Tíminn - 31.05.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 31. niai. 1972.
TÍMINN
5
STRANGT AÐHALD í ÚTLAN-
UM BANKANNA
- sagði bankastjórn Landsbankans á blaðamannafundi i gær
TK—Reykjavik.
Ljóst er, að bankarnir
munu þurfa að gera sér
stakar ráðstafanir tii að
hamla gegn útlánum á
þessu ári. Þetta kom fram
á blaða manna fundi í
Landsbanka íslands í gær,
er bankastjórn bankans
ásamt formanni bankaráðs
gerðu blaðamönnum grein
fyrir ársskýrslu bankans
fyrir árið 1971. Tilraunir
Seðlabankans og viðskipta-
bankanna til að hafa hemil
á útlánum með nýju sam-
komulagi sín á milli báru
ekki tilætlaðan árangur á
árinu 1970og 1971. Nú hefur
verið gert nýtt samkomu-
lag mílli Seðlabankans og
viðskiptabankanna um
nýjar aðferðir til að hamla
gegn útlánaaukningunni.
Heildarútlán innlánsstofn-
ana jukust um 22% á síð-
asta ári og sagði banka-
stjórn Landsbankans, að nú
væri stefnt að þvi, að þau
ykust mun minna. Um
ástæðurnar fyrir þessari
þróun segir m.a. í skýrslu
Landsbanka Islands, að
beitt hefði verið bráða-
birgðaaðgerðum, þar til
unnt yrði að móta almenna
og stranga aðhaldsstefnu i
öllum greinum efnahags-
mála. Slík stefna hafi þó
ekki komið til fram-
kvæmda á árinu 1971 og til-
raunir Seðlabankans og
viðskiptabankanna til að
hafa hemil á útlánum það
ár hafi borið enn minni
árangur en árið áður. Nýir
kjarasamningar í lok ársins
hafi stuðlað að enn aukinni
þenslu, enda þótt þeir
hefðu bæði verið hóflegri
en á hefði horfzt og gerðir
til lengri tima en áður hefði
verið venja. ,,Þau miklu
vandamál i efnahagsmál-
um, sem uppgangstímar
undanfarinna ára hafa bor-
ið í skauti sínu, bíða því enn
lausnar í öllum aðalatrið-
um".
Um rekstur Landsbankans á
árinu 1971 er þetta að segja:
Starfsemi Landsbankans óx ört
á árinu 1971. Innlán og útlán juk-
ust meira en oftast nær áður.
Heildarveltan nam 555 milljörð-
um króna og hafði aukizt um 32 á
árinu, en afgreiðslur urðu 5 millj-
ónir talsins, sem svarar til 19%
aukningar frá fyrra ári.
Innlán
Innlán Landsbankans jukust
um 1.185 millj. kr. á árinu 1971,
eða 21%. Spariinnlán hækkuðu
um 845 millj. kr. i 4.948 millj. kr.,
eða um 21%. Var þetta nokkru
minni aukning hlutfallslega en
árið áður, þegar hún nam 25%.
Aukning spariinnlána varð örari
en venja er til á fyrstu 7 mán-
uðum ársins, en siðan dró úr
vextinum, og á siðustu 2 mán-
uðum ársins lækkuðu innlánin, sé
tillit ekki tekið til vaxta. Veltiinn-
lán hækkuðu um 340 millj. kr., eða
22%. Var þetta svipað og á siðast-
liðnu ári, 21%. Veltiinnlán voru
óvenju miklum sveiflum háð á ár-
inu. Þau uxu ört fram i ágúst-
mánuð, en lækkuðu snöggt sið
ustu fjóra mánuðina.
nokkru leyti i stöðunni gagnvart
útlöndum.
Um áramótin var inneign á við-
skiptareikningi við Seðlabankann
Gmillj. kr. og hafði lækkað um 56
millj. kr. á árinu. Jafnframt
námu sérstakar umsamdar
versnaði ekki um of. Var gert
samkomulag um það á milli
Seðlabankans og viðskiptabank-
anna bæði árin 1970 og 1971 að
stefna að þvi. að útlánaaukning
færi ekki fram úr vissu marki.
Hvorugt árið tókst að ná settum
markmiðum, enda þótt sam-
komulagið eigi að siður hafi stuðl-
að að þvi að halda útlánaaukn-
ingu i nokkrum skefjum.
Lausafjárstaða Landsbankans
var. eins og að framan greinir,
orðin mjög erfið um siðastliðin
áramót. Enda þótt hún batni fyrri
hluta árs 1972, benda almennar
bankinn yrði nú frekar en áður
hefði verið gert, að skoða um-
sóknir einstaklinga um vixillán i
þvi ljósi.
Bankastjórnin væri staðráðinn i
að hamla gegn útlánaaukning-
unni. Hún hlyti samt sem áður að
verða umtalsverð. 1 samkomu-
laginu við Seðlabankann 1970 var
stefnt að þvi að takmarka hana
við 14% og á árinu 1971 við 12%.
Raunin varð hins vegar sú, að hún
varð 20% bæði árin. Nú væri ekki
samkomulag um ákveðna
prósentu heldur stefnt að þvi að
ná ákveðnum markmiðum i
Bankastjórn Landsbankans og blaðamenn á fundi i gær. F.v. Sig'ur björn Sigtryggsson aðstoðarbankastjóri, Jónas llaralz bankastjóri,
llelgi Bergs bankastjóri, Baldvin Jónsson formaður bankaráðs, Björgvin Vilmundarson bankastjóri og Uunnlaugur Kristjánsson að-
stoðarbankastjóri.
Útlán
Heildarútlán Landsbankans
námu 7.372 millj. kr. i árslok 1971
og höfðu aukizt um 1.375
millj. kr. á árinu, eða um 23%.
Var þetta nokkru meiri aukning
en á árinu 1970, sem var 1.051
millj. kr., 21%. Eins og oft áður
varð útlánaaukningin mest tii
sjávarútvegs, 405 millj. kr. Var
hér að nokkru um að ræða aukin
afurðalán vegna birgðaaukningar
á árinu. Enn fremur voru lánaðar
verulegar upphæðir út á væntan-
leg stofnlán vegna óvenju mik-
illar fjárfestingar i vinnslustöðv-
um. Útlán bankans til landbún-
aðar lækkuðu hinsvegar litið eitt
á árinu, eða um 12 millj. kr., enda
hafði aukning þeirra orðið óvenju
miki! árið áður. Útlán bankans til
verzlunar, iðnaðar og ibúðar-
bygginga héldu áfram að vaxa á
árinu 1971 samhliða ört vaxandi
starfsemi i þessum greinum.
Aukningin nam 232 millj. kr. til
verzlunar, 176 millj. kr. til iðn-
aðar og 181 millj. kr. til ibúða-
bygginga. Auk þess jukust lán
bankans til Framkvæmdasjóðs
tslands vegna fjárfestingarlána-
sjóða og framkvæmdaáætlunar
rikisstjórnarinnar um 106 millj.
kr. á árinu.
Af heildarútlánum bankans i
árslok 1971 voru 23% bundin i
sjávarútvegi, 19% i verzlun, 12% i
iðnaði og 11% i landbúnaði, 7%
höfðu gengið til fjárfestingar
lánastofnana og 8% til rikis- og
sveitarfélaga.
Lausafjárstaöan
Lausafjárstaða bankans, sem
Kafði verið hagstæðari um mitt
árið 1970 en nokkru sinni fyrr,tók
þá að versna. Hélt sú þróun
áfram fyrri hluta árs 1971, þrátt
fyrir öra aukningu innlána á
sama tima. Um og eftir miðbik
ársins batnaði lausafjárstaðan á
ný, en siðari hluta árs, þegar tók
fyrir vöxt innlána, versnaði
lausafjárstaðan aftur, einkum þó
i desembermánuði. Lauk árinu i
81 millj. kr. neikvæðra lausafjár
stöðu, samanborið við 218 millj.
kr. jákvæða stöðu i ársbyrjun.
Versnandi lausafjárstaða
bankans kom fyrst og fremst
fram i breyttri stöðu gagnvart
Seðlabanka, en jafnframt að
skuldir við Seðlabankann til
skamms tima 239 millj. kr. Nettó-
inneign bankans erlendis var 128
millj. kr. um áramótin og hafði
lækkað um 16 millj. kr. á árinu.
Rekstur og Hagur
Afkoma bankans á árinu 1971
varð álika góð og árið áður.
Tekjuafgangur auk vaxta af eigin
fé, varð 50 millj. kr samanborið
við 52 millj. kr. 1970. Eigið fé
bankans nam 900 millj. kr. i árs-
lok 1971 og hafði hækkað um 70
millj. kr. á árinu.
Byggingar
Ráðstafað var 36 millj. kr. úr
húsbyggingarsjóði, enda voru
byggingarframkvæmdir á vegum
bankans meiri en áður hafa verið
á einu ári.
Erfið afkoma hefur á undan-
förnum árum verið islenzkum
bönkum ærið áhyggjuefni. Sökum
hagstæðrar eiginfjárstöðu bank-
ans hefur. afkoma Landsbankans
verið mun betri en annarra
banka. Eigi að siður hefur eigið fé
bankans á undanförnum árum
farið lækkandi i samanburði við
bæði innlán hans og heildareignir.
Traust bankans erlendis byggist
meðal annars á hagstæðri eigin-
fjárstöðu og skiptir það því miklu
máli, að afkoman sé nægilega góð
til að sú staða geti haldizt.
Horfur
Versnandi lausafjárstaða
Landsbankans að undanförnu
mun mjög torvelda starfsemi
hans á árinu 1972. Stafar óhag-
stæð breyting lausafjárstöðu ann-
ars vegar af almennri þróun
efnahagsmála en hins vegar af
mikilli aukningu útlána á árunum
1970 og 1971. Sú aukning á aftur á
móti fyrst og fremst rót sína að
rekja til mjög aukinnar fram-
leiðslu i sjávarútvegi og iðnaði á
undanförnum árum samfara
mikilli aukningu verzlunar, ann-
arrar þjónustustarfsemi, mann-
virkjagerðar og bygginga.
Ljóst var þegar á árinu 1970, að
nauðsyn bæri til að draga úr út-
lánaaukningu viðskiptabank-
anna. Kom hér til hvort tveggja i
senn, almenn efnahagsleg rök og
mikilvægi þess fyrir bankana
sjálfa, að lausafjárstaða þeirra
horfur i efnahagsmálum eindreg-
ið til þess, að hún muni versna
enn siðari hluta ársins. Er þvi
Landsbankanum, sem og öörum
bönkum, nauðugur einn kostur að
gæta ýtrasta aðhalds i útlánum á
öllu árinu 1972, enda hnigur tillit
til almennra efnahagslegra
sjónarmiða i þá sömu átt.
Á hverjum bitna
útlánahömlurnar?
A blaðamannafundinum með
bankastjórum Landsbankans
kom fram, að bankinn myndi við
framkvæmd þeirra hamla gegn
útlánaaukningu, fyrst og fremst
telja það skyldu sina að svara
þeirri auknu rekstrarfjárþörf,
sem nú væri hjá sjárvarútvegi,
landbúnaði og iðnaði. Hins vegar
væri það skoðun bankastjórn-
arinnar,að verzlunin hefði meira
svigrúm en aðrir atvinnuvegir
til að mæta þeim erfiðleikum,
sem nú væri við að etja. Hún gæti
dregið úr framkvæmdur, haft
stjórn á birgðum o.fl.
Aðspurðir hvernig hömlur gegn
útlánaaukningu bankans myndu
bitna á hinum almenna viðskipta-
manni úr hópi almennings, sagði
bankastjórnin,að þeir, sem lengi
heföu skipt við bankann og haft
þar sin sparisjóðsviðskipti,
myndu ganga þar fyrir. Lands-
(Timamynd Uunnar)
starfsemi bankans i samráði við
Seðlabankann.
Landsbankinn stefndi nú að
bættri lausafjárstöðu til að
tryggja hag sinn, og miðað við er-
lenda banka, sem veittu svipaða
þjónustu, væri þóknun sú, sem
bankinn tæki, lág. 1 endurskoðun
væri gjaldskrá bankans fyrir
veitta þjónustu.
Jafn stór öllum
hinum til samans
Um hlutfall Landsbankans i
viðskiptum viðskiptabankanna
upplýsti bankastjórnin, að Lands-
bankinn hefði um 40%, af spari-
innlánunum, 50% af veltiinnlán-
unum og 46%> af útlánunum. Þessi
prósenta hefur litið breytzt
undanfarin 3 ár. Landsbankinn er
þvi næstum eins stór og allir hinir
viðskiptabankarnir til samans.
Bankastjórnin kvað það skoðun
sina, að skynsamlegt væri að
fækka viðskiptabönkunum og upp
risi einn öflugur banki við hlið
Landsbankans. 1 þessu sambandi
er rétt aö upplýsa, að Útvegs-
bankinn og Búnaðarbankinn hafa
samanlagt 35,6% af spariinnlán
unum, 35,1% af veltiinnlánunum
og 36,4% af útlánunum. Þetta
þýðir, aö rikisbankarnir hafa nú
samtals 82,4% af heildarútlánum
bankanna.
Bráðum fást
íslenzkir tómatar
SJ—Reykjavik.
Heldur litið er ennþá um innlent
grænmeti i verzlunum samkvæmt
upplýsingum frá Sölufélagi garð-
yrkjumanna. Veturinn var heldur
dimmur, þótt veðrátta væri góð,
og tafði það uppskeruna. Gúrkur,
salat og steinselja eru þó á boð-
stólnum, og á sama verði og i
fyrra, þ.e.a.s. i rauninni á
10—15% lægra verði, ef miðað er
við þær verðhækkanir, sem orðið
hafa á flestum vörum. Grænmet-
ið var dýrara fyrst eftir að það
kom á markað, en verðið hefur nú
lækkað með auknu framboði.
Nokkrir kassar af tómötum hafa
borizt til Sölufélagsins, og ætti að
fara að styttast i.að nóg verði til
af islenzkum tómötum i verzlun-
um.
Óska eftir að kaupa
notað reiðhjól
Simi 99-5658 til
sunnudagskvölds.