Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. júnl 1972. TÍMINN 7 Ctgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- ÍSSiarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,::;:::! lijSyiAndrés Kristjánsson (ritstjórn Sunnudagsblaös Timans).:i:i:i:i:i iíSiÍij Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslasoni. • Ritstjórnarskrif-|i|i|i|:;i stofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306.SSi; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs-!;!;;;>;; ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjaldi;i;i;i;i; 225 krónur á mánuöi innan lands, I lausasöiu 15 krónur ein- takiö. Blaðaprent h.f. Dæmin sanna Mbl. skrifar um verðlagsþróunina um þessar mundir eins og hér á landi hafi aldrei hækkað verðlag fyrr. Auðvitað gera allir sér grein fyrir þvi, að vandi verðbólgunnar er nú mikill. En mönnum er jafnframt skylt að gera sér grein fyrir þvi af hverju vandinn stafar. Verð- stöðvun sú, sem fyrrverandi rikisstjórn greip til á árinu 1970 til að hafa allt slétt og fellt á yfirborðinu meðan verið var að kjósa, leysti engan vanda fremur en kosningaverðstöðvunin 1967. Dæmin sanna, að eftir að verðstöðvun lýkur skellur yfir alda verðhækkana. Verðstöðvunin er aðeins stifla,sem safnar verðhækkunum saman i uppistöðu. Þegar verðstöðvun lýkur er eins og sprengd sé flóðgátt og verðhækkanaflóð fellur yfir efnahagskerfið. Þegar kosningaverðstöðvuninni 1967 lauk i nóvember 1967 og fram i janúar 1968 hækkaði framfærsluvisitalan um 21 stig. Til samanburðar má geta þess, að allt árið 1966 hækkaði framfærsluvisitalan um 13 stig og þótti auðvitað yfrið nóg. Árið 1965 hækkaði visi- tala framfærslukostnaðar um 15 stig. Þetta dæmi sýnir ljóslega eðli verðstöðvun- ar. Hún frestar verðhækkunum um sinn, en siðan skellur aldan yfir og á þremur mánuðum eftir kosningaverðstöðvunina 1967 hækkaði visitalan um 21 stig. Kosningaverðstövunin 1967 leysti aðeins þann vanda fyrrverandi rikisstjórnar að halda velli i kosningunum 1967. Sú verðstöðvun, sem tók gildi 1. nóv. 1970 og átti að gilda til 1. nóv. 1971, hafði sama eðli og tilgang.En landsmenn létu ekki lengur blekkj- ast. Fylgja þessarar verðstöðvunar er nú að verki i efnahagskerfinu. Rikisstjórnin hefur reynt að halda verð- hækkunum i skefjum af fremsta megni. En talsverðar verðhækkanir voru óumflýjanlegar, ef atvinnurekstur átti ekki að komast i veru- lega erfiðleika. Mergurinn málsins er svo sá, að núverandi rikisstjórn ætlar sér, ólikt fyrri rikisstjórn, að leysa þennan vanda án þess að skerða umsam- inn kaupmátt launa. Hún ætlar þvert á móti að stefna markvisst að þvi að auka kaupmátt launa. Þing Verkamannasambands Islands staðfesti,að kaupmáttur launa verkafólks hef- ur aldrei orðið meiri en um þessar mundir. Efnahagsörðugleikarnir, sem nú er við að etja, eru raunar vaxtarverkir velmegunarinn ar. Og þrátt fyrir þá rikir nú meiri bjartsýni i islenzku þjóðlifi en oftast áður. Framfara og framkvæmdaviljinn hefur aldrei verið sterkari en nú. Það mun verða rikisstjórninni hvatning til að takast á við vandann. —TK ERLENT YFIRLIT Getur McGovern unnið Nixon? Hörð barátta Humphreys og McGoverns í Kaliforníu McGovern MARGT bendir til, aö þessa dagana sé háö i Kaliforniu úr- slitagliman um það, hver verði frambjóðandi demó- krata i forsetakosningunum i haust. Af þeim forsetaefnum demókrata, sem taka þátt i prófkjörunum, standa nú að- eins tvö eftir, en þau voru upp- haflega ellefu eða tólf. Hér er um þá McGovern og Hump- hrey að ræða. Þegar prófkjör- in hófust, þótti hvorugur þeirra sigurvæniegur. Mc- Govern var litið þekktur og jafnframt var litið á hann sem sérstakan fulltrúa róttækustu vinstri aflanna innan flokks demókrata. Humphrey hafði hinsvegar beðið ósigur i sið- ustu forsetakosningum og yfirleitt hefur ekki þótt sigur- stranglegt að bjóða fram for- setaefni, sem var búið að biða ósigur. Þrátt fyrir þetta hefur farið svo, að þeir McGovern og Humprey standa nú einir eftir. McGovern getur þakkað þetta þvi, að hann hefur skipu- lagt kosningabaráttuna betur en nokkur annar, enda hefur hann átt harðsnúinn hóp stuðningsmanna, þar sem eru ákveðnustu andstæðingar Vietnamstyrjaldarinnar. Hin auknu átök i Vietnam hafa lika orðið mikið vatn á myllu hans. Þvi til viðbótar hefur hann svo komið vel fyrir bæði á fundum og sjónvarpi. Hann hefur vakið tiltrú með fram- komu sinni og hóflegum mál- flutningi. Honum hefur tekizt að skapa þá trú, að sigur hans myndi valda breytingum til bóta i æðstu stjórn Bandarikj- anna. Humphrey hefur hins- vegar notið þess, að hann hef- ur reynzt enn sem fyrr hinn óþreytandi og vigreifi bar- áttumaður og borið að þvi leyti höfuð og herðar yfir alia keppinauta sfna, þótt hann sé þeirra elztur, eða nýlega orð- inn 61 árs. Hann nýtur og lika fornrar frægðar sem helzti leiðtogi róttæku vinstri afl- anna i flokki demókrata um langt skeið. Þessvegna getur hann enn treyst á fylgi blökkumanna og verka- manna, þvi að hann hefur allt- af ótrauður stutt hlut þeirra þjóðfélagsþegna, sem bjuggu við lakari kjör en aðrir. En það fylgir honum eins og skugginn, að hann var vara- forseti hjá Johnson og að hann tapaði i siðustu f.orsetakosn- ingunum. Honum er ekki held- ur sýnt um að skipuleggja vinnubrögð. ÞEGAR aðalbaráttan milli þeirra Humphreys og McGovern hófst i Kaliforniu nú fyrir mánaðamótin, virtust fleiri spár hagstæðari þeim siðarnefnda. Hann hefur stöð- ugt verið að sækja á og trúin á sigurmöguleika hans vaxa. Þetta hefur m.a. stuðlað að þvi, aö hann hefur fengiö si- vaxandi framlög i kosninga- sjóðinn. Hann hefur þegar á að skipa fjölmennu og einbeittu áróöursliði i Kaliforniu, ekki sizt meöal ungs fólks. Fjár- hagslega og skipulagslega stendur McGovern mun betur að vigi. Fylgismenn Humphreys játa, að vigstaða hans sé að mörguleyti veikari. Þeir binda þvi aðalvonir sinar við þrjú sjónvarpseinvígi, sem sam- komulag er um, að þeir Humphrey og McGovern heyji fyrir prófkjöriö, sem fer fram næsta þriðjudag. Fyrsta ein- vigiö fór fram á sunnudaginn var. Nokkuð eru skiptar skoðanir um niðurstöður þess. Þannig telur fréttamaður ,,The Times” i London, aö McGovern hafi veitt öllu betur og hann fengið tækifæri til að útskýra ýms umdeild stefnu- atriði sin. Fréttamaður „The Guardian” i Manchester telur hinsvegar, að Humphrey hafi unnið á stigum, ef svo mætti segja. Hann hafi verið i sókn mest allan timann og McGovern lent i varnarstöðu. Einkum deildi Humphrey hart á ýmsar tillögur hans i efna- hagsmálum, eins og t.d. varö- andi stórfelldan niðurskurð á hernaðarútgjöldum. Slikur niðurskurður myndi veikja áhrif Bandarikjanna út á viö og draga stórlega úr atvinnu i Kaliforniu, en þar er mikill hluti hergagnaiðnaðarins staösettur. McGovern lenti þessvegna i þeim vanda aö þurfa að útskýra tillögur sinar og rökstyðja þær. Helzt gat hann komið höggi á Hump- hrey i sambandi við Vietnam- styrjöldina, en þar var vörn Humphreys sú, að þar hefðu báðir haft rangt fyrir sér i upphafi og t.d. greitt atkvæði með Tonkin-ályktuninni um- deildu, en Johnson taidi, að hún heimilaði honum að senda herlið tíl striösþátttöku i Viet- nam. VIÐUREIGN þeirra McGoverns og Humpreys er að þvi leyti persónulegur harmleikur, að þeir eru gaml- ir samherjar i stjórnmálum og voru nánir vinir áöur fyrr. Þegar McGovern kom fyrst sem þingmaður til Washing- ton, hafði hann nánara sam- band við Humphrey en nokk- urn þingmann annan, enda leit hann á Humphrey sem eins- konar lærimeistara sinn. Þeir tala lika enn persónulega vel um hvorn annan. Humphrey sagði t.d. i áöurnefndu sjón- varpseinvlgi, að hann myndi fúslega styöja McGovern, ef hann yrði fyrir valinu sem frambjóðandi i forsetakosn- ingunum, og jafnframt myndi hann reyna að leiðbein-honum á rétta braut, að þvl leyti sem skoðanir hans nú væru rangar. McGovern fór einnig viður- kenningaroröum um Hump- hrey. I einviginu reyndi McGovern áð leggja áherzlu á, að hann hefði skilyröi til að marka nýja forustu, sem Bandarikin þörfnuðust, en þau skilyrði hefði Humphrey ekki. Humphrey lagði hinsvegar á það megináherzlu, að hann hefði reynslu og þekkingu og gæti þvi til staöfestingar bent á augljósan árangur af starfi sinu og baráttu. Ef Humphrey tapar i Kali- forniu, eins og frekar eru tald- ar horfur á, er hann talinn úr leik. Hann er lika hvergi nærri viss um útnefningu á flokks- þinginu, þótt hann vinni i Kali- forniu, en óneitanlega myndi hanú þá þokast nær markinu. Það yrði lika mikiö áfall fyrir McGovern, ef hann tapaði i Kaliforniu, en þó yrði hann samt ekki talinn úr leik. Hins- vegar mun sigur hans þar sennilega einnig tryggja hon- um sigur i New York, en þar fer prófkjörið fram 20. júni. Eftir sigra i tveimur stærstu rikjum Bandarikjanna yrði erfitt og sennilega útilokað að stöðva útnefningu hans á flokksþinginu. EN ÞÓTT McGovern takist þannig með miklum dugnaði og fyrirhyggju að sigra keppi- nauta sina hjá demókrötum, á hann það eftir, sem er miklu þyngri þraut, að sigra Nixon i sjálfum forsetakosningunum. Enn hefur honum ekki tekizt að vinna bug á þeirri vantrú, að hann sé einna óliklegastur til þess af forsetaefnum demó- krata! Astæðan er sú, að hann nýtur ekki fullkomins stuðn- ings nema vinstra arms demókrata, en hann þarf að geta sameinað demókrata, ef hann á að geta sigrað i for- setakosningunum. And- stæðingarnir hampa þvi nú mjög, að McGovern eigi eftir að verða Goldwater demó- krata, en þá eiga þeir við það, að Goldwater var frambjóð- andi republikana 1964 vegna öflugs stuðnings hægri arms ' republikana i prófkjörunum, en beið siðan hinn herfilegasta ósigur i forsetakosningunum. Bersýnilegt er, að McGovern gerir sér þetta vel ljósLHann reynir þvi i vaxandi mæli að miða málflutning sinn við hægri demókrata og óháða kjósendur, eða m.ö.o. hann reynir að fá aukna breidd i málflutning sinn. Allt bendir til, að hann hafi óbilandi trú á, að hann verði næsti forseti Bandarikjanna og sú trú er ekki lítill styrkur. McGóvern segist ekki trúa þessu vegna þess, að hann sé sjálfsagöur forseti sökum hæfileika sinna, heldur séu aðstæður og sögu- leg þróun sér i vil og slíkt hafi alltaf mest að segja. Þ.Þ. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.