Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.06.1972, Blaðsíða 16
FLUGSTÖÐIN í TEL AVIV VAR SEM VÍGVÖLLUR, ER ÖFGfl- MENN MYRTU 26 MANNS > 1 ..... ........■ —-v Fimmtudagur 1. júnl 1972. - NTB-Tel Aviv Ekki færri en 26 létust og 72 særöust i Tel Aviv seint á þriðjudagskvöldið, er jap- önsk sjálfsmorðssveit gekk berserksgang í flugstöðinni á Lydda-flugvelli. Japanir- nir voru þrir saman, vopn- aðir hriðskotabyssum og handsprengjum. Alþýðufylkingin til frelsunar Palestínu hefur lýst sig ábyrga fyrir verk- naðinum. Ríkisstjórn Israels hefur borið fram harðorð mótmæli, og kallaði Golda Meir stjórn sína saman þegar i stað. Japanirnir þrir, sem voru á mála hjá Aröbum, komu til Tel Aviv frá Rómaborg meö flugvél frá franska flugfélaginu Air France. Um leið og þeir voru komnir inn i flugstöövaibygg- inguna og búnir að taka viö far- angri sinum, þrifu þeir vopnin upp úr töskunni og skutu tryll- ingslega i allar áttir. Um 300 manns voru I flugstöðvarbygg- ingunni, og áður en nokkur haföi tima til að átta sig á hlutunum, var salurinn orðinn eins og sláturhús: blóö, gler og sprengju- brot voru um allt. Japanirnir gengu svo fljótt og ákveðiö til verks, að lögreglu- vöröur nokkur, sem vopnaður var sjálfvirkri skammbyssu, at- bugaði ekki einu sinni að taka hana úr sliörinu fyrr en allt var afstaðið. Tveir hryðjuverka- mannanna létust, annar með þvi aö henda sér á handsprengju, sem hann fleygði að vegg, og áður hafði hann, ásamt þeim þriðja, skotiöhinn. Sá þriðji náöist og er i vörzlu lögreglunnar. Sagði hann þá félaga hafa verið á mála hjá skæruliðum Alþýðufylk- ingar Palestinu-Araba, og hefðu sameiginlegar hugsjónir þeirra og Arabanna ráðiö gerðum»eirra. Alþýöufylkingin gaf út yfirlýs- ingu I 'gær, þar sem hún lýsti ábyrgö á sig og sagöi aðgerðir þessar hafa veriö I hefndarskyni við ofsóknir tsraelsmanna, „morðingjans Dajans”, gegn ibúum Palestinu. Ekki hefur verið greint frá þjóðerni hinna látnu og slösuðu. en samkvæmt frásögnum sjónar- votta voru á meðal þeirr^ sem létust 11 pilagrimar frá Puerto Rico. Sjálfsmorðingjarnir hentu einnig handsprengju aö SAS-flug- vél, sem kom til Lydda aöeins 45 minútum áður en blóöbaðið hófst, en hún mun vera mjög litið skemmd og farþegar allir heilir á húfi. A annaö hundraö Norömenn voru á vellinum, en þeir eru allir sagðir ómeiddir, enda voru þeir i og særðu 72 f hroðalegri skotárás í fyrrakvöld öðrum sal en þeim, sem Japanir- nir voru i. Flugvél frá israelska flugfélaginu E1 Al, sem kom frá London i sömu svifum og skot- hriðin hófst, var öll sundurskotin, og liktu sjónarvottar henni við sigti. Japaninn, sem yfirbugaður var, sagði þá félaga hafa verið meölimi i „Her rauðu stjörn- unnar” og að Alþýðufylkingin hefði greitt þeim riflega fyrir að standa fyrir blóðbaðinu. Israelsk yfirvöld hafa gefið upp, að nöfn þeirra,sem létust hafi verið Nago og Sugizaki, en nafn þess,sem enn er á lifi er ókunnugt. Samgöngu- málaráöherra Israels kom strax á vettvang og meö honum Mosje Dajan varnarmálaráðherra og aðstoðarmenn ráðherranna. Golda Meir forsætisráðherra sagði i gær,að öll Arabarikin væru ábyrg fyrir verknaðinum, og gefið var i skyn i Tel Aviv, að þessa atburðar yrði hefnt á ein- hvern hátt. Japanska stjórnin hefur harmað atburðinn, og var gefið i skyn, að skaðabætur yrðu greiddar. Utanrikisráðuneytið i Japan hefur lýst þvi yfir, að vega- bréf morðingjanna þriggja, sem voru japönsk, hafi verið fölsuð. Verknaður þessi hefur verið fordæmdur um allan heim, en i yfirlýsingu Alþýðufylkingarinnar er hvergi minnzt á, að fylkingin harmi þá,er létust, enda hefur Japaninn eftirlifandi skýrt svo frá, að þeim félögum hafi verið fyrirskipað að myrða eins marga og hægt væri og að valda öllum þeim skemmdum, sem þeim væri unnt. A-Þjóðverjar og Pólverjar afferma skip sín í kínverskum höfnum - en Rússar eru sendir heim NTB—Peking Nokkur pólsk og austur—þýzk skip, sem ekki hafa komizt til hafnar i Norður— Vietnam, hafa fengið leyfi til að afferma i kinverskum höfnum. Fyrir þessu eru bornar austur— evrópskar heimildir i Peking, og fylgdi fréttinni, að engin sovézk skip fengju að losa i Kina. Samkomulag náðist um þetta, eftir að fulltrúar landanna tveggja höfðu rætt við ráðamenn i Peking. Ennfremur segir i fréttinni, að Kinverjar hafi sett það sem skilyrði, að farmur, er losaður væri i kínverskum höfnum, yrði að vera þess eðlis, að hægt væri að flytja hann áfram með minni skipum og járnbrautarlestum — væntan- lega til Hanoi. Liklegt þykir, að stjórnin i Hanoi hafi sjálf farið fram á leyfi þetta. Sovézk skip verða sem fyrr útilokuð frá kinverskum höfn- um, og hafa þau, sem tundur- duflin hafa stöðvað, nú snúið aftur til Vladivostok. BHUTTO VILL VIÐURKENNA BANGLADESH EF ... NTB-Beirut Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pakistans fór á þriöjudaginn frá Bagdað til Beirut, höfuðborgar Libanon, þar sem hann staldraði viö i einn sólarhring, til viðræðna við stjórnvöld þar. Bhutto er nú á feröalagi um Miö-Austurlönd, og mun hann einnig neimsækja nokkur lönd i Afriku. A flugvellinum tók á móti honum,forseti Libanon, Suleiman Franjieh, innanrikisráðherrann Saeb Salam, utanrikisráðherrann Khalil Abu Hamad og aðrir hátt- settir menn innan stjórnarinnar. Forsetar rikjanna undirrituðu vináttusáttmála og Bhutto var sæmdur Rafidein-orðunni, æðsta heiðursmerki, sem útlendingar fá i Libanon. Heimildir á þessum slóðum greina svo frá, að Bhutto sé reiðu- búinn til aö viöurkenna Bangladesh sem sjálfstætt riki, ef indverska stjórnin gengur að kröfum hans. Þær eru, að sleppt verð þeim 100.000 striösföngum, sem i haldi eru i Indlandi; að ind- verskur herafli verði kvaddur frá Kashmir, og að nánum tengslum veröi komið á milli Pakistan og Bangladesh. Butto er hræddur um,að Bangladesh og Indland ætli aö herja saman gegn Pakistan. Mishermt var i frétt á sunnu- daginn um fyrirhugaðan fund Bhuttos og Indiru Gandhi. Sagöi i þeirri frétt, að þau myndu hittast þann sama dag 28. mai, en það veröur ekki fyrr en 28. júni. Stafaði þess villa af bilun i fjar- rita NTB-fréttastofunnar. NATO-fundurinn í Bonn: mm FORSETAKJORIÐ FYRST — ÖRYGGISRÁÐSTEFNA SÍÐAR NTB-Bonn Utanrikisráöherrafundi Atlantshafsbandalagsins, NATO, lauk i gær, og aö honum loknum var gefin út yfirlýsing, þar sem segir, aö ráðherranefndin sé þvi fylgjandi, að efnt verði til öryggismálaráöstefnu Evrópu með þátttöku Bandarikjanna og Kanaöa. Ekki var tilgreint, hvenær sú ráðstefna yrði haldin. Einnig var i yfirlýsingunni minnzt á, að gagnkvæm fækkun i herliði NATO og Varsjárbanda- lagsins i Evrópu væri æskileg. Nokkrir ráðherranna hafa látiö aö þvi liggja, aö þeir teldu æski- legt, að ráðstefnan yrði haldin i Helsinki i september, en William Rogers, utanrikisráðherra Bandarikjanna, sagði i gær- morgun, að Bandarikjastjórn gæti ekki fallizt á, aö ráöstefnan yrði haldin fyrr en i nóvember. Þvi er taliö liklegt, að ekki verði úr ráðstefnunni fyrr en Banda- rikjamenn vilja, enda er talið æskilegt, aö vestur-evrópski „toppfundurinn” veröi haldinn áður; hann verður haldinn i Paris dagana 19.-21. október. Einniger talið heppilegra, aö sögn frétta- manna, að láta forsetakosningar i Bandarikjunum fara fram áður, en kosið verður þar vestra 7. nóv- ember. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 22. leikur Akureyringa: D x gf> Fanga- uppreisn í New Jersey NTB-New Jersey Um það bil 100 fangar i fangelsi rétt fyrir utan Peterson i New Jersey gerðu uppreisn i fyrradag og tóku á sitt vald eina álmu fangelsisins og lokuðu sig þar inni með 6 gisla, þar á meðal fangelsisstjórann sjálfan. Einum gislinum tókst þó að komast undan stuttu siðar. Tveir fanga- verðir liggja á sjúkrahúsi, en þeir urðu fyrir meiðslum, er fangarnir létu til skarar skriða. Fangelsi þetta er 15 ára gamalt, og er nú i þvi 200 föngum of mikið. Fangarnir gerðu upp- reisnina til að reka á eftir kröfum sinum um fækkun i fangelsinu, betri mat og betri meðferð af hálfu fangavarða. Samkomulag við fangana hefur nú tekizt, og hafa þeir sleppt gislunum. Ágóðinn af sölu rauðu fjaðrarinnar nam 4,9 milljónum Alls söfnuðust 5.2 milljónir, þegar Lionsfélagar um land allt, seldu rauöu fjaðrirnar til kaupa á sjónprófunar— og augnlækninga- tækjum. Kostnaöur við söfnunina reyndist vera rúmar þrjú hundruö þúsund krónur, og var þar aðallega um aö ræöa kaup á fjöðrunum sjálfum, en einnig auglýsingar. Til kaupa á þessum tækjum eru þá 4.9 milljónir. LENGSTU BARTAR NTB — Tel Aviv Blað nokkurt i Tel Aviv skýrði frá þvi nýlega, að múrari i borginni heföi sett óvenjulegt heimsmet. Hann væri sem sé með lengstu barta i heimi, 62 cm langa. Var múrarinn hinn kátasti yfir börtunum, en þó fóru aö renna á hann tvær grimur, þegar i ljós kom, að i brezku bókinni, „Encyclopaedia of World Records” er getið um Indverja nokkurn, sem tókst að safna börtum, er reyndust, við mælingu, vera 2.59 metrar!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.