Tíminn - 31.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.05.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. mai. 1972. TÍMINN 3 PENINGASTOFNANIR OG VERÐBRÉFASALAR TÓKU HELMING SPARISKÍRTEIN- ANNA TIL SÖLU í GÆR Sala spariskirteina rikissjóðs i 2. flokki 1972 hófst þriðjudaginn 30. mai. Nam útboðið 300 millj. króna. Þegar á fyrsta degi höfðu peningastofnanir og verðbréfa- salar tekið til sölu um helming útboðsins. Nú er i fyrsta sinn boðin út i einu veruleg fjárhæð. Hafa út- gáfur til þessa verið all miklu • / GRALUÐUBATAR BÚA SIG Á VEIÐAR 200 bátar komnir á humar ÞÓ—Reykjavik. Grálúðubátar eru nú sem óðast að búa sig til veiða, en ekki er al- mennt reiknað með, að þeir haldi á miðin fyrr en eftir helgi, enda fer grálúðan ekki almennt að gefa sig fyrr en um miðjan næsta mánuð. Vitað er, að margir Vest- fjarðabátar munu halda til grálúðuveiða, og einnig fara Sunnlend- ingar og Austfirðingar til þessara veiða. Þrir bátar eru nú farnir til linu- veiða við Grænland, en ekki er vitað um aflabrögð hjá þeim. Hinsvegar er vitað, að is hefur ekki orðið þeim til trafala, eins og oft áður, enda eru ein 7 ár siðan jafn litill is hefur verið á miðun- um við Grænland. Nú eru komnir um 200 bátar á humarveiðar, og þykirmörgúm það vera orðin iskyggilega há tala, þar sem bátarnir eru nú um 60 fleiri en i fyrra, og þar að auki hefur meðal rúmlestatalan stækkað mikið. Afli humarbát- anna hefur verið ærið misjafn. Við S—Austurland hefur hann verið sæmilegur og góður hjá mörgum, en við S—Vesturland hefur bræla háð veiðunum mikið, og afli þar að leiðandi verið litill. Búið er að veita 35 bátum leyfi til rækjuveiða á Eldeyjarsvæð- inu, og munu 30 vera byrjaðir veiðar. Rækjan hefur verið blönd- uð, en aflabrögð hafa verið sæmi- leg. Hafa bátarnir fengið allt upp i 3 tonn i veiðiferð. Vélskólanum slitið í 57. sinn VÉLAR A ÞJÓÐ- MINJASAFNIÐ ÞÓ—Reykjavik. Vélskóla tslands var sagt upp i 57. skipti s.l. laugardag. Úr skól- anum útskrifuðust að þessu sinni, alls 261 vélstjóri, þar af útskrif- uðust 33 úr 4. stigi, 63 úr 3. stigi, 84 úr 2. stigi og 81 úr 1. stigi. Skólinn starfaði á þremum stöðum á landinu i vetur, i Reykjavik og á Akureyri og i Vestmannaeyjum, en á þessum tveim siðari stöðum var 1. og 2. stig skólans starfrækt. Skólastjórinn, Andrés Guðjóns- son sagði m.a. i skólaslitarræðu sinni: ,,Nú eygjum við lausn á húsnæðisvandamálum skólans. Neita varð allmörgum um skóla- vist s.l. vetur, en ráðamenn fræðslumála hafa sagt við mig, að slikt megi ekki eiga sér stað, enda væri erfitt að forsvara það, þar sem alltaf er skortur á vé.lstjór- um. Mun hann sýnilega aukast, þar eð nú er fyrirsjánanleg mikil aukning á skipastóli lands manna, m.a. með tilkomu hinna nýju skuttogara. Nú er hafin nýbygging austan við skólann og verður hluti hennar væntanlega tilbúinn til notkunar i haust, og fær skólinn þar m.a. raftækjasal. Þangað verður flutt öll verkleg kennsla i rafmagnsfræði. Gamla raf- tækjasalnum verður breytt i kennslustofur. Einnig er ætlunin, að skólafélag Vélskólanema fái þar skrifstofu eða litið fundar- herbergi. 1 nýbyggingunni verður auk tækjasala fyrirlestrarsalur og kennslustofur. Vegna þrengsla i vélasölum, verðum við, sagði Andres, ,, að losa okkur við elztu vélarnar. Við erum löngu hættir að nota þær við kennsluna. Þær eru orðnar það gamlar, að þær eru nú hreinir forngripir, enda hefur nú verið ákveðið, að þær verði afhentar Þjóðminjasafni til varðveizlu.” 1 lok ræðu sinnar sagði Andrés: ,,Ef til vill þykir ráðamönnum fjárveitinga rikisins upphæðir þær allháar, sem skólinn fer fram á' til tækjakaupa, en þá vil ég minna á það, hve mikil þau verð- mæti eruf sem vélstjórar hafa undir höndum, þegar þeir koma til starfa. Til dæmis: aðeins stjórntæki vegna sjálvirkniút- búnaðar í einu af nýjustu skipum Eimskipafélags tslands, kostaði um 8 milljónir króna: skuttogari af minni gerðinni kostar um 100 milljónir kr., stærri togari 150—200 milljónir. Þess vegna tel ég það fremur hógværa kröfu að fá næstu fjárlögum 10 milljónir til tækjakaupa fyrir skólann." 12fastráðnir kennarar störfuðu við skólann i vetur, og að auki 15 stundakennarar. minni og því ekki náð sem skyldi út til almennings. Aðalkostir spariskirteina rtkissjóðs eru: að þau eru eina verðtryggða sparnaðarformið, sem á boðstól- um er, að höfuðstóll tvöfaldast með vöxtum á 14 árum, en skirteinin eru innleysanleg hvenær sem er eftir fimm á, að góður almennur markaður nefur skapazt með skirteinin, að höfuðstóll, vextir og vaxta- vextir eru verðtryggðir, að þau jafngilda fjárfestingu á fasteign, en eru fyrirhafnar— og áhyggjulaus, að þau eru nafnskráð, en eftir sem áður skatt— og framtals- frjáls. Allar uppiýsingar eru veittar hjá bönkum, sparisjóðum og verðbréfasölum. Peningastofn- anir veita og þá þjónustu að geyma skirteinin gegn vægu gjaldi og annast umsjón og inn- heimtu þeirra, þegar eigandi óskar. (Frá Seðlabankanum) I isL t II kmM Stangaveiðin byr.iar á morgun. Veiðileyfin kosta frá kr. 200 — 7900. l.axveiði á stöng liefst á morgun, með þvi að byrjað verður að veiða i Norðurá i Borgarfirði og i Miðfjarðará i Miðfirði. i Norðurá verður byrjað með 9 stangir, en i Mið- fjarðará verða 4 til að byrja með. Klestar verða stangirnar 14 i Norðurá i sumar og 10 i Miðfjarðará. Veiðimenn bafa sjaldan eða aldrei getað valið á milli jafn margra laxveiðiáa bjá Stangaveiðifélagi Reykja- vikur og i sumar. iljá Stanga- veiðifélaginu fengum við þær upplýsingar, að félagið væri með 13 ár á leigu, og þær eru: Klliðaár, Leirvogsá, Grimsá, G 1 j ú f u r á , N o r ð u r á , Miðfjaraðará, Breiðdalsá, Jökulsárblið, vatnasvæði Lagarflj óts, Stóra-Laxá i Ilreppum, bluti af Brúará, Ilólá og Fullsæll. Fyrir utan laxveiðiárnar er Stangaveiði- lélagið með silungsveiði á Arnarvatnsheiði i Kleppa- vatni. i Fiskivötnuin og i Reykjavatni. Þá mun félagið selja veiðileyfi til þcirra, sem vilja veiða við Lárós. Veiðileyfin kosta mjög mismunandi eða allt frá krónum 200 til 7900. Að sjálf- sögðu er dýrast að veiða i Norðurá, 7900 kr., en samt seni áður er það nú svo, að i Norðurá er hægt að fá veiði- leyfi fyrir 800 krónur á dag. Það er á svæði, sem Stanga- veiðifélagið fékk i fyrra, en það nær frá Straum upp að Brú við Norðurá. — ÞÓ. Tónleikar í Laugarneskirkju Fimmtudaginn 1. júni, kl. 20.30, efna kirkjukórar Laugarnes- kirkju og Asprestakalls til tón- leika i Laugarneskirkju. A efnisskrá verða verk eftir Pál Isólfsson, Bach, Haydn og Mozart. Gústaf Jóhannesson leikur á orgel. Sólveig M. Björling og Halldór Vilhelmsson syngja einsöng, einnig munu þau og Einar Sturluson syngja með kórnum, Þorvaldur Steingrims son leikur á fiðlu. Kirkjukórarnir syngja undir stjórn Gústafs Jóhannessonar og Kristjáns Sig- tryggssonar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. : Verötryggiö peningana núna byggiö seinna Ungt fólk, sem ætlar sér að ráðast í byggingaframkvæmdir seinna, ætti að gefa þvi góðan gaum, að verðtryggð spari- skírteini eru öruggasta fjárfestingin. Þeir, sem kaupa skírteini nú geta fengið þau endurgreidd með hagstæðum vöxtum, vaxtavöxtum og verðbótum af höfuðstól og vöxtum, að.fimm árum liðnum. Auk þess eru skírteinin skatt- og framtalsfrjáls. SEÐLABANKI ÍSLANDS ÍÉj$\

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.