Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. júni 1972 TÍMINN 3 Jarðskjálfti á Húsavík 1 fyrrinótt voru þó nokkrar jarðhræringar á Húsavik, og upp úr klukkan fjögur kom kippur svo snarpur, að fólk mun flest hafa vaknað við. Ekki er kunnugt um, að neinar skemmdir hafi orðið, en eitthvað mun hafa kastazt úr hillum, þvi að maður, sem á heima við Uppsalaveg á Húsavik, hafði þá sögu að segja, að hann hefði fundið i rúmi sinu myndir, sem hann hafði ekki lagzt til svefns hjá. Víkurá sleppur við skolpið SG-Vik i Mýrdal. t fyrra var steypt aðalgátan hér i kauptúninu, en nú er veriö að gera holræsi i götur og leggja lagnir út frá henni. Skolpi var áður öllu veitt i Vikurá.sem ekki er vatnsmikil, en i framtiðinni verður það látiö renna i brunna niðri á sandi. Þetta er þvi veruleg þrifnaðar- ráðstofun. Krá setningu vinabæjarmótsins i Bæjarbiói i Hafnarfirði. (Timamynd G.Ej GOÐIR GESTIR SÆKJA HAFNFIRÐINGA HEIM EB-Reykja vik Gestir norrænu féiaganna og fulitrúar fjögurra vinabæja Iiafnarf jarðar máttu vera ánægðir meö veðrið og mót- tökurnar i Hafnarfirði, um tiu- leytið á fimmtudaginn. Þá var bezta veður, sem getur komið hér á landi, sagði Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir, varafor seti bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar. Dvöldu þessir góðu gestir Hafnarfjarðar i góðu yfirlæti þar syðra á fimmtudaginn og i gær Stjórn Sambandsins öll endurkjörin Fulltrúar sambandsfélaganna uggandi um rekstrarhorfur Aðalfundi Sambands islenzkra samvinnufélaga lauk i gær. A fundinum urðu allmiklar umræð- ur, m.a. um verðlagsmál. Kom fram, að fulltrúar Sambands- félaganna eru almennt mjög ugg- andi um rekstrarhorfur á yfir- standandi ári vegna stórhækkun- ar á ýmsum kostnaðarliðum við verzlunina innan þröngra marka núverandi verðlagningarákvæöa. Þá voru og samþykktar nokkar breytingar á reglugerð fyrir Lif- eyrissjóð Sambandsins, og sam- þykkt var tillaga þess efnis, að á aðalfundum verði i framtiðinni efnt til umræðna um tiltekin framtiðarviðfangsefni samvinnu- hreyfingarinnar. 1 fundarlok fóru fram kosning- ar, og var Jakob Frimannsson fyrrv. kaupfélagsstjóri endur- kjörinn formaður Sambands- stjórnar til þriggja ára. Auk hans voru endurkjörnir i Sambands- stjórn þeir Þórður Pálmason Borgarnesi og Olafur E. Ólafsson Króksfjarðarnesi, til þriggja ára, en fyrir sátu i stjórn þeir Ey- steinn Jónsson, forseti sameinaðs Alþingis, varaformaður, Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri Húsavik, Guðröður Jónsson, kaupfélagsstjóri Neskaupstað, Þórarinn Sigurjónsson, bústjóri Laugardælum, Ragnar ólafsson hrl. Reykjavik og Ólafur Þ. Kristjánsson, fyrrv. skólastjóri Hafnarfirði. Varamenn i stjórn voru endurkjörnír til eihs á'rs þeír Ólafur Sverrisson, kaupfélags- tjóri Borgarnesi, Sveinn Guð- mundsson kaupfstj., Sauðárkróki og Ingólfur ólafsson, kaupfstj. KRON. Endurskoðandi Sam- bandsins til tveggja ára var endurkjörinn Tómas Arnason hrl., en fyrir var Björn Stefánsson erindreki. (Fréttatilkynning) var þeim boðið i skoðunarferö austur yfir fjail. Vinabæir Hafnarfjarðar eru Bærum í Noregi, Fredriksberg í Danmörku, Hameenlinna í Finn- landi og Uppsalir i Sviþjóð. Þegar tekið var á móti gestunum lék Lúörasveit Hafnarfjarðar fyrir utan ráöhúsið.þvi næst var gengið i Bæjarbió, þar sem vinabæja- mótið var sett. Þar flutti fulltrúi norrænu félaganna ávarp, karla- kórinn Þrestir söng, og Eirikur Pálsson flutti frumort Ijóð. Eftir hádegið var gengið út i Hellisgerði, og siðan var fiskiðju- ver bæjarútgerðarinnar skoðað, en Hafnarfjörður er eini hafnar- bærinn i hópi þessara vinabæja. Bæjarútgerðin bauð til kaffi- drykkju og sýnd var litkvikmynd um fiskveiðar Islendinga. Siðan var farið i skoðunarferð um bæinn, og fleira til gamans og fróðleiks gert. I dag býður forseti fslands nor- rænu gestunum heim, og i kvöld heldur bæjarstjórn Hafnarfjarðar þeim veizlu. Gestirnir munu svo flestir halda utan á sunnudaginn. Ford kynnir Escort Úr dagbók fréttaritarans um El Grillo Á laugardag og sunnudag verður bifreiðasýning i Hásköia- bióiogsýna Ford verksmiðjurnar þar Ford Escort, en sá bíll hefur íitið verið fluttur hingaö til lands til þessa. Nú hafa verksmiöjurnar hinsvegar gefið sérstakan afslátt á verði, og er bifreiðin þvi sam- keppnisfær á markaönum hér. Þegar hafa verið framleiddir rúmlega miljón Escort bilar. Bilinn er hægt að fá hvort sem er tveggja eða fjögurra dyra, og er verðið á þeim tveggja dyra 340 þúsund cr fjögurra dyra 353 þúsund. Þá er lika hægt að fá „station" gcrð. Escort er með vélina frammi og afturhjóladrif. Girar eru fjórir, og allir sam- hæfðir. Linurnar i bilnum eru bogadregnar, og þrátt fyrir smæðina, eru einir 15 cm undir lægsta punkt. Escort-bilarnir eru með „Aeroflow” loftræsti og hitakerfi, sem Ford-verksmiðjurnar voru fyrstar með. Vélarnar í þcim Escort-bilum, sem hingað veröa pantaðir, eru 1300 rúmsentimetra, og er billinn þá 05 SAE hestöfl. A sýningunni i Háskólabiói verða sýndar kvikmyndir af hílunum við mismunandi að- stæður. Birgðaskipið E1 Grillo, sem sökkt var á Seyðisfirði eftir loftárás seint á heims- sty rja Idarár unum, er nú komiö i heimsfréttirnar, vegna oliuleka þess.sein farið er að gæta. Svo vill til, að fréttaritari Timans á Seyðisfirði, Ingimundur Hjálmarsson, á dagbók frá þessum tima, og þar er at- burðarins að sjálfsögðu gctið. Hinn 10. febrúar 1944 segir á þessa leið i dagbókinni: „Klukkan 11.05 fljúga þrjár þýzkar flugvélar yfir E1 Grillo og kasta niður þrem sprengjum. Klukkan 1 sekkur skipið að framan, og brúin og skuturinn eru upp úr fram til myrkurs, en klukkan 8 sekkur það alveg. Þá höfðu skips- menn farið um borð, og opnað botnventla þess. Sogið, þegar skipið sökk, heyrðist hingað i kaupstaðinn." Til viðbótar má geta þess að skipsflakiö er i firðinum norðan við meginálinn á móts við fiskiðjuver Seyðisfjarðar. ir" Sýningarbílarnir við Háskóiabfó. (Timamynd Róbert.) 1 Sameinast Samtökin og Alþýðuflokkurinn? Skaginn, sem er blað Alþýðuflokksins i Vestur- landskjördæmi, ræöir 16. þ.m. i forustugrein um sameining- armálin svonefndu. Þar segir I upphafi: „Verður áriö 1972 tima- motaár i sögu flokkaskipunar hér á landi? Sameinast Alþýöuflokkurinn og Samtök frjálslyndra og myndast nýtt ail á vinstri væng islenzkra stjórnmála? Þessar spurning- ar brenna sjálfsagt á vörum niargra, er velta fyrir sér, hver verði niöurslaöan á sam- einingarviðræðunum, sem fram hafa farið sfðustu miss- eri. Svarið við þessum spurningum hlýtur að fást á næstu mánuðum. Þessar við- ræður eru augsýnilega að komasl á það stig, að ekki get- ur dregizl lengi, að úr þessu verði skorið. En þcgar er Ijóst, að livorki Framsóknarflokk- urinn né Alþýðubandalagið liafa neinn áhuga á þvi að renna sainan við aðra flokka,- og kemur það fáuin á óvart. Kjarni sameiningarmálsins, er þvi, eins og vita mátti, hugsanlegur samruni Alþýöu- flokksins og Samtaka frjáls- lyndra og ef til vill fleiri aðila i ný sljórnmálasamtök — nýjan islenzkan flokk jafnaðar- nianna. Engum getur dulizt, að ýmsir crfiðleikar hljóta að vera þvi samfara, þegar tveir flokkar renna saman i einn. Þeir erfiöleikar eru sjálfsagt af skipulagslegum toga spunnir, svo og kunna breyti- leg viðhorf til sumra dægur- mála að valda einhverjum vandkvæðum. Sú slaðrcynd, að annar aöilinn er þátttak- andi i núvcrandi rikisstjórn en liinn cr utan hennar, getur gert þetta mál eitthvað flókn- ara.” Aðalmál flokksþinga í haust Benedikt Gröndal ræðir einnig um sameininguna i sama blaði og segist honum á þessa leið: „Það er að sjálfsögðu frá- leitt,að hér verði áfram tveir flokkar lýöræðissinnaðra jafn- aöarmanna. Það verður aldrei hagkvæmt að gera út tvo báta með einni áliöfn. Þess vcgna er sameiningarmáliö komiö upp. Hefur verið nokkur hreyfing á þvi nú í vor, og er byrjað að draga upp grund- vallar samkomulag. Verður sameiningin aöalmál flokks- þinga hjá báðum í september- október i liaust og þar vonandi tekin grundvallar ákvörðun. Verði hún jákvæð, hefst beinn lokaundirbúningur og þá fara fram aukaþing beggja flokka, og eftir þau sameiningarþing, svo timanlega, að framboð sameiginlegt í næstu almennu kosningum, hvort sem þær verða svcitarstjórnarkosning- ar eða alþingiskosningar.” Þ.Þ. P í Auglýsið w i Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.