Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. april 1972 TÍMINN 9 Ulgefandií Franiiökna rflokkurfrtn : G::: ÞorsteÍM5H>n: :og: T<5mfta:::::K aríSSOflv: Atíglýs)n#a*>lóri:: Steirt-::: : orimur: Oíslason;: RitstiórnarskTifstofgrx f: €dduihúíinu>:: sfmar:: líaðo — 183Q&, skrifstotur Bapkastræfj 7. Af&re>?Í5Íusf«t)Í 17323. Auglýsiftgasimi 19543,: ASrar skrjfstofnr simj T830Q, Logið bldkalt Siðastliðinn sunnudag var bent á það hér i blaðinu, að engum væri það betur kunnugt en ritstjórum stjórnarandstöðublaðanna, að verð hækkanir þær, sem orðið hafa að undanförnu, stöfuðu i flestum tilfellum frá útgjalda- hækkunum, sem hefðu verið komnar til sögu áður en núverandi rikisstjórn kom til valda. Þannig fengu dagblöðin leyfi til þess um siðastliðin áramót að hækka blaðgjöldin um 15,4% og auglýsingataxtann um 8%. Þau höfðu sótt um þessa hækkun 23. febrúar 1971 vegna útgjaldahækkana, sem þá voru þegar orðnar. Þeim var hins vegar neitað um að hækka blað- gjöldin og auglýsingaverðið meðan verð stöðvunin var i gildi. Það var fyrst um ára- mótin, sem þau fengu leyfi til þeirrar hækkunar, sem þau höfðu beðið um 23. febrúar 1971. Þegar ólafur Björnsson prófessor talaði um hrollvekjuna, sem kæmi til sögu að verð- stöðvuninni lokinni, átti hann ekki sizt við það, að þá kæmu til framkvæmda ýmsar óhjá- kvæmilegar verðhækkanir, sem yrði frestað meðan verðstöðvunin stæði yfir, og myndu, a.m.k. sumar hverjar, magnast á verðs töðvunartimabilinu. Það er þetta, sem er að gerast nú, og framangreint dæmi um hækkun blaðgjalda sýnir það ljóslega. Ritstjórum stjórnarandstöðublaðanna er að sjálfsögðu manna beztkunnugt um, að hækkun blaðgjaldanna, sem varð um áramótin, rekur öll rætur til útgjaldahækkana, sem voru orðnar til fyrir tið núverandi rikisstjórnar. Þeir vita einnig mæta vel, að þannig er ástatt um vel- flestar hækkanir, sem orðið hafa að undan- förnu. Samt hamra þeir á þvi dag eftir dag i blöðum sinum, að þessar hækkanir stafi nær eingöngu af aðgerðum núverandi rikisstjórnar. - Þannig fara þeir vitandi vits með ósatt mál eða ljúga blákalt, svo að notuð séu sterkari orð. Ótrúlegt er, að jafn óheiðarleg blaðamennska auki tiltrú þjóðarinnar. Kröfur Geirs Á sama tima og Mbl. og Visir skammast yfir verðhækkunum, deila þessi blöð á rikis stjórnina fyrir að hafa ekki veitt Reykjavikur- borg leyfi til þeirra verðhækkana, sem Geir Hallgrimsson hefur farið fram á. Þannig sótti Geir um 21% hækkun á fargjöldum strætis- vagna, en fékk aðeins 12%. Hann sótti um 13,2% hækkun vegna hitaveitunnar, en fékk aðeins 5%. Hann sótti um 16,6% hækkun á rafmagni, en fékk aðeins 10%. Mbl. keppist nú við að birta greinar um, hve ósæmilegt það hafi verið af rikisstjórninni að verða ekki við þessum umbeðnu hækkunum til fulls. Af þessu geta menn bezt ráðið, hverjar verð- hækkanir hefðu orðið, ef verðlagsvaldið hefði verið áfram i höndum Sjálfstæðisflokksins. Eða efast nokkur um, að þá hefði verið fallizt á hækkunarkröfur Geirs Hallgrimssonar til fulls? Halldór Kristjánsson: Skattar og framkvæmdir TÍMINN birti fyrir fáum dögum fróðlegt viðtal við forn- an félaga minn, Guðbjart Guðlaugsson frá Hokinsdal i Arnarfirði. Hann er búsettur i Vfnarborg, giftur þarlendri konu, myndlistarmaður, sem lilotið hefur töluverða viður- kenningu. Það kemur fram i þessu við- tali, að þó að listamenn þar i landi vinni sér viðurkenningu, er þeir ekki sjálfkrafa komnir á opinbert framfæri eða efna- liagur þeirra tryggður. Þessi lijón búa i svo þröngri ibúð, að þau sjá sér ekki fært að liafa einkadóttur sina, þriggja ára, bjá sér. Telpan er lijá ömmu sinni og foreldrarnir lieim- sækja hana um helgar. Kn þau liafa von um rýnira liúsnæði eftir tvö ár. ÍCg ætla samt ekki að ræða um kjör listamanna i þessu spjalli, en það kom fram i nefndu viðtali, að skattar koma við menn i Austurriki, ekki siður cn hér. Og það er einmitt skattheimtan, sem ég hugsaði mér að ræða um. UNDANFARIÐ hefur verið allmargt rætt um skattamál i blöðum hér, og raunar manna á milli lika. Skattamálin eru i endurskoð- un og'verða það. Þar er vitan- lcga margt að ræða um fram- kvæmd einstakra atriða, þó að það verði ekki gert hér að sinni. Nú skulum við ræða nauðsyn og réttmæti skatt- heimtunnar i heild. l>að er margt sem kallar að. I’jóðin stendur frammi fyrir miklum verkefnum. Matvæla- iðnaðurinn þarf mikilla endur- bóta við til að fulinægja þeim kröfum, sem gerðar eru og gerðar verða á næstu árum i markaðsiöndunum. Hafnirnar þurfa mikilla endurbóta, svo að fær full- nægi þörfum veiðiflotans um öryggi og hagkvæmni. island er vanþróað land, i vegamálum. I.andgræðsla og gróður- vernd kalla á mikil framlög og framkvæmdir. Aðgerðir til að opna og nýta gæði islenzkrar náttúru til yndis og heilsubóta innlendra og útlendra cru aðeins á byrj- unarstigi. Eldi og ræktun vatnafiska er naumast komið af tilrauna- stigi, en mikil verkefni og möguleikar framundan. Sjúkrahús og læknakostur landsins nýtist ekki, og menn verða aðbiða læknishjálpar og hcilsubótar vegna þess, að sjúkrahúsin verða að geyma langlegusjúklinga, sem ekki þurfa daglegra læknisað- gerða, og fatlaða og bæklaða, sem eru i endurhæfingu eftir læknisaðgerð. l>essi upptalning gæti orðið geysilöng. I>að er niargt ógert til þess, að fólk eigi auövelt mcð að nota orlof sin og tómstundir til raunverulegrar hressingar og hugbóta — til hvildar og uppbyggingar. Við getum nefnt bókhlööur, orlofsheimili, útivistarsvæöi, iþróttamannavirki, félags- heimili og margt fleira skylt þcssu. Skólamálin eru ónefnd enn. Hér hefur ekki verið minnzt á fangelsismálin né heldur hjálparstörf og björgunartil- raunir við aðra ógæfumenn, sem i raunir hafa ratað. FJARRI fer þvi, að þessi upptalning sé tæmandi, en hún ætti aö duga til að sýna, að mörg eru verkefnin, stór og glæsileg. I>au kalla á krafta dugandi manna og menntaðr- ar þjóðar. l>að er skemmst aðsegja, að við gerum okkur ekki vonir um að neitt af þessu komist i framkvæmd öðru visi en með opinberu fé. Rikissjóður á að llalldór Kristjánsson. kosta þetta alll að meira eða minna leyti. Annars er það vonlaust. Þvi liggur hagur okkar og atvinnuöryggi, sæmd okkar og metnaður við, að rikissjóður hafi tekjur, svo að unnt sé að gera eitthvað af þessu. I>etla eru riikin fyrir þvi, að skattheimtan þarf að vera mikii hér á lamli. Við ættum að geta vcrið sammála um þá skoöun, að það sé menningarhlutverk is- lenzkra sljórnvalda hverju sinni, að ná fjármagni frá daglegri eyðslu til nauðsyn- legra framkvæmda, eins og ininnzt hcfur verið á hér á undan. Fyrir nokkru birtist i Sam- vinnunni langt samtal viturra inanna og menntaðra um kirkjuna. I>essir lærðu menn vcltu þar vöngum yfir þeirri fullyrðingu frelsarans, að liægra væri úlfaldanum að ganga gegnum nálaraugað cn auðugum manni að komast i guðsríki. Mér er það jafnan undrunarcfni, hvað læröum mönnum gengur oft treglega að skilja jafn einföld og af- dráttarlaus orð og þetta. I>að sem sagt er með þcssu er cinfaldlega það, að sá, sem hcfur skap til að lifa við alls- nægtir, þar scm skortur og eymd er allt i kring, sé of eigingjarn og kaldlyndur til að ciga hlut að þvi, að mynda fyrirmyndar mannfélag, þar sem öllum geti liðið vel. A DÖGUM Krists var krafan sú, að menn gæfu fátækum cigur sinar, sá sem ætti tvo kyrtla gæfi annan, þeim, sem engan ætti. A þessum sama grundvelli reyna nú allar siðaðar þjóðir að útrýma fátækt og skapa félagslegl öryggi með skatt- licimtu. l>cssvcgna er skatt- heimta kristileg, en skattsvik 'eru ekki kristiieg. Jafnframt þessu er lika rétt að minnast fyrirmæla Páls postula í söfn- uðum frumkristninnar, að ef einhver vildi ekki vinna, ætti hann ekki mat að fá. Trúmál og stjórnmál eru sitthvað að visu, en livort tveggja er þó tengt lifsskoðun okkar. Og það er tepruskapur, cf menn eru feimnir eða fælnir við að játa rökrétt samband þar á milli og gera sér þess grein. Við búum nú við mikiö góð- æri, að þvi leyti, aö vinnufrið- ur er i landi og hátt vcrö á út- flutningsvörum. Það eru þvi rniklir peningar i umferð. Margir hafa iniklar tekjur. Og lifsvenjur manna eru á margan liátt þær, að meiri sparnaður væri mögulegur og æskilegur. Auðvitað kæmi mörgum vel að hafa meira fé til eigin ráð- stöfunar. I>að eru vissir liópar i þjóðfélaginu, sem verð- skulda betri lilut og bætta að- stöðu. Slikt vcrður þó aö litlu lagfært með skattalöggjöf. l>að eru lika ýmsir, scm inyndu nota tekjur sinar vel, og svo að til þjóðarheilla væri, þó að þær væru mciri. Og væri almeunur vilji til að spara fé og leggja það fyrir, yrðu meiri möguleikar að afla lánsfjár innanlaiids og þyrfti þvi ekki að ganga jafnlangt i beinni skattheimtu til þess að jafn- mikiö mætti gera. Vll) VKRDUM að horlast i augu við ástandið eins og það er. Ueiðin liggur þaöan sem við erum stödd i dag. I>vi er óþarfi að tala um livað gæti vcrið, ef liitt eða þetta væri öðruvisi en það er. l>að getur verið bæði fróðlegt og lær- dómsrikt að hugleiða hvers vegna svo er komið sem komið er. l>vi er engin ástæða til að færast undan umræðum um það. Kn samt sem áður skiptir það öllu máli, hvernig við fetiim okkurfram á við, þaðan sem við erum. Nú eru málavextir þeir, að þjóðinni er áreiðanlega fyrir liez.tu að skattheimtan sé nokkuð mikil. Ilitt er svo annaö mál, að þvi nieiri sem skattheimtan er, þvi mcira riður á, að hún sé réttlát. Hér verður ekki rætt uni einstök atriði, sem horfa til leiðréttingar i þeim cfiium, en um það vcrða væntanlega miklar umræður á næslu mán- iiðuin. Og vist eru þar einstök atriði, sem ég vildi gjarnan taka þált i að ræða. Hinsvegar gel ég ekki látiö hjá liða að fagna þvii, að persónuskattar liafa nú vcrið felldir niður. Fjölskyldu, sem lifir við lifil efni, en á nokkra unglinga i skólanámi, niunar uni að snara út 50-7(1 þúsundum sem nefsköttum til sjúkrasamlaga og almannatrygginga. l>að fagna þvi lika allir stjórn- málaflokkar, að þessir per- sónuskattar eru úr sögunni. l>að er mikil viðurkenning og mikið lof um þá rikisstjórn, sem stóð fyrir afnámi þeirra. 1>KGAR þessi mál eru rædd, er cölilcgt að vikja aðeins að þvi, sem oft er nefnt: sparn- aður i meðferð rfkisfjár. l>að er vitanlcga varaniegt við- fangsefni. Kn þvi máli er ekki þannig varið, að hægt sé ylir- leitt að skera niður stóra Iiöi, lieldur byggist sparnaðurinn á látlausri árvekni og aðhaldi af hendi fjármálastjórnarinnar. I>að eru fjölmargir liðir, hvcr og cinn oftast smár út af fyrir sig, sem þar verður að gefa gaum að. Kn einmitt vcgna þess, að hver einstakur liður er yfirleitt tiltölulega smár, er liætl við að kunni að gæta nokkurs slappleika í árvekn- inni, enda erfitt uin viðnám, þegar koinin eru fleiri eða færri vafasöm fordæmi til við- miðunar. l>etta er ekki sagt i úrtiiluskyni, lieldur aðeins til skýringar á eðli málsins. Árvekni og aöhald i meðferð almannafjár cr nauðsynlegt til þess að skattpeningur okkar verði gæfupeningur og liægt sé að ætlast til þess, að menn grciöi skatta sina með glöðu geði. U mbótasinnuöum mönnum, að ekki sé talaö um stórhuga hugsjónamenn, er það raun að verða vitni að mikilli eyðslu i landi, þar sem fjölmargar nauðsynjaframkvæmdir verða að biða og féleysi er borið við. Ilér liefur verið bent á þaö. að framkvæmdir, sem fjár- hagsleg afkoma þjóðarinnar i Framhald á bls. 19 ÞRIÐJUDAGSGREININ Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.