Tíminn - 06.05.1972, Síða 8

Tíminn - 06.05.1972, Síða 8
8 TÍMINN Laugardagur 6. mai 1972 Lir sox ára doild i Arbæjarskóla. 9 ára söngfuglar Jón Arnason, skólastjóri Það var fyrir fimm árum, að Ar- bæjarskólinn tók til starfa. Þá var hverfið þar efra orðið svo fjöl- mennt, að ekki var annars kostur en að veita þvi þessa þjónustu. Skólastjóri hins nýja skóla var valinn Jón Árnason, en hann hafði áður verið yfirkennari við Lang- holtsskólann. Frá þeim timafað skólinn tók til starfa hefur hverfið verið að byggjast og hefur hvort tveggja fylgzt að, uppbygging heimil anna og mótun stofnunar- innar. Nú eru i skólanum um 1050 nemendur á skólaskylduraldri, frá 6—14 ára. Og nú er ég staddur á skrifstofu skólastjórans, Jóns Árnasonar og hann ségir mér frá starfsháttum stofnunarinnar. Við byrjuðum fyrst i fyrra með sex ára aldursflokkinn og það hefur gefizt mjög vel. Við höfum verið nokkuð heppin með framkvæmd þeirrar starfsemi, ef til vill hagað henni dálitið á annan hátt en ýmsir aðrir, kannski þó fyrst og fremst vegna þess, að húsnæðisvandræði kröfðust gjörhygli i þvi efni. Við erum með sex ára börnin i þvi húsnæði, sem ætlað er bóka- safni og að hálfu fyrir kennara- stofu. Börnunum höfum við svo skipt i hópa og vinna tveir kenn- arar með hvern hóp. Þetta fyrir- komulag hefur gefið okkur mjög góöa raun. Út úr þessum sex ára bekkjardeildum kemur ekki fólk með sömu kunnáttu og áður úr sjö ára bekkjum, meöan skólaskyldu- takmarkið var miðað við þann ald- ur, enda ekki til þess ætlazt. En það kemur annað i þess stað. Börnin koma i sjö ára bekkinn skólavön og með allt önnur viðhorf og miklu fljótari að tileinka sér eitt og ann- að, sem þau þurfa, þannig að i það fer miklu minni timi. Það er búið að jafna aðstöðu þeirra gagnvart skólanum og námið nýtist betur. Mér virðist rétt,að allt skyldu- námið fari fram i sama skóla, en hvort lengra skuli haldið undir sama þaki er ég ekki viss um. Á aldrinum 13—14 ára eru börnin dá- litið ráðvillt og tviátta og þvi gott fyrir þau að losna ekki úr tengslum við fortið sina á þeim árum. Þessi ár, sem þú ert búinn að vinna hér, Jón, hljóta að hafa verið talsvert erfið. Samhliða kennslu- starfinu hefur þú orðið að vinna að uppbyggingu stofnunarinnar á öðr- um sviðum? — — Já, að sumu leyti hefur það verið erfitt, en einnig ánægjulegt. Lifið er aldrei erfiðis- eða árekstra- laust. Maður verður alltaf að vera undir það búinn, að einhverjir árekstrar eigi sér stað og af þeim má ýmislegt læra. Samstarf milli skólans og for- eldra þeirra barna, sem hingað sækja,hefur á margan hátt verið mjög gott. Sérstaklega hefur mað- ur mætt miklum skilningi á þeim örðugleikum, sem uppbygging skólans hefur skapað hvað starfs- aðstöðu snertir. Eflaust á það að einhverju leyti rót sina að rekja til þess, að hér i hverfinu er fólkið að byggja upp sin heimili og þekkir þvi af eigin raun hverja erfiðleika er við að glima. Hér er lika um að ræða mikið af ungu fólki og það sýnir skólanum áhuga, ef til vill mun stærri hópur en viða annars staðar þar sem allri uppbyggingu er löngu lokið. Til að byrja með er talsvert los á þeim börnum, sem hingað komu og hópurinn æði sundurleitur. En mér finnst þetta vera að breytast. Fólkið hefur fundið sér samastað. Og svo er það kerfið — það er alltaf verið að fjasa um þetta gamla úrelta kerfi eða kennslu- fyrirkomulag. Eins og öll mistök eigi þar upptök sin. Er það þin skoðun að svo sé? — Nei, alls ekki. En það er meö skólakerfið eins og annað það.sem við búum við. Það verður að þróast og laga sig eftir breyttum aðstæð- um. t þessu efni þarf að vera eöli- leg þróun — ekki bylting —. Við getum ekki rifið niður og staðið á rústunum án þess að vita að hverju er að hverfa. Kennarar við skólann eru 45, allt ungt fólk, gott fólk og áhugasamt, sem gjarnan vill reyna ýmsar nýj- ar leiðir. En það setur okkur á mörgum sviðum stólinn fyrir dyrnar, hvað við búum þröngt. Skólinn er enn ekki fullbyggður og alltof litill, sem sjá má af þvi, að við tökum til kennslunnar húsnæði, sem ætlað var til annars, og þri- setjum svo i skólann. Bekkjarkennsla er hér frá klukk- an 8 að morgni til kl. 5 siðdegis, og kennt er i hádeginu. Sérgreina- kennsla stendur svo oft yfir fram til kl. 7. Allt þetta er augljós vottur þess, að uppbygging húsnæðis hef- ur dregizt umfram það-sem æski- legt er. Kennararhafaáreiðanlega nógu strangan starfsdag. Ég held að segja megi um marga þeirra, að þeir sofni frá kennslunni siðast að kvöldi og vakni til hennar aftur fyrst að morgni. Ég skal segja þér dálitið dæmi, sem staðfestir þetta. Ég hef verið dálitið áhyggjúfullur útaf pláss- leysinu svo við gætum látið eftir löngun okkar til að taka upp ýmsa hluti, sem viö teljum, að orðið gætu til bóta. Ég var búinn að velta þessu fyrir mér lengi og ég vaknaði við lausnina i gærmorgun. Eins og ég minntist á áðan hefur hverfið hér verið i uppbyggingu og er ennþá. Það vantar þvi tilfinnan- lega ýmiss konar aðstöðu t.d. til fé lagsstarfsemi. Um jólaleytið i vetur fengum við samkomusal hér við skólann. En hann getur ekki bætt þörf hverf- isins i þessu efni. Skólahúsnæði er fyrst og fremst ætlað þeirri starf semi. Að visu gerir þetta mér mögulegt að skjóta skjólshúsi yfir smá fundahöld, yfir messur hverfisbúa og annað i svipaða átt. En dansskemmtanir eða annað þess háttar, sem ekki er beint á vegum skólans tel ég ekki eiga heima i þessu húsnæði, og hef dreg- ið þar ákveðin mörk. 1 þessum sal er nú kenndur söngur allan daginn. Heimanám? Heimanám virðist mér skila sér mun lakar en áður var. Enda svo margt fleira, sem togar unglinginn til sin og glepur t.d. sjónvarp. Vissulega gæti þarna á móti kom- ið að lengja starfsdaginn i skóla. En til þess þarf húsnæði. Vitanlega ætti það að vera takmarkið, að nemandinn fari á sinn vinnustað i skólanum að morgni, og heim aftur ekki fyrr en að þvi verki loknu, sem þjóðfélagið ætlast til af honum þann dag. Hánn á ekki fremur en aðrir starfsmenn að þurfa að taka sér dagsauka heima. Hér hef ég kynnzt mörgu ungu og skemmtilegu fólki, sem gaman er að hafa átt samskipti við og hefur Jón Stefánsson, söngkennari, kennir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.