Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 1. júni 1972. ekkert frá honum. Svo fann ég út að ekkert mundi ske fyrst um sinn, þvi Maeve sagði mér að börn Stellu lægju i mislingum og Fleur væri á Fairfield til þess að hjálpa henni. — Ég geri ráð fyrir þvi að Fleur sá ánægð með að vera heima á Fairfield aftur? sagði ég. Maeve hlö. — Sannleikurinn er sá,að hún er það ekki. Hún sagðist hafa svo mikið að gera — en eg skil það bara ekki, þvi hótelið sér um ibúðina hennar, svo og mat- inn, og Chris er ekki i Lundúnum sem stendur. — Oh, hún hefur eignazt svo marga vini i seinni tið. Hún stend- ur sjálf fyrir samkvæmum ekki svo sjaldan, og það er sjálfsagt henni til ánægju. — Kannski, en ég vona samt að hún verði ekki alltof upptekin af þessu. Ef ég vissi ekki hve ákaf- lega henni þykir vænt (um mömmu, mundi ég lita svo a að hún vildi slita af sér öll fjöl- skyldubönd. Letta var nýtt fyrir mér og ég var dálitið undrandi. Ég fór að hugsa um hvort Chris hefði fylgzt með þessari þróun málanna. Ég hafði gert mér i hugarlund að Fleur mundi setjast að á Fairfield eftir hugsanlegan skilnað, að minnsta kost fyrst um sinn. En ef hún vildi nú brjóta allar brýr að baki sér — ja, hvernig mundi þaö fara? Við töluðum ekki meira um Fleur. Maeve var búin að biðja mig að fara með sér i búðir. Hún hal'ði áhuga á að kaupa fallegan brúðarkjól. Eg skoðaöi hana i krók og kring i kjólnum. Hún leit svo framúrskarandi vel út,að ég gleymdi i bili öllum minum áhyggjum. Maeve snéri sér allavega fyrir Iraman spegilinn. — Ég er mjög ánægð með að hafa haft þitt ráð, Kay. Ég held að þessi kjóll sé alveg yndislegur. Ég var sömu skoðunar — Þetta var glæsilegur kjóll, þunnar blúndur yfir dálitið stifu efni, allt i hlýjum koparlitum. Við kjólinn átti hún að hal'a litinn hatt i sama litog gulgrænar orkidóur löngum stilkum sem brúðarblómvönd. Flú Blaney hafði heimtaö þennan venjulega hvita kjól með slöri, en i þetta sinn hafði Maeve sagtmein ingu sina. — Ég er ekki ung stúlka lengur, mamma, en var jafn- framt dauðskelkuð um,að frú Blaney mundi fá sitt fram. Ég lét það þvi ekki biða að fara með hana i verzlun þar, sem ég hafði kynnzt ungri stúlku, sem var frá- bær tizkuteiknari. Hún horfði um stund á Maeve, og þar með var kjóllinn ráðinn. Ég var með Maeve flesta daga fyrir hádegi, þegar brúðkaupiö fór að nálgast, og það var ekki svo fátt, sem við þurftum að ráðgast um. — Sviktu mig ekki, Kay, sagði hún, ég hef svo litið vit á þessu, ég hef aldrei haft mjög mikinn áhuga á klæðnaöi fyrr en nú. Og þú finnur alltar.hvað klæðir mig og veizt hvar það fæst. Þetta var reglulega skemmti- legur timi, og stundum gaf Edwin miðdegisverð. Þaö var eins og að hann hefði einnig yngzt um ein tiu ár og það haföi góð áhrif á mig hve hamingjusöm og vonglöð þau voru. Kannski, hugsaði ég, kannski við Chris. . . En ég þorði ekki að vona það ennþá. Það breytti snögglega um veð- ur, með snjóburði og þoku. Fjöldamargir fengu inflúensu og aðrir kvefuðust, og var þvi fá- mennt i leikhúsinu( sjálf fékk ég svo flensuna og var heima við i nokkra daga. Einn seinnipart dags sat ég alein heima i fremur þungu skapi. Það var svo óttalega langt siðan ég hafði heyrt nokkuð frá Chris. En þá var dyrabjöll- unni hringt og það var Fleur sem var komin. Ég ætlaði ekki að þekkja hana. Það gat ekki aðeins verið kuldinn úti, sem háfði gefið kinnum hennar þennan lit. Hún var svo kát og friskleg alveg eins og hún var þegar ég sá hana fyrst á Fairfield. En sú Fleur, sem nú stóð fyrir framan mig var bók- staflega geislandi, og á bak við æskufegurðina og gleðisvipinn þóttist ég geta greint nýjan persónuleika. Það var eins og að Maeve hefði rétt fyrir sér. Ekki varð betur séð en Fleur væri loksins orðin full- tiða kvenmaður, sem hefði vikið sér úr hinum ráöriku móöurörm- um. Hún virtist þóttafull og ánægð með sig, eins og kona, sem hel'ur fundið sjálfa sig. — Key, ég varð að koma til þin. Ég þarf að segja þér svolitiö. Iijarta mitt sló ótt og titt — hafði Chris talaö við hana? En Fleur lagði arminn utanum mig og kyssti mig hjartanlega á kinn- ina. - Kay, ég er komin til þess að kveðja þig. Ég fer til Canada á morgun, og enginn veit það nema þú. Ekki einu sinni Chris. Ég held að ég hafi algjörlega tapað andanum, þvi að hún hló — gáskafullum hlátri eins og að hún skemmti sér hið bezta. Svo ýtti hún mér ofan i stólinn. — Það verður bezt fyrir þig að setjast. — Þú ert bara að gera. . . . Hún settist við hiiöina á mér og hélt áfram að hlægju að mér. — Nei, ég er ekki að gera að gamni minu. Mér hefur aldrei verið meiri alvara, Kay. Þú veizt jafnvel og ég sjálf, að hjónaband okkar Chris hefur ekkert hjón- aband verið. Hann hefur verið einstaklega góður og nærgætinn við mig, en — það er ekki nóg. Ef barnið hefði fengið að lifa, ja, þá hefði ég reynt að skapa raunveru- legt heimili, en eins og nú er kom- iðer litil meining i að leggja það á sig. Með alvörusvip bætt hún við:- Ég hef ekki tekið þessa ákvörðun út i bláinn, Kay. Ég vil fá meira út úr lifinu en ég fæ nú. Ég ætla mér að byrja alveg uppá nýtt, en hér heima, ég get ekki. Fjölskyld min mundi taka meira og minna af mér ráðin, og þess vegna brýt ég á blað — þessvagna fer eg nú til Canada. — Til Lindsay og Eiriks? Hún kinkaði kolli. — Til að byrja með. Ég er búin að skrifa Lindsay og hún skrifar mér, að þarna séu margir möguleikar. Ég hef mina kennaramenntun, en fái ég ekkert að gera til að byrja með, á ég alltaf þau Lindsay og Eirik að. Ég spurði ofurrólega: — En hvað segir Chris um þessi boð- orð? — Við Chris slitum samvistum sem beztu vinir. Hann mun skilja mig. Hann er skilningsrik manneskja. — Og fjölskylda þin? — Þau skilja þetta aldrei þótt þau reyndu i hundrað ár, ég vona aðeins að þau fyrirgefi mér með timanum. Köddin skalf sem snöggvast, en svo hélt hún áfram : — Ég gat ekki sett þau inni fyrir- ætlanir minar, það mundi hafa kostað eilifar rökræður i fjöl- skyldunni, þangað til að ég hefði, að öllum likindum, misst móðinn. Þar að auki mundu þau hafa lagt, án efa, hindranir i veginn fyrir mig. Ég var þvi til þess neydd að undirbúa för mina með leynd — og fyrst gera hana kunnuga, þeg- ar of seint væri að stöðva mig. Ég horfði á þetta fagra andlit, sem ljómaði af stolti. — Og ertu nú alveg viss um að þú gerir það eina rétta? — Ég hef aldrei verið vissari um nokkurn skapaðan hlut alla mina ævi. — En heldurðu ekki að réttara hefði verið að segja Chris frá þessu? — Nei. Hann hefði ásakað sjálfan sig — honum hefði fundizt það vera skylda sin að tala um fyrirmér. Nei, ég vissi frá byrjun að þú varst eina manneskjan, sem ég gat trúað fyrir þessu. — En hvers vegna það, Fleur? — Fyrir það að undirniðri erum við svo likar, Kay. Eða mundirðu ekki hafa gert það sama i minum sporum? — Jú, ég býst við þvi. — Já, þarna sérðu. . . . Fleur var sigri hrósandi. Hanni fannst hún hafa sannað réttmæti þess, sem hún hafði gert, eða ætlaði að gera. — Ég hef ekki tima til að vera lengur núna. Töskurnar minar er ég búin að senda um borð i skipið, hef aðeins litla handtösku með mér, sem ég skiidi eftir niðri hjá dyraverð- inum. Ég ætla ekki að segja þér hvar ég verð i nótt, og heldur ekki nafnið á skipinu, sem ég fer með. Ef einhver skildi spyrja þig, get- urðu með góðri samvizku sagt, að þú hafir ekki hugmynd um hvar ég er niðurkomin. Ég skildi eftir tvö bréf i ibúðinni — eitt til Chris, hann kemur heim 1119. Lárétt 1) Herbergi- 6) Krot.- 8) Landnámsmaður,- 10) Sár.- i2) Komast,- 13) 499.- 14) Óþrif.- 16) Straumkasti,- 17) Fljót - 19) Undna. Lóðrétt 2) Dýr,- 3) Leyfist.- 4) Lifa,- 5) Kjafts.- 7) Tindur,- 9) Komist,- 11) Suð.- 15) Málmur,- 16) 1 hús.- 18) Strax,- Káðning á gátu nr. 1118 Lárétt 1) Jöfri,- 6) Gái.- 8) Væn,- Svo,- 12) Ær,- 13) Ég,- Tap,- 16) Oln,- 17) Aið,- Kriur- Lóðrétt 2) Ogn,- 3) Fá,- 4) Ris.- 5) Övætt.- 7) Bogna,- 9) Æra.- 11) Vél -15) Par,- 16) Oðu,- 18) It,- HVELL G E I R I D R E K I IlrÍI llliií Fimmtudagur 1. júni 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Eydis Ey- þórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Einkalif Napóleons” eftir Octave Aubry Þóranna Gröndal les (6) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 ,,A vori iifs i Vinarborg” Dr. Maria Bayer-Juttner tónlistarkennari rekur minningar sinar. Erlingur Daviðsson skráði. Björg Árnadóttir les (2). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Þegninn og þjóðféiagið Már Pétursson og Ragnar Aðalsteinsson sjá um þátt- inn. 19.55 Samsöngur i útvarpssal Ólafur Þ. Jónsson og Guö- mundur Jónsson syngja tvi- söngva eftir Eyþór Stefánsson, Sigurð Ágústs- son, Bjarna Þorsteinsson og Giuseppe Verdi. Olafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.15 Leikrit: ..Kjúklingasúpa ineð bygggrjónum” eftir Arnold Wesker Þýðandi: Geir Kristjánsson. Leik- stjóri Briet Héðinsdóttir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur Olöf jónsdóttir les (9). 22.35 Létt músik á siðkvöbli Þjóðlagasöngur á Abbey- kránni i Dublin. Þorsteinn Hannesson qynnir. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Magnús E. Baldvinsson iaugavegi 12 - Simi 22804 ( I H&lfnað erverk þá hafið er sparnaðnr skapar verðnuBti Samvinnnbankinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.