Tíminn - 06.05.1972, Qupperneq 12

Tíminn - 06.05.1972, Qupperneq 12
12 TÍMINN Laugardagur 6. mai 1972. byrst. — þið hljótið að geta búið ykkur gott heimili i Lundúnum? — Já — já, kannski i' það, sagði Fleur hikandi. — En mamma vill áreiðanlega hafa okkurhjáséreins mikið og mögu- legt er. Ég hef verið að heiman næstum þvi heilt ár, svo það verður að teljast sanngjarnt að hún vilji sjá mig eitthvað núna. Ég lagði hönd á öxl Fleurs. — Heyrðu mig Fleur. Chris stundar ákaflega erfitt starf, og vinnutim- inn er óreglulegur, og stundum algjörlega óútreiknanlegur. Hann er ekki skrifstofumaður, sem vinnur frá niu til fjögur. Þú veröur að haga lifsvenjum þinum eftir honum, en reyndu ekki til þess að sveigja undir lifsregl- urnar á Fairfield. Hún hafði nú tekið gleði sina aftur. — O já, þetta jafnast allt saman, sagði ég til frekari hug- hreystingar. — Þú og Chris hafið þó alltaf hvort annað, ef ein nverjir i fjölskyldunni yrðu of þungir i skauti. Þaö var ekki fyrr en seinna að ég fór að velta þvi fyrir mér hversu merkilegt þetta samtal hefði i rauninni verið. Fleur hafði ekki þekkt mig nema eina klukkustund, en þó trúað mér fyrir svo miklu. Það var orðið framórðið þegar ég komst i rúmið, og ég var blátt áfram orðin dauðþreytt. Lindsay fór að afsaka það^að ég varð að liggja á divan, en ég blés nú bara á það. — Ef þú bara gætir séð aila þá bedda sem ég hef legið á i leik- förum minum, mundir þú ekki finna að þessum divan. liún horfði á mig alvarlegum augum, en svo brosti hún. — Ég gleymi alltaf að þú ert leikkona, Kay. Þú ert alveg laus við að vera leikaraleg. — Jah, ég legg það ekki i vana minn að veifa handleggjum og iesa upp skáldverk, ef það er það sem þú meinar, sagði ég fremur stutt i spuna. Raunar fannst mér ég vera farin að leika meira og minna. Þetta einstrengingslega andrúmsloft, sem umlukti mann á Fairfield var farið að fara alvarlega i taugarnar á mér. Sið- ustu daga hafði ég alltaf verið i hlutverki — mig langaði svo mikið til að öllum likaði vel við mig, og ég lagði mig alla fram til þess að reyna að skilja þau og þykja vænt um þau. Ég vildi svo gjarnan verða ein af þeim og ég hélt að mér hefði heppnazt það, en nú vissi ég að fjölskylduhring- urinn hér á Fairfield mundi aldrei leyfa nýkomnum inngöngu, heldur þvert á móti draga sig þéttar saman. Að mér sótti ósk um að komast burt héðan, kaus að vera frjáls gerða minna. Ég óskaði mér til Lundúna þar sem ég hafði kynnzt Jónatan. Ég ákvað að fara héðan i fyrramálið. Ég ætlaði að hitta Max og segja honum að hann yrði að útvega mér eitthvað að gera, hvað sem það væri. Ég var alveg búin að gleyma Lindsay, sem sat og burstaði hár sitt. Allt i einu snéri hún sér að mér. — Hvernig lizt þér á Fleur, Kay? — Hún er gjörólik fjölskyldu sinni — bæði i útliti og skapgerð, held ég. — Já, hún er öðruvisi, Fleur er uppreisnarandinn — það hefur hún verið alla tið. Ég var oröin þreytt og vildi fara að sofa. — En enginn er sá sem getur breytt þvi, sem nú er fram- komið, sagði ég stutt i spuna. — Hvort heldur sem frú Blaney likar það betur eða verr, þá er Fleur gift Chris Benthill, og er i þann veginn að byrja nýtt lif við hliðina á honum. Kannski var það skynsamlegt af henni að gifta sig formálalaust, og tilkynna það svo fjölskyldunni þegar allt var um garð gengið. Mér til undrunar fór Lindsay að gráta. öll þreyta var sem strokin af mér. Ég spratt upp úr rúminu og gekk til hennar, og tók utanum hana án þess að segja orð. Þegar ekkinn var farinn að minnka, sagði ég hægt og rólega — Geturðu sagt mér hversvegna þér liður svona illa? Hún snéri tárvotu andlitinu að mér. — ó, Kay, skiiurðu ekki að nú get ég aldrei farið héðan framar — ég get ekki yfirgefið mömmu og gifzt Eiriki eins og komið er. — Fieur kom gift heim — það varóskaplegt áfall fyrir mömmu. Min eina von var að þegar Fleur kæmi heim mundi hún dvelja hér um tima. Þá hefðum við Eirikur kannski..... og nú fóru tárin aftur að renna. — Lindsay þó, þú talar eins og að frú Blaney væri alein i heim- inum. Hún hefur þó Stellu og Doian hérna hjá sér, og Maeve. Jónatan og ég erum heldur ekki viðsfjarri. Hversvegna skyldurðu ekki geta gifzt Eiriki? —O Kay, þú skilur þetta ekki. Mamma er svo háð mér. Hún hefur verið svo dásamlega góð við mig — þau hafa öll verið svo fjarskalega fóð við mig. Hvernig i ósköpunum get ég leyft mér að fara frá mömmu nú, þegar hún þarfnast min meir en nokkru sinni fyrr? Hún hefur verið svo góð við mig, Kay, að ég fæ aldrei endurgoldið henni það sem vert er. — Vill hún að þú endurgjaldir þáö með þvi að varpa frá þér þinni eigin lifshamingju? — Ég held að það sé á þann hátt einan, sem ég get endurgoldið henni, sagði hún lágt. Ég varð reið, reglulega reið við þá konu, sem gat fengið af sér að leggja slika byrði á þá, sem elsk- uðu hana mest, og ég fylltist með- aumkvun með þessari ungu stúlku. Ég fann að nú yrði ég að velja orð min af mikilli athygli. Eitt orð getur breytt vogarskál- inni — skapað örlög. — Gæturðu virkilega gert þetta, Lindsay? Gætirðu látið manninn, sem þú elskar hverfa úr lifi þinu, og það af slikri ástæðu sem þessari? Ég held að þú sért að narra mig. Lindsay horfði skelfd á mig. — Narri þig? O, Kay, hvernig geturðu sagt annað eins og þetta. Ég héltáfram, þvi ég fann að ég hefði valið réttu leiðina. — Já, ef þú ert ekki að narra mig, þá narrar þú að minnsta kosti sjálfa þig. Þú hefur sagt mér hve frú Blaney hafi verið þér fram- úrskarandi góð — gerirðu henni ekki rangt til? Engin kona opnar heimili sitt og hjarta fyrir barni, elur það upp og elskar það, til þess svo að kasta þvi út i ógæfu fyrir lifstið. Auðvitað er hún miður sin i augnablikinu. Ég skil það vel að henni varð mikið um hið óvænta hjónaband Fleurs, en gefðu henni bara tima til að jafna sig á þvi. Hún hefur væntanlega um annað að hugsa. Bráðum. Þegar við Jónatan giftum okkur, verður mikið um að vera i fjöl- skyldunni, og kannski koma fleiri barnabörn til sögunnar fyrr en seinna. Taktu þá ákvörðun, Lindsay, að gifta þig nú á jól- unum, og láttu Eirik vita stráx i fyrramálið. Lindsay stóð á fætur og fór að ganga fram og aftur um gólfið. — Ef það væri bara svona ein- falt, Kay, Það er timinn, hraði timans...., sem veldur örðugleik- unum. Eirikur vill að við giftum okkur þegar i stað, og að ég fari með honum til Canada i lok mánaðarins. Gcturúu skilið nú hve vonlaust þetta er? Til Canada? Og ég sem hélt að ég væri búin . að leysa málið. Nú var það Lindsay, sem hafði yfirtökin. Hún stanzaði beint fyrir framan mig, og talaði nú mjög stillilega: — Eirikur og ég höfum verið skotin hvort i öðru siðustu þrjú árin. Hann hefur verið þolin- móður— ekki aðeins fyrir það, að hann er þannig i eðli sinu, heldur vegna kringumstæðnanna. Hann hefur aldrei haft góða stöðu, og á þessu litla, sem hann vann sér inn, þurfti amma hans lika að lifa. Nú er hún dáin, og hann er búinn að safna saman fé til far- arinnar. Hann á nákominn frænda i Vancouver, sem vill að hann komi vestur. Þar biður hans góð staða — og hús handa okkur. Eirikur segir að þetta sé hans stóra tækifæri og okkar beggja. Ég er viss um að honum gengur þarna allt vel, og ég hef einlægt beðið hann að biða þangað til að Fleur kæmi heim, en nú.. nú... — Já, og hvað nú, Lindsay? — Nú verður hann að fara al- einn — ég get kannski farið á eftir honum eftir eitt ár eða svo — ef hann vill þá að ég komi. Ó, Kay, sérðu ekki hvaö vonlaust þetta allt saman er? Þegar við loksins vorum komn- 1100 Lárétt 1) Land — 6) Frilla — Drykkur — 11) Fæði — Glæps — 15) Skæli — Lóðrétt 2) Blaut — 3) Þannig - Farkostir — 5) Dansa - Blunda — 8) Söngmenn - Veiðitæki — 13) Lem — Tiðum —. Ráðning á gátu No 1099 Lárétt 1) Óviti — 6) Afsakar — 10) Te — 11) NN — 12) Ullinni — 15) Astin — 10) 12) - 4) - 7) - 9) 14) Lóðrétt 2) Vos — 3) Tók — 4) Matur — 5) Ornir — 7) Fel — 8) Aki — 9) Ann — 13) Les — 14) Nei zzmzm’zz 12 ' 15 14 ------ HVELL Laugardagur 6. mai 7.00 Morgunútvarp. i viku- Iokin kl. 10.25: Þáttur með dagskrárkynningu, sima- viðtölum, veðráttuspjalli og tónleikum. Umsjónar- maður: Jón B. Gunnlaugs- son. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Víðsjá Haraldur Ólafs- son dagskrárstjóri flytur þáttinn. 15.00 Fréttir 15.15 Stanz. Jón Gauti og Árni Ólafur Lárusson stjórna þætti um umferðarmál og kynna létt lög. 15.55. Létt tónlist frá Rúmeniu. 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar. Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.00 Fréttir. Könnun á af- stöðu manna til fóstur- eyðingar, endurtekinn dag- skrárþáttur Páls Heiðars Jónssonar frá 6.des. s.l. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Söngvar i léttum dúr. Claudine syngur. 18.30 Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 í sjónhelding. Sveinn Sæmundsson talar aftur við Guðjón Vigfússon skipstjóra á Akraborg. 20.00 Hljómplöturabb. Guðmundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 20.45 Smásaga vikunnar: „Óhappið” eftir Sigriði Björnsdóttur frá Miklabæ. Hjörtur Pálsson cand. mag. les. 21.05 V ina r tó nle ika r. Strausshljómsveitin i Vinar- bore leikur . . .. 21.40 Blanda i tali og tónum. Geir Waage sér um þáttinn 22.00 Frettir“ 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR ó.maí 17.00 Slim John.Enskukennsla i sjónvarpi. 23.þáttur. 17. 30. Enska knattspyrnan 18.15 íþróttir.M.a. myndir frá Fimleikameistaramóti Is- lands. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Skýjum ofar. Brezkur gamanmyndaflokkur. Enginn verður óbarinn biskup. þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 20.50 Myndasafnið. Umsjónarmaður Helgi Skúli Kjartansson. 21.20 Drekakyn Bandarisk biómynd frá árinu 1944, byggð á samnefndri skáld- sögu eftir Nóbels-skáldkon- una Pearl S. Buck. Leik- stjórar Jack Conway og Harold S. Bucquet. Aðalhlutverk Kartharine Hepburn, Walter Huston, Aline MacMahon og Agnes Moorhead. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson Sagan gerist i kyrrsælu byggðar- lagi i Kina snemma á þessari öld. Þar hefur bændafólk um aldur búið að sinu og látið sig litlu skipta, hvað gerist handan fjallanna, sem liggja á sveitamörkunum, en verður nú skyndilega og óvænt að laga sig að nýjum að- stæðum. Japanir hafa ráðizt inn i landið og fara eins og logi yfir akur, ræna og rupla, og liða enga and- spyrnu. 23.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.