Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 14. april 1972. TÍMINN 17 „Ekki áhugamenn í þeim skilningi, sem við leggjum í það orð" Rætt við Jóhannes Atlason, þjálfara Akureyringa, um dvöl hans í Englandi % • > —Mér likar mjög vel á Akureyri, eiginlega miklu betur en ég hafði þorað að vona, sagði Jóhannes Atlason, sem nýlega var ráðinn þjálfari hjá 2. deildar liði Akureyrar i knattspyrnu. Æfingar hófust strax eftir páska, og æfir liðið þrisvar sinnum i viku, en ieikur auk þess æfinga- leiki um helgar. Sem stendur býr Jóhannes á Hótel Valborg, en vonast til að fá ibúð fljótlega. Skilyrði til knatt- spyrnuæfinga eru ágæt á Akureyri um þessar mundir, enda hefur verið snjólétt i bænum, þótt ekki vanti snjóinn i Hlíðarfjalli. Æft er á Sana- vellinum, svokallaða, og lætur Jóhannes vel af honum. 1 vikunni skrapp Jóhannes til Reykjavikur til að taka þátt i æfingaleik landsliðsins gegn Fram, og lék hann þar gegn fyrri félögum. Við hittum hann að máli eftir leikinn og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar, aðallega i sambandi við dvöl hans i Englandi, en eins og kunnugt er, dvaldist Jóhannes i London i vetur og var við æfingar hjá áhugamannaliðinu Hendon, auk þess, sem hann kynnti sér þjálfun hjá Arsenal. — Þeir eru engir áhugamenn i þeim skilningi, sem við leggjum i það orð, sagði Jóhannes um áhugamennina i Englandi. — Mér er kunnugt um það, að þeir fá greidd 20-30 sterlingspund fyrir hvern leik, en það er upphæð, sem svarar til 5-7 þúsund isl. króna. bað er dálaglegt vikukaup, þvi að auk þess stunda þessir menn sina daglegu vinnu. Svona er þetta hjá Hendon. Og ég veit, að þessir leikmenn hafa engan áhuga á þvi að gerast atvinnu- menn með 3. og 4. deildar liðunum, þvi að afkoma þeirra er betri hjá áhugamannaliðinu. Ég varð mjög hissa, þegar ég frétti hvernig þetta væri, vegna þess, að það var búið að sannfæra mannum, að enskir áhugamenn i knattspyrnu væru hreinir áhuga- menn. —Við ættum þá kannski að hætta að kalla landsleikina við Englendinga landsleiki milli áhugamanna? — Ég veit það ekki. Opin- berlega eru þeir ekkert annað en áhugamenn, enda fá þeir borgað á bak við, eins og það er kallað. — Lékstu einhverja leiki með Hendon? . — Ég lék með varaliðinu allan timann. Það er ekki heiglum hent að komast i aðalliðið. Hendon er eitt sterkasta áhuga- mannalið Englands og hefur ekki tapað 40 siðustu leikjum. Englendingar breyta yfirleitt ekki sigurliðum, auk þess, sem félagið hefur býsna sterkum varnarmönnum á að skipa. — En hvernig gekk með vara- liðinu? — Það gekk ágætlega. Við töp- uðum ekki leik þennan tima, sem ég lék með liðinu. — Nú kynntir þú þér þjálfun hjá Arsenal? — Já, ég var heilan mánuð hjá Arsenal. Það var mjög gagnlegt. Eg fékk að fylgjast með þjálfun, auk þess, sem ég fylgdi liðinu eftir i leikjum þess. Það, sem kom mér mest á óvart i sambandi við þjálfun leikmanna hjá þessu fræga liði, var það, hvernig markverðirnir eru með- höndlaðir. Þeir eru látnir æfa alveg sérstaklega, og meira lagt á þá en aðra leikmenn. Jafnvel þegar aðrir leikmenn hvilast — daginn fyrir kappleik —eru þeir á hörkuæfingu. Annað, sem vakti athygli mina, var það, að þeir hjá Arsenal virðast ekki leggja eins mikið upp úr varaliðinu og önnur félög, heldur beinast augu þeirra miklu frekar að unglingaflokkunum. Ef ungir leikmenn standa sig sér- staklega vel, hafa þeir möguleika á að komast i aðalliðið. Yfirleitt eru þessi ungu leikmenn mjög fullorðinslegir. Það er mjög mikið lagt upp úr alls kyns þrek- þjálfun i unglingaflokkunum, og þess vegna harðna þeir fyrr en ella. — Er samkeppnin ekki mikil? — Jú, óskaplega mikil. Til að mynda var það mjög áberandi, hve hart leikmenn, sem settir höfðu verið út úr liði, lögðu að sér til að ná sæti sinu aftur. — Nú komu Arsenal-menn til Islands fyrir nokkru. Töluðu þeir um tsland? — Jú, íslandsförin var þeim eftirminnileg. Hins vegar spurði ég þá litið um hana, en einn af leikmönnunum, sem ekki komst til Islands, John Roberts, minn- tist oft á tsland við mig — og með nokkurm söknuði. Sagði hann mér. að félagar hans hefðu talað mikið um tsland og látið vel af landi og þjóð eftir heimkomuna. Saknaði hann þess mjög að hafa ekki haft tækifæri til að heim- sækja tsland. — Að lokum, Jóhannes. Telurðu, að þú hafið haft gagn af þessari för i sambandi við störf þin sem þjálfari? — Alveg tvimælalaust. Ég held, að menn hljóti alltaf að hafa gagn af þvi að leita út fyrir land- steinana til að fræðast. Alla vega er sjóndeildarhringur minn viðari en áður. —alf. Áhorfandi hljóp í skarðið - og Þorbergur var áfram með! Sögulegum æfingaleik landsliðsins og Fram í fyrrakvöld lyktaði með jafntefli, 2:2 Alf - Reykjavlk. - Æfingaleikur landsliðs- ins og Fram á Mela- EFTIR Siðast liðinn mánuð hefur mikið verið um það rætt, að islenzk I. deildarlið i handknatt- leik væru á höttunum eftir erlendum þjálfur- um fyrir næsta keppnis- timabil. Til dæmis var tékkneski handknatt- leikssnillingurinn Vojtech Mares orðaður við Viking, og átti hann að koma til landsins 1. ágúst n.k. og þjálfa hjá félaginu i tvö ár. vellinum i fyrrakvöld varð allsögulegur, þvi að allt Fram-liðið gekk ALLT? Nú hefur það komið fram, að Mares hefur aldrei gefið hand- knattleiksdeild Vikings ákveðið svar, um að hann kæmi. Það er ekki hann einn, sem getur ákveð- ið, hvort hann kemur hingað — það er tékkneska handknattleiks- sambandið, sem ákveður, hvaða handknattleiksmenn fara úr landi sem fulltrúar tékknesks hand- knattleiks. Þetta kom greinilega fram i viðtali, sem haft var við Mares og formann tékkneska handknatt- leikssambandsins 1969, en þá lék tékkneska landsliðið hér, og var þá Mares einnig orðaður við Vik- ing. Mares sagði: — Það fer eftir mörgu, hvort ég kem hingað, en ef tékkneskur þjálfari færi til ts lands, þá gæti það alveg eins orð- ið ég og hver annar. Þá sagði formaður tékkneska af velli i mótmælaskyni, þegar dómari leiksins visaði Þorbergi Atla- Mares — kemst hann ekki til islands handknattleikssambandsins: — Það hefur mikið verið rætt um að við sendum eitthvern af okkar þ- kktu mönnum til að þjálfa hér á landi, og reiknum við með að það geti orðið mjög fljótlega,en hvort það verður Mares eða einhver annar, getum við ekkert sagt um sem stendur. Litlar likur eru á að Mares komi hingað 1. ágúst n.k. Þar sem hann er atvinnuhermaður, getur hann ekki ráðið sig sem þjálfari á erlenda grund til tveggja ára. Lengsta fri, sem hann getur feng- ið frá herþjónustu, eru sex mán- uðir. SOS. syni, markverði Fram, af leikvelli fyrir óviður- kvæmileg orð i garð dómarans. Gerðist þetta, þegar 25 minútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Erfitt var fyrir dómarann að fylgjast með rangstöðu, þar sem engir linuverðir voru. Tveir af leik- mönnum landsliðsins virtust greinilega rangstæðir, en ekki var flautað á brotið. Lenti annar leikmannanna i návigi við Þor- berg, sem tókst að bjarga á sið- ustu stundu, en gat ekki stillt sig um að hrópa að dómaranum. Juk ust þau orðaskipti orð af orði, unz dómarinn neyddist til að visa markverðinum út af. Þá gerðist það, að allir leik- menn Fram ákváðu að yfirgefa leikvöllinn — töldu til litils að leika án markvarðar. Gerði dómarinn þá það eina rétta; hann flautaði leikinn af. En eftir hálftimahlé komu bæði liðin inn á aftur — og Þorbergur með Fram-liðinu. Ahorfandi tók að sér dómgæzluna og dæmdi það, sem eftir var leiksins. Lauk leiknum 2:2. Skoraði Hermann Gunnarsson bæði mörk landsliðs- ins, en Eggert og Erlendur Magnússon fyrir Fram. Víðavangs- hlaup ÍR 57. Viðavangshlaup ÍR fer fram á sumardaginn fyrsta 20. april næstkomandi eins og venjulega og hefst kl. 14. KEMUR MARES EKKI TIL VÍKINGS Jóhannes Atlason — þjálfari Akureyringa Hlaupið hefst á vesturbakka Tjarnarinnar i Hljómskála- garðinum siöan veröur hlaupið suður i Vatnsmýrina, hlaupinn þar hringur og tilbaka gegnum hljómskálagarðinn og norður Frikirkjuveginn og endað við horn Menntaskólans við Tjörnina. Vegalengdin verður ca. 3,3 km. Þátttökutilkynningar eiga að berast Guðm. Þórarinssyni Baldursgötu 6, eigi siðar en 16. april. Keppt verður um ein- staklingsverðlaun karla og kvenna og auk þess i 3ja, 5 og 10 manna sveitum karla og 3ja manna sveitum kvenna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.