Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. april 1972. TÍMINN 11 Kpfswi Framk ú ^aemdasti Igefandi; Framtokjtfarítok'kurinn iri; KrlsHán Bahédtktssön, Rjtst öran Þórarinn Þórarinsson :(áb )f Andrés kftetiáhssoú, iin Ho indrlði 18300 — 1Í83Q5. Skrifstofur Bankastræfj 7. Afgretðsiwsími mís. : Áskrif ÚAútsjiy'sji* tarífald.: tgasfmt '1 ASrar skrjfstof kr,: áíiSiOO; á:: ftWáhúÁi:: Ihnánlitn or simi is. í la 18300, : usasöty kr. 15v ÚO aJntaktö. filíSaþrertt b.f. O || Skíðamiðstöð Fyrir rúmum tveimur árum flutti Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi þá tillögu i borgarsfjórninni, að b.orgarstjórnin beitti sér fyrir þvi.að komið yrði upp á næstu árum i nágrenni borgarinnar fullkominni aðstöðu til skiðaiðkana fyrir almenning, einskonar skiða- miðstöð. Jafnframt lagði Kristján til, að borgarstjórnin leitaði sem nánast samstarfs við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu til að vinna að framgangi þessa máls. Þessari tillögu Kristjáns var visað til i- þróttaráðs og hefur talsvert verið unnið að undirbúningi málsins. Fyrir forgöngu þessara aðila skoruðu Reykjavikurþingmenn stjórnar- flokkanna á siðastliðnu hausti á fjármálaráð- herra og samgöngumálaráðherra til að veita fyrirfram fjárveitingu til lagningar sérstaks Biáfjallavegar en þesi fjárveiting yrði siðar tekin á vegaáætlun.Samgöngumálaraðherra og fjármálaráðherra urðu við áskoruninni og var vegurinn þvi lagður i vetur. í framhaldi af lagningu þessa vegar, þarf að hefjast rösklega handa um framkvæmd á þeirri tillögu Kristjáns Benediktssonar að komaupp fullkominni skiðamiðstöð i Bláfjöll- um, sem einnig ætti að geta komið að góðum notum á sumrin i sambandi við gönguferðir og útivist. Þetta er verkefni, sem sveitarfélög og áhugafélög á Reykjanessvæðinu eiga að sam- einast um, og fyrst og fremst ber borgarstjórn . Reykjavikur að hafa hér forgöngu. Álit „The Guardian" í hinu merka enska blaði ,,The Guardian” er réttilega bent á það siðastliðinn föstudag af stjórnmálasérfræðingi blaðsins, að Bretar eigi ekki nema um tvo kosti að velja i landhelgis- deilunni við íslendinga, að semja eðá beita of- beldi. Sérfræðingur blaðsins bendir á, að sú leið, sem brezka stjórnin þykist ætla að fara, að láta alþjóðadóminn úrskurða um málið, sé ekki raunhæf. I fyrsta lagi felli alþjóðadómurinn yfirleitt ekki úrskúrði nema báðir aðilar viðurkenni lögsögu hans fyrirfram en það gera íslendingar ekki i þessu tilfelli. Þá hafi dómurinn ekkert vald til að framfylgja úrskurðum sinum, ef þeir eru kveðnir upp i andstöðu við annan aðilann. Þvi má bæta hér við, að samkvæmt lögum S.Þ. er það verkefni öryggisráðsins að framfylgja úrskurðum al- þjóðadómsins i slikum tilfellum, og eru engar likur til,að það láti framfylgja úrskurði, sem gengi gegn íslendingum. Þannig getur þessi leið ekki gagnað Bretum. Þeir eiga þvi ekki nema um tvær leiðir að velja, samninga eða ofbeldi, eins og sérfræðingur The Guardians bendir réttilega á. Þvi má bæta við, að samningaleiðin er sú eina, sem gæti tryggt Bretum einhvern árangur. Þ.Þ. ERLENT YFIRLST 139 þjöðir þinga í unue um arounarmai Bilið milli ríkra þjöða og fötækra fer vaxandi ÞAÐ hefur oft verið sagt sið- ustu árin, að átök milli þjóða i • framtiðinni verði ekki milli '• austurs og vesturs eða miili kapitalisma og kommúnisma, heldur milli norðurs og suð- • urs, eða milli riku þjóðanna i . norðri og fátæku þjóðanna i ' suðri. Þessi kenning hefur . styrkzt við það, að bilið rnilli rikra þjóða og fátækra hefur .' haldið áfram að aukast sið- ' ustu árin og allt bendir til, að. þessi öfugþróun frekar aukist en minnki i framtiðinni, nema sérstakar ráðstafanir verði: gerðar til að koma i veg fyrir . það. 1 þessum efnum er ekki eingöngu um það að ræða, að ■ • riku þjóðirnar veiti fátækum þjóðum beina efnahagslega • aðstoð, heldur öllu fremur, að þeim verði veitt hagstæðari viðskiptakjör. Siðustu árin hefur það ekki sizt verið þröun viðskiptakjaranna, sem hefur gengið fátæku þjóðunum i óhag. ÞAÐ VAR fyrst og fremst með það fyrir augum, að reynt, yrði að jafna þennan mun, sem. Sameinuðu þjóðirnar ' ákváðu að kalla saman á árinu • 1964 sérstaka ráðstefnu um .al- þjóðlega verzlun og þróunar- . mál, United Nations Confer- ence on Trade and Develoþ- ment, sem siðar hefur gengið undir skammstöfuninni UNCTAD. Þessi ráðstefna var haldin i Genf. Það verður ekki sagt, að hún hafi borið mikinn' árangur, en umræður, sem þar fóru fram, urðu til áð vekja aukna eftirtekt á þess- um málum. Megin árangunnn hefur ef til vill orðið sá, a.ð uþp úr þessu mynduðu þróunar- - löndin svonefndu sérstök sam-.- tök, sem siðan hafa haldið . hópinn á flestum alþjóðlegum'' ráðstefnum, m.a. á fundum Hafsbotnsnefndarinnar. Þessi . riki voru þá talin 77 og. hafa þessi samtök siðan gengið undir nafninu — rikin 77, •— enda þótt þau séu nú o.rðin 96! SEGJA MÁ, að fo'-ustan i-' þessum málúm hafi verið! og • sé enn mest i höndum rikjanná i Suður-Ameriku. Áð verulegu leyti er það sprottið áf þvi, að um alllangt skeið var mikil's- metinn Argentinumaður, Raúí Prebisch, framkvæmdastjófi. Efnáhagsnefndar Suður-Áme- riku, sem er starfrækt á veg- um S.Þ. Prebisch béitti sér fyrir þvi, að haldin yrði sér- stök alþjóðleg ráðstefna um. viðskiptakjör og. þróiinarmál fátæku þjóðanna, þar' sem bætt viðskiptakjör hefðu "enn meiri þýðingu fyrir þær . en'. bein efnahágsaðstoð, Þvi til. sönnunar benti hann á, áð Suð- • ur-Amerika hefði tapað meira-. á viðskiptum Við riku löndin vegná versnandi viðskipta'- kjara en hún hefðí fengið frá ' þeim sem efnahagslega áð- stoð. • 1 framhaldi af ráðstefnunni i Genf 1964 var sett upp sérstök stofnun, sem ber skammstöf- unina UNTAD, til þess að' fylgjast 'með framvindu þess-. ara mála og gangast 'fyrir stórum alþjóðlégum ráðstefn- um a.m.k. á fjögurra ára • fresti. Prebisch var ráðinn' fyrsti framkvæmdastjóri þessarar stofnunár, én þegar hann lét af .starfi, tók annar Suður-Amerikumaður við framkvæmdastjórastarfinu og gegnir hann þvi enn. Það er Manuel Perez Guerrero, fyrrv. námumálaráðherra i Venezuela. •ÖNNUR ráðstefna UNCTAD var hald'in i Nýju Delhi 1968. .Þar var m.a, sariiþykkt að beita sér fyrir, að þróunar- löndin fengju hagstæðari tolla kjör fyrir iðnaðarvörur, sem þau seldu til riku landanna, og að.rikulöndin legðu fram sem svanaði 1%. af þjóðartekjum sinum til' efnahagsaðstoðar i • þróúnárlöndunum. Niðurstað- an hefur orðið sú, að árangur- • inn hefur orðið býsna litill i • þesgum ef'num. Riku löndin hafa verið treg til að veita nokkur úmtalsverð tollahlunn- indi og flest ekki varið nema broti af 1% af þjóðartekjunum ■ til éfrrahagsaðstoðar i þróun- arlöndunum. Siðastliðið ár veittu 16 rikustu löndin aðeins .'0.75% af þjóðartekjunum til efnahagsaðstoðar ,i þróunar- löndurium. og var mest af þvi • veitt i- formi vaxtahárra lána. Þau rikii'sem standa sig bezt i þessum efnum, eru Sviþjóð og NoVegur, : en næst koma • Astralia, Belgia, Kanada, 'Frakktand og Holland. UM'SIÐUSTU HELGI hófst. þriðja ráðstefna UNCTAD i Santiago i' Chile og var hún sett með mikilli viðhöfn af All- ende forseta. Stjórn Chile hef- • ur i.tilefni af ráðstefnunni lát- ,ið reisa sérstaká ráðst'efnu- höll, sem kostaði rúmlega 4 millj. doilara. ÁHs.-sækjá táð- stefnun'a fulltrúar 139 .þjóða og gert'er.táð fyrir, að hún standi •i sex vikur. Þess er vænzt, a'ð þetta verði- árangursrikasta ráðstefna UNCTAD til þessa. Auk þei.rra málefna,:sem hafa verið rœdd á fyrri ráðstefnum, verður nú sérstakfega rætt um 'géngisskráningu. Þróunár- löndin légg.ja áherzlu á að fá aukna aðst'öðu til ihlutunar um þau ;mál, en þau hafa orðið fyrir meira og minna tapi vegna þeirra gengisbreytinga,- sem urðu á siðastliðnu ári. . MARGT ÞEKKTRA manna var vjðstaitt setningu ráðstefn- unnar i San.tiago, og hafa siðar 'látið ljós sitt skina þar. Meðal þeirra, sem flutt hafa þar ræð- ur, er^McNamara aðalbanka- stjóri Alþjóðabankans. Hann dró upp dökka mynd af fá- tæktinni i þróunarlöndunum, en hann taldi hana fremur. fara vaxandi en minnkandi. Meðal annars stafaði þetta af þvi, að misskipting þjóðar- teknanna ykist og efnahags- vöxturinn kæmi aðeins litlu broti viðkomandi þjóðar til hagsbóta, Sem dáemi um þetta nefndi hann, að 1960 hefðu 40% ibúanna i Braziliu,eða fátæk- asti hlutinn, fengið 10% þjóð- arteknanna, en 1970 ekki nema 8%. Þetta sýndi, að samfara éfnahagsl.egúm vexti, þyrftu að fylgja félagsiegar aðgerðir, eins og breytingar á skatta- lögum og tryggingalögum, ef framfarirnar ættu að v.era hinum fátæku tíl'hags. 1 ræðu si.nn.i upplýsti hann m.a., aö viðskiptakjörin hefðu yfirleitt þróazt' þróunarlönd- unum i óhag. Aðaldæmið um hið gagnstæða yæri það, að oliuvinnslúlondin. hefðu knúð fram verðhækkanir á oliu. McNamara hvatti riku þjóð- irnar eindregið'.til að taka af- stöðu sina til þróunarland- anna til' endurskoðunar með það fyrir augum að bæta kjör þeirra. Hann béindi máli sinu ekki sizt- til; Bandarikjanna. AF ÖÐRUM ræðum, sem vakið hafa athygli á ráðstefn- unni, má helzt 'rtefna ræður þeirra K'arl Schillers, fjár- málaráðherra V'estur-Þýzka- lands, og Giscard d’Estaing, fjármáiaráðhérra Frakk- lands. Báðir hétu þeir aukinni aðstoð landa sínna. Schiller hét þvi, að 'Vestúr-Þjóðverjar myndu v'eit'a. 25 fátækustu þjóðunum- sérstaklega hag- stæð lán, eða méð 0.75% vöxt- um til 50 ára og. vaxtalaus 10 fyrstu árin. Þaðær eitt af aðal- málum ráðstefnúnnar að ræða um sérstaka aðstoð við 25 fá- tækustu þjóðirnar, eða þær, sem' hafa minni 'þjóðarfram- leiðslu á ibúa en svarar 100 dollurum. . Þær þjóðir, sem hér um ræðir, eru þessar-: Botswana, Burundi, Chad, Dahomey, Ethiopia,_ Guinea, Lesotho, Malawi, Mali, Niger, Rwanda, Somália, Súdan, Uganda, Tanzania, Efri:Volta, Afghan- istan, Bhutan, Haiti, Laos, Maldiy.es, Neþal, Sikkim, Vestur-Samóaj Yemen. Þess ber .sannarlega að vænta, að • ráðstefnan i Santiago verði árangursmeiri én fyrri ráðstefnur UNCTAD. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.