Tíminn - 06.05.1972, Síða 1

Tíminn - 06.05.1972, Síða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 WÍ1BBÍ C 101. tölublað — Laugardagur 6. mail972 — 56. árgangur. Flug- strætó norður ÞÓ—Reykjavik. Sumaráætlun Flugfélags tslands innanlands gekk I gildi 1. mai s.l. Meö auknum flugvélakosti á innanlands- leiðum verður flugið nii viða- meira en nokkru sinni fyrr i sögu félagsins. Ferðunum fjölga'r mjög mikið, t.d. verður flogið 4 sinnum á dag' fimm daga vikunnar til Akureyrar, en það eru álfka margar ferðir og áætlunar- ferðir frá BSÍ eru upp i Mos- fellssveit. Brottfarar- og komutimar breytast að nokkru vegna aukins ferðafjölda, og t.d. verður morgunferð til Akur- eyrar kl. 8 að morgni alla daga. Frá Reykjavik verður flogið til Akureyrar fjórum sinnum á dag alla daga nema þriðjudaga og laugar- daga. Til Vestmannaeyja eru tvær ferðir alla daga. Til Egilsstaða verða tvær ferðir alla daga, nema þriðjudaga, Til ísafjarðar verður flogið alla daga og tvær ferðir á miðvikudögum og laugar- dögum. Til Hafnar i Horna- firði verða ferðir alla daga Framhald á bls. 15 Vegaáætlun fyrir árin 1972-1975 komin: Rúmlega milljarður til nýrra þjóðvega á árinu Oó—Reykjavík. Lögð var fram á Alþingi í aær veaaáætlun fyrir árin 1972 til 1975. Fram kemur, að á þessu ári eru ætlaðar 1745 milli.kr. til veaamála. Til nýrra þjóövega eru ætlaðar 1 078,2 millj. kr. Þar af fara i hraðbrautir Hraðbrautaframkvæmdir á Vesturlandsvegi i fyrrasumar. (Timamynd G.E. ) Hafði Jósep ástæðu til að vera óánægður með lánið? RTkissjóður útvegar Þorgeir og Ellert h.f. á Akranesi 23 milljón króna lán vegna óhappsins í skipalyftunni EB—Reykjavík. Fram kemur i Morgunblaðinu s.I. fimmtudag, í viðtali er blaðið átti við Jósep H. Þorgeirsson, framkvæmdastjóra dráttar- brautar Þorgeirs og Ellerts á Akranesi, að rikisstjórnin hefur gefið fyrirtækinu kost á 23 milljón kr. láni, sem rikissjóður tekur og endurlánar þvi. Staðfesti Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra þetta á Alþingi i gær, þegar hann mælti þar fyrir stjórnarfrumvarpinu um lán- tökur rikissjóös vegna fram- kvæmdaáætlunar 1972. Hins veg- ar gerði fjármálaráöherra nokkr- ar athugasemdir við umrætt viö- tal Mbl. viö framkvæmdastjóra dráttabrautarinnar. En i þessu viðtali taldi framkvæmdastjórinn umrætt lán mun minna en farið hefði verið fram á, og hefði hann orðið fyrir vonbrigðum með þaö. Timinn sneri sér i gærkvöldi til Halldórs E. Sigurðssonar fjár- málaráðherra vegna þessa máls, og fer viðtalið við ráðherrann hér á eftir. Framhald á bls. 15 245,8 millj. kr.-Að öðru leyti skiptast útgjöldin þannig, að í stjórn og undirbúning fara 48,3 millj. kr„ viðhald þjóðvega 360 millj. kr„ til fjallvega og fleira 5.8 millj. kr„ til brúargerðar 74,6 millj. kr„ til sýsluvega 26,6 millj. kr„ til vega i kaup- stöðum og kauptúnum 108,9 millj. kr„ til véla- og áhaldakaupa 20 millj. kr„ til tilrauna í vegagerð 5,6 millj. kr. og til greiðslu á halla á vegaáætlun 17 millj. kr. Arið 1973 er áætlað að útgjöld til vegamála verði 1 870,4 millj. kr., árið 1974 1 992,1 millj. kr. og árið 1975 1.893,7 millj. kr. 1 athugasemdum við þings- ályktunartillöguna segir um bif- reiðaspá fram til ársins 1975: A árinu 1971 urðu innfluttar bif- reiðar 7608 alls. Hér er þó um að ræða fjölda, sem liklega er nokkru hærri en nemur venju- legri aukningu og endurnýjun bif- reiðastofnsins. Ástæðan er sú, að árin 1968 og þó sérstaklega 1969 var innflutningur mun minni en eðlilegt getur talizt og stafaði það af gengisfellingunum 1967 og 1S68, og minnkuðu rými fyrir þennan þátt i einkaneyzlu landsmanna. Árið 1970 óx innflutningur veru- lega, en var þó ekki meiri en næmi eðlilegri árlegri endurnýj- un og aukningu, þannig að ekki var bætt fyrir þá truflun á eðli- legri þróun og endurnýjun, sem varð 1968 og 1969. Af þessum sök- um fullnægði innflutningurinn 1971 að nokkru leyti þörf frá fyrri árum, og má þvi búast við^ð inn- flutningur næstu ára verði eitt- hvað minni. Framhald á bls. 15 Halldór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra Bretar hafa hug á að bjarga lítilli flugvél við Hofsjökul — og flytja hana á herminjasafn við London <x SB-Reykjavik Árið 1942 fórst hér á landi lítil flugvél úr brezka flughernum, og liggur flakið enn á slysstaðnum, sunnan undir Hofsjökli. Bret- ar hafa nú hug á að ná flakinu og flytja það til Bretlands, þar sem þetta er eina flugvél- in, sem til er af þess- tiri gerð, Fairey- Battle. Það er safn brezka flughersins (RAF), sem vill fá vélina, en ekki er búið að fá leyfi til að sækja hana. A safninu, sem verður i Hendon við London, þar sem áður var mikil flugstöð, verða einnig tvær vélbyssur,sem 4s- lenzkur fiskibátur fékk i vörp- una á Húnaflóa fyrir fjórum árum. Sendi skipstjórinn brezka sendiráðinu byssurn- ar, og var brezk flugvél, sem leið átti hér um, látin taka þær meö utan. Um flugvélina, sem liggur sunnan undir Hofsjökli, er það annars að segja, að hún er að- eins tveggja manna og mennirnir, sem voru i henni, komust lifs af og gengu til bvggða. Er Timinn frétti á skot- spðnum, að ætlunin væri að bjarga vélinni, hringdum við i Brian Holt, ræðismann Breta, til aö fá staðfestingu á þessu. Kom þá i ljós, að Holt var sjálfur með i leiðangri þeim, sem fann flugvélina árið 1952. Sagöi hann, að hún hefði þá verið mjög heilleg, og voru þegar fjarlægð úr henni öll dýrmæt tæki. Ef Bretar láta verða af þvi að bjarga Fairey-Battle vél- inni, sem þarna hefur legið i 30 ár, verður það þeim tiltölulega auðvelt, þar sem vélin er íitil og til hennar er vel bilfært nú orðið. Safn konunglega brezka flughersins hefur fram til þessa verið hingað og þangáð um Bretland, en nú er i fyrsta sinn ætlunin að safna þvi sam- an. Verið er að reisa mikla byggingu I Hendon, þar sem koma á öllu safninu fyrir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.