Tíminn - 17.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.03.1972, Blaðsíða 8
VVSlKíT TIMÍJNIN ■1— ■ Frumvarp um líf- eyrissjóð sjömanna EB-Heykjavik. Stjórnarf'rumvarp um lifeyris- sjóð sjómanna var s.l. mánudag lagt fyrir Alþingi. Hetta frum- varp er samið af Guðjóni llansen tryggingafræðingi, og fer hér á eftir meginhluti þess kafla úr greinargerð hans um frumvarpið, þar sem greint er frá höfuðatrið- um breytinganna, sem felast i frumvarpinu: Verðtrygging lífeyris „Oumdeilanlegt er, að höfuð- vandamál islenzkra lifeyrissjóða er vanmáttur þeirra til að tryggja verðgildi lifeyrisgreiðslna. t>eir sjóðir, sem veita slika verötrygg- ingu, hafa yfirleitt hlutaöeigandi vinnuveitendur, svo sem riki, bæjarfélög o.fl., að bakhjarli, og taka þessir aðilar á sig stórkost- legar skuldbindingar með ábyrgð sinni. t nær öllum reglugerðum hinna nýju lifeyrissjóða verka- lýðsfélaga er gert ráð fyrir tak- markaðri verðtryggingu tiltekið timabil i senn með hliðsjón af fjárhagsgetu hlutaðeigandi sjóðs hverju sinni. Sama hugmynd kom fram i greinargerð minni frá 17. júli 1967 um hag Lifeyrissjóðs togarasjómanna og undirmanna á farskipum. t>ar sem sjóður þessi verður að teljast traustur i samanburði við flesta aðra lif- eyrissjóði hér á landi og enn eru lifeyrisþegar hans tiitölulega fáir, er i frumvarpinu gert ráð fyrir, að allar elli-, örorku- og ekkjulifeyrisgreiðslur, sem úr- skurðaðar hafa verið, miðist við kauplag 1967 - 1971 frá 1. janúar 1972 að telja, og siðan verði sjálf- krafa hækkanir árin 1973 og 1974, en frá árslokum 1974 verði teknar ákvarðanir um áframhaldandi hækkanir fyrir S ára limabil i senn með hliðsjón af afkomu sjóðsins. Stigakerfi í staö 10 ára meðaltals launa Miklar hækkanir kaupgjalds og verðlags hafa valdið þvi, að sú al- genga regla að miða lifeyris- greiðslur lifeyrissjóöa við meðal- laun sjóðfélaga siðustu 10 starfs- ár hans, hefur orðið óvinsæl, enda reynast lifeyrisgreiðslur oft harla lágar, þegar eftir henni er farið. Þá hafa sjómenn, einkum yfir- menn, bent á, að með þvi að fara eftir þessari reglu njóti menn þess á engan hátt við ákvörðun ellilifeyris, þótt þeir hafi fyrr á starfsævinni greitt mun hærri ið- gjöld en almennt. Við þetta bæt ist, að nú eru ákvæði um iðgjalda- greiðslur mjög mismunandi eftir þvi, hvort bátasjómenn eða togarasjómenn og farmenn eiga i hlut, og ræður það þvi miklu um lifeyrisréttindi, á hvers konar skipum menn hafa starfað siðustu 10 starfsárin. Til þess aö ráða bót á þessum annmörkum núgildandi lagaákvæða, er i frumvarpinu gert ráð fyrir umreikningi ið- gjalda hvers almanaksárs i stig i þvi skyni, að áunnin réttindi fari eftir verðgildi iðgjaidanna, eins og það var, þegar þau voru innt af hendi. Nær allir hinir nýju lif- eyrissjóðir verkalýðsfélaga nota slikan stigagrundvöll. Biötímaákvæöi Samkvæmt frumvarpinu er krafizt 5 ára iögjaldgreiðslutima til þess, að um rétt til ellilifeyris geti orðið að ræða, 3ja ára tima i sambandi við örorkulifeyri, 6 mánaða tima i sambandi við makalifeyri, en barnalifeyrir verður greiddur án tillits til ið gjaldagreiðslutima. Samkvæmt núgildandi lögum er 10 ára lág- markstimi höfuðregla, en undan- tekning er gerð, þegar um er að ræða barnalifeyri og örorkulif- eyri, ef rekja má örorkuna til starfs þess, sem sjóðfélagi gengdi. Lækkun aldursmarks ellí lífey rísþega Gert er ráð fyrir heimild til aö hefja töku ellilifeyris fyrir 65 ára aldur, þó ekki fyrr en frá 60 ára aldri, að uppfylltum tveimur skil- yrðum: annars vegar, að sjóð- félagi hafi lengi stundað sjó- mennsku, og hins vegar, að ekki sé langt siðan hann hætti störfum á sjó. Til glöggvunar á þvi, hver áhrif samþykkt frumvarpsins mundi hafa á lifeyrisgreiðslur til núver- andi lifeyrisþega, skulu nefnd þrjú dæmi. Ellilifeyrisþegi, sem hætti störfum skömmu eftir stofnun sjóðsins, og á nokkurn rétt samkvæmt bráðabirgða- ákvæðum laganna, fær nú um 8 þús. kr. á ári en fengi um 45 þús. kr. 1972. Frestunarhækkun er hér reiknuð i samræmi við ákvæði 4. málsgr. 12. gr. frumvarpsins, þótt um eiginlega frestun á töku lif- eyris hafi að sjálfsögðu ekki getað verið að ræða fyrr en eftir stofnun sjóðsins. Annar ellilifeyrisþegi, sem hóf töku lifeyris 1970 og á að mestu leyti rétt i samræmi við ið- gjaldagreiðslur, en einnig að nokkru samkvæmt bráðabirgða ákvæðunum, mundi fá hækkun úr 38 þús. i 81 þús. á ári. Loks má nefna ekkju, sem hóf töku lifeyris 1969, en lffeyrir hennar mundi hækka úr 23 þús. kr. i 61 þús. kr. á ári. Tvö börn hennar njóta einnig lifeyris úr sjóðnum. • Síttl >'1<3í7! .VI •U!gsb>!l?0'4 Föstiíffágulr 17. már>'1972. / r RETTLATARI OG EINFALDARI r SKATTAALAGNING — Brýtur í veigamiklum atriðum í bága við skattastefnu Sjálfstæðisflokksins, segja Ceir og félagar EB—Keykjavík. Umræður um skatta- frumvörpin stóðu yfir á Alþingi allan síðastliöinn miðvikudag, en þá vartek- ju- og eignarskattsfrum- varpið til 2. umræöu i efri deild, en tekjustofna- frumvarpið til 2. umræðu í neðri deild. 1 neðri deild mælti Stefán Val- geirsson (F) fyrir nefndaráliti meiri hluta heilbrigðis- og félags- málanefndar, þ.e. fulltrúa st- jórnarflokkanna i nefndinni, sem leggur til,að frumvarpið verði samþykkt, en flytur nokkrar breytingartillögur við það. Ræddi Stefán nokkuð um frumvarpið og áhrif þess. Gylfi Þ. Gislason (A) mælti næst fyrir nefndaráliti sinu um frumvarpið, en hann leggur til.að frumvarpinu verði visað til rikis- stjórnarinnar til nánari athugun- ar. t ræðu sinni fjallaði Gylfi einkum um breytingartillögu þá, er hann fyrir hönd Alþýðuflokks- ins hefur flutt um skattlagningu hjóna og urðu nokkrar deilur um þau mál, einkum milli hans og Svövu Jakobsdóttur (AB). ÓlafurG. Einarssonmælti fyrir nefndaráliti Sjálfstæðismanna, en þeir leggja til,aö frumvarpinu verði visað frá með rökstuddri dagskrá. Segir i áliti þeirra, að það verði að gera ,,þar sem allur undirbúningur þessa frumvarps sé ónógur og lögfesting þess hefði hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir einstök sveitarfélög og vissa hópa gjaldenda”. Tómas Karlsson (F) ræddi einkum um skattvisitöluna og minnti enn á, að skattvisitala sú, sem stjórnarandstæðingar segja að eigi að miða við eða 121,5% sé algjörlega úr lausu lofti gripin, enda kom ekkert fram i umræð- unum, sem sannaði, að svo væri ekki. bá minnti Tómas á, hvernig fyrrverandi rikisstjórn hefði notað skattvisitöluna. Ennfremur tóku til máls auk þeirra þingmanna sem getið hefur verið, þau Bjarnfriður Leósdóttir (AB), Ragnhildur Helgadóttir (S), Lárus Jónsson (S) og Bragi Sigurjónsson (A). Tekju- og eignarskatts- frumvarpið í efri deild. 1 efri deild mælti Ragnar Ar- nalds (AB) fyrir nefndaráliti meiri hluta f járhagsnefndar deildarinnar um tekju- og eignar- skattsfrumvarpið, en meiri hlut- inn leggur til,að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. 1 nefndar- álitinu kemur fram, að heildar- skattbyrði af völdum þessara tveggja frumvarpa, ef gengið er úr frá lögum og frumvarpi án hækkunarheimilda i báðum til- vikum, lækkar úr 7641 millj. kr. i 7331 millj. kr. og munar þar mestu, að almennir skattar eru i heild 370 millj. kr. lægri en tekju- skattur, útsvar, almanna- trygginga- og sjúkrasamlags- gjöld hefðu verið samanlagt, ef lagt hefði verið á eftir sama kerfi og siðast var gert. Geir Hallgrimsson (S) mælti fyrir nefndaráliti Sjálfstæðis- manna, sem vilja visa frum- varpinu frá með rökstuddri dag- skrá og segja, að frumvarpið brjóti i veigamiklum atriðum i bága viö skattastefnu Sjálfstæöis- flokksins. Jón Ármann Héðinsson (A) mælti fyrir nefndaráliti sinu, en siðan tók Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra til máls og svaraði ýmissi gagnrýni á frum- varpið sem fram komu i um- ræðunum. Málverk Benedikts Gunnarssonar af biskupnum. (Tfmamynd Gunnar) Málverk af biskupinum r yfir Islandi afhent Benedikt Gunnarsson gerði málverk af tíunda biskupnum sem situr í Reykjavík Föstudaginn 3. marz var biskupsembættinu afhent að gjöf frá rikisstjórninni málverk af nú- verandi biskupi yfir íslandi séra Sigurbirni Einarssyni, sem Bene- dikt Gunnarsson listmálari hefur málað. Á veggjum biskupsstofu hanga nú málverk af þeim tiu biskupum íslands, sem setið hafa i Reykjavik, og ein litil mynd að auki, sem bandariskur lista- maður gerði af Valdimar Briem, fyrsta vigslubiskupinum, og honum var gefin. Valdimar tók við embætti 1009. Jú, mér finnst óþægilegt að hafa málverk af sjálfum mér fyrir augunum allan daginn, svaraði sr, Sigurbjörn spurningu blaðamanns Timans, er við hitt- um hann að máli á dögunum. En maður hlýtur að venjast þvi smátt og smátt og að lita á það hlutlausum augum. bað er bót i máli, að ég er þarna i góðum félagsskap. betta er sterk fylk- ing, sem er á myndunum, og ýmsar hugsanir hljóta að leita á þann, sem er fyrir augunum á þeim flesta daga. Við virðum fyrir okkur röðina af biskupum. Fyrstur kemur Geir Vidalin, þá Steingrimur Jónsson, Helgi Thordersen, Pétur Péturs- son, Hallgrimur Sveinsson, bór- hallur Bjarnarson, Jón Helgason, Sigurgeir Sigurðsson, Ásmundur Guðmundsson og loks Sigurbjörn Einarsson, en mynd hans er nokkru hærri en hinar, hann ber ekki hempu á henni og engin heiðursmerki, heldur aðeins kross um hálsinn. — bað var sr, Sigurgeir Sig- urðsson biskup, sem átti upptökin að þvvað málaðar voru myndir af öllum fyrirrennurum hans til að geyma i biskupsstofu, sagði sr. Sigurbjörn. — Fyrstu átta mál- verkin gerði Sigriður heitin Sig- urðardóttir listmálari, sem gift var Tryggva Magnússyni teikn- ara og siðar Jóhanni Sveinssyni bókaverði. Gll þessi átta málverk voru eftir myndum af biskup- unum og eru ágætlega gerð. As- mundur Guðmundsson var fyrsti biskupinn, sem málaður var i lif- anda lifi, og það gerði Örlygur Sigurðsson. Kostnaður við þessi málverk var greiddur úr Presta- kallasjóði. 1 fyrra ákvað rikisstjórnin i samráði við kirkjuráð að gefa biskupsembættinu málverk af mér i tilefni sextugsafmælis mins 30. júni, og tilkynnti Auður Auðuns þáverandi kirkjumála- ráðherra um gjöfina á afmælis- daginn. Mér hafði sjálfum verið falið að velja málara, og það er satt að segja mér að kenna, að málverkið var ekki tilbúið á af- mælisdaginn, ég var svo seinn i svifum. bað var svo úr að Benedikt Gunnarsson var fenginn til að mála myndina, og á föstudaginn komu þeir ólafur Jóhannesson kirkjumálaráðherra og Baldur Möller ráðuneytisstjóri hingað og Framhald á bls. 19 Benedikt Gunnarsson listmálari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.