Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 11. april 1972 ■M— ■ Aðfinnslur stjórnarandstæð- inga falla um sjálfa sig Sagt frá ræðu, sem Halldór Kristjánsson flutti í Sameinuðu Alþingi s.l. fimmtudag EB—Reykjavik. Undir lok umræðnanna um öryggismál landsins, sem fram fóru í Sameinuðu Alþingi síðast liðinn fimm- tudag, tók Halldór Krist- jansson (F) til máls og minnti á ýms atriði, sem fram höfðu komið i umræð- unum, Ræða Halldórs er birt r heild hér á eftir: „Ég hal'ði hugsað mér að vekja hér að umræðu lokinni athygli á tveimur meginatriðum i mál- flutningi stjórnarandstæðinga, en 7. þingmaður Reykvikinga (Gylíi Þ. Gislason) minnti hér áðan á það vantrausl, sem f'lutt var og samþykkt á Alþingi 1950— ogmér i'innst það hai'a verið á þann hátt, að ástæða væri til að auka nokkru við. Ekki afbrot viö þingræði Sú rikisstjórn, sem vantraustið var horið fram á, var minnihluta stjórn Sjálfstæðisflokksins. Mér hefur skilizt, að það væru þing- ræðislegir siðir og raunar þing- ræðisleg skylda, að láta sitja meirihluta stjórn á þingi, ef möguleiki væri til, að ef komin er minnihluta stjórn og vill ekki vik- ja afsjálfsdáðum, þá þyrfti að ýta við henni — og það verði ekki öðru visi gert en með vantrausti. Þess vegna held ég, að það hafi ekki verið neitt afbrot við þingræði að það vantraust var flutt. Alvarlegur sögulegur misskilningur Gylfi Þ. Gislason lét fylgja þessari sögu, að Kramsóknar- i'lokkurinn hefði flutt þetta van- traust, en svo jafnharöan og st- jórnin var fallin, hefði hann tekið höndum saman við Sjálfstæðis- flokkinn og farið með stjórn ásamt honum til þess að Iram- kvæma það sama og Framsókn- arflokkurinn hefði átalið stjórn Sjáll'stæðisflokksins l'yrir að ætla sér að gera, þ.e. gengislækkun. NU hygg ég að flestir viti, að það erekki sama hvernig gengislækk- un er l'ramkvæmd, og hér var ekki einungis um gengislækkun að ræða, ehdur ýmsar hliðarráð- slal'anir. Og það voru gerðar hreytingar, m.a. var um að ræða skatt, sem lagður skyldi á þann gróöa eða eign, sem skapazt hefði ó undanlörnum órum, og sam- kvæmtþvi frumvarpi sem minni- hluta stjórnin flutti þó, átti að leggja skattana á l'élög eins og einstaklinga, en þessu var breytt þannig, að það var lagt á f'élög i hlutlalli við félagsmannaljölda. fjetta þýddi, að samkvæmt frum- varpinu hefðu varasjóðir kaup- félaganna verið gerðir upptækir, en þvi var breytt, og ég hélt að þetta Ut af fyrir sig væri veruleg breyting. Auk þess var svo gerður málefnasamningur um stjórnar- stefnuna yfirleitt, i samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, svo að þetta var dálitið annað en bara að taka höndum saman við að fram- kvæma það sem minnihluta st- jórnin var lelld fyrir að ætla sér. Ég er oft bUinn að heyra Alþýðu- flokksmenn tala um þetta van- traust og stjórnarrnyndunina sem á eftir fór, og þvi þótti mér þetta kærkomið tækifæri til þess að minna á aðalatriði þessarar sögu, þvi að það er tilraun til sögulegr- ar fölsunar, að segja frá þessu eins og hér var gert áðan. Stjórnarandstaða Gylfa einkennist af beiskju geövonzku og hefnigirni Gylfi Þ. Gislason segist ekki hafa orðið var við neina breytingu á stefnu eða stjórnarandstöðu Al- þýðuflokksins frá þvi þing kom saman i haust og þangað til nU. Ég skal ekki dæma um það, hvort þar hefur breyting á orðið, en það eru fleiri en einn og fleiri en tveir, sem hel'ur fundizt um breytingu vera að ræða. Til daemis var það einn af trUnaðarmönnum Alþýðu- flokksins vestur á fjörðum, sem sagði mér i óspurðum fréttum um jólaleytið i vetur, að sér fyndist stjórnarandstaða formannsins einkennast af beiskju, geðvonzku og gefnigirni. Þetta voru hans orö, en vegna þess að formanninum er ekki kunnugt um, eða honum ekki ljóst, að nein breyting hafi á orð- ið, þá vil ég láta hann vita, að það hefur verið meðal flokksmanna hans tilfinning fyrir þvi, að það muni einhver breyting hafa orðið þarna á. NU, hann segir að þaðséu engar deilur uppi um það, hvaða stefnu flokkurinn eigi að fy.lgja. Ekki vil ég brigzla honum um ósannindi eða bera honum það á brýn, en sé þetta rétt, þá hygg ég, að megi segja, að ýmsir þeir menn, sem i Alþýðuflokknum voru ekki alls fyrir löngu, hafa annað hvor-t skipt um skoðun eða skipt um flokk. Eins og allir væru trúlofaðir öllum Það var athyglisvert lika að heyra það, sem Gylfi Þ. Gislason sagði, að i jafnaðarmannaflokki á breiðum grundvelli gæti menn greint á i góðu, og þar gæti verið ágreiningur um varnarmál og ut- anrikismál og þess háttar, en inn- an rikisstjórnarinnar skyldi það ekki vera hugsanlegt. Ef þar er einhver skoðanamunur, þá þýðir það, að ráðherrar séu að flengja hver annan. Það geröu þeir ekki i gömlu stjórninni. Það á vist við um við- reisnarstjornina, likt og Laxness lýsir partiinu i Atómstöðinni. Það var eins og allir væru trUlofaðir öllum, allir kysstu alla, en þó skildist okkur samt, að það væri dálitil! munur á stefnu viðskipta- málaráðherra og landbUnaðar- ráðherra i landbUnaðarmálum. NU, þetta hefur kannski ekki ver- ið, en svo mikið er að minrtsta kosti vist, samkvæmt þvi sem Gylfi Þ. Gislason sagði hér áðan, að rikisstjórnin i heild bar stjórn- skipulega ábyrgð á stefnunni i landbUnaðarmálum. Þetta er gott til minnis. Hvers vegna vilja þeir láta endurskoða varnarsamninginn? Þó að við höfum fengið margt að heyra hér i dag, við þessar um- ræður, þá höfum við ekki fengið að heyra hvers vegna stjórnar- andstæðingar vilja láta endur- skoða varnarsamninginn, en það vilja þeir allir ,og ég er hræddur um, að ýmsum, sem fylgjast með Haildór Kristjánsson. þessum umræðum og frétta til þeirra, finnist málflutningur stjórnarandstæðinga nokkuð vandræðalegur og spyrji sem svo: Til hvers vilja þessir menn láta endurskoða varnarsamning- inn, ef þeir eru sannfærðir um það fyrirfram, að herinn eigi að vera hér og verði að vera um ófyrirsjá- anlega framtið? 1 öðru lagi er annað sem ein- kennir málflutning stjórnarand- stæðinga hér, það er sú viðleitni að gera mikið Ur ágreiningi, og þá helzt átökum innan rikisstjórnar- innar. Þetta þýðir á gömlu al- þýðumáli, að reyna að rægja menn saman, en það hefur nU löngum þófct vænlegra að gjöra slikt á litlum fundum Uti i bæ Uti á landi, en þar sem mennirnir heyra allir til. Þar étur eitt annað upp til agna Þegar rikisstjórnin var mynd- uð, þá gat maður lesið i Morgun- biaðinu nokkra daga, að litið legðist nú fyrir félagsinálaráð- herra (Hannibal Valdimarsson) að þiggja óbreyttan ráðherrastól i þeirri rikisstjórn, sem honum hefði borið forsætiö i, og þótti Morgunblaöinu þá, að þetta geð- lcysi væri siæmur ljóður á jafn röskum manni og sigursælum. Þctta tal hjaðnaöi nú fljót- lega, en alla tið siðan hefur Morgunblaðiö hamrað á þvi sýknt og heilagt, að ekki væri nokkru lagi likt, hvernig Fram- sóknarflokkurinn, svo stór flokk- ur, léti kommúnistana, eins og Morgunblaðið oröaði það, i st- jórninni fara með sig, beygja sig og kúska og kúga, en nú er það allt i einu orðið svo, að Fram- sóknarflokkurinn er farinn að kúga ráðherra Alþýðubandalags- ins, þannig að þeim er brigzlað um geðleysi, að þeir skuli sitja i rikisstjórn eftir þá meðferð, sem þeir hljóta þar. Sem sagt kenn- ingin er sú, að i þessari rikis- stjórn kúgi allir alla. Ég held, satt að segja, að inn i þetta dæmi séu stjórnarandstæð- ingar búnir að láta nægilega marga plúsa og minusa til þess, að þeir eyði hver öðrum og að út- koman verði núll — og sem st- jórnarsinni og Framsóknarmað- ur, þá vil ég Ijúka máli minu með að Iýsa yfir ánægju minnimeðþað liversu mikinn greiða stjórnar- andstæðingar hafa j;ert okkur, sem viljum tala máli þessarar rikisstjórnar — með þvi aö láta sinar aöfinnslur og ádcildur og sitt nöldur og sitt nag standast svo rækilega á, þannig að þar étur eitt annað upp til agna”. ^ E] E] E] E] E] E] E] E] E] G] E] E] E] E] G] E] E] E] E] E] E] E] E] G] E] E] G] E] E] E] G] G] E] E] G] G] E] B] E] E] E] 15 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 Hí INTERNATIONAL 354 Eigum fyrirliggjandi International 354 - fullkomna heimilistraktora Á AÐEINS KR. 290 ÞÚSUND MEÐ GRIND Góð varahlutaþjónusta og greiðslukjör MUNIÐ STOFNLÁNAUMSÓKNIR Kaupfélögin & Samband ísl. samvlnnufélaga Véladeild Ármúla 3, Rvik. simi 38 900 15 15 15 15 15 15 L5 15 15 15 L5 15 L5 15 15 L5 15 15 L5 15 15 Stóra Fuglabókin er fermingargjöfm í ár Fjölvi %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.