Tíminn - 20.05.1972, Page 9

Tíminn - 20.05.1972, Page 9
Laugardagur 20. mai. 1972. TÍMINN 9 UtgefinuH; Frattiidkttarfíofckurfrtn : :: Fr«mkv*:n«Ja»ti(iri; K,flS:tfárt B«nfl'dtk<»SOtt,: RiffiíörsrtiÞórarirtB:: :: : : : : f>árariusson: ^t^ij^ ^ArtdréS:: KfW{ártíS<7rt,:: JÓrt: :H«)SiaiíÖrtv: frtdrlSi^ : :G.: :ÞorstcinsM>n og : Támfts KsrJsso«>: : A«ðiýS)rt5ta*fjórt: Ste)rt-. : : : :::::: ýrífrtur: :Oíslason::- Wltsf jórnarsk:r))S:tOfur: : í: : €<ÍCÍil)í)5SÍrtU>: : SÍflMf:: 1S2Ó0 — 19306, Skrifstofyr Bankastræfi 7. Afgn-)5s(usftTvi 111223. Augtýsingaslmi 1M23f ASrar skrjfstofvr si-m( T83O0, Áskrtffargjald kt, 22S.0O á mánuSt Innartlapds. í taUsasó1<í kr. 15,00 cJrvtaktö. — BtaSaprcrtt h.f. {ÓlUm Að þinglokum Alþingi hefur nú lokið störfum. Þingið hefur verið mjög athafnasamt. 228 mál voru lögð fram, en þingskjöl urðu tæplega eitt þús- und,eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Þetta Alþingi mótaði nýja stefnu i landsmál- um undir forystu núverandi rikisstjórnar, sem nú hefur setið 10 mánuði að völdum. Hin nýja stefna, sem þetta þing markaði, mun valda þáttaskilum i islenzku þjóðfélagi. ■ Það mál, sem hæst ris yfir öll önnur merk málefni, sem þetta þing hefur afgreitt, er þó ályktun Alþingis um útfærslu íslenzkrar fisk- veiðilögsögu i 50 sjómilur þann 1. sept. n.k. Sú ályktun varð og Alþingi sjálfu til sérstakrar reisnar. Við þá ákvörðun gerðist sá einstæði at- burður, að allir þingmenn, 60 að tölu, greiddu ályktuninni atkvæði, og innsigluðu þar með órofa samstöðu og eindreginn þjóðarvilja i þessu mesta lifshagsmunamáli islenzku þjóð- arinnar. Þessi eining mun verða okkur mestur styrkur i þeirri baráttu, sem framundan er við öfluga andstæðinga. ■ Þá markaði þetta þing og þáttaskil i kjaramálum með þeirri löggjöf, sem sett var i sambandi við kjarasamningana, er gerðir voru i desember. Lögfest var 40 stunda vinnuvika og 4 vikna orlof. ■ Leiðrétt sú skerðing á kaupgjaldsvisitölu, sem fyrrverandi rikisstjórn lögfesti. ■ Lögbundin skerðing á kjörum sjómanna afnumin, og sjómannakjörin bætt með öðrum ráðstöfunum að auki. ■ Sett var löggjöf um Framkvæmdastofnun ríkisins, er skal hafa á hendi frumkvæði i at- vinnumálum og heildarstjórn fjárfestingar- mála, gera áætlanir til lengri tima um þróun þjóðarbúsins og framkvæmdaáætlanir til skemmri tima, auk þess sem stofnunin fer með forsjá þeirra sjóða, sem henni eru fengnir til umráða. ■ Sett löggjöf til að tryggja stórfellda efl- ingu fiskiskipaflotans, og ráðstafanir gerðar til eflingar innlendum skipasmiðum. ■ Sett löggjöf um sölustofnun niðursuðuiðn- aðarins og lagmetisiðju rikisins á Siglufirði. ■ Ný jarðræktarlög lögfest. ■ Vegaáætlun til fjögurra ára. ■ Mótuð ákveðin stefna i raforkumálum. ■ Löggjöf sett um stórhækkun elli- og ör- orkubóta og tryggingu lágmarkslauna lifeyris- þega. ■ Ný skattalög sett og persónuskattar af- numdir. ■ Löggjöf sett til tryggingar jafnari mennt- unaraðstöðu ungmenna. ■ Breytingar gerðar á læknaskipunarlögum til að leysa úr vandræðum læknislausra hér- aða. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur þeirra mörgu merku mála, sem þetta Alþingi afgreiddi. Af þvi, sem hér hefur verið talið, sést þó glöggt, að þetta þing hefur markað merk spor i sögu lands og þjóðar. —TK Barry Goldwayer öldungadeildarþingmaður: Mikilvægast að missa ekki kímnigáfuna Frambjóðandinn verður að brosa, hvernig sem honum er innanbrjósts Nixon ofreyndi sig I forsetakosningunum 1960 og varö brátt þreytulegur aö sjá og dómgreind hans sijóvgaöist. 1 eftirfarandi grein lýsir Barry Goldwater öldungadeildarþing- maður, sem var frambjóðandi repu- blikana i forsetakosn- ingunum 1964, þvi mikla likamlega og andlega erfiði, sem fylgir þvi að vera for- setaefni i Banda- rikjunum. Fyrst þarf að keppa i mörgum prófkjörum, og siðan i forsetakosningunum sjálfum. Það þarf mikið, bæði andlegt og likamlegt þrek til að standast þá þolraun. Hefst svo grein Gold- waters: FJARRI fer þvi, aö þátt- takendurnir i núverandi for- kosningum fyrir forseta- kosningarnar i Banda- rikjunum séu komnir yfi’r erfiðasta hjallann. Enn sem komið er hafa þeir meiri áhyggjur af heilsu sinni og likamlegu þoli en hinu, hve mörgum kjörmannaatkvæðum þeir muni hafa yfir að ráða á flokksþinginu. I þessu efni veit ég vel, um hvað ég er að tala. Ég hef orðið að þola þessa eldraun sjálfur. Kosningabarátta min fyrir forsetakosningarnar var endalaus röð langra daga og stuttra nátta. Hver lang- dregna ráðstefnan rak aðra, tauga-spennan var ákaflega mikil, allar áætlanir fóru si- fellt úr skorðum.og ég varð að stýfa kaldan miðdegismatinn úr hnefa standandi. HEILT ár var tilveran einn þeytisprettur, og suma dagana varð ég að flytja allt að 26 ræðum og þrýsta 5000 hendur. Sigrar og ósigrar skiptust á i sifelldu, en þessu ári er ómögulegt að gleyma. Ég mun þó aldrei sjá eftir að hafa reynt þetta, en ég mun heldur aldrei óska þess að lifa þetta ár upp aftur. Mér er ómögulegt að lýsa heilu kosningaári, allt frá upp- hafi forkosninganna i New Hampshire til hinnar endan- legu atkvæðagreiðslu i nóvember. Eldraun er ég held það orð, sem næst kemst hinu rétta. Kosningaaöferðirnar eru ákaflega klunnalegar og úr- eltar og þrautin, sem kjósendurnir láta um- sækjendurna um Hvita húsið leysa af hendi fjórða hvert ár, er i raun réttri ekkert annað en tröllaukið hindrunar- hlaup. KOSNINGABARATTU minni lauk með ósigri haustið 1964. Siðan þá hafa stjórn- mála- og blaðamenn alltaf öðru hverju spurt mig, hvaða ráð ég vildi gefa þeim, sem væru nýlagðir af stað i þá löngu göngu eða komnir nokkuð áleiðis. Vitaskuld gæti ég sagt þeim sitt af hverju, svo sem hvernig eigi að fara að þvi að þrýsta 5000 hendur ádag.án þess aö fá vöðvakrampa. Ég gæti einnig ráðlagt þeim.hvað þeir ættu að borða og hve mikils svefns þeir ættu að krefjast skilyrðis- laust. Stundum væri rétt að leita læknis, og meira að segja ætla. ég a& leyfa mér að segja, að ekki spillti neinu að leita til sál fræðings áður en farið er að berjast fyrir þvi að verða kjörinn forseti. EITT tel ég þó brýnna fyrir væntanleganframbjóðanda en allt annað, en það er að varð- veita kimnigáfuna, á hverju sem gengur. Missi fram- bjóðandi kimnigáfuna meðan kosingabaráttan stendur sem hæst, er hann gersamlega glataður. Ekki ætti að þurfa að taka fram, að séu á dagskránni t.d. tveir blaðamannafundir og tuttugu ræður eða svo, getur varla hjá þvi farið, að meltingarfærunum og radd- böndunum verði ofboðið. Einna raunalegast er, hve allur almenningur ber litið skyn á, hvað kosningabarátta hlýtur að hafa i för með sér. Aheyrendur geta til dæmis ekki með nokkru móti skilið, hvernig á , þvi geti staðiö, aö frambjóðandi komi of seint á auglýstan fund. Verði frambjóöandi að láta áér nægja stuttu ræðu vegna þess, að hann þurfi að koma fram á fjölmennari fundi siðar, hlýtur það alveg óhjákvæmilega að valda mis- skilningi. SATT að segja veit ég ekkl hvernig fara ætti að þvi að halda meltingunni i lagi og tryggja nægilegan svefn. Nægileg hvild er sér- hverjum frambjóðanda ákaf- lega nauðsynleg. Of litil hvild slævir ekki aðeins dóm- greindina, heldur fer ekki hjá þvi4að taugakerfið láti á sjá. Sérhver frambjóðandi hlýtur f ljétlega að sannfærast um, að almenningur ætlast til, að hann brosi, hvernig svo sem honum kann að vera innan- brjósts. Frambjóðandi,sem hefir all- lengi háð ákafa kosninga- baráttu og búið við missvefn, verður oft önuglyndur, hættir ti. l að stökkva upp á nef áér af smávægilegu tilefni. ÉG held, að Richard Nixon hafi þjáðst af ofþreytu i bæði skiptin, sem hann háði kosningabaráttu. í kosningunum 1960 vildi hann umfram allt koma i hvert einasta fylki i Banda- rikjunum. Þetta reyndist ill- framkvæmanlegt, enda varð hann von bráðar þreytulegur að sjá og dómgreind hans sljóvgaðist. Frambjóðandi við forseta- kosningar verður að vera við öllu mögulegu búinn, hver svo sem stjórnmálaskoðun hans kann að vera. í kosningabar- áttunni 1964 var svo að siá um skeið, að tafir teldust fremur regla en undantekning. Lög- reglulið i hinum ýmsu borgum, eða fulltrúar rikis- lögreglunnar, vöruðu okkur alveg ótrúlega oft við hugsan- legum sprengingum og alls konar tilraunum til árása. EGGIN gömlu,sem varpað var að mér I New Hampshire og Kaliforniu, liða me'r ekki úr minni. Eitt sinn lenti ég i mannþrönginni og önnur ermin rifnaði af jakkanum minum. Ég get ekki með nokkru móti munað, hve margir ermahnappar urðu minjagripasöfnurunum að bráð. ri En þetta allt,og miklu meira, er eðlilegur hluti af hinúm umfangsmikla, bandariska hrikaleik. Hann er hrjúfur, ruglandi og óneitanlega þreytandi, en eigi að siður hrifandi á stundum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.