Tíminn - 06.05.1972, Side 7

Tíminn - 06.05.1972, Side 7
Laugardagur 6. mal 1972. TÍMINN 7 útg?fandi; FramídknarHok-kurinn i ipramkvæmdaa+Ílirií i lírlSitfártvBínftdtktsSÉin^ líjtatlótart ^rarÍrth:;:;:;::: :: : x ::: Þóirarinsson |áb)> AndréS Krlstiíínsson, Jón Höigaton,: IndrtSI:::. G. Þorsteinsson og Tómos Ksrlsson. Augtýsingastjórl: Stein- grimur Gislason. RitstiómarskrJtstofur :i : €<JdU>u5sinU/ sffTtar léadó — 5S3Q6, Skrilstofur Bankastræti 7. Afgrel5slusfmi 17A23. Auglýsingasími 195Í3. A5ror skritstofgr sim| T8300. Askriftargíald kr, ~52tfiQ á mánuSi tnnanfands. f laUsasólu kr. 15.00 4Jrvt*k«S. — BlaSaprent h.f. [ötíuAl Heimsókn Rogers Þrátt fyrir þá skrilmennsku, sem átti sér stað á miðvikudag við Árnagarð og á Bessa- staðavegi, má hiklaust telja, að heimsókn Will- ams Rogers, utanrikisráðherra Bandarikj- anna, til íslands hafi orðið gagnleg. Rogers átti hér hreinskilnar viðræður við Ólaf Jóhannesson, forsætisráðherra, Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, og Þórarin Þórarinsson, formann utanrikismálanefndar Alþingis. Mikilvægast má telja, að utanrikisráðherra Bandarikjanna lýsti þvi yfir, að Bandarikja- stjórn hefði mikla samúð og skilning á baráttu íslendinga i landhelgis- og fiskveiðimálum. Rogers sagði, að Bandarikjastjórn gerði sér ljóst, að aðstaða íslendinga i þessum málum væri einstæð vegna þess, hve háðir þeir væru fiskveiðum. Ráðherrann sagði, að Bandarikjastjórn væri reiðubúin til þess að gera það, sem hún gæti i þessu máli, þar sem hún gerði sér grein fyrir þvi sérstaka mikil- vægi, sem tengt er þessu vandamáli, að þvi er ísland varðar. íslenzku ráðherrarnir gerðu Rogers grein fyrir stefnu islenzku rikisstjórnarinnar i utan- rikis- og varnarmálum. 1 varnarmálunum lagði utanrikisráðherra t.d. áherzlu á, að Is- lendingar litu svo á, að Nato-samningurinn og varnarsamningurinn við Bandarikin frá 1951 væru tveir aðskildir samningar. Minnti hann á þá fyrirvara, sem ísland hefði gert, er það gerðist aðili að Nato 1949 og að núverandi rikis- stjórn stefndi að þvi að uppfylla skyldur sinar gagnvart Nato án þess,að hér þyrfti að dveljast erlendur her. Rogers var gerð grein fyrir ákvæðum málefnasamnings rikisstjórnarinnar i þessu sambandi og jafnframt.að þessi mál væru nú öll til könnunar i utanrikisráðuneyt- inu. Landhelgismálið hefði hins vegar algeran forgang, en óskað yrði eftir formlegum viðræð- um um endurskoðun varnarsamningsins þegar islenzka rikisstjórnin teldi sig hafa fengið næg- an tima og undirbúning til að hefja viðræður um málið. Það fer þvi eitthvað milli mála hjá þeim fréttamanni New York Times, sem hefur það eftir bandariskum aðilum, að islenzka rikis- stjórnin hefði ekki haft uppi neinár kröfur um brottflutning varnarliðsins. Eins og hér hefur verið rakið er þar um algera firru að ræða. Þau skrilslæti, sem áttu sér stað við Árna- garð og á Bessastaðavegi, er Rogers var mein- að að skoða islenzku handritin og skrill búinn benzini og naglaspjöldum hugðist hefta för ráðherrans úr landinu, eru fordæmd af öllum sæmilegum mönnum. Hér var um að ræða hóp öfgamanna, sem telur sér ofbeldisverk sæma. Gera verður viðeigandi ráðstafanir til að slikir ' hlutir, sem eiga ekkert skylt við frelsi til mót- mæla, endurtaki sig ekki. —TK ERLENT YFIRLIT Sigrar McGwern strax við fyrstu atkvæðagreiðslu? Það getur oltið á afstöðu Edward Kennedys McGovern og kona hans Næstu vikurnar verður sennilega einkum fylgzt með þvi, hver úrslit verða i þeim rikjum, þar sem fulltrúar á flokksþingið verða valdir af sérstökum þingum, en bein prófkjör fara ekki fram. McGovern stendur vel að vigi i mörgum þessara rikja, þvi að hann hefur skipulagt að fá sem flesta fulltrúa kjörna á flokksþingin þar. Hinsvegar er skipulagningin hjá Humph- rey sögð mjög i molum, enda fór hann seinna af stað. A FLOKKSÞINGI demó- krata, sem velur frambjóð- anda þeirra i forsetakosning- unum, munu eiga sæti 3016 full trúar. Það þarf þvi 1509 at- kvæði til að sigra strax i fyrstu umferð. Þær spár eru ekki að verða óalgengar, ef McGovern helduráfram sigurgöngu sinni og vinnur prófkjörin i Kali- forniu og New York, að hann hafi 1300 ákveðna fulltrúa að baki sér, þegar á flokksþingið kemur. Samkvæmt sömu spám mun Humphrey hafa 900 og Wallace 300, um 55 fulltrúar verða óbundnir eða fylgja öðr- um forsetaefnum en þessum þremur. Ef McGovern á að takast að sigra strax i fyrstu atkvæðagreiðslu, þarf hann samkvæmt þessu að ná fylgi um 200 þessara fulltrúa, sem eru óháðir eða fylgja öðrum en honum, Humphrey og Wall- ace. Þetta er ekki talið útilok- að, einkum þó ef Edward Kennedy snerist i lið með McGovern á siðustu stundu. Það er nú talið mjög sennilegt, að Kennedy muni styðja McGovern á flokksþinginu, en sennilega ekki lýsa yfir stuðn- ingi sinum fyrr en að próf- kjörunum loknum, enda mikilvægt fyrir McGovern að vinna þau á eigin spýtur. Kennedy er talinn halda enn fast við þá ákvörðun að vera ekki i framboði sjálfur. Hann er sagður kjósa McGovern helzt sem frambjóðanda flokksins, en helzt ekki geta sætt sig við Humphrey. Milli Kennedyættarinnar og Humphrey eru gamlar erjur siðan John F. Kennedy og Humphrey kepptu i prófkjör- um 1960 og ekki dró úr þeim 1964, þegar Johnson tilnefndi Humphrey sem varaforseta- efni, en Robert Kennedy mun þá hafa viljað hljóta það sæti. EFTIR prófkjörin i Ohio og Indiana, sem fóru fram siðast- liðinn þriðjudag, hafa þær lik- ur aukizt verulega, að McGovern verði kjörinn for- setaefni demókrata. Meira að segja virðist það ekki útilokað, að hann sigri strax i fyrstu at- kvæðagreiðslunni á flokks- þinginu. Það myndi kollvarpa öllum spádómum, sem uppi voru, þegar prófkjörin hófust i byrjun marzmánaðar. Þá var McGovern talinn meðal þeirra forsetaefna demókrata, sem hefðu minnstar likur til að ná útnefningu á flokksþinginu. Úrslitin i prófkjörunum i Ohio og Indiana urðu þau, að Humphrey sigraði i þeim báð- um, eins og spáð hafði verið. Hann átti að þvi leyti óhægt um vik, að hann keppti i báð- um rikjunum, en keppinautar hans aðeins i öðru þeirra eða Wallace i Indiana og McGovern i Ohio. Úrslitin I Indiana urðu þau, að Humphrey fékk 46% atkvæða, en Wallace 42%. Wallace hlaut mun meira fylgi en spáð hafði verið. 1 Ohio varð munurinn enn minni. Vegna ónákvæmi við atkvæðagreiðsluna og ágreinings, sem hefur risið vegna þess, eru fullnaðartölur enn ekki fyrir hendi, en likur benda til, að Humphrey fái um 41% atkvæðanna, en McGovern um 39%. Þessi munur getur jafnvel orðið enn minni, þegar endanleg úrslit verða kynnt. McGovern hlaut hér miklu meira fylgi en spáð hafði verið þangað til allra siðustu daga fyrir prófkjörið. Sökum þess, hve sigur Humphreys varð naumur i báðum rikjunum, hefur hann ekki orðið honum eins mikill ávinningur og ella- og Humph- rey þurfti á að halda. Hið mikla óvænta fylgi, sem McGovern hlaut i Ohio, þar sem hann hafði lltið haft sig I frammi þangað til i siðustu vikunni, mun hinsvegar reyn- ast honum mikill styrkur, að þvi að talið er. PRÓFKJÖRUM er nú lokið i ellefu rikjum, en alis fara prófkjör fram i 23 ríkjum. Segja má, að i þeim 12 rikjun- um, þar sem prófkjörin eru eftir, beinistekki mikil athygli að nema tveimur þeirra, eða prófkjörinu i Kaliforniu, sem fer fram 6. júni, og prófkjörinu i New York, sem fer fram 20. júni. McGovern hefur lagt sér- stakt kapp á undirbúninginn i þessum tveimur stærstu rikj- um Bandarikjanna. Sigri hann i báðum þeirra mun hann hafa mjög styrkt aðstöðu sina á flokksþinginu. ÝMSAR ASTÆÐUR valda þvi að sjálfsögðu, að McGovern hefur tekizt að af- sanna allar hrakspár og cr nú það forsetaefni demókrata, sem þykir orðið sigurvænleg- ast. Andstaða hans gegn Vietnamstyrjöldinni hefur verið honum ómetanlegur styrkur og stutt að þvi, að hon- um hefur verið veitt miklu meiri athygli en ella. Það varð einnig vatn á myllu hans, þeg- ar Wallace hóf ádeiluna á skattakerfið og auðhringana, þvi að McGovern gat bent á, að hann hefði flutt tillögur á þingi i þessum anda. Þá hefur það verið McGovern mikill styrkur, að hann hóf lang- fyrstur kosningabaráttuna og kom sér upp ótrúlega öflugu sjálfboðaliði, einkum meðal ungs fólks, sem var andvigt Vietnamstyrjöldinni. Það hef- ur nú verið sagt um hann, að hann hafi teflt fram fótgöngu- liði, þegar aðrir tefldu fram flughernum, en þá er átt við hljóðvarp og sjónvarp. — En þótt mikið sé til i þessu, er þetta ekki alveg rétt. Siðan sigurmöguleikar hans tóku að aukast, hefur hann verið tiður gestur i sjónvarpsfréttum og það orðið mikill styrkur fyrir hann, þvi að virðuleg fram- koma hans og glöggur mál- flutningur hefur unnið honum vaxandi tiltrú kjósenda. Það, sem McGovern á nú helzt við að striða, er að vera ekki stimplaður frambjóðandi vinstri sinna eingöngu. Ef hann á að hafa möguleika til að sigra Nixon þarfnast hann stuðnings úr hópi miðstétt- anna. McGovern leggur þvi áherzlu á, að hann sé ekki bundinn neinum kreddukenn- ingum, enda spyrji ameriskir kjósendur yfirleitt ekki um, hvort frambjóðendur séu til hægri eða vinstri, heldur hvað þeir vilji og hvernig þeir ætla að koma þvi fram. Úrslitin i Ohio benda til, að þessi mál- flutningur McGoverns falli i góðan jarðveg, þvi að hann hlaut ekki sizt óvænt fylgi i hverfunum, þar sem mið- stéttarfólk býr. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.