Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 10
Sigurfinnur SigurOsson, feröamála fromuöur. rtli 1». (iuöbjarlsson, skólastjóri og oddviti. Kggert smiöur (í. Jóhannesson, húsa- Siguröur oddviti. Ingi Sigurðsson, fyrrv. Á þessu ári er Selfoss^ hreppur 25 ára, en þótt þetta sé ekki langur tími, er Selfoss að verða einn myndarlegasti staður landsins, enda ibúarnir orðnir 2400. Það er því engin furða, þótt fólk sé farið . að hugsa um Selfoss sem næsta kaupstað Is- lands. Búast má við því, að svo verði, þar sem nú hefur verið skipuð nefnd til að kanna kaupstaðarmálin, og á nefndin að skila áliti fyrir lok þessa árs. Selfoss hefur alla tíð verið þjónustumið stöð Suðurlands, og bærinn hefur að miklum hluta byggzt upp i kringum Kaupfélag Árensinga, og seinna Mjólkurbú Flóa manna. Að sjálfsögðu vinna ekki allir ibúar stað arins hjá þessum tveim fyrirtækjum. Aðrar at vinnugreinar hafa sprottið iupp á Selfossi, meira að segja útgerð, og eru bát arnir þá gerðir út frá Þor lákshöfn, en aflinn er verk aður á Selfossi. Þá er tré smíði i hávegum höfð á Selfossi. 7 hreppar i jarðhitaleit. Á siöustu tveim árum hafa 7 hreppar á Suðurlandi sameinazt um þátttöku i jarðhitaleit, og um þessar mundir standa boranir yfir á Eyrarbakka. Sá maður, sem mest hefur komið nálægt þessu máli og hefur sýnt þvi geysilegan áhuga, er Marteinn Björnsson, verkfræðingur á Sel- fossi. Marteinn sagði okkur, er við heimsóttum hann, að ákveðið væri að halda afram að bora niður á 1200 metra dýpi við Eyrarbakka, ef ekki vildi betur til. Ef nægt vatn fengist úr þeirri holu, yrði hægt að koma hitaveitu upp fyrir Stokkseyri og Eyrar- bakka fljótlega. Samtökin, sem standa að jarð- hitaleitinni, eru styrkt frá rikinu að nokkru leyti, en annars hefur verið settur nefskattur á hvern skattþega i viðkomandi byggðar- lögum, 100 kr. á mann, nema á Selfyssinga, sem hafa sina hita- veitu. Þeir borga 2/3 af gjaldi. — Teiur þú, ef jarðhiti finnst á þessu svæði, að hann gefi mikla möguleika? — Hikstalaust, já. Ég tel, að notkunarmöguleikar hitaveitu á þessu svæði gætu gjörbreytt þessu landsvæði úr dreifbýli i dreifþóttbýli. — Hvaða iðnaður kæmi helzt tii greina i þessu sambandi? — Alls konar iðnaður, eins og t.d. þaraverksmiðja, ylrækt, hey- kögglaverksmiðja, og ég hef litið með rólegheitum á efnaiðnað. Þá vil ég segja það nú þegar, að Sel- foss, sem hefur meira en nóg hitaveituvatn yfir sumarið, ætti að losa sig við umframvatnið, t.d. með þvi að nota það við ylrækt. Þá er lika hægt að bjarga kartö- fluökrum á frostnóttum haustsins með hitaveituvatni, ef þar til gerðar plastræmur eru notaðar. Hitt er svo annað mál, að svona samvinna i hitaleit er dýr, en erfiðleikarnir hafa skapað trygg- ingarféð. En ég álit, að rikið eigi að leggja fram áhættuféð. Það eru margir, sem eru tilbúnir að bora, ef einhver áhættufjárhæð væri fyrir hendi. Þá vil ég lofa þetta samstarf, sem verið hefur i jarðhitaleitinni, en það hefur gengið einstaklega vel, og það er nauðsynlegt að færa samstarfið yfir á fleiri svið. En þetta er ekki i fyrsta skipti, sem þessir hreppar hafa farið út i náið samstarf, og það hefur sýnt sig að það borgar sig. Alla vega þótti Flóaáveitan ekkert smásmiði, er hún var til- búin um 1930. — Telur þú þá æskilegt, að sveitarfélögin i Flóa og ölfusi sameinist á næstu árum? — Nei, siður en svo, en ég tel, að þau eigi að reka félagsmál: skóla, hitaveitu, verzlun, sjúkra- húsmál, og áhaldasjóð sameigin- iegan. Þá þarf að koma brú yfir ölfusárósa, sem ég tel að komi af sjálfu sér. Einnig verða þessi sveitarfélög að fara meira út i. skipulagsmálin, en skipulags- málin eru þýðingarmestu mál sveitarfélaganna. Leggja ber niður sýslurnar, enda er það orðið svo, að flestir þeirra, sem sitja i sýslunefndum, hafa ekki vald til að taka ákvarðanir. 170 meölimir i kvenfélaginu. Kvenfélag Selfoss er ári yngra en hreppsfélagið, og verður þvi 25 ára á næsta ári. Kvenfélagið hefur starfað mjög mikið alla tið, og unnið mörg verk til heilla fyrir staðinn. Aðallega hefur starf þess verið fjársöfnun. Kvenfélagið kom svo til strax upp leikvelli, og það hefur lagt fram meira en 500 þús. i leikskóla, sem það var frumkvöðull að. Formaður kvenfélags Selfoss er Arndis Þorbjarnardóttir, kona Marteins Björnssonar. Hún sagðist hafa gengið i kvenfélagið um leið og hún fluttist til Selfoss, og þá fyrst til að kynnast kon- unum á staðnum. — En, sagði Arndis, — ég hef aldrei séð eftir þvi. Þetta hefur verið ákaflega þroskandi og gaman að vinna með konunum, enda eru þær fádæma duglegar. A siðasta ári störfuðu t.d. 54 konur i nefndum. — Kvenfélagið kom mjög við sögu Arvöku Selfoss. — Hvert var aðal hlutverk þess þar? — I fyrstu sáum við um að safna alls konar munum. Gerðum við það með auglýsingum, og báðum fólk að lána muni eða benda á muni, sem hægt væri að nota á Árvökunni. Það fór svo, að flestir, sem við höfðum samband við, bentu okkur á muni. Alls söfnuðum við 463 munum frá 110 aðilum, og ekki siður karlmönn- um. Og eins og Guðmundur Danielsson sagði, þá voru mun- írnir allt frá hrútspungum upp i gulirokk. — Hvað fannst þér athyglis- verðast við sýninguna? — Það vakti gifurlega athygli, hve mikið af munum var eftir aldrað fólk, og svo vakti nppsetn- ingin einnig athygli, en hana önn- uðust hjónin Rannveig Alberts- dóttir og Gisli Hinriksson frá Hallkelshólum. — Hvenær fer aðalstarf kven- félagsins fram? — Mest er starfað yfir vetrar- mánuðina, og mest er starfið i 8 mánuði. En annars er stöðugt starf fyrir stjórnina allt sumarið. Sem stendur erum við að safna i félagsheimilissjóð, og svo sjáum við um viðhald á leikskólanum, gefum húsgögn og leikföng, og saumum það, sem til leikskólans þarf. Þá höfum við safnað mikið i sjúkrahússjóð, og núna siðast en ég fluttist hingað. I hrepps- nefnd hef ég unnið að minum félagsáhugamálum, og ég hef kannski haft meiri tima til að sinna þessum málum en margur annar, þar sem ég hef ekki svo stórt heimili. En hitt er svo annað mál, að gaman væri að sjá fleiri konur starfandi að félagsmálum Iijónin Arndis Þorbjarnardóttir, og Marteinn Björnsson. gáfum við rúm fyrir hjarta- sjúkling og ljósböð fyrir börn á heilsuverndarstöðina. Þá er það stór liður i okkar starfi að sjá um að koma konum i krabbameins- leit til Reykjavikur. 17. júni er lika fastur liður i starfi okkar, en þá sjáum við um fjallkonuna og seljum kaffi. — Þú hefur starfað mikið i hreppsnefnd, Arndis, hvernig — Þú hefur starfað mikið i hreppsnefnd, Arndis, hvernig er að starfa með karlmönnum, sem eini kvennfulltrúinn? — Ég hef haft mjög gaman af að starfa i hreppsnefnd, og þá á meðal karlmannanna. Mér hefur alltaf fundist gaman að starfa á meðal karlmanna, t.d. vann ég i 16 ár hjá Fiskifélagi Islands, áður Ibúafjöldin tvöfaldaðist á 12 1/2 ári, Sigurður Ingi Sigurðsson var oddviti þeirra Selfyssinga i 12 1/2 ár, eða frá þvi i janúar 1958 til júni 1970. A þeim árum, sem Sigurður Ingi var oddviti, var uppgangur Selfoss mikill, og hefur sennilega aldrei verið meiri. Þá var vatnsveitan aukin geysimikið. Lokið var við gerð þjóðvegarins i gegnum þorpið, og var hann með varanlegu slitlagi, en það var mikið átak að koma þvi verki i kring. A þessum árum var sundhöllin vigð og hafin bygging gagnfræðaskóla, og um leið var byggður skólastjóra- bústaður. Sveitarfélagið keypti Selfossbió á þessum árum. tþróttasvæði var komið upp og búningsaðstöðu um leið. Og á árinu 1969 var samið um kaup á hitaveitunni af kaupfélaginu. — Sigurður Ingi. Hvað er þér minnisstæðast frá þessum árum? — Að sjálfsögðu er margt minnisstætt, en ætli það sé ekki helzt vöxtur bæjarins sjálfs. Það þurfti svo margt að gera, en i sambandi við þessar gifurlegu þenslu þurfti miklar fram- kvæmdir, sérstaklega við lagnir i nýjum og gömlum götum. Á árinu 1958 störfuðu ekki nema eitthvað 10 menn hjá hreppnum, en á árinu 1970 voru þeir orðnir 20, og yfir sumartimann voru miklu fleiri og þá mest unglingar. — Kaupfélag Árnesinga var stærsti atvinnurekandinn á þessum tima. Má ekki þakka kaupfélaginu að nokkru upp- byggingu staðarins? Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliillllllllll Texti Þorleifur ólafsson Myndir Gunnar V. Andrésson iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii — Jú, að sjálfsögðu. Kaup- félagið var stærsti atvinnu- rekandinn á þessum tima, og ekki má heldur gleyma Mjólkurbúi Flóamanna, sem sifellt hefur farið stækkandi. Um þessar mundir vinna nálægt 250 manns hjá KA — þar af 100 á verk- stæðum þess og fjölgar þeim vafalaust á næstunni, t.d. þegar lokið verður við að reisa nýju verkstæðisbygginguna. Hjá Mjólkurbúinu vinna um 100 manns. I þessu sambandi má geta þess, að kaupfélagið hefur hjálpað fjöld manna að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Hinu má heldur ekki gleyma, að menn voru mjög dug- legir að vinna i húsunum sinum sjálfir, og hjálpuðu hver öðrum við gerð þeirra. — Hvernig var samstarfið við nágrannabyggðirnar? — Það er óhætt að segja að samstarfið hafi verið gott. Börn þaðan hafa sótt hingað skóla, en i fyrstu voru þ^t aðeins börn úr Hraungerðishreppi, sem sóttu skóla hingað. — Telur þú, að sveitafélögin i ölfusi og Flóa muni sameinast á næstu árum? — Það tel ég ekki. Menn virðast vilja halda i gamla skipulagið. Aftur á móti þurfa þau að vinna saman á viðtækara sviði en þau hafa gert, enda eiga þau sér mörg sameiginleg hagsmunamál, eins og t.d. að berjast fyrir þvi, að brú verði komið upp yfir ölfusárósa, en það mundi t.d. auðvelda alla útgerð frá Stokkseyri og Eyrar- bakka. Nýtt hótel Sigurfinnur Sigurðsson var i vetur ráðinn starfsmaður Selfoss- hrepps til að koma i framkvæmd uppbyggingu ferðamanna- þjónustu á Selfossi. Sigurfinnur sagði, að brýn nauðsyn væri að koma upp hóteli á Selfossi. 1 haust hefði verið stofnað hlutafélagið Hótel Sel- foss, og væri hlutaféð nú orðið 10 millj. kr. Stærsti hluthafinn er Selfosshreppur, en margir ein- staklingar og fyrirtæki á Selfossi eiga einnig hlut i fyrirtækinu. Áætlað er að byggja 2750 fer- metra hús, sem verður hvort tveggja i senn, félagsheimili og hótel. — Hvað er áætlað að hótelið taki marga gesti til gistingar? — 1 hótelinu verða 30 tveggja manna herbergi til gistingar. Að auki verða 3 fundarherbergi, veitingasalir með fullkominni veitingaaðstöðu, samkomusalur, kvikmyndasýningarsalur, sem um leið er leikhússalur. — Hvar á hótelið að standa á Selfossi? — Þvi hefur ekki endanlega verið valinn staður, en liklegasti staðurinn er við hliðina á Selfoss- biói, en hugmyndin er að Selfoss- bió verði rifið, er nýbyggingin hefur verið tekin i notkun. Það verður ekki byrjað á húsinu fyrr en nægt fjármagn hefur verið tryggt til að taka fyrst áfanga i notkun. Þessi hugmynd okkar, að byggja félagsheimili og hótel saman, er gömul hugmynd. Fyrirnokkrum árum var komið á stofn hér hlutafélagi, sem ætlaði að byggja og reka slikt hús. Búið TÍMINN Föstudagur 14. april 1972. Föstudagur 14. aprfl 1972. TÍMINN Það er oft mikil ös fyrir framan kaupfélagið á Selfossi. Timamynd KJ. var að ráða arkitekt, en hann lézt stuttu seinna, og verkið stöð- vaðist þar til i sumar. — Hefur orðið mikil ferða- mannaaukning hér undanfarið? Aukningin hefur orðið gifur- leg með bættum samgöngum, og það þarf lika að gera fleira fyrir ferðafólk en að selja þvi veitingar og gistingu. Samhliða þessum framkvæmdum okkar þarf að koma upp skipulögðum ferðum héðan um Suðurland, eins og t.d. til sögustaðanna, i laxveiði og i náttúruskoðun. Þá þarf og að koma hér upp golfvelli, og sjó- stangaveiði þarf að skipuleggja frá útgerðarbæjunum hér neðra. Selfoss hluti af stærri heild. Eggert G. Jóhannsson húsa- smiður er ættaður úr Húnavatns- sýslu, en s.l. fimm ár hefur hann húið á Selfossi. Vann hann fyrst hjá Stefáni Kristjánssyni, en siðan i fyrrasumar hefur hann rekið eigið byggingafyrirtæki ásamt Guðmundi Sigurðssyni. Nefnist byggingafélag þeirra Berg s/f. Fyrsta stóra verkefni þeirra félaga var hraðfrystihúsið á Stokkseyri, og önnur verkefni hafa m.a. verið kennarabústaður i Gnúpverjahreppi, læknis- bústaður i Laugarási og ibúðar- hús á Selfossi. Eggert segir, að það vanti alltaf smiði á Selfossi, og hér segist hann kunna vel við sig, sér falli vel við Selfyssinga og Arnesinga. — Hvernig finnst þér félagslif á Selfossi, Eggert? Óhætt er aö fullyröa, að félags- mál standa hér ofarlega. Ung- mennafélagið heldur uppi mikilli starfsemi. Þá er hér tónlistar- félag, góð lúðrasveit undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar, kvenna- og karlakór undir stjórn Jónasar Ingimarssonar. — Hvað vilt þú segja um þá hugmynd, að Selfoss verði gerður að kaupstað? — Hreppsnefnd Selfoss er ný- búin að skipa nefnd, sem á að kanna hvort það er hagkvæmara. A þessu stigi er ég ekki tilbúinn að svara þvi, en ég hef alltaf litið svo á, frá þvi ég kom hingað, að Selfoss væri hluti af stærri heild, og þess vegna eðlilegt, að sem nánust samskipti og samstarf væri haft við nágrannana. Ég tel það t.d. brýnt verkefni fyrir þorpin 5 i neðanverðri Árnessýslu að gert verði nokkurs konar heildarskipulag af þvi svæði. Með brú yfir ölfusá niðri við ós verður þetta eitt atvinnu- svæði og atvinnuuppbygging þyrfti þar af leiðandi að stefna að sérhæfingu til þess aö samkeppni milli þessara staða veikti ekki um of getu þessa svæðis til stórátaka, en min skoðun er sú, að ekkert sambæri- iegt svæði á landinu bjóði upp á jafn mikla möguleika. Með öflug landbúnaðarhéruð i bakgrunn, einhver fengsælustu fiskimiðin undan ströndinni og meginhluti Framhald á bls. 1 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.