Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. april 1972. TÍMINN TTrQOOjTTTTTTTl 9 Er Sonja farin að þykkna undir belti? Sonja og Haraldur krónprins i Noregi hafa lagt stund á skiðai- þróttina af miklu kappi i vetur. Þau hafa ekki látið nokkurt tækifæri fram hjá sér fara, sem gefizt hefur til skiðaiðkana, en nú hafa skíðamenn, sem fylgzt hafa með þeim, tekið eftir þvi, ‘að Sonja er farin að gildna. Láta sumir sér detta i hug, að Martha litla prinsessa eigi senn von á þvi að eignast bróður eða jafn- vel litla systur. Stendur fólki þvi stuggur af þvi, að sjá Sonju þjóta með miklum hraða niður fjallshiiðarnar á skiðunum sinum, en hún lætur engan bilbug á sér finna, heldur heldur áfram að renna sér á skiðum. Fimmtiu óku yfir hann Maður nokkur ætiaði að reyna að komast yfir götu i New York, þar sem umferð var mjög mikil. Bill ók á manninn, og eftir ör- skamma stund höfðu aðrir 49 óilar ekið yfir hann. Bill nr. 51 tam staðar, og hægt var að ;era lögreglunni viðvart. jögreglan, sem kallar vist ekki dlt ömmu sina þarna i New fork, sagði að þetta væri nú ■inum og mikið tillitsley-si af bif- •eiðastjóranna hálfu. Þá sagði ögreglan að maðurinn sem að ijálfsögðu dó við þessa hrotta- neðferð, hefði ekki verið með íein skilriki á sér, og ómögu- egt, væri að þekkja hann. Hættu við sjáifsaf- greiðslubókabúðir Hachette, stærsta bókaútgáfa i Frakkalandi hafði ætlað sér fyrir nokkru að koma upp sjálfsaf-greiðlsubókaverzlunum um allt Frakkland. Var gerð áætlun i þeim tilgangi að auka sölu á bókum i landinu. Þegar þetta spurðist út komu samtök bóksala með harðvitug mót- mæli, þar sem þeir selja að sjálfsögðu bækur frá Hachette, og töldu, að meðtilkomu bóka- búða útgefandans kæmi allt fo mikil samkeppni af hans hálfu. Var þvi fallið frá þvi að koma a fót sjálfsölubókabúðunum i bili. en allir hafa sameinazt um, að reyna að auka sem mest bóka- söluna i Frakklandi. Nú hafa kóngarnir viður- kennt hana Bertil prins i Sviþjóð hefur i áraraðir búið með konu nokkurri sem heitir Lilian Craig. Fyrst framan af var sambúð þeirra ekki viðurkennd, þar sem þau eru ekki löglega gift. Smátt og smátt breyttist þetta, og langt er siðan sænska konungsfjölskyldan viðurkenndi Lilian sem eina úr sinum hópi. Þegar Alfonso prins frá Spáni gifti sig nú fyrir skömmu, var það svo, að Lilian fékk sina upp- reisn, ef kalla má þetta þvi nafni. Henni var valið sæti við hlið Rainier fursta af Mónakó, og hún sómdi sér vel við hlið furstans. Hún var eins og sann- kölluð drottning , segja þeir, sem sáu hana i veizlunni. Hér sjáið þið Rainier og Lilian Craig i veizlunni. Kvenfólk lætur tatovera sig Ahugi kvenfólks á tatoveringu fer stöðugt vaxandi, segir tatoveringasérfræðingurinn Peter Poulos i New York. Poulos rekur fyrirtæki i New York, þar sem konur geta komið og látið tatóvera sig jafnt sem karlar. Segir hann, að fyrst hafi borið á þessum aukna áhuga kvenfólksins fyrir um það bil ári. Kvenfólkið velur sér ofur- Víöa leynast hætturnar Lögregluyfirvöld i Barcelona á Spáni hafa nú varað ökumenn við hættu, sem menn gerðu sér ekki ljósa til skamms tima. Hún stafar af þvi, að á Spáni er það viðtekin regla, að ökumenn, sem eru að flytja sjúklinga eða konur, sem þurfa að komast á fæðingardeild, veifi hvitum vasaklútum út um glugga, og þeyti bilflautuna. Hafa þessir bilar sama rétt og venjulegir sjúkrabilar. Spánverjar sjálfir vita af þessu og fara eftir þvi, og gefa ökumönnum bilanna kost á að komast leiðar sinnar óhíndraðir, en það gera út- lendingar ekki, þvi þeir vita ekki um þennan rétt. Hefur af- leiðingin orðið sú, að út- lendingar hafa hvað eftir annað lent i umferðarslysum og jafn- vel hlotizt af dauðaslys. litið annars konar munstur heldur en karlmenn, fingerðari og skrautlegri. Poulos ráð- leggur konum, að láta tatovera sig á þeim stöðum, sem þær geta hulið, eða látið sjást eftir eigin ósk, t.d. á lærum, baki og brjóstum. Hann telur ekki, að konur eigi að láta tatovera handleggi sina. Það sé of karl- mannlegt, segir hann. Helzt vill Poulos láta tatovera hjörtu, rósir, fiðrildi og fugla á konur. Það var á timum galeiðuþræl- anna. Dag nokkurn tilkynnti þrælapiskarinn, að nú hefði hann bæði góðar og slæmar frettir að færa þrælunum. Fyrst þær góðu: — Ég hef aldrei sagt, að þú værir fyrirferðarmikil. Ég sagði bara, að þú blotnaðir aldrei i fæturna, þegar þú færir i' sturtu. — I staðinn fyrir einn úldinn fisk, fáið þið tvo i dag, og i staðinn fyrir einn sopa af óhreinu vatni, fáið þið tvo. Svo slæmu fréttirnar: — Á eftir ætlar skip- stjórinn að bregða sér á sjóskiði. Nýr prestur var kominn i sóknina og var að flytja inn á prestsetrið. Allar sterkustu mennirnir i þorpinu hjálpuðu til við flutningana. Margir troðfullir og niðþungir bókakassar voru i búslóðinni, og sterku mennirnir voru orðnir rennsveittir, þegar presturinn sagði drýgindalega: - Hinn presturinn hefur liklega ckki átt eins mikið af bókum og ég? — Nei, svaraði einn sterki maður- inn. — Hann var útlærður þegar hann kom hingað. Bóndinn kvártaði við dýralækninn yfir, að hænurnar sinar verptu ekkert. ,‘iu :;t tsdT'J : máizjin — Já maður finnur til aldursins, þegar maður litur til barnanna. I gær varð yngsti sonur minn afi. —Við skulum senda eina þeirra til rannsóknarstofnunarinnar, sagði dýralæknirinn, tók næstu hænu, sneri hana úr hálsliðnum og sendi af stað. Viku siðar kom bréf, sem i stóð: — Hænan yðar hefur látizt af hálsbroti. Eftirskrift á bréfi frá Skotlandi: —Ef ekkert frimerki er á umslaginu, hefur það dottið af á leiðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.