Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. april 1972 TÍMINN TTtOQQimTTTTl 5 Gift eða ógift Söngkonan Michell Triola hefur höfðað mál á hendur Oskarsverðlaunaleikaranum Lee Marvin, þar sem hún fer fram á, að leikarinn greiði henni hálfa milljón dollara vegna „hjúskaparrofs” en þessa upphæð hefði hann orðið að greiða henni, ef þau hefðu verið gift. Hins vegar var málum þannig háttað, að þau Michelle Triola, sem er 33 ára gömul, og Lee Marvin.sem nú er 46 ára, bjuggu saman i óvigðri sambúð. Þau gengu jafnvel svo langt, að Michelle notaði oft á tiðum nafn vinar sins og kallaði sig Michelle Marvin. Michelle hefur nú krafizt þess, að hún fái i sinn hlut helming þeirra eigna sem Marvin komst yfir, á meðan þau bjuggu saman, eins og hefðu þau verið gift. Hún hafði flutzt til hans árið 1964, og þá rugluðu þau saman reitum sinum, og það sem meira var, Marvin lagði til, að Michelle hætti söngferli sinum, og hann sagðist skyldu sjá henni far- borða, það sem eftir væri. Enn fremur höfðu Marvin og Triola gert með sér samkomulag þess efnis, að þau kæmu fram sem hjón og „eiginmaðurinn” kæmi fram gagnvart ,,konu sinni” sem væri hún húsmóðir, elda- buska, félagi og þar fram eftir götunum. Þá gerðist það i * nóvember 1970 að Marvin kvæntist Pamela Feeley, og Michelle Triola yfirgaf heimili þeirra samkvæmt ósk Marvins. Hann sá henni farborða þar til i nóvember 1971, en neitaði þá að greiða frekari meðlög með þessari hálfgildings eiginkonu sinni. Óvigð sambúð er ekki virt sem löglegt hjónaband i Kaliforniu, en Michelle Triola berst nú fyrir þvi, að það verði gert, og þar með hljóti hún sömu greiðslur úr hendi Marvins sem hefði hún verið hans lögleg eiginkona. * Breyta yfir í metrakerfiö Það verður dýrt fyrir Banda- rikjamenn að breyta öllu sinu mikla kerfi yfir i metra i stað yarda og þumlunga. Segja sumir, að það muni kosta ein- hvers staðar milli 62000 milljón- um og 143000 dollara. Þetta er engin smáupphæð, en hvað sem öðru liður er talið fullvist, að breytingin verði að fara fram og það fyrr en siðar, hvað sem hún kostar. Nú er aðeins spurningin, hvenær þetta mikla skref verð- ur stigið. * Takmarkið 19 hæða hús ^ Fólk má .ekki vera skjálfhent við að byggja spilaborg. Hann Peter Cogdell frá Wiltshire i Englandi, 14 ára gamall, getur samþykkt það. Hann keppir nú markvisst að þvi að komast i heimsmetabók Guines, en til þess að komast i þá bók þarf hann að slá heimsmetið i spila- borgargerð. Núverandi heims- met hljóðar upp á 18 hæða borg. Tvivegis hefur borg Peters hrunið, en þá var hann kominn á sjöundu og áttundu hæð. Hann * er einmitt að byrja á sjöundu hæðinni hér á myndinni. Ljós- myndarinn, sem myndina tók, fékk skipun um að hreyfa sig af mestu varkárni, þvi gerði hann það ekki ætti hann á hættu, að ekkert myndaefni væri eftir fyrir hann til að taka myndina af. Fjölskylda Peters veit einnig, að óleyfilegt er að skella hurðum i húsinu, eða opna glugga of mikið, þannig að gegnum trekkur myndist. Gluggar eru helzt ekki opnaðir nema rétt eftir að spilaborgin hefur hrunið. * 0 Volkswagen setur heimsmet Það var töluverð ástæða til há- tiðahalda i Wolfsburg i Þýzka- landi 17. febrúar sl. Þá fór 15.007.034 fólksvagninn út úr verksmiðjunni. Þar með hafði þessi þýzka „bjalla”, eins og billinn er stundum kallaður, komizt fram úr Tin Lissy, ameriska Fordbilnum, sem hingað til hafði verið framleitt meira af en nokkrum öðrum bil i heiminum, samtals 15.007.033 bilar. A sama tima hafði dags- framleiðsla af VW komizt i 5600 bila. 1 tilefni af þessu tvennu voru framleiddir 6000 bilar sér- staklega búnir ýmsum auka- hlutum. Fyrsti fólksvagninn var fluttur inn til Bandarikjanna til sölu þar árið 1949, en árið 1953 hófst i fyrsta sinn framleiðsla á fólksvögnum i Brasiliu, en nú eru þessir bilar settir saman eða smiðaðir i 140 löndum en auk þess eru 9000 fólkswagen- umboð og þjónustufyrirtæki um allan heim Einn kaldan vetradag kastaði Jens Pétur konunni sinni út og læsti. Það gerði hann með jöfnu millibili, þegar þau rifust. En eftir að hann hafði drukkið nokkur glös, opnaði hann rifu á gluggann og kallaði: —Ólina! Þú verður að hreyfa þig, svo þér verði ekki kalt. -Það er gott að þú bjargaðir henni, en þér er óhætt að sleppa henni núna! Sálfræðingurinn segir, að hægt sé að lækna svefnleysi meö sjálfs- blekkingu. Liggiö bara rólegur og segið við sjálfan yður:—Ég er á næturvakt, ég er á næturvakt. Aður en þér vitið af, eruð þér steinsofnaður. Hann spurði stúlkuna sina, hvort þau ættu ekki að stytta sér leið gegn um skóginn. —Nei, ég þarf að flýta mer heim, svaraði hún. —Varlega, elskan. Nú kemur beinn kafli! —Nei, við förum ekki á uppboð! Við ættum heldur að halda upp- boð sjálf! Það a' ekki að dæma mann eftir hæfileikum hans, heldur hvernig hann notar þá. DENNI DÆAAALAUSI Komdu aftur litla grenjuskjóða. Þú verður að læra að borga fyrir þig-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.