selt fyrir- fram á sama tima i fyrra. Verðið er nokkru hagstæðara en i fyrra, sagði Tómas, og nemur hækkunin um 15% að meöaltali. Þá eru afskipanir á þessa árs framleiðslu að hefjast og sam- kvæmt samningum á þeim að ljúka i júli n.k. Mest af saltfiskin- um hefur verið selt til Italiu, Portúgals og Spánar. Salan til Italiu og Spánar hefur aðeins dregizt saman, en aftur á móti hefur hún aukizt til Portúgals. Samningarnir við Portúgal nema nærri 1 milljarð i útflutningsverð- mæti og er engin kvöð, sem fylgir þeim. Þá má geta þess, að nokkuð af þeim fiski, sem fer til Portúgal, er svo kallaður Nigeriufiskur, og mun þessi samningur hafa það i för með sér, að hægt verður að nýta eitthvað af þeim fiski, sem ella hefði farið i skreið og kannski ekki tekizt að selja. Tómas sagði, að þau lönd, sem keyptu mest af saltfiskinum frá Is landi, væru Portúgal, Spánn, Italia, Brazilia og Grikkland. Samkvæmt verzlunarskýrslum eru þessi viðskipti þessum þjóð- um mjög í óhag, eins og sést bezt á : Þvi að árið 1969 keypti Por- túgal vörur frá Islandi fyrir 413 millj. kr. Sama ár keyptum við vörur frá Portúgal fyr’ir 36 millj. kr. Arið 1971 voru þessar tölur þær, að við fluttum út til Portú- gals fyrir 788 millj. kr. en keypt- um af þeim i staðinn fyrir 114 millj. Island hefur flutt út vörur til Grikklands fyrir um það bil 100 millj. á ári, en innflutningurinn þaðan hefur aðeins verið i kring- um 1 millj. á ári. Þá sagði Tómas, að þeir Val- garð J. Ólafsson frá S.l.F. og Sig- fús Magnússon frá Fiskmati rikisins væru nýkomnir frá Brasi- liu. Voru þeir að kanna markað- inn þar, en jafnframt fylgdust þeir með farminum, sem fluttur var beint út héðan til Brasiliu. Einnig hafa Tómas og Helgi Þórarinsson farið til Miðjarðar hafslandanna og gert samninga þar og hugað að mörkuðunum. Nýjar umbúðir. Tómas sagði okkur frá þvi, að nú væru gerðar tilraunir með nýjar umbúðir um þurrfisk, eru það kassar úr hertum pappa með sérstakri áletran, sem koma munu i stað 29 kg. pakka i striga- pakkningu til Suður-Ameriku og ef til vill viðar. Sagði Tómas, að hann teldi allar likur á þvi, að þessar umbúðir tæku algjörlega við af striganum þegar um þurr- fisk væri að ræða, bæði væru þessar umbúðir mun þægilegri og svo þrifalegri. Þessar umbúðir eru dýrari en strigapakkn- ingarnar, en aftur á móti ódýrari en trékassarnir, sem hafa verið notaðir til reynslu undanfarið. Að lokum spurðum við Tómas um útlitið á saltfiskmörkuðunum. Hann sagði að útlitið væri að mörgu leyti gott, en veiðarnar i Noregi gætu haft áhrif á markað- inn á næstunni, þar sem að þorsk- veiðar Norðmanna eru 30% meiri á þessu ári en á sama tima i fyrra, og svo til öll þessi aukning hefur farið i saltfiskframleiðs- luna. SINFÓNIUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Fjölskyldutónleikar verða haldnir i Háskólabiói sunnudaginn 19. marz kl. 3 síðdegis. Stjórnandi Páll Pampichler Pálsson. Á efnisskránni verður: Forleikur að óperunni Hans og Gréta eftir Humperdinck, þættir úr ballettinum Þyrnirósa eftir Tjaikovsky. Myndir á sýningu eftir Mussorgsky (tvær myndir), tónlist úr Fiðlaranum á þakinu eftir Jerry Bock og Sænsk rapsódia eftir Hugo Alfvén. Aðgöngumiðar á kr. 50.00 fást i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla- vörðustig og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn. Athugið að aðgöngumiðar frá 10. október gilda einnig að þessum tónleikum. ,fÞað þarf dauðaslys svo ■ ■ Jbess/r mertn taki við sér" m v.'vwAv.v/Amwmmw/.mv■.w/.v.w.v.w.v Klp-Reykjavik. i sfðustu viku skrifuðum við nokkuð um slysagildrurnar, sem er að finna inn við Elliða- árvog, eða skipsflökin, sem þar eru um allt. Þá hafði skö- mmu áður orðið slys i einu af þessum gömlu hræjum, sem þarna hafa legið afskiptalaus i áraraðir. Var það mesta miidi að ekki hlauzt af stórslys i þetta sinn, en þessi hræ hafa verið einskonar leikvöllur barna úr nágrenninu. Viöhöfðum i gær tal af föður drengsins sem slasaðist, Einari S. Einarssyni, en hann hefur unnið ötulega að þvi að fá þessi skipsflök fjarlægt, bæði fyrir og eftir slysið. Einar sagðist nú nýlega hafa skrifað borgarráði bréf, þar sem hann hefði farið fram á, að eitthvað yrði gert i þess- um málum með skipsflökin, þau annaðhvort gerð þannig úr garði að þau yrðu ekki opin fyrir börn og unglinga eða þá að þau yrðu dregin á haf út og þeim sökkt. Þessi flök væru stórhættuleg og einnig væri heldur litil prýði að þeim i borgarlandinu. ,,En það hefur ekkert gerzt meira” sagði Einar, „þeir hafa ekki einu sinni tekið stig- ann, sem börnin hafa komið fyrir til að komast um borð”, hvað þá heldur meira. Meðal okkar, sem hér búa i nágrenn- inu hafa engin samtök verið stofnuð til að fá eitthvað gert i þessu máli, en það fer vist að verða eina ráðið, þvi að það er sýnilegt að það þarf að verða dauðaslys þarna til að þessir menn, sem ráða þessum mál- um, taki við sér.” Svona er umhorfs á dekkinu —ef dekk skyldi kalla um borð i cinu skipsflakinu i Kleppsvikinni. Þarna leika börn, allt niður i 2ja ára, sér óhindrað, — og borgaryfirvöldin gera ekkert i málinu. Ford býður betur FORD ER LAUSNIN- viljir þú fá það bezta á sanngjörnu verði. FORD býður einnig traktora í fleiri stærðarflokkum en nokkur annar. Felið FORD allt, sem þér þurfið að moka, draga, grafa, slá, og snúa. FORD hefur fuilkomnasta tækniútbúnað, sem völ er á. Gæðin tryggja lágan viðhaldskostnað og hátt endursöluverð. Þeir, sem kaupa FORD traktor njóta forrét- tinda. PANTIÐ FORD TRAKTOR FYRIR 20. MARZ ÞOR HF REYKJAVÍK SKÓLAyÖRÐUSTÍG 25 TRAKTORAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.