Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 11, april 1972 F.v. Arni Vilhjálmsson formaður Lionsklúbbs Ilúsavlkur, Árni Ársæls- son yfirlæknir Sjúkrahússins á Húsavfk og Þormóður Jónsson for- maður sjúkrahússtjórnar. 15 sjúkrarúm til viðbótar á Húsavík Laugardaginn S.april var tekin i notkun hluti af efstu hæð sjúkra- hússins i Húsavik og opnuð þar sjúkradcild. Sá hluti hæðarinnar, scm þá var tekin i notkun, rúmar 15 sjúklinga i einni fimm manna stofu og fimm tveggja manna stofum. Á hæðinni allri er gert ráð fyrir :t:t sjúkrarúmum og á báðum sjúkrahæðum hússins verða (i:t rúm. Sjúkrahúsið i llúsavik var vigt I mai 1117(1 og var þá tekin i notkun læknaaðstaða hússins og sjúkra- hæð ætluð :!0 sjúklingum. Á þeirri hæð hefur oft orðið að hafa hátt á fimmta tug sjúklinga. Læknamið- stöö hefur verið starfrækt I sjúkrahúsinu síðan 11170 og er hún rekin af Húsa vikurbæ. Þar starfa að jafnaði þrir og stundum fjórir læknar, scm er mjög of fátt, þar sem nágrannalæknishéruðin eru læknislaus og hafa læknar á Húsavik orðið að þjóna þeim. Yfirlæknir sjúkrahússins er Árni Arsælsson, sem kom til llúsavikur frá Sviþjóð fyrir hálfu öðru ári. Ingimar Hjálmarsson héraðslæknir Breiðumýrar- læknishéraös með búsetu á Ilúsa- vik og Magnús Einarsson, sem gegnir uin stundarsakir embætti héraöslæknis Húsa vikurlæknis- liéraðs, starfa einnig við sjúkra- húsið. (iisli G. Auðunsson, héraðslæknir Húsavikurlæknis- héraðs cr við framhaldsnám I Skotlandi og mun koma heim til starfa næsta vetur. Korstöðukona sjúkrahússins er Sigriður Birna ólafsdóttir, og deildarhjúkrunar- konur Ása Ásberg og Bagnheiður Ingvarsdóttir. Fram- kvæmdarstjóri byggingarinnar Asgcir llöskuldsson. i tilefni opnunar sjúkra- deildarinnar gaf Lionsklúbbur llúsavikur sjúkrahúsinu Ultra Tcrn-örbylgjutæki til sjúkra- endurhæfingar. Formaður Lions- klúbbsins, Arni Vilhjálms- son, afhenti gjöfina á fundi, sem stjórn sjúkrahússins hélt á laugardaginn. Auk stjórnar sjúkrahússins voru viðstödd afhendinguna læknar, forstöðu- kona, og framkvæmdastjóri sjúkrahússins, ennfremur Máni Jónsson, varaformaður Sjálfs- bjargar — félags fatlaðra á Húsa- vik. Frú Þorgcrður Þórðardóttir, gjaldkeri Sjáífsbjargar, tilkynnti á fundinum, að félagið mundi gefa sjúkrahúsinu þolhjól til notkunar við endurhæfingu sjúklinga. í ráði er að fá sjúkra- þjálfara til Húsavikur og þegar hann kemur, fær hann starfsað- stöðu i sjúkrahúsinu. Þorm. J. Elisabet og Ándrés . -sa* VERDUR SAMSTARFSNEFND LÖGREGLU OG ALMENNINGS KOMIÐ Á FÓT HÉRLENDIS? — forsætismðherna mælir fyrír fmmvarpi um lögregluna EB-Reykjavik. Eins og Timinn hefur greint frá, hefur rikisstjórnin lagt fyrir Alþingi frumvarp til iaga um að allir lögreglumenn verði starfs- menn rikisins fyrir árslok 11)73. Dómsmálaráðherra, Ólafur Jó- hannesson, mælti fyrir frumvarp- inu á fundi i efri deild Alþingis i gær. t ræðu sinni minnti ráðherrann á, að frumvarpið væri flutt i tengslum við breytingar á skipt- ingu verkefna milli rikis og sveitarfélaga, og að um árabil hefðu sveitarstjórnirnar ein- dregið óskað eftir þeim breyting- um, sem i frumvarpinu fælist. Þá sagði ráðherrann m.a. að huga þyrfti að fleiri breytingum i sam- bandi við löggæzlumenn. 1 fyrsta lagi kæmi sterklega til greina að koma á fót samstarfsnefnd lög- reglustjórnar, lögreglumanna og almennings eins og væri á hinum Norðurlöndunum, m.a. i þeim til- gangi að eyða misskilningi margskonar milli þessara aðila um löggæzluna. Það þyrfti að stuðla að gagnkvæmu trausti milli lögreglunnar og borgar- anna. t öðru lagi að leita lausnar á aldursvandamáli iögreglu- manna, og væri þar að sjálfs- sögðu lrfeyristrygging þeirra ofarlega á baugi. Auk dómsmálaráðherra, tók Geir Hallgrimsson til máls. Hann fann að ýmsum atriðum frum- varpsins, en kvaðst sammála þvi að frumvarpið yrði að lögum. Könnun á varaflugvelli fyrir millilandaflugið EB-Reykjavik. Ingi Tryggvason (F) lagði fyrir skömmu fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um könnun á þvi, hvort hagkvæmt sé að gera alþjóðlegan vara flugvöll á Norðurlandi. Þing- menn Austurlandskjördæmis hafa nú lagt fyrir Alþingi til- lögu um að þingsályktunartil- laga Inga orðist þannig: „Alþingi ályktar, að fela rikisstjórninni að láta fara fram könnun á þvi, hvar hag- kvæmast er að gera varaflug- völl fyrir millilandaflug. Niðurstöður könnunarinnar verði lagðar fyrir Alþingi svo fljótt sem v-erða má.” Fyrsti flutningsmaður til- lögunnar er Eysteinn Jónsson (F). „ÉG HELD AÐ OKKAR TIL- HUGALÍF HAFI VERIÐ EINS OG HVERT ANNAÐ TILHUGALIF" Spjallað við Elísabetu Kristinsdóttur, sem aldrei hefur séð eiginmann sinn ,,Ég veit nú oft ekki hverju á á að svara, er fólk spyr mig hvernig tilhugalif okkar Andrésar hafi verið, en svo svara ég þvi bara til aö það hafi verið eins og hvert annað tilhugalif” segir Elisabet Kristinsdóttir hlæjandi, en Elisa- bet og Andrés Gestsson eigin maður hennar voru blind, er þau kynntust og hafa aldrei séð hvort annað, þau 11 ár, sem þau hafa verið gift. Við hittum þau að heimili þeirra i Hamrahlið 17, i húsi Blindrafélagsins, en Andrés hefur einnig eigin húsgagnavinnustofu þar i húsinu, þvi að hann er út- lærður bólstrari og vinnur sjálf- stætt. Elisabet kenndi sjúkdóms árið 1938, er hún var 18 ára að aldri, sem leiddi til þess að hún missti sjónina. Það voru einhverjir kirtlar, sem gáfu sig. „Ég varð fyrst vör við þetta, er rauð rák kom á annað augað, en ég fann i fyrstu ekkert til og vissi ekki hvað þetta var. Siðan ágerðist þetta smátt og smátt og ég fékk mikla bólgu i augun og áður en árið var liðið var ég orðin blind. Eg geri þó aðeins mun á birtu og myrkri, en sé nær ekkert frá mér. Það er aðeins ef við Andrés erum úti að ganga i sterku sólskini, þá sé ég skugga af staurunum og segi við Andrés „staur”. Þá hlær hann og striðir mér og segir, ” og svo þyk- justu ekki sjá neitt!” Þegar þetta gerðist var ekkert hægt að gera fyrir Elisabetu, en læknar segja henni að ef hún hefði veikzt nokkrum árum siðar, hefði verið hægt að koma i veg fyrir blinduna. Við hittum Elisabetu að máli, vegna þess að okkur langaði til að fræðast hjá henni um heimilis- hald hjá blindri konu með blindan eiginmann. „Ég held að það sé ekkert öðru- visi en hjá sjáandi fólki” segir Elisabet. Ég annast mitt heimili eins og hver önnur eiginkona, elda, baka, þrif, þvæ og strauja”. „Hún er alveg sérdeilis góður kokkur” segir Andrés og brosir til konu sinnar, sem eins og allar aðrar konur kann augsýnilega vel að meta hrós eiginmanns sins. „Við Andrés kynntumst fyrst á Blindraheimilinu að Grundarstig 11, er hann kom til Reykjavikur i námsferðir, þá var hann giftur og kona hans kom oft með honum. Hún lézt árið 1958 og er Andrés fluttist til Reykjavikur með son sinn árið 1960 fórum við að búa. — Hver voru viðbrögð fólks? „Þau skiptust alveg i tvennt. Sumum fannst þetta alger fjar- stæða, og þá held ég að þeir hafi haft áhyggjur af syni Andrésar. Aðrir voru hinsvegar algerlega á okkar bandi og sögðu, að við værum bæði blind og hlytum þvi að eiga margt sameiginlegt”. — Hafðir þú unnið einhver heimilisstörf, er þið stofnuðuð heimili? „Nei, þaðer vart hægt að segja. Áður en ég veiktist hafði ég verið ákaflega litið út á við og það má segja að ég hafi verið alin upp eins og dekurbarn, og eftir að ég varð blind vildu allir allt fyrir mig gera. Lif mitt breyttist þvi ekki að ráði fyrr en ég fór að vinna hjá Blindrafélaginu við að búa til bursta. Þegar ég fór að umgangast mina lika, varð ég fyrst sjálfstæð og viðhorf min breyttust. Ég hafði aldrei áður unnið úti, svo að viðbrigðin voru mikil”. — Þegar þið giftuð ykkur og þú þurftir skyndilega að fara að sjá um eiginmann og barn voru það ekki mikil viðbrigði? „Jú óneitanlega, og stundum til að byrja með fannst mér alveg vonlaust að ég gæti leyst heimilis- störfin af hendi, en ég hugsa að þar hafi ég verið á sama báti og flestar aðrar nýgiftar konur. Allar konur vita að heimilis- störfin komast upp i vana eins hvað annað, og þannig var einnig með mig. Ég hef auðvitað ýmis mál og önnur áhöld i eldhúsinu, til að nota við matseld og bakstur, en annars er mitt eldhús eins og hvert annað eldhús.” Elisabet býður okkur fram i eldhús til að skoða og það eina sem er sérstakt, er málið til að mæla smjörliki og punktarnir á Rafhaeldavélinni og klukkunni, sem Elisabet þreifar á, til að stilla hita og gæta timans. „Annars fær maður fljótt tilfinn- ingu fyrir timanum, sem þarf til matseldar og baksturs”. „Ég hef lika alla hluti á sinum stað i eldhúsinu, eins og aðrar konur og geng þar að minum baukum og pökkum. Þegar mig vantar eitthvað fer ég út i búð og kaupi það, eða þá að ég panta og læt senda mér heim”. Þau hjónin leggja á það áherzlu, að þau lifi eðlilegu heimilis og fjölskyldulifi þrátt fyrir blinduna. Þau fara á dans- leiki og i leikhús, bjóða fólki heim og heimsækja það. Eini munurinn er, að þau sjá ekki það sem fram fer. Það er ákaflega gaman að hitta svona duglegt og glatt fólk, sem nýtur lífsins rikulega þrátt fyrir byrðar sjónleysis. Það kvartar ekki yfir neinu, nema þá helzt að annað fólk sé stundum þvingað i návist þeirra og þori ekki að tala við þau um blindu, heldur tali um „þau eru svona” - eða með einhverju öðru óbeinu móti. „En”, segir Elisabet að lokum, „Allir eru ákaflega hjálpsamir og okkur þykir vænt um þá hjálp”. Hún hlær og segir „það er stund- um einkennilegt að þegar einhver er að hjálpa okkur yfir götu og tekur undir handlegginn þá finnst honum að hann þurfi að ýta svo undir að maður fer allur i keng á leiðinni yfir götuna”. Þau hlæja bæði dátt að þessu hjónin er við kveðjum þau og þökkum fyrir ánægjulega kvöld- stund. =llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllillllllllllllllilllllllllilll!llli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.