Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeNDIBILASrOÐIN HF EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 81. tölublað — Þriðjudagur 11. april 1972 — 56. árgangur Þorlákshöfn: Olían að mestu horfin ÞÓ-Reykjavík. Oliumagnið, sem rann I Þor- lákshöfn á dögunum úr japanska flutningaskipinu, reyndist meira, en Japanirnir gátu sér til um. i fyrrakvöld var búið að ná upp 35 lestum af olfu úr höfninni, og var þá eitthvað magn eftir. Ekki var hægt að ná oliu upp úr höfninni i gæi-dag, vegna vindáttarinnar, sem hafði snúizt úr norðri i suð- austur, og hafði olian dreifzt um alla höfn, er við ræddum við Benedikt Thorarensen i gær. Benedikt ságði, að olian væri mikið farin að þynnast út, og væri hún nii Hkast þvi, sem maður sæi oft á höfnum, — svona smá oliu- slikja. Ekki er nú talið, að mikil hætta stafi af oliunni, og sagði Benedikt, að sumir teldu nú bezt að olian ræki nú út úr höfninni og upp á sandinn. Sérfræðingar segja að þegar olian sé komin i sandinn, þá geri það ekkert til, þar sem hún verður þá hörð eins og malbik. Benedikt sagði, að allir hefðu reynt að gæta ýtrustu varúðar i Þorlákshöfn, þann tima, sem mesta hættan stafaði af oliunni. Mikið um skipakomur Benedikt sagði, að Hofsjökull væri nýfarinn frá Þorlákshöfn, en þar tók hann 5000 kassa af ufsa á Rússlandsmarkað. Skaftafell er svo væntanlegt til að lesta 4000 kassa, sem, fara eiga á Banda- ríkjamarkað. Afli Þorlákshafnarbáta hefur verið tregur siðustu daga, en sjó- menn vona að fiskurinn komi nær landinu, er stórstraums fer að gæta nú slðari hluta vikunnar. Það er haft eftir togarasjómönn- um, að fiskur sé þó nokkur úti I köntunum. Aflahæstur Þorlákshafnarbáta er mi Ingvar Einarsson með um 6001estir, þá kemur Búrfell með á fimmta hundrað lestir Selfoss kaupstaður? Þð-Reykjavik. Miklar horfur eru nú á, að Sel- foss verði næsti kaupstaðurinn á Islandi, en ákveðið er að kosning- ar um það, hvort Selfoss eigi að sækjaumkaupstaða-'rréttindi, fari fram sainhliða sveitastjórnar- kosningum 1974. A fyrsta fundi Selfosshrepps 1972, var samþykkt tillaga um þetta mál. Aðalefni tillögunnar var að hreppsnefnd skipaði 5 manna nefnd til að kanna þetta mál. Aðalhlutverk nefndarinnar er að finna rökin með og móti slikri breytingu.semkaupstaðarréttind- um fylgir svo að almenningur á Selfossi geti betur myndað sér skoðanir um þetta mál. Jóhannes slær í gegn í S-Afríku Sjá [þróttir bls. 16 v - ¦• ^^^•^¦¦¦ÍPWpW^:. >P'::'"' :.¦¦ ¦ ^..,,- J* Einar Agústsson utanrfkisráðherra flytur ávarp sitt á ráðstefnunni um bann við losun úrgangsefna í hafi, á Loftleiðahótelinu i gærmorg- un. Við hlið hans er Hjálmar R. Báröarson siglingamálastjóri, sem er forseti ráðstefnunnar, og þá Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri. (Tlmamynd G.E.) Einar Ágústsson, utanríkisráðherra: Verndun fískistofnanna verði meginmarkmiðið í alþjóðasamningi um bann við losun úrgangsefna i hafið 90 manns á ráðstefnu utanrikisráðuneyfisins sem hófst í gær KJ-ReykjavIk. f gærmorgun hófst I Reykja- vík alþjóðaráðstefna um varn- ir gegn mengun sjávar, en utanrikisráðuneytið stendur fyrir þessari ráðstefnu, og ávarpaði Einar Agústsson utanrikisráðherra ráðstefnu- gesti I upphafi. Sagði ráðherra að Ríkisstjórn tslands leggði á það áherzlu, að gerður yrði al- þjóðasamningur um bann við losun úrgangsefna I hafið, og að meginmarkmið samnings- ins beindist að verndun fiski- stofnanna. Auk utanríkisráð- herra talaði viö setninguna Vladimir Baum fram- kvæmdastjóri við efnahags- og framfarastofnun Samein- uðu þjóðanna. Um 90 manns sitja ráðstefnuna frá 30 þjóð- um auk fulltrúa frá alþjóða samtökum. Hér á eftir fer ræða utan- rikisráðherra við setninguna: ,,Ég vil leyfa mér að bjóða velkomna alla þá fulltrúa, sem hingað eru komnir til þess að sitja þessa albióðaráö- stefnu um varnir gegn meng- un sjávar. Það málefni, sem hér verð- ur til umræðu næstu daga, er rikisstjórn tslands mikið áhugaefni, og raunar allri ís- lenzku þjóðinni. Ég þarf vart að skýra I Itarlegu máli hve mikilvægt það er öllum þjóð- um að röskl. sé unnið að þvi að vernda hafið og auðlindir þess gegn skaðlegum áhrifum. A þetta ekki sizt við um þær þjóðir, sem byggja Hfsafkomu sina á auðlindum hafsins. Öld- um saman hefur hafið verið meginauðlind Islenzku þjóðar- innar og fiskveiðar verið einn mikilvægasti atvinnuvegur- inn. Mun það staðreynd að engin þjóð veraldar byggir Hfsafkomu sina að jafnmiklu leyti á auðlindum hafsins sem hin islenzka, er sækir um 80% af útflutningstekjum sinum til sjávarútvegsins. Það þarf þvl engan að un- dra.aðlsl. hafa lengi talið það mjög mikilvægt að vernda auðíindir hafsins og allt það lif, sem þar er að finna. Þess vegna höfum við lengi haft áhuga á náttúruvernd og ann- arri umhverfisvernd, og fylgzt af athygli með starfi Samein- uðu þjóðanna í þessu efni. Að okkar dómi mun Stokkhólms- ráðstefnan um umhverfi mannsins verða merkur áfangi i umhverfismálum um gjörvalla veröld. Vísindamenn hafa vakið at- hygli á þeirri neikvæðu þróun sem ógnar heimshöfunum. Er vissulega orðið fyllilega tima- bært að gripið sé til alþjóð- legra aðgerða til þess að bæta hér úr skák. Ekki sízt er nauð- synlegt að hindra mengun og eitrun heimshafanna vegna þess hve mikilv. fæðu og forða búr höfin eru i veröld þar sem enn rikir hungur og harðrétti. Allar þjóðir, jafnvel hinar landluktu, eiga þvi það að sameiginlegu áhugamáli, að heimshöfin séu nýtt af var- kárni og skynsemi. A marzfundi undirbúnings- nefndar Stokkhólmsráðstefn- unnar var áherzla lögð á nauð- syn þess að hindra mengun heimshafanna. Var bað isam- ræmi við niðurstöður hinnar alþjóðlegu hafsmengunar- nefndar, sem hélt siðasta fund sinn i Ottawa i nóvember 1971. Þar var það samhljóða sam- þykkt, að rikisstjórnir skyldu kanna korfur á þvi, hvað unnt yrði að gera sem ráðstaíanir á alþióðavettvangi til þess að hindra mengun heimshaf- anna, og skyldi síðan málið tekið upp á Stokkhólmsráð- stefnunni. Það er I fullu sam- ræmi við þessar tillögur, að rikisstjórn tslands hefur ák- veðið að bjóða til þessara framhaldsviðræðna hér i Reykjavik. Gerð fyrsta samningsins, sem bannar losun úrgangs- efna I hafið, Oslóarsamnings- ins, er þegar að baki. Við væntum þess, að sá samning- ur verði hinn gagnlegasti, en okkur er þó ljóst að svæða- samningar einir sér eru ekki fullnægjandi lausn á því vandamáli sem við er að etja. Hér er þörf alþjóðlegra ráð- stafana, viðtæks alþjóða- samnings, sem tekur til allra hafa heimsins og styrkir þá svæðasamninga, sem siðar kunna að verða gerðir. Rikisstjórn íslands leggur á það áherzlu, að slikur samn- ingur verði sem ítarlegastur og áhrifarikastur og að meginmarkmið hans beinist að vernd fiskistofnanna.Er þetta I fullu samræmi við stefnu islenzku rikisstjórnar- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.