Tíminn - 06.05.1972, Side 16

Tíminn - 06.05.1972, Side 16
Silfu rnám uslysið: Átta lík til viðbótar NTB-Kellogg Atta lik fundust i gær i silfurnámunni i Idaho, sem kviknahi í fyrir nokkrum dög- um. Knn cru 50 menn lokaftir niöri i námunni, og þykja ekki miklar iikur á, aö þeir séu á lifi. Björgjunarsveitir urðu i gær að hætta við að fara niður i námuna, þegar leki myndaðist igöngunum. Aðeins 11 af þeim 32 likum, sem fundizt hafa i námunni, hafa náðst upp á yfirborð jarðar. Mennirnir, sem enn eru innilokaðir, eru að likindum .staddir 1100 metra undir yfirborðinu. Pachmann dæmdur en látinn laus NTB-Péág Tékkneski skákmeistarinn Ludek Pachman var i gær dæmdur i tveggja ára fangelsi fyrir undirróðursstarfsemi og undirbúning glæpastarfsemi gegn rikinu Rétturinn ákvað þó að láta Pachman lausan strax, vegna slæmrar heilsu hans og vegna þess, að hann hefur þegar set- ið i 11! mánuði i fangelsi og beðið þess, að mál hans yrði tekið fyrir. Pachman er 42 ár. Eitur- lyfja- laust í Kau|> mannahöfn SB-Reykjavik Undanfarna daga hefur ver- ið mikil ringulreið meðal eiturlyfjaneytenda i Kaup- mannahöfn, þvi að ekkert efni vará markaðnum. begar fjór- ir sólarhringar voru liðnir, án þess að þetta fólk fengi sitt, var ástandið orðið slikt, að læknar urðu að fara i sjúkra- vitjanir undir lögregluvernd. úað er alkunna, að forfallnir eilurlyfjasjúklingar svifast einskis til að ná i efni. Læknar voru^gabbaðir með sim- hringinum úr simaklefum og siðan setiö fyrir þeim. Brotizt var inn i fjölmörg apótek, og lögreglan hafði ekki við að aka hjálparlausu fólki á slysa- varðstofurnar, eftir að það hafði gleypt ofan i sig ein- hverjar pillur, sem það taldi að gætu komið i staðinn fyrir eilrið. Óákveðinn flugræningi NTB-Washington Farþegaflugvél af gcrðinni Bocing 727, með 56 farþega innan- borðs, lcnti i gær á Dulles-flug- velli við Washington, eftir að maður með byssu hafði tekið við stjórniuni um borð. Ilann heimtaði 300 þúsund dollara og 6 fallhlifar. Maöurinn, sem sagðist vera með sprengju i skjalatöskunni, kom inn i stjórnklefa flugvélar- innar, er hún var á leið frá Pennsylvaniu til Washington. Hann skipaði flugmanninum að lenda á Dulles-flugvelli, sem er litill flugvöllur um 40 km frá borginni. Hann gaf ekki nánari skýringu á framferði sinu, en bannaöi farþegum og áhöfn að yfirgefa vélina. Bardagar á landamærum Indlands og Pakistans Alvarlegasta brotið á vopnahléi landanna Laugardagur 6. mal NTB—Nýju Dehli Indverska fréttastofan PTI tilkynnti i gær, að pakistanskir hermenn hefðu gert árásir á ind- verskar stöðvar á Kaiyan- hæðum i Kasmirog að enn væri barizt þar. FTI segir árásir þessar alvarlegasta brotið á vopnahléinu milli landanna, sem gert vareft- ir stríðið um áramótin. Kaiyan hæðireru um 90 km sunnan við Shrinagar. Varnarmálaráðuneytið i Pakistan staðfesti síðar þessa frétt, en lagði áherzlu á, að það hefðu verið Indverjarnir, sem byrjuðu. Mannfall hafi orðið í liði beggja, en Indverjar hafi fengið liðsauka. Þess má geta, að nú er nýlokið vinsamlegum sam- ræðum Indlands og Pakistans til undirbúnings fundar þeirra Indiru Ghandi og Bhuttos forseta Pakistan, en þau ætla að hittastí Dehli um mánaða- mótin. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH oo •4 <3> Oi ta Norðanmenn undirbúa árás á Hue í skjóli óveðurs 11 I WM. ! A ■ A1 1A! A j w i Al NTB—Saigon Jafnframt þvi að svört óveðursský hrönnuðust upp á himninum yfir Hue, var tilkynnt, að skrrðdreka- sveitir norðanmanna sæjust nú bæði sunnan og norðan við borgina. óveðrið gerir það að verkum, að Bandarikja- menn geta ekki liðsinnt sunnanhernum úr lofti, en búizt er við árás á Hue mjög bráölega. A yfirborðinu virtist allt rólegt i nágrepni borgarinnar i gær, en hernaöarsérfræðingar telja, að það sé aðeins lognið á undan storminum. Norðanmenn eru 1 óða önn að skipa niöur liði sinu norðan viö borgina. Óveðrið mun "koma sér vel fyrir þá. Talsmaður bandariska land- va.rnaráöuneytisins sagði i gær, að hánn gæti ekkert sagt um, hvað bandariski hershöfðinginn i Enn næst ekki samkomulag i Bonn Vietnam, Abrams, mundi gera til að vernda menn sina. Talsmaöur- inn sagði, að þó kæmi ekki til greina, að bandariskir hermenn yrðu settir til að berjast á landi. Nixon hefur þegar tilkynnt, að fyrir 1. júli nk. verði tala banda- riskra hermanna i Vietnám komin niður i 49 þúsund menn. Sögusagnir hafa gengið dögum saman i Washington,- um að hernaðarserfræðingarnir ætli sér að setja hermenn flota- deildarinnar, sem er á Tonkin- flórá, á land. Þetta munu vera um 2000 manns. Þá sagði talsmaðurinn, að Bandarikin hefðu nú að nýju tekið i notkun flugstöð i Thailandi, sem lokuð hefur verið á annaö ár. Þá hafa Bandarikin alls 6 starfandi flugstöðvar þar i landi, og fyrir- hugað er aö bæta við 72 Phantom- sprenjuþotum. ABCDEFGH^ Hvitt: Akureyri: Svéinbjorn* Sigurðsson og, Hólmgrimur Heiðreksson. • ' ' ' » 16. leikur Reykvíkinga : Rf6 x Rd5 Lionsfélagar gáfu rannsóknatæki Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishér- aðs barst nýlega gjöf frá Lions- klúbb Keflavikur. Voru það tæki til rannsókna á blóð- og þvagsýn- um. Áætlað verðmæti tækjanna er um kr. 325 þúsund og söfnuðu Lions félagar andviröinu með sölu happdrættismiða á s.l. ári. Við gjöf þessa hefur aðstaða tii rannsókna gerbreytzt á sjúkra- húsinu, og hjá starfandi læknum i héraðinu, sem er ómetanlegt fyr- ir ibúa Suðurnesja. Með tilkomu þessara tækja hefur skapazt starfsaðstaða fyrir meinatækni við sjúkrahúsið, og mun Lúðvik Jónsson meinatæknir hefja störf við sjúkrahúsið 1. júli n.k. NTB—Bonn Fnn er það stóra spurningin, hvort griðasáttmálar V—Þýzka- lands við Pólland og Sovétrikin verða staðfestir á sarnbands- þinginu i Bonn. Brandt kanslari og Seheel utanrikisráðherra héldu nýjan fund i gær mcö Barzel, en þeirn tókst ekki að komast að samkomulagi um sameiginlega yfirlýsingu. Blaðamenn spurðu Brandt, um leið og hann kom út af fundinum, hvort menn væru nú sammála, en hann svaraði aöeins með stuttaralegu nei-i. Talsmaður stjórnarinnar, Ahlers, sagði þo, að aöeins hefði þokazt saman. Samkvæmt heimildum i Bonn vonaðist stjórnin til samkomu- lags, áður en Rogers, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, kæmi til Bonn i dag. Brandt vildi gjarna geta fullvissað Rogers um, að sáttmálarnir væru ekki lengur i hættu. Fundurinn i gær var sá þriðji siðan vantrauststillagan á stjórn Brandts var felld fyrir viku. Bæði Brandt og Barzel segja, að viðræöunum verði haldið áfram. Flugstjórinn gabbaði ræningjana: -Vélin getur ekki notað austan tjaldsbensín NTB-Ankara Flugstjóri tyrknesku flugvélar- iiinar, sem rænt var og neydd til að lenda i Sofiu, beitti hugvits- samlegu bragði lil að komast hjá að framfylgja kröfum ræningj- anna um að fljúga lengra. Er þeir miðuðu byssum sinum á hann og aðstoðarflugmanninn og skipuðu að láta setja eldsneyti á vélina, svo að hægt yrði að halda áfram til ókunns ákvörðunar- staðar, sagði flugstjórinn, að þvi miður væri það ekki hægt. Flug- vélin væri smiðuð i Bandarikjun- um og gæti þvi alls ekki flogið á búlgörsku bensini, þvi það væri eingöngu fyrir flugvélar smiðað- ar i Sovétrikjunum. Vel fer á með Goldu og Ceausescu NTB-Búkarest Golda Meir, forsætis- ráöherra israels, sem nú er i heimsókn i Rúmen- iu, ótti í gær sex tíma langan fund með Ceausescu, forseta þar. Þau ræddu um mögu- leika á aö minnka spennuna í Míð-Áustur- löndum, ásamt ýmsum öðrum alþjóðamálum. israelskir aðilar sögðu eftir fundinn, að sam- ræðurnar hefðu verið rhjög hjartanlegar, en ekkert var minnzt á, hvort samkomulag hefði náðst um nokkrar að- gerðir til að draga úr spennunni. Þau Meir og Ceausescu ætluðu að ræða aftur saman seint i gærkvöldi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.