Tíminn - 20.05.1972, Page 2
TÍMINN
Laugardagur 20. maí. 1972,
2 ,
Veggjaldið afnumið
1. jan.
t frétt hér i blaðinu i gær,
um afnám veggjaldsins á
Reykjanesbraut, var sagt, að
stjórnarandstæðingar hefðu
flutt tiliöguna um að gjaldið
yrði afnumiö. Þar var rangt
með farið. Stjórnarand-
stæðingar voru ekki einir um
fiutning þessarar tillögu, sem
samþykkt var á Alþingi á
fimmtudagskvöld. Stjórnar-
þingmennirnir Hilmar
Pétursson úr Reykjaneskjör-
dæmi, er nú situr á Alþingi i
fjarveru Jóns Skaftasonar, en
hann var fjarv. vegna setu á
fundi forsætisn. Noröurlanda-
ráðs, Björn Fr. Björnsson,
Agúst Þorvaldsson og Garðar
Sigurðsson úr Suðurlandskjör-
dæmi, voru meðflutnings-
menn að þessari tillögu.
Þessi missögn gefur og til-
efni til að rifja upp sögu þessa
máls á þvi Alþingi, er nú situr.
A öndveröu þingi fluttu þeir
Halldór S. Magnússon, er þá
átti sæti sem varamaður á
þinginu, Jón Skaftason og Gils
Guðmundsson frumvarp til
laga um,aö veggjaldið skyldi
niður falla 1. jan. n.k. Þetta
frumvarp fékk ekki af-
greiðslu.
Við afgreiðsluvegaáætlunar
stóðu svo fyrrgreindir flutn-
ingsmenn stjórnarflokkanna,
ásamt nokkrum stjórnarand-
stæðingum, aö breytingartil-
lögu viö vegáætlun, sama efn-
is og frumvarp þeirra þre-
menninganna. Þingmenn
Suðurlandskjördæmis gengu i
liö með Reyknesingum i þessu
máli. Ástæðan var sú, að
fyrirsjáanlega yrði veggjald
lagt á Austurveg, ef halda ætti
áfram innhcimtu veggjalds á
Reykjanesbraut. Hið sama
gildir auðvitað um Vestur-
landsveg, þegar hraðbraut
með varanlegu slitlagi hefur
verið gerð þar.
Breytingartillaga Vilhjálms
Hjálmarssonar, um að niður-
fellingu veggjaldsins skyldi
mætt með hækkun benzfn-
gjalds, var samþykkt aö við-
höfðu nafnakalli. Greiddu allir
stjórarsinnar þeirri tillögu at-
kvæði, að undanskildum Birni
Jónssyni. Þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins greiddu at-
kvæði á móti, en þingmenn Al-
þvðuflokksins sátu hjá.
Þetta mál var talsvert hita
mál á Alþingi og skiptar
skoöanir um það, semséstbezt
á því, aö tillagan um niöurfell-
ingu veggjaldsins var sam-
þykkt með aðeins 2ja atkvæða
mun, 27 atkvæðum gegn 25, en
7 þingmenn sátu hjá viö at-
kvæðagreiösluna. Meðal
þeirra, sem greiddu atkvæði
gegn niðurfellingunni, var
sjálfur samgönguráðherrann,
Hannibal Valdimarsson, svo
og aðrir ráðherrar.
Fálkaorðan
Fyrirsjáanlegt er, að menn
munu halda áfram deilum um
Fálkaorðuna á næsta Alþingi. j
Við umræður i Sameinuðu
þingi í gærkvöldi mælti ólafur
Jóhannesson forsætisráðherra
gegn afnámi orðunnar.
Fyrir þinginu lágu tvær til-
lögur um þetta efni. Bjarni
Guðnason lagði til að Fálka-
orðan skyldi lögö niður að
fullu og öllu. Þórarinn Þórar-
insson lagði til, að orðan yröi
aðeins veitt útlcndingum. Til-
lögurnar dagaði báðar uppi.
Eystcinn Jónsson, forseti
Sameinaðs þings, tók málið út
af dagskrá eftir ræðu forsætis-
ráðherra, þar sem mjög
margir þingmenn höföu kvatt
sér hljóðs, en þinglausnir voru
þá framundan. — TK
Árelíus
Níelsson:
Ogleymanlegur æskulýðsleiðtögi
Litir gera lífið
fjölskrúðugt#
Hversdagsleikinn í daglegu lífi er grárri en
góðu hófi gegnir.
Andstæða þessa gráma eru litir náttúrunnar,
sem vekja gleði í brjósti þess, er gengur á vit
þeirra.
Litirnir frá Hörpu standast ef til vill ekki sam-
anburð við litadýrð náttúrunnar, en þeir geta
vikið hversdagsleikanum til hliðar og hresst
upp á tilveruna.
LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN
LlF í LITUM ER ÁNÆGJULEGRA
Jón Grétar Sigurösson
héraðsdómslögmaður
Skólavörðustíg 12
Simi 18783
HARPA EINHOLTI 8
Þótt hér séu aðeins þessar
bækur nefndar eftir 01. Ricard,
ritaði hann margar fleiri. Og
sumum finnst ein af fyrstu bókum
hans, sem heitir „Kristur og
menn hans,” meðal hinna snjöll-
ustu.
En þar rikir sá andi yfir öllu,
sem gjörthefur þetta stórmenni á
vegum Guðs ógleymanlegast, en
það er æskulýðsstarf hans og sú
sérstaka hæfni, sem hann virtist
gæddur til að umgangast unga
menn og og ungt fólk yfirleitt. Og
þá ekki siður, hve vel honum tókst
að koma orðum sinum þannig
fyrir, að æskan skildi boðskap
Krists og hrifist af boðskap hans.
Einn af lærisveinum Olferts
Ricards segir frá þessum
fræðslustundum á þessa leið:
„Við minnumst hinna óviðjafnan-
legu kvöldstunda, þegar Ricard
hafði bibliulestur fyrir drengina i
unglingadeildinni og unga menn i
aðaldeildinni. Meðan hann las ‘
textapn, hugsuðu sumir: ,,Ég
held við þekkjum þetta nú,
kunnum það næstum utanað,
höfum svo oft heyrt þessa sögu.”
En vart hafði Ricard tekið til
við að útskýra og ihuga fyrr en sú
athugasemd gerði vart við sig,
sem mætti orða svo: „Ekki veit
ég, hvernig ég hef heyrt og
hlustað áður. Þetta er alveg nýtt.
Þetta hefur mér aldrei dottið i
hug fyrri”.
Nú sátum við og hlutstuðum á
þessar gamalkunnu frásagnir
með ferskum áhuga, sáum allt i
nýju ljósi. Og oft kom það fyrir,
að Ricard kom með athuga-
semdir svo sláandi og skemmti-
legar, að sannleikur og fegurð
orðánna máðist ekki úr vitundinni
framar, heldur lifði þar og vakti
og kom fram á réttu andartaki
Einn af stórmennum dönsku
kirkjunnar átti hundrað ára
afmæli um páskana. Fæddur 2.
apr. 1872.
Þetta er Olfert Ricard, sem var
allt i senn: mælskumaður, rit-
höfundur og æskulýösleiðtogi.
Hann var einn af frumherjum
þeirra kirkjulegu æskulýðssam-
taka i Danmörku, sem sr. Friörik
Friðriksson stofnaði hér á landi
og nefndi Kristilegt félag ungra
manna og allir kannast við undir
nafninu eða skammstöfuninni
KFUM.
Sr. Friðrik tók sér Olfert
Ricard mjög til fyrirmyndar i
einu og öllu og má teljast postuli
hans hér á íslandi. Báöir voru
þessir menn sterkir og sérstæðir
að persónugerð, hugsjónum,
gáfum og starfsþreki.
Og þótt fæstum eftirmönnum
þeirra i starfi hafi tekizt að feta i
þeirra slóð, þá má áreiðanlega
fullyrða, að brautryðjendastarf
þeirra i æskulýðsmálum kirkj-
unnar er hið merkasta. Og
sannarlega væri þörf á að kynna
þá, aðferðir þeirra, hugsjónir, trú
og eldmóð.betur en gert er.
Olfert Ricard tileinkaði sér
margt hið bezta i bókmenntum og
máli sinnar þjóðar og var nægi-
lega frjálslyndur til að viöur-
kenna höfuðkempur sinnar sam-
tiðar i Danmörku, meira að segja
sjálfan Brandes, sem klerkar áttu
samt fæstir samleið með.
t ritum sinum og tungutaki
varð hann fyrir áhrifum af Ander
sen Nexö, Jeppe Aakær og siðast
en ekki sizt meistaranum H.C.
Andersen.
En samt var Olfert Ricard sér
stæður og sjálfstæður rit-
höfundur. Hann var snillingur,
sem ekki þurfti að likja eftir
neinum og gerði það ekki, þótt
hann tileinkaði sér það bezta frá
krafti og anda meistaranna.
Helztu rit Olferts Ricards eru:
„Kenn oss að biðja,” sem hann
hafði sjálfur einna mestar mætur
á, ,,Lif Jesú Krists”, og „Andi
Postulakirkjunnar”.
áratugum siðar til að hugga,
blessa, hjálpa eða visa á rétta
leið”
Annar lærisveina eða áheyr-
enda Olferts Ricards lýsir
þessum timum þannig: Ég viður-
kenni gjarnan, að þessar sam-
verustundir undir leiðsögn sr.
Olferts Ricards og við hans ræðu-
stól eru einar þeirra fáu stunda,
sem ég óska að lifa upp aftur.
Aldrei hefur lifið fært mér
óblandnari unað og gleði en þessi
kvöld liðinnar æsku, aldrei hefi ég
þekkt meiri tilhlökkun en þá, sem
stýrði skrefum minum til hans.
Ég hef ennþá ekkert til saman-
burðar”.
Þannig vitna þeir einn af
öðrum, sem nutu vegsagnar og
fræðslu hjá þessum ógleyman-
lega æskulýðsleiðtoga dönsku
kirkjunnar.
Það væri ekki úr vegi, að æsku-
lýðsfræðarar nútimans jafnvel
hér úti á íslandi reyndu að
kynnast ritum hans og tileinka
sér sem mest af reynslu hans og
snilli.
FRÁ BARNASKOLUM
HAFNARFJARÐAR
Innritun þeirra 6 ára barna (fædd 1965),
sem ekki voru i 6 ára deildum barnaskól-
anna i vetur, fer fram i barnaskólunum
miðvikudaginn 24. mai kl. 14.
Fræðslustjórinn i Hafnarfirði
Stýrisendar, spindil-
kúlur,
Uppihengjur og slit-
fóðringar
i margar gerðir bila
BÍLABUÐIN .
Hverfisgötu 54, R.
simi 16765.
Til Gullfoss, Geysis
og Laugarvatns alla
daga.
Afgreiðsla B.S.í.
Simi 22300 — Ólafur
Ketilsson
LtTIL
FISKÞURRKUNARSTÖÐ
til sölu á tækifærisverði. Til-
valið fyrir duglegan mann,
sem vill vinna sjálfstætt.
Uppl. i sima 40638 eða 43138
eftir kl. 8 á kvöldin.