Tíminn - 31.05.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.05.1972, Blaðsíða 15
TÍMINN 15 Miövikudagur 31. mai. 1972. Alftir og gæsir hafa gert mikinn usla i túnum hjá bændum vföa um land. Vilja fugiarnir einkum setjast á nýræktir, og rifa þá grasiö gjarnan upp meö rótum. A dögunum mátti sjá mikinn álftahóp á túni i Landssveit i Rangárvallarsýslu, og sýnir myndin aöeins nokkrar gæsanna, sem þar voru þegar mest var. (Timamynd Kári) Vilja daglegar ferðir milli Þorlákshafnar og Eyja Almenn óánægja rikir nú i Vest- mannaeyjum með samgöngu- málin, og hafa þessi mál mjög verið til umræðu manna á meðal að undanförnu. Athugun nokkurra áhuga- manna i samvinnu við Óttar Karlsson, skipaverkfræðing, á að leysa vandann með kaupum á skipi og starf átta manna nefndar á vegum stjórnmálafélaganna i Vestmannaeyjum, leiddi til þess, að laugardaginn 13.mai s.l. var haldinn fjölmennur borgara- fundur i Samkomuhúsinu um samgöngumál Vestmannaeyinga. 1 lok fundarins var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma: „Almennur borgarafundur haldinn i Vestmannaeyjum laugardaginn 13.mai 1972, samþ. að stofna til samtaka um bættar samgöngur á sjó, þ.e. að komið verði á daglegum ferðum milli Eyja og Þorlákshafnar. Leitað verði fyrst eftir stuðningi rikisvaldsins við þessa hugmynd og er skorað á þing- menn kjördæmisins og hina væntanlegu þingkjörnu nefnd um samgöngumál Vestmannaeyinga, að veita málinu brautargengi. Beri það ekki jákvæðan árangur innan mánaðar samþ. fundurinn að stofan til félagsskapar i hluta- félagsformi til að hrinda málinu i framkvæmd. Verði á þessum fundi kosin ÞÓ-Reykjavik Tilraunastöðin i Laugardælum er nú byrjuð að senda frá sér djúpiryst sæði. Er hér um að ræða sæði úr islenzkum nautum, og einnig Galloway-blendingum frá Gunnarsholti. Tilraunastöðin i Laugardælum byrjaði með djúpfrysta sæðið nú i undirbúningsnefnd er hafi veg og vanda af málinu i heild.” Eftirtalir menn voru siðan kjörnir i undirbúningsnefndina: Eyjólfur Pálssoon, skólastjóri, Jóhann Björnsson, forstjóri, Guðni B. Guðnason, kaupfélagsstjóri, Jóhann Friðfinnson, kaupmaður, Gunnar Sigurmundsson, prentari, Magnús H. Magnússon, bæjar- stjóri, Gisli Gislason, stórkaupmaður. þessum mánuði, og á hún að þjóna öllu Suðurlandi, en fram til þessa heíur stöðin á Hvanneyri þjónað öllu landinu. Um 90% af bændum á Suður- landi eru fastir viðskiptavinir Laugardælaátöðvarinnar, og hafa veriðsæddar um 12 þús. kýr á ári. Laugardælastöðin með djúpfryst sæði Dr. Axel Björnsson Doktor í eðlisfræði 4. mai s.l. lauk Axel Björnsson doktorsprófi i eðlisfræði frá háskólanum i Göttingen i Vestur- Þýzkalandi. Fjallaöi ritgerð hans um segulsvið jarðar, nánar til- tekið um breytingar og reglu- legar sveiflur i styrkleika sviðsins. Þessar sveiflur stafa frá straumum i efstu lögum gufu- hvolsins og voru tengsl þeirra við norðurljós og svipuð fyrirbrigði einnig rannsökuð. Við þessar athuganir voru 'meðal annars notaðar mælingar frá segul- mælingastöð Raunvisinda- stofnunar Háskólans, sem stað- sett er i Leirvogi. Ritgerðin nefnist á þýzku „Untersuchungen von pi 2 Pulsationen auf einem Profil von Sud-Europa bis in die Polarlichtzone”. Axel er fæddur 1942 i Reykjavik, sonur hjónanna Auðar Axelsdóttur og Björns Kristjáns- sonar. Hann tók stúdentspróf og hóf sfðan nám i eðlisfræði við háskólann i Göttingen. Þaðan lauk hann Diplomprófi 1968 og hefur siðan starfað við jarðeðlis- fræðistofnun háskólans þar, og meðal annars birt greinar um jarðeðlisfræðileg efni. Axel er kvæntur Ástu Vigbergsdóttur, og eiga þau tvo syni. Þau eru nu að búa sig til starfa á íslandi. Aunlvsinnar, sem eiKu uft koma I lilufiinu u suimudogum þurfa u6 lierasl fyrir kl. I a föstudöKum. Augl.stofa Timuns er f Hankastræti 7. Slmar: 1952:1 > 11(300. KAUPMENN Skáksamband Islands hefur ákveðið að bjóða út minjagripasölu i Laugardalshöll- inni i sambandi við heimsmeistaraein- vigið i skák i júli og ágúst i sumar. Tilboð um tegund þjónustu, ásamt upplýsingum um nauðsynlega aðstöðu, sendist i pósthólf 674 fyrir þriðjudags- kvöld. SKAKSAMBAND ÍSLANDS FRfl SKÓLAGÖRÐUM REYKJAVÍKUR Innritun i skólagarðana fer fram sem hér segir: í Aldamótagarða við l.aufásveg fimmtudag 1. júni kl. 9-11 fyrir börn búsett vestan Kringlumýrarbrautar. í Laugardalsgarða sama dag kl. 1-3 fyrir börn búsett austan Kringlumýrar- hrautar og norðan Miklubrautar. i Ásendagarða föstudag 2. júní kl. 9-11 fyrir börn búsett sunnan Mikiu- brautar og austan Kringlumýrarbrautar, ásamt Blesu- gróf. í Árbæjargarða sama dag kl. 1-3 fyrir hörn úr Arbæjarsökn. i Breiðholtsgarða noröan Breiðholtsbæjar, mánudag 5. júní kl. 1-3 fyrir börn úr Breiðholtshverfi. Innrituð verða börn fædd 1960-1963 að báð- um árum meðtöldum. Þátttökugjald kr. 650,00 greiðist við innrit- un. Skólagarðar Reykjavikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.