Tíminn - 20.05.1972, Page 3
Laugardagur 20. mai. 1972.
TÍMINN
3
Nefnd skipuð til
að endurskoða
stjórnarskrána
- Alþingi gerði í gær ályktun um málið
og kaus nefndarmennina
EB-Rcykjavik.
Alþingi ályktaði i gær, að skip-
uð skyldi 7 manna nefnd til að
endurskoða stjórnarskrána og
eru þeirkosnir af Aiþingi. Kveður
forsætisráðherra nefndina saman
til fyrsta fundar, en hún skiptir
með sér verkum eins og segir i til-
lögunni. Kaus Alþingi i gær
nefndarmennina, og skipa hana
þeir Jóhannes Eliasson, Sigurður
Gizurarson, Ragnar Arnalds,
Gunnar Thoroddsen, Ingólfur
Jónsson, Hannibal Valdimarsson
og Emil Jónsson.
Samkvæmt tillögunni ber
nefndinni að leita álist sýslu
nefnda og bæjarstjórna, lands-
hlutasambands sveitarfélaga og
landssambands stéttarfélaga.
Hún skal leita álits lagadeildar
Háskólans og Hæstaréttar um
lögfræðileg efni. Með opinberri
tilkynningu skal þeim, sem þess
kynnu að óska, gefinn kostur á að
koma á framfæri við nefndina
skriflegum og skriflega rökstudd-
um breytingartillögum við nú-
gildandi stjórnarskrá fyrir þann
tima, sem nefndin tiltekur.
Kostnaður við endurskoðunina
greiðist úr rikissjóði.
Eins og Timinn hefur áður sagt
frá, fluttu þingmennirnir Gisli
Guðmundsson og Gunnar Thor-
oddsen tillögur til þingsályktunar
um endurskoðun stjórnarskrár-
innar fyrr á þessu þingi. Þessum
tillögum var visað til allsherjar-
nefndar þingsins. Afgreiddi
nefndin tillögurnar á þann veg, að
hún sjálf flutti tillögu um endur-
skoðunina. Hin endanlega tillaga,
sem nú hefur verið greint frá, er
breytingartillaga við þá tillögu
allsherjarnefndar og var flutt af
Þórarni Þórarinssyni, Ragnari
Arnalds og Birni Jónssyni. Sam-
þykkti Alþingi þessa tillögu sam-
hljóða.
Seyðisf jörður:
Vertíðarafli þrefalt
meiri en í fyrra
ÞÓ-Reykjavik.
Vertið er fyrir nokkru lokið á
Seyðisfirði. Alls bárust þar á land
2500 lestir, sem er þrefalt meira
en kom á land á vertlðinni 1971.
Óhætt er að fullyrða, að þessi
vetrarvertið hafi gefizt mjög vel,
Alþingi slitið í dag
EB-Reykjavik.
Ekki tókst að ljúka störfum Al-
þingis i gær, eins og reiknað hafði
verið með. Hins vegar verða
þingslitin siðdegis i dag, liklega
kl. hálf fimm, samkvæmt upp-
lýsingum frá skrifstofu AÍþíngis í
gærkvöldi.
Það, sem einkum mun hafa
valdið þvi, að þingstörfum lauk
ekki i gær, voru miklar umræður
um frumvarp stjórnarinnar um
afnám visitölubindingar af lánum
húsnæðismálastjórnar, en þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, sem
vildu visa málinu frá með rök-
studdri dagskrá, héldu uppi miklu
málþófi i sambandi við frum-
varpið.
' ifflÍ""
! 18. nn. Ifi!
iiiiiiiiiiiiiiiir.....:;iiil
Ullarferð til útlanda
Þess er að vænta, að blfðviðris-
dagar hvetji til ferðalaga innan-
lands, einkum núna, þegar vorið
hrynur i bláum möttlum niður
fjallahliðarnar, og lóan æfir
kórinn með lömbum og folöldum.
Þó er hvitasunnan ekki árviss til
útilegu, og raunar enginn timi á
tslandi. En um það er ekki að
fást. Það er heldur engin ástæða
að fást um ferðalög hinna mörgu
til útlanda héðan úr islenzka
vorinu eins og það verður bezt.
Þetta er orðin venja og nokkurt
tilhlökkunarefni ungum sem
öldnum, af þvi að á þessum árum
hafa ferðalögin verið uppgötvuð
með þeim árangri m.a., aö fólk
lendir i hassi og ofbeldismálum,
en mcst auðvitað i búðum, á
þessum ferðum.
Þau ferðalög, sem tfðkuðust
einkum fyrir tima flugsins og
bílsins, hétu kaupstaðarferöir og
svo feröalög í slagtogi með land-
póstum og búferlaflutningar. Allt
þótti þetta miklum Uðindum sæta,
og stór hluti af þjóölegum fróðleik
vorra tima fjailar um það,
hvernig menn skriðu móti vindi
yfir einhverja holtavörðuheiðina,
eöa snöruðu sér úr brókunum til
aö svamla berlæraðir yfir næstu
jökulá, kannski f tólf stiga gaddi
— allt brýnar hetjudáðir, sem
ægja þeim f dag er setjast f hin
mjúku hægindi Friendships eða
Boeing og koma sveittir af
hlýindum og konfaki á leiðar-
enda. Af slikum ferðum verður
engin saga.
Einn undarlegur siður ætlar að
fylgja ferðum til útlanda, og
verða lífsseigari en ástæða var til
að ætla, en þaö er kaupnáttúruna.
Fólk kaupir bókstaflega alla
skapaða hluti utaniands, i sig og
á, eins og það sé að búa sig undir
pólferðalag. Allt er reiknað út
samkvæmt gengi og hagkvæmni,
og sé eitthvað nokkrum krónum
ódýrara i Princeys Street eða
Amsterdam en á Laugavegi 112,
Samningarnir staðfestir
en þetta er annað áriö i iangan
tima, sem gert hefur verið út á
vetrarvertið ,frá Seyðisfirði, og
gefst það ekki verr en i hinum
hefðbundnu verstöðvum.
Tveir netabátar voru gerðir út
frá Seyðisfirði i vetur, Hannes
Hafstein, sem fékk 660 lestir og
Gullberg, sem fékk 580 lestir.
Tveir trollbátar lögðu upp á
Seyðisfirði i vetur og var afli
þeirra i meðallagi. Nýi skuttogar-
inn Gullver hefur nú verið gerður
út i einn og hálfan mánuð og hefur
fengið hátt i 400 tonn. Nú siðast
kom Gullver með 50 tonn af stórri
ýsu, sem hann fékk við SA-land,
en það er frekar sjaldgæft, að
svo góðir ýsufarmar fáist.
1 sumar verða gerðir út fjórir
humarbátar frá Seyðisfirði, eru
það Hannes Hafstein, Viglundur,
Gullberg og Einar Þorðarson.
Ólafur Magnússon, sem landar
hjá Norðursild verður á trolli.
Mjög mikil atvinna er nú á
Seyðisfirði, og vantar verkafólk
sér i lagi kvenfólk. Atvinnurek-
endur á Seyöisfirði, segjast von-
ast til, að skólafólk sæki i þessa
vinnu.
Karl Kristjánsson
— hann er upphafsmaður þess á
Alþingj að láta endurskoða
stjórnarskrána. Flutti tillögu um
það á Alþingi 1966
Turninn að
koma í Ijós
OÓ-Reykjavík.
Turnspira Hallgrimskirkju er
nú að koma i ljós. Verið er að rifa
efstu vinnupaliana niður, og á
næstunni er áætlaö aö taka
timbrið utan af turninum, allt
niður i 45 metra hæð. Lokiö er við
að múrhúða og rakaverja efsta
hluta turnsins, en i sumar verður
unnið að múrhúðun neðri hlutans,
og standa vonir til, að f haust
verði turninn fullgerður aö utan
og hægt hægt verði þá aö rifa
niður alla vinnupallana.
- Þýzkaland á barmi
NTB—Bonn
Efri deild Sambandsþingsins i
Bonn samþykkti i gær að stað-
festa griðarsáttmálana við Sovét-
rikin og Pólland. Sem fyrr sátu
kristilegir demókratar hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Stjórnarkreppa er nú i Vestur-
Þýzkalandi. Kristilegir demó-
kratar hafa gert ljóst, að þeir
muni ekki auðvelda Brandt
kanslara að efna til nýrra
kosninga,og sagði Rainer Bartzel,
leiðtogi stjórnarandstööunnar, i
gær, aö þjóðin gæti ekki búið viö
leiðtoga, er hefði glatað trausti
sinu á löggjafarþingi þjóðarinnaij
og yrði Brandt þvi að segja af sér.
Aftur á móti mun Brandt sjálfur
ekki hafa i hyggju að segja af sér.
fyrir kosningar, og mun hann
hefja viðræður við stjórnarand-
stöðuna innan skamms.
Hoeneker, leiðtogi kommúnista
flokks Austur-Þýzkalands,
fagnaði i gær staðfestingu sátt-
málanna og sagöist innan
skamms hefja áður boðaðar við-
ræður viö stjórnina i Bonn.
Hoeneker sagði, að sáttmálarnir
staðfestu samþykki Vestur-Þjóð-
verja á landamærum Evrópu eins
og þau væru nú, og þar á meðal
landamæri Austur- og Vestur-
Þýzkalands. Þykist stjórnin i
Austur-Berlin þar með vera búin
að fá óformlega viðurkenningu
Bonn-stjónarinnar.
Samningarnir eiga nú aðeins
eftir aö fara fyrir Gustav Heine-
mann, forseta Sambandslýð
veldisins Þýzkalands, og mun
hann undirrita þá i næstu viku,
sennilega á föstudaginn.
1 annari NTB-frétt sagði, að
umsókn Austur-Þýzkalands um
aðild að heilbrigðisstofnun
Sameinuðu þjóðanna, WHO, heföi
verið visað frá. Vestur-Þýzka-
land, Bretland, Bandarikin og
Japan voru meðal þeirra,er vildu
Landið þitt í sérstakri ferðaútgáfu
um, auk fróðleiks um þúsundir is-
lenzkra manna, bæði lifs og liöna,
atburði, bækur og margt og
margt fleira
Fólk hefir gjarnan tekið
LANDIÐ ÞITT með sér i ferða-
lög, og slegið upp i þeim, sér til
fróðleiks og upprifjunar, þegar
það hefur komið að sögulegum
stöðum eða jarðfræðilega merk-
um, enda þótt bækurnar nokkuð
þungar og fyrirferðamiklar. Þess
vegna hafa útgefendur brugðið á
það ráð að gefa þær út i léttri og
handhægri ferðaútgáfu, svo sem
fyrr segir.
Hinar vinsælu uppsláttarbækur
um island, LANDID ÞITT, eru
komnar út I sérstaklega meöfæri-
legri ferðaútgáfu, prentaðar á
þunnan,cn sterkan pappir og káp-
an er úr plastefni, sem þolir mis-
jafna meðferö.
Svo sem kunnugt er þá, geyma
báðar bækurnar mjög ítarlegan
fróðleik um þúsundir islenzkra
staða, bæði i byggðum og óbyggð-
LEIÐRÉTTING
Tvær meinlegar villur slæddust
i greinina um afla togaranna. A
einum staö stóð, aö togararnir
væru á veiðum viö V-Grænland —
á að vera A-Grænland. A öðrum
stað stendur, að Júpiter hafi
landað 196 lestum á að vera 296.
stjórnarkreppu
fresta afgreiðslu málsins, en
austur-Evrópulöndin, þar á
meðal Sovétrikin kröfðust þess,
að Austur-Þýzkaland fengi aðild
þegar i staö.
Brezkir skip-
brotsmenn til
Reykjavíkur
ÞÓ-Reykjavfk.
Þýzka eftirlitsskipiö Fridtjof
kom til Reykjavikur i gær-
morgun, með brezku skipbrots-
mennina af togaranum Ranger
Ajax, sem brann og sökk suður af
Hvarfi á Grænlandi á fimmtudag.
Það var snemma á miðviku-
dagsmorgun, aö kviknaöi i togar-
anum. Skipverjar gerðu
itrekaöar tilraunir til að slökkva i
skipinu, en án árangurs. Fridtjof
var statt i um það bil fjögurra
stunda siglingu frá Ranger Ajax
og er það kom á staðinn, voru
skipverja á Ranger Ajax komnir i
björgunarbátana.
Reynt var að slökkva eldinn i
togaranum frá Fridjof, en þaö
reyndist erfitt, og barst eldurinn
út um allt skipið, með þeim af-
leiðingum að það sökk i gærdag.
Enginn skipsbrotsmanna mun
hafa slasazt i eldinum, en þeir
voru 26.
Tónleikar
Gunnars Kvaran
SJ-Reykjavik.
Gunnar Kvaran sellóleikari
heldur sina fyrstu tónleika i
Reykjavik á þriðjudagskvöld kl.
7.15 i Austurbæjarbiói á vegum
Tónlistarfélagsins. Siöan 1968
hefur Gunnar veriö aðstoðar-
kennari Erlings Blöndal Bengt-
son við Tónlistarskólann i Kaup-
mannahöfn og hefur getiö sér gott
orð sem sellóleikari i Danmörku.
Hann hlaut tónlistarverðlaun
Gades 1969.
Gunnar stundaði nám i Tón-
listarskólanum i Rvik, og var
aöalkennari hans Einar Vigfús
son. Siðan lærði hann hjá Erhng
Blöndal og lauk námi i einleik
aradeild Tónlistarskólans i Höfn
vorið 1971.
A efnisskrá tónleikanna á
þriöjudag eru verk eftir Schubert,
Bach, Beethoven, Han Werner
Henze og Britten.
m
þá er hluturinn keyptur, þótt hann
hafi verið til á Laugaveginum I
tiu ár og engan varðað um hann,
af því engínn hafði neitt með hann
að gera. Þessi tombóluhugur er
kannski skemmtileg tilbreyting á
ferðalaginu, en hann eykur varla
nokkru við ævigróðann.
En verzlunarnáttúran getur átt
sér fleiri rætur. t einn tima þótti
mikil hind I þvi að fara með ullina
i kaupstaðinn, og margar hjart-
næmar frásagnir hafa birzt af þvi
hvernig unglingar söfnuðu haga-
lögðum til að geta lagt inn fyrir
hnif I ullarferðinni eða ein-
hverjum öðrum kjörgrip.
Kannski rikja dagar ullarferð-
anna enn. Fólk safnar sfnum
hagalögðum og breytir þeim i
gjaldeyri og hleypir siðan heim-
draganum í leit að kjörgripunum.
Hins vegar mundi það aldrei
samþykkjafað það væri aðeins I
ullarferð til útlanda, þvi hin nýja
tið hefur að yfirskini eltingaleik
við sól og vind, einnig þótt vori
fallega á tslandi.
Svarthöfði
TILB0Ð ÓSKAST
i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið 6
manna og sendiferðabifreið, er verða
sýndar að Grensásvegi 9, miðvikudaginn
24. mai kl. 12-3.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl.
5.
Sölunefnd varnarliðseigna.
V0RUBÍLASTJ0RAFÉLAGIÐ MJÖLNIR
óskar að ráða skrifstofumann nú þegar.
Upplýsingar um starfið veittar i skrifstofu
félagsins á Selfossi. Simi 1526.
VERZLUNARHUSNÆÐI TIL LEIGU
Hefi til leigu húsnæði fyrir verzlun eða
léttan iðnað i Brautarholti 22.
Stærð ca. 135 fermetrar. Húsnæðið er laust
nú þegar. Upplýsingar gefur Jón Snæ-
bjömsson, simi 14927 og 36010.