Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Kimmtudagur 20. april 1972. XXII K.APÍTULI. Ungfrú Middleman dvaldi eigi lengi í Bonn, er Anna var farin, en hvarf aftur til Lundúna. Keypti hún sér lystihús í þeim hluta borgarinnar, er (Westend er nefndur, og lifði þar, sem ríki- dæmi hennar var samboðið. Oft hugsaði hún um það: — Hvað orðið væri af önnu, og vakti það beiskar endunminning- ar hjá henni. Hún var þó komin á þá skoð- un, að Anna hefði aðeins viljað sér vel, en igerði sér enga von um, að sjá hana nokkru sinni affcur, þar sem engu var svarað, þó að hún auglysti f blaðinu „Times“, eins og þær höfðu talað uim í gamla daiga. Einhverju sinni, seinni hluta dags, er hún ók í vagni sínum, fann hún, að vagnhjólin lýftust ögn upp, og heyrði um leið, að rekið var upp voðalegt vein. Hún stökk þegar út úr vagnin- um. — Hvað ex orðið að? mælti hún. Gamall maður, fátæklega til fara, var dreginn fram undan vagninum. — Hefir hann slasazt? — Ekki hefir hann orðið fyrir limlestingum, en hann er hniginn í ómegin! mælti einn þjónanna. — En það var ekki vagnstjóran- um að kenna! Maðurinn kom slanigrandi yfir igötuna, eins og hann væri drukkinn. — Flýtið yður! mælti Grace. — Sækið rúm, og flytjið hanin heim til mín, vesalinginn. — Okk- ur var það þó óbeinlínis að kenna, að hann valt um koll! — Betra væri að fara með hann á sjúkrahúsið, mælti þjónn- inn. — Jungfrúin á von á gest- um í kvöld! i— En vesalings maðurinn vill ef til vill ógjarna, að hann sé fluttur þangað! Berið hann þegar heim tLT mín! — Eigum við þá að vitja lækn- is? — Það vill svo vel til, að Bunt- on læknir verður einn gesta minna í kvöld, svaraði jungfrúin, — og er hans von kl. 7, og hlýt- j ur því að fara að koma! — En þarna kemur hann! mælti hún enn fremur, er hún sá vaign koma upp göfcuna. Hann kemur einatt fyrstur allra gestanna! Dr. Burton spratt þegar út úr vagninum er hann sá mannþyrp- inguna, og sá, að Grace var ein í hópnum. Hann var ungur maður, grann- vaxinn, bláeygur, og með jarpt hár. Rannsakaði hann sjúklinginn þegar, og hristi síðan höfuðið mjög alvarlega. — Það er líklega hættúlegt! mælti Grace. — Ekki held ég nú það, svar- aði læknirinin, — en get þó eigi sagt það með vissu! En nú er, að koma honuim í rúmið! Annars er það eigi slysið, sem eingöngu veldur ásitandi hans, heldur er hann óefað gamall drykkjumaður, og ræð ég yður til þess, að koma honum á sjúkrahús! — Ætti ég, að senda hann á sjúkrahús, þar sem þetta atvikað- ist nú svona? — Komið honum þá til vinar míns, er dr. Vítus nefnist. — Hann býr skammt héðan. — Jæja! Komuim honum þá þangað! Ég sé um borgunina. Þegar dr. Buirton kom affcur, frétti hún, að imaðurinn, seim slas- aðist, héti Studly. — Kapt. Studly? mælti hún. — Þekkið þér hann? spurði læknirinn. — Já! svaraði hún. Hann er fað ir vinkonu iminnar! Henni daitt nú í hug, að hann kynni að geta frætt sig eitthvað um Önnu. — Gæti ég fengið, að tala mokk ur orð við hann?, mælti hún. Dr. Burton hristi höfuðið. — Það leyfir vinur minn, dr. Vítus, tæpast! Ástand hans er hætfculegt! En vera má, að hann hressist! — ímyndið yður ekki, að ég óski þessa af forvitni! mælti hún. ! Að nokkrum dögum liðnum, sagði dr. Burton ungfrúnni, að nú gæti hún fengið, að tala við sjúklinginn. Fylgdust þau síðan þangað, er hann lá, og mæltist hann þá til þess, að mega tala við ungfrú Middleman í einrúmi. — Hvað viljið þér mér? mælti Grace, ex þau voru orðin tvö ein. — Komið nær! hvíslaði hann. — Enuð þér jungfrú Middleman, sem voruð í skóla með dótfcur minni? — Já! svaraði Grace. — 'Ég rak hana, vesalinginn, í dauðann! i— Þó að þér hafið syndgað mjög gegn henni, þurfið þér þó eigi, að ákæra yður fyrir dauða hennar, því að hún er enn á lífi er mér er frekast kunnugt! — Jú! svaraði hann. — Hún drukknaði í Frakklandi! — Nei! sagði Grace. — Þegar hún flýði frá yður, fór hún til Parísar, og þar hitti ég hana, og bjó hún síðan hjá æftingjumímn- flðalfundur SAMVINNUBANKA ÍSLANDS H.F. Samvinnubanka íslands h.f. verður hald- inn i Sambandshúsinu, Reykjavik, fimmtudaginn 27. april 1972 og hefst kl. 20.30. Dagskrá samkværrit 18. gr. samþykktar fyrir bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands h.f. Lárétt 1) Dý,- 6) Doktórinn,- 10) Bor,- 11) Blöskra,- 12) llát,- 15) Hugsa um.- Lóðrétt 2) Tré,- 3) Er hrifinn af,- 4) Kæra.- 5) Veiðitæki.- 7) Gubbað.- 8) Lærdómur - 9) Mann.- 13) Leiöi.- 14) Tafl- maður,- Ráðning á gátu Nr. 1087 Lárétt 1) Hissa.- 6) Danmörk.- 10) Dr,- 11) íl.- 12) Amerika.- 15) Hakar.- 2) Inn.- 3) Sjö.- 4) Oddar.- 5) öklar.- 7) Arm.- 8) Mör.- 9) Rik,- 13) Eta.- 14) Ima,- J~"~M “■ i ■ r ” ~w H 12 ' 15 TTÍm 1 ■ HVELL G E I R I D R E K I 1K flf liliKHi Fimmtudagur 20. apr. Sumardagurinn fyrsti 8.00 Heilsað sumri a. Ávarp formanns útvarpsráðs, Njarðar P. Njarðvik. b. Su m a r ko m ul j óð eftir Matthias Jochumsson, lesið af Herdisi Þorvaldsdóttur leikkonu. c. Vor- og sumar- lög. 9.00 Fréttir Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15. Morgunstund barnanna Sigriður Thorlacius heldur áfram að lesa „Ævintýri litla tréhestsins”, eftir Ursulu Moray Williams” (10). 9.30 Morguntónleikar: Vor i tónum. (10.10 Veður- fregnir). a.'Voriðr þáttur úr Árstiðunum eftir Vivaldi. I. Musici leika. b. Sónata 9.30 Morguntónleikar: Vor i tónum. (10.10. Veður- fregnir). 11.00 Skátaguösþjónusta i Háskólabiói. Prestur: Séra Þórir Stephensen. Organleikari: Jón Stefánsson. Skátakór syngur. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 12.50 Á frivaktinni Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.00 M iðdegistónleikar: Þromenade-tónleikar frá hollenzka útvarpinu. Létt tónlist eftir Gounod, Of- fenbach, Gastaldon. Millöcker, Vaughan Willi ams, Zeller, Boccherini o.fl. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.20 Ungt listafólk. Börn og unglingar úr skólum Reyk- javikur leika og syngja. 16.15 Veðurfregnir. Harpa gengur i garð. Jón B. Gunnlaugsson sér um sumarkomuþátt. 17.00 Barnatimi: Margrét Gunnarsdóttir stjórnar að tilhlutan Barnavinafélags- ins Sumargjafar. Börn úr 5. bekk A i Hliðarskóla flytja tvo leikþætti: „Grámann i Garðshorni” og „Láki i Ijótri klipu”, stúlkur úr Álftamýrarskóla syngja þjóðlög, börn úr Álftaborg flytja leikþáttinn „Gömlu skórnir” og lesin verður sagan „Bréfberinn litli”. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Stundarkorn með Gisla Magnússyni, pianóleikara. 18.30 Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Iiratt flýgur stund Dagskrárþáttur með blönduðu efni, hljóðritaður á Laugarvatni undir stjórn Jónasar Jónassonar. 20.40 Frá samsöng finnska stúdentakórsins Brahe Djaknar i Háskólabiói. 1. þ.m. Söngstjóri: Gottfrid Grásbeck. Einsöngvarar: Börje Láng, Viking Smeds. 21.25 Góð eru grösin. Þáttur um fjallagrös og grasaferðir i samantekt Agústu Björns- dóttur. Flytjendur með henni: Hjálmar Arnason og Loftur Asmundson. Flutt verður m.a. nýtt efni eftir Vigdisi Jónsdóttur skólastjóra og Valtý Guðmundsson bónda á Sandi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. „Vor”, smásaga eftir Unni Eiriksdóttur. Erlingur Gislason leikari les. 22.30 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÖR OG SKARTGRIPIR: KORNELÍUS JONSSON SKÖLAVÖRÐUSTlG 8 BANKASTRÆTI6 ^■»18588-18600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.