Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. april 1972 TÍMINN 7 Úigefandi; Frannókttartlok-kurfnn Framkvaamdaatjóri; Krlstfáo Bénédtktssön., Rjt#tíó»:#n Þórarirth. . - : Þórarinsson [ábL Andrés KrRffánsson, Jón Hsigaton, tndriSi G. Þorstainsson og Tómas Karfsspn, Auglýsingastióri: ’Steirt- :::::: g rimur : öíslason.:Rltsf íómarskrffstóf Uf: : t: €ddu)SÚSWHI>:: SÍtfiaf:::: :: 1Í3Ó0 — 13305. Skrií?tofur BankastrætJ 7. — AforeiSsJusfmÍ 1)1343. Augfýsíngasímj 19523;: ASrar skrifstofur simi T8300.::::: Áskriftargíald kt, 44S,0Q á máni>3t Innanlands. í lausasöiu kt. 15.00 alnUktS. — fiiaSaprcnt h.f. (Off»*t> „Að starfa í friði" Að undanförnu hafa orðið allmiklar verðhækkanir, sem rekja að langmestu leyti rætur til útgjaldahækkana, sem voru komnar til sögu fyrir verðstöðvunina, sem gekk hér i gildi haustið 1970 og stóð allt siðasta ár. Á verð- stöðvunartímabilinu hafa svo bætzt við nýjar útgjaldahækkanir. Hjá þvi verður vitanlega ekki komizt að fyrirtæki og framleiðendur, eins og bændur, fái slikar útgjaldahækkanir teknar inn i verðlagið. Annað myndi leiða tilstöðvunar og samdráttar og atvinnuleysi koma til sögu i stað þess blómlega atvinnulifs, sem dafnar hér nú. Það var fyrirsjáanlegt, þegar verðstöðvunin hófst, að verulegar verðhækkanir mynduverða, þegar henni lyki. Einn færasti hagfræðingur landsins, Ólafur Björnsson, prófessor, lýsti þvi, sem þá tæki við, sem hreinni hrollvekju. Enn verður þó ekki sagt, að þær verð- hækkanir, sem orðið hafa, likist hrollvekju, en ekki skal þó gert litið úr þeim eða öðrum, sem eiga eftir að verða. En hér veldur mestu, að nú er öðruvísi haldið á málum, en gert var eftir verðstöðvunina 1967. Þá var verðlaginu sleppt að mestu lausu og krónan siðan felld. Nú reyna stjórnvöldin eftir megni að halda verðlaginu niðri og leyfa ekki nema allra brýnustu hækkanir. Af hálfu stjórnarandstæðinga er reynt að gera sem mest veður út af þessum verð- haékkunum, og þvi jafnan sleppt, að orsakir þeirra má i flestum tilfellum rekja til valda- tima fyrrverandi rikisstjornar, eins og dæmið um hækkun blaðgjaldanna skýrir bezt, — en áður hefur verið sagt frá þvi hér i blaðinu. En stjórnarandstaðan lætur sér ekki aðeins nægja, að fárast yfir verðhækkunum og vekja óánægju á þann hátt. Hún reynir ekki siður að vekja óánægju vegna þess, að hækkanirnar séu oflitlar þannig skrifar einn aðalleiðtogi sjálf- stæðismanna i Reykjavik, Birgir ísl. Gun- narsson, grein i Morgunblaðið siðastl. föstudag, þar sem deilt er á rikisstjórnina fyrir að hafa ekki veitt Geir Hallgrimssyni þær hækkanir, sem hann hefur beðið um fyrir Reykjavikurborg, á fargjöldum strætisvagna og raforkuverði. Eftir að hafa mótmælt harð- lega þessum niðurskurði rikisstjórnarinnar, lýkur Birgir grein sinni með þessum orðum: ,,Það hlýtur að vera krafa Reykvikinga, að rikisstjórnin hætti þessum afskiptum af sjálfs- ákvörðunarrétti borgarstjórnar og gefi löglega kjörnum borgarfulltrúum tækifæri til að starfa i friði að þeim verkefnum, sem þeir eru kjörnir til að annast.” Þannig heimta stjórnarandstæðingar nú ýmist, að verðhækkanirnar séu sem minnstar eða að þeir, er vilja hafa þær sem mestar, fái ,,að starfa i friði”, Hver tekur mark á slikri stjórnarandstöðu og hver telur hana heiðar- lega? ERLENT YFIRLIT McGovern hefur vakið tiltrú meðal kjósenda Tekst honum að vinna bæði í New York og Kaliforníu? ÞRIÐJUDAGINN 25. þ.m. fara fram prófkjör i tveimur rikjum Bandarikjanna. Úrslit þeirra eru likleg til að hafa þau áhrif, að ekki verði að þeim loknum nema tveir keppinautar hjá demókrötum. Prófkjör þessi fara fram i Pennsylvania og Massachu- setts. Muskie hafði ákveðið fyrir löngu að taka þátt i þeim báðum, Humphrey ætlar að einbeita sér að prófkjörinu i Pennsylvania en skipta sér lit- ið af prófkjörinu i Massachu- setts. Hinsvegar ætlar McGovern að snúa sér nærein- göngu að prófkjörinu i Massa- chusetts. Siðustu fréttir herma, að liðsmenn Muskies telji óheppilegt fyrir hann að ætla að keppa i báðum rikj- unum i einu, þvi að til þess skorti hann bæði fjármagn og tima. Tillaga þeirra er sú, að hann snúi sér fyrst og fremst að Pennsylvania og reyni að sigra Humphrey þar. Þótt það verði áfall fyrir hann að tapa fyrir McGovern i Massachu- setts, benda flestar likur til þess, að Muskie sé úr leik og lokakeppnin verði milli Humphreys og McGoverns. Vinni Muskie hinsvegar glæsi- lega i Pennsylvania, versnar aðstaða Humphreys stórlega og verður lokakeppnin þá sennilega milli Muskies og McGoverns. Til þess að svo geti orðið, verður McGovern þó að sigra i Massachusetts. Til þess . þykja nú verulegar likur. Þar hafa að visu allir helztu leiðtogar domókrata lýst stuðningi við Muskie, nema sá voldugasti, Edward Kennedy. Hann er hlutlaus, en er talinn geta sætt sig bezt við McGovern sem forsetaefni, geta þolað Muskie en alls ekki Humphrey. Þetta álit á af- stöðu Kennedys getur reynzt McGovern drjúgt til sigurs i Massachusett. FARI leikar svo, eins og nú horfir að McGovern verði ann- ar aðalkeppandinn i loka- keppninni hjá demókrötum, er það andstætt öllum spám fyrir rúmu ári. Þegar McGovern tilkynnti opinberlega 17. janú- ar 1971 að hann gæfi kost á sér til framboðs fyrir demókrata i forsetakosningunum haustið 1971, þótti það nærri broslegt þvi sökum þess hve vonlaust það var talið, að hann næði þvi marki. Hann mátti heita næst- um óþekktur utan heimarikis .sins, sem er eitt hið minnsta i Bandarikjunum. Styrkur hans var að visu sá, að hann hafði fyrstur öldungadeildarmanna gagnrýnt Vietnamstyrjöldina, en siðar höfðu aðrir gerzt há- værari andstæðingar hennar en hann. Þessi afstaða hans nægði hins vegar ekki betur en það, að lengi vel hlaut hann ekki meira en 2% fylgi sem forsetaefni i skoðanakönnun- um meðal demókrata. Þá var reynt að halda þvi fram, að það bæri vott um sjálfsálit, að hann gaf formlega kost á sér til framboðs fyrr en nokkur annar, og er sagt, að i allri sögu Bandarikjanna hafi ekki nema einn maður lýst eins snemma yfir formlegu fram- boði. Það gerði Andrew Jack- son árið 1824. En McGovern vissi hinsvegar hvað hann gerði, þvi að hann hafði reynslu af þvi, að það tekur drjúgan tima að undirbúa og skipuleggja kosningabaráttu. Sú reynsla hefur reynzt hon- um vel að undanförnu. GEORGE McGOVERN er kominn af irskum og skozkum George McGovern æltum. Langafi haris i föður- ætt var lri, scm kom lil Bandarikjanna um ÍHJO. llann tók sér bólfestu i Illinois. Þar byrjaði afi McGoverns að vinna i kolanámum átta ára gamall og hélt þvi áfram alla ævi. Hann þótti nokkuð drykk- felldur og óreglusamur. Kona hans þótti hinsvegar reglusöm og stefnulöst, eins og sést á þvi, að hún hélt mótmælenda- trú, þótt maður hennar væri kaþólskur, og ól börn þeirra upp i mótmælendatrú. Það mun hafa verið l'yrir áhrif frá henni að elzti sonur henn- ar, Joe gerðist prestur og iekk prestakall i Suðurdakota. Þar missti hann konu sina, en gil't- ist aftur stúlku af skozkum ættum. Fyrra hjónaband hans var barnlaust, en með siðari konu sinni eignaðist hann l'jög- ur börn. Annað i röðinni er George McGovern, fæddur 19. júli 1922. George McGovern.ólstupp i guörækni og góðum siðum. Strax á unglingsárum hafði hann áhuga á málfundum og kappræðum og las mikið sögu. Hann byrjaði á háskólanámi haustið 1940, en var einu og hálfu ári siðar kallaður i her- inn og gerðist flugmaður og var stjórnandi sprenguilug- véla um talsvert skeið. Sagan segir, að hann hafi farið 35 árásarferðir og verið skotinn niður i þeirri siöustu, en sloppið án teljandi meiðsla. Hann fékk heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu. Eftir styrjöldina hugðist hann um skeið að gerast prestur, og var eitt ár á prestaskóla. Þá hóf hann sögunám og lauk há- skólaprófi 1951. Hann gerðist strax að þvi loknu sögukenn- ari við háskóla i Suður-Da- kota. En hann gegndi þvi starfi ekki lengi. Sumarið 1952 hlýddi hann á sjónvarpsræðu, sem Adlai Stevenson flutti á flokksþingi demókrata, er hann lýsti yfir framboði sinu. Sú ræða hefur orðið mörgum minnistæð, og hún hafði þau áhrif á McGovern, að hann ák- vað að helga sig stjórnmálum. Skömmu siðar sneri hann baki við kennslunni og gerðist framkvæmdastjóri flokks demókrata i Suður-Dakóta. Þá var flokkur demókrata þar mjög i molum, eins og sést á þvi, að hann hafði aðeins tvo fulltrúa á fylkisþinginu. McGovern hóf að skipuleggja hann af miklum dugnaði og hefur sú reynsla, sem hann öðlaðist á þessum árum, orðið honum notadrjúg siðar. Flokkurinn efldist brátt undir forustu hans. Árið 1956 náði hann sjálfur kosningu til full- trúadeildar Bandarikjaþings og var endurkosinn aftur 1958. Árið 1960 reyndi hann að ná kosningu til öldungadeildarinn ar en féll, Hann fékk aftur tækifæri 1962 og náði þá kosn- ingu með 597 atkvæða meiri- hluta, svo að öllu tæpara mátti það ekki vera. Hann var lika veikur og rúmliggjandi mest alla kosningabaráttuna, og hvildi hiti hennar og þungi aðallega á konu hans, sem þótti duga mjög vel. McGovern hafði á striðsárun- um kvænzt fyrrverandi skóla- systur sinni og einum skæð- asta keppinaut i málfunda- félagi skólans. Það kom konu hans vel i kosningabaráttunni 1962 að kunna að koma fyrir sig orði. Hjónaband þeirra er sagt mjög gott og eiga þau 4 dætur. McGovern var endur- kosinn til öldungadeildarinnar 1968 og hlaut þá riflegan meirihluta. McGOVERN hefur ekki lát- ið mikið á sér bera i öldunga- deildinni. Hann er frægastur fyrir það, að hann varð þar lyrstur manna til að vara við þátttökunni i Vietnam- sytrjöldinni, það gerði hann i september 1963eða i forsetatið John K. Kennedys. Mjög góð vinátta var þó milli þeirra, eins og sést á þvi, að 1961 skip- aði Kennedy McGovern for- stöðumann þeirrar stofnunar, sem sá um matvælagjafir til þurlandi þjóða (Food for Feace), en hún fékk tvær billjónir dollara til ráðstöfun- ar. McGovern hefur aflað sér mikillar sérþekkingar á land- húnaðarmálum og þvi valdi Kennedy hann til þessa starfs. liann gegndi þvi þó stutt vegna þess að hann náði kosn- ungu til öldungadeildarinnar á næsta ári. Eftir að Johnson var orðinn forseti, herti McGovern mjög gagnrýnina á Vietnamstyrjöldina. Þegar Rohert Kennedy gaf kost á sér til lorsetaframboðs veturinn 1968 studdi McGovern hann. Eftir að Robert Kennedy var myrtur, tók McGovern upp merki hans og gaf kost á sér til forsetaframboðs 18 dögum áð- ur en flokksþing demókrata kom saman. Hann fékk nær 200 atkvæði á flokksþinginu og var þar um að ræða marga hörðustu stuðningsmenn Kennedys, sem ekki gátu sætt sig við McCarthy. FYRST eftir að McGovern gaf kost á sér lil framboðs i janúar i fyrra, fjöliuðu ræður hans mest um Vietnam- styrjöldina. Þær öfluðu honum m .a. fylgis stúdenta og annars ungs fólks. Landhúnaðarþekk- ing hans hefur aflaö honum fylgis meðal bænda. Eftir að Njxon fór að flytja herinn heim frá Vietnam, hefur McGovern tekið að ræða meira um ýmis efnahagsmál, þvi að horfur eru á, að kosn- ingabaráttan snúist fyrst og fremst um þau. Hinsvegar vakti það litla athygli, sem McGovern hafði um þau mál að segja þangað til Wallace kom til sögu og vann glæsileg- an sigur i prófkjörinu i Flór- ida. Hinn mikli sigur Wallace stafaði ekki sizt af þvi að hann deildi hart á höfðingjana i Washington, forsetann, öl- dungadeildarþingmennina og ráðherrana fyrir undanláts- semi við auðhringa og auð- menn, sem m.a. birtist i rang- látum skattalögum. McGovern greip þetta á lofti og lýsti skatttillögum, sem hann hafði borið fram, ásamt tillögum um velferðarmál, Framhald á bls. 15 Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.