Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 20. april. 1972. STJORNARFRUMVARP UM VERÐTRYGGINGU IÐNREKSTRARLANA: Iðnfyrirtæki framleiðendur EB—Reykjavik. Stjórnarfrumvarp um verðtryggingu iðn- rekstrarlána var í gær lagt fyrir Alþingi. Lagt er til i frumvarpinu að iðnfyrirtækjum verði veitt hlið- stæð heimild og framleiðendur landbúnaðar- og sjávarafurða hafa nú, til að setja bönkum og spari- sjóðum að sjálfsvörzluveði ótiltekið safn hráefna og vara i vinnslu og fullunnar. Með iðnfyrirtækjum er átt við iðju- og iðnaðarfyrirtæki einstaklinga eða fé- laga, án tillits til rekstrarforms. Þá er lagt til, aö veðrétturinn fái hliðstæða heimild og landbúnaðar- og sjávarafurða viðtæk lán til fyrirtækja, sem unnið hafa úr afurðum landbún- aðar og sjávarútvegs. Hafa regluleg lán nú undanfarin ár ver- ið veitt úr viðskiptabönkum með endurkaupum úr Seðlabankanum til eftirtalinna greina: Til ullar- verksmiðja við framleiðslu á lopa, til útflutnings á fullunnum vörum, þegar um mikið magn er að ræða, til framleiðslu veiðar- færa, einkum Hampiðjunnar, til verksmiðja, sem súta gærur, og til framleiðslu kisilgúrs. Hefur sá hluti þessara lána, sem endur- keyptur hefur verið af Seðla- banka, verið að meðaltali með 8- 9% ársvöxtum. Samkvæmt yfirliti viðskipta- bankanna námu lán þeirra til iðnaðar 2J90 millj. kr. i árslok 1970 og 2299 millj. kr. i árslok 1971. Þar af námu endurkaup úr Seðlabankanum 140 millj. kr. i árslok 1970 og 167 millj. kr. i árs- lok 1971. Ljóst er, að nauðsynlegt er að gera heildarendurskoðun á lögum um samningsveð, en það er mikið verk og margslungið. Var þvi horfið að þvi ráði að semja sér- stakt frumvarp um veðtryggingu iðnaðarlána. Við gerð þess var höfð hliðsjón af reglum þeim, sem gilda um sjálfsvörzluveð i land- búnaðar- og sjávarafurðum. Þá var litið til norskra laga um „forlagspant” nr. 1 frá 8. marz 1946.” falli niður, ef kaupandinn er grandalaus um veðsetninguna. Hins vegar skal hann halda, ef kaupandinn vissi eða mátti vita um veðsetninguna. Samkvæmt frumvárpinu skal veðrétturinn þá ætið haldast, ef selt er iðnfyrir- tækjum ásamt veðsettum vörum. Hér er þvi gert ráð fyrir, að þess- um veðrétti og framhaldandi vernd hans i viðskiptum verði á nokkurn annan hátt komið fyrir en I lögum nr. 87 frá 1960, en hin almenna regla veðréttarins er sú, að veðréttur haldist, þótt hiö veð- setta skipti um eigendur. Lagt er ti! i frumvarpinu, að ákvæði 1. málsgreinar 7. greinar veðlaga nr. 18 frá 1887, um að veðskuldabréf skuli undirrituð af tveimur vitundarvottum, gildi um veðbréf þessara lána, svo og ákvæði 1. gr. laga nr. 65 frá 1957, um þinglestur. Þá er lagt til, að ákvæði 2. gr. laga nr. 87 frá 1960, um forgangsrétt launa- og skatt- krafna, gildi um þessar veðskuld- bindingar og verði að þvi leyti iafnsettar hliðsettum veðsetning- um landbúnaðar- og sjávaraf- urða. 1 athugasemdum við frum- varpið segir, að það skuli athug- ast, að ekki hafi þótt fært að breyta eða fella úr gildi ákvæði 6. gr. laga nr. 87 frá 1887, um að verkefni megi veðsetja með iðnaðarfasteign. Það ákvæði eigi fullan rétt á sér, þótt sú tegund veðsetninga muni litið hafa verið notuð. Þetta hafi hins vegar það i för með sér, að bæði veðsalar og bankar og sparisjóðir verði að gæta þess, að ekki verði veðfox. t athugasemdum við frumvarp- ið segir ennfremur m.a.: ,,Á siðustu árum hafa hvorki við- skiptabankarnir né Seðlabankinn veitt það, sem kalla mætti al- menn lán til rekstrar iðnfyrir- tækja vegna framleiðslunnar, gagnstætt þvi sem er og hefur veriðum sjávarútveg og landbún- að. Er aðalástæða þessa sú, að löggjöfin hefur ekki veitt heimild- ir til þess að veðsetja með sjálfs- vörzluveði vörur iðnaðarins, hvort sem um er að ræða hráefni, hálfunnar eða fullunnar vörur. Lánastofnanir hafa þó veitt all- Að undanförnu hafa þeir Björn Jónsson forseti ASt og Guðmundur H. Garöarsson formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavikur verið á ferðalagi um Bandarikin, og hafa þeir ferðazt vfða. Björn og Guð- mundur voru I boði Bandarikjastjórnar og heimsóttu þeir m.a. fiskréttaverksmiðju Iceland Products I Iiarrisburg. Mvndin var tekin i þeirri heimsókn, og er Othar Hansson framkvæmdastjóri fyrirtækisins að sýna Birni (t.v.) framleiðsluna i verksmiðjunni. ZETOR 3511 - 40 ha. verð frá kr. 210 þús. ZETOR 5611 - 60 ha. verð frá kr. 310 þús. MESTSELDA DRÁTTARVÉUN 1971 Ástæðurnar fyrir því að ZETOR dráttarvélarnar eru nú mest keyptar af bændum eru: 1. Óvenju hagstæð verð kr.80-100 þús lægri en aðrar sambærilegar vélar. 2. Fullkomnari búnaður og fylgihlutir. Varahluta- og verkfærasett Vel hannaðarog sterkbyggðarvélar. Afkastamiklar og hafa mikið dráttarafl. Ódýrar í rekstri og endingargóðar. Góð varahluta- og eftirlits- þjónusta. 7. Ánægðir Zetor eigendur, sem mæla með vélunum, 3. 4. 5. 6. ÚTB0Ð Póst- og simamálastjórnin óskar eftir til- boðum i byggingu endurvarpsstöðvar og mastursundirstöðu á Húsavikurfjalli. Útboðsgögn verða afhent á simastöðinni Húsavik og i skrifstofu Radiotæknideildar á IV. hæð Landsimahússins i Reykjavik, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðin berist i siðasta lagi 2. mai nk. Biðjið um Zetor mynda- og verðlista og upplýsingar um greiðsluskilmála. 'Zetor’ umboðið ÍSTÉKK" Sími 84525 Lágmúla 5 Styrkur til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Bretlandi Brezka sendiráðið i Reykjavik hefur tjáð islenzkum stjórnvöldum, að The British Council bjóði fram styrk handa Islendingi til náms eða rannsóknastarfa við háskóla eða aðra visindastofnun i Bretlandi há- skólaárið 1972-73. Gert er ráð fyrir, að styrkurinn nægi fyrir fargjöldum til og frá Bretlandi, kennslugjöldum, fæði og hús- næði, auk styrks til bókakaupa. Umsækjendur skulu hafa lokið háskóla- prófi og að öðru jöfnu vera á aldrinum 25- 30 ára. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavik, fyrir 10. mai n.k. Til- skilin umsóknareyðublöð ásamt upplýs- ingum um nauðsynleg fylgigögn, má fá i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 17. april 1972.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.