Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. júni 1972 TÍMINN lí - lítimótið í handknattleik hálfnað. Valur, Fram og FH með beztn liðin - þau eru byggð npp á landsliðskjarnanum, sem fer á OL-leikana í Miinchen. Fram vann ÍR í skemmtilegasta leik mótsins til þessa. Verða það Rejkjavíknrfélög, sem leika tíl nrslita í Hafnarfirði? Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Greinilegt er, að þau lið (FH — Valur — Fram) sem eiga flesta menn i landsliðinu i handknatt- leik, sem æfir fyrir OL-leikana i Múnchen, eru langbezt búin undir islandsmótið i handknattleik utanhúss. Eru allir landsliðs- mennirnir,sem taka þátt i mótinu i mjög góðri æfingu og greinilegt er, að þeir hafa lagt mikið kapp á landsliðsæfingarnar. Mótið, sem fer fram i Hafnar- firði, er nú hálfnað, og skulum við lita á úrslit leikja, sem hafa verið leiknir i mótinu: Ármann — IR 23:21 Valur —KR 28:11 Vikingur — Grótta 27:23 FH — Haukar 24:14 Fram — IR 22:20 Vikingur —KR 23:16 Valur —Grótta 26:11 FH — Armann 26:18 Eins og þið sjáið þá hafa flestir leikirnirunniztmeðmiklum mun. Það er athyglisvert, hvað Vals- liðið („Mulningsvélin”) er i góðri æfingu, þessa dagana, liðið hefur aðeins fengið á sig 22 mörk i tveimur leikjum. Bezti leikur mótsins, til þessa var leikur Fram og 1R, sem var tvisýnn og spennandi. Við skulum lita nánar á gang leiksins: Framliðið náði fljótlega yfir- tökunum og komst i 7:3 þá var eins og ÍR-liðið vaknaði við vond- an draum — þvi tókst að jafna 8:8 og komast yfir 9:11, fyrir hálf- leik. Bezti maður IR-liðsins, Brynjólfur Markússon, skoraði tvö siðustu mörk liðsins i hálf- leiknum á siðustu 15 . sek. úr hraðupphlaupunum. IR-Iiðinu tókst að komast i 9:12 strax i siðari hálfleik, með marki frá Gunnlaugi Hjálmarssyni. Liðið virðist þá vera að ná góðum tökum á leiknum, en einmitt þá gera þeir breytingar á vörninni hjá sér, og þær breytingar eru Framarar ekki lengi að notfæra sér. Sigurður Einarsson finnur veikan blett i vörn 1R, og honum tekst hvað eftir annað að „blokkera” fyrir iangskyttu liðsins, Axel Axelsson. Fram tókst að jafna 12:12, og eftir það urðu miklar sviptingar i leiknum og hann var lengi jafn, mátti sjá tölurnar 14:14, 15:15, 16:16, 17:17 og 18:18. Axelskoraði sex mörk á þessum tima, öll á sama hátt, gegnum glufu, sem opnaðist i miðri vörn IR-liðsins . Axel kom Framliðinu svo yfir, 19:18 og eftir það var Fram-sigurinn kominn i örugga höfn, Björgvin Björgvinsson, sem var bezti maður Framliðsins skoraði þrjú siðustu mörk liösins. Agúst Svavarssyni tókst að skora tvö mörk fyrir IR i millitiðinni. Við skulum að lokum lita á liðin sem eiga mesta möguleika á að vinna mótið i ár: FH-liðið er alltaf hættulegt i útihandknattleik. I liðinu leika nú margir ungir leikmenn, sem eru óútreiknanlegir, þegar þeim tekst upp. Nokkrir af föstum leik- mönnum liðsins leika ekki með, vegna meiðsla, má þar t.d. nefna Viðar Simonarson og Auðunn Óskarsson. Geir Hallsteinsson er að vanda bezti maður liðsins og hefur hann t.d. skorað 21 mark i tveimur leikjum. Markverðir liðsins þeir Hjalti Einarsson og Birgir Finnbogason, eru i mjög góðu formi, og hafa þeir varið vel einnig linuspilið, sem hefur alltaf einkennt liðið. Axel, sýndi það i leiknum gegn IR, að hann er alltaf hættuleg langskytta. Þor- steinn stendur alltaf fyrir sinu i markinu. Ef liðið hefur gæturá Geir Hallsteinssyni.þegar það mætir FH, er ekki að efa, að það kemst i úrslit. Valsliðið er i toppformi um þessar mundir, vörn liðsins er mjög góð, og lætur hún ekki vaða Tekst Valsmönnum að endurheimta Islandsmeistaratitilinn í handknattleik utanhúss? Þeir nrðu meistarar 1970, en misstu titilinn til FH 1971. i mótinu. Þá hafa hinir ungu leik- menn liðsins þeir Ólafur Einarsson og Jónas Magnússon (hann er byrjaður að leika aftur með liðinu) staðið sig mjög vel. FH-liðið þarf aö vinna Fram.til aö komast i úrslit, og það má búast við að það verði mikill baráttu- leikur, þegar liðin mætast 26. júní. Framliðið.með fimm landsliðs- menn Sigurð Einarsson, Björgvin Björgvinsson, Axel Axelsson Sigurberg Sigsteinsson og Þor- stein Björnsson.er ekkert lamb að leika sér við. Með þessum fimm mönnum leika ungir menn, sem geta leikið stöður þeirra, án þess að veikja liðið mikið. Sterkasta hlið liðsins er vörnin, þá eru hrað- upphlaup liðsins hættuleg og svo glatt i gegnum sig. Þá leikur liðið af fullum krafti allan leikinn. Liðið hefur á að skipa góðum langskyttum eins og Gisla Blöndal,Bergi Guðnasyni, og Jóni Karlssyni. Til að opna leiðina að markinu fyrir þá, eru ekki leik- menn af verri endanum, þeir Ólafur Jónsson, Gunnsteinn Skúlason, Stefán Gunnarsson og Agúst Ogmundsson, svo að eitt- hverjir séu nefndir. Ef liðið leikur svipaöan handknattleik og það hefur leikið i sinum fyrstu leikjum, verður erfitt að koma i veg fyrir að það hljóti Islands- meistaratitilinn. Liðið á eftir að leika gegn Vikingi til að komast i úrslit. Það verður léttur róður fyrir það, ef leikmenn liðsins hafa Frh. á bls. 15 ólafur Jónsson og félagar hans úr Val hafa hug á aö endurheimta tslandsmeist- aratitilinn. Reykjavíkurmót unga fólksins: Ingnnn setti íslands- met í 400 m hlanpi Tekst FH-liöinn að stöðva sigurgöngu Aknreyringa? - Ísíiröingar leika tvo leiki í Reykjavík nm helgina ÖE—Reykjavik. Ingunn Einarsdóttir 1R, setti nýtt tslandsmet i 400 m hlaupi á Unglingamóti Reykjavikur, sem hófst á Laugardalsvellinum i fyrrakvöld. Hún hljóp á 60,3 sek., Það er greinilegt, að annar linuvörðurinn i leik KR og Keflavikur, Guðmundur S. Sigurbjörnsson, vill ekki vera viðriðinn klukkuhneykslið, sem frægt er orðið. Þegar dæmt var i málinu, mætti hann ekki, þrátt fyrir itrekuð tilmæli. Aftur á móti mættu kapp- arnir Valur Benediktsson dómari og hinn linuvörðurinn, Ragnar Magnússon, og héldu þeir þvi báðir fast fram, að fyrri hálfleikurinn hefði staðið i eðlilegan tima (45 min ), en það hefðu verið 3 min. tafir á honum. Einkennilegt er að þeir skuli halda þessu svona stift fram, þar sem hvert mannsbarn (leikmenn lika), sem var á vellinum þegar leikurinn fór fram, vissi, að fyrri hálfleikurinn var alltof langur, enda lita flestir þeir, sem horfa á knattspyrnuleiki, á klukkuna sina þegar leikur hefst. En svo gerðist hinn „frábæri” dómari, Valur Benediktsson, svo frakkur, eftir leikinn, að halda þvi sem er 3/10 úr sek. betra en gamla metið, sem hún átti sjálf. Ingunn hefur litið keppt i sumar, en virðist vera i allgóðri æfingu og er likleg til að bæta þennan árangur verulega. Sigrún Sveins- fram, að áhorfendur ættu að fara með úrin sin i viðgerð — einnig sagði hann, að menn væru meö vonda samvizku. En mér er spurn: Hvers vegna hljóp Valur til linuvarð- anna, þegar áhorfendur fóru að hrópa, að leikurinn væri löngu búinn, og hljóp svo út á völlinn aftur og flautaði hálf- leikinn af, ÁN ÞESS AÐ LITA ÁKLUKKUNA? Af hverju mætti ekki annar linuvörðurinn, þegar málið var tekið fyrir hjá sérráðs- dómstóli KRR, þrátt fyrir itrekuð tilmæli? Vildi hann ekki koma nálægt þessu klukkuhneyksli, eða var það hann, sem var með vonda samvizku, en ekki áhorfendur og fleiri — eins og Valur sagði eftir leikinn? Þetta mál er svo alvarlegt, að það verður að taka það fyrir aftur og kryfja það til mergjar. Það er vitað mál, að sá sem er með vonda sam- vizku leysir frá skjóðunni að lokum. SOS. Ingunn Einarsdóttir. dóttir Á, sem varð önnur i hlaupinu á 61,9 sek., hefur ekki hlaupið þessa vegalengd áður, og má telja tima hennar góðan, þar sem hún hafði nýlokið við að hlaupa 100 m. Árangur var góður i ýmsum greinum, en mesta athygli vakti timi Ágústs Ásgeirssonar IR i 1500 m hlaupi, en hann náði sinum bezta tima á vegalengdinni, 4:04,7 min., og hljóp þó algerlega keppnislaust. Vilmundur Vilhjálmsson KR, náði og mjög góðum árangri, hann stökk t.d. 6,71 m i langstökki og hljóp 100 m á 11,2 sek. og 400 m á 51,5 sek. Þess skal getið, að Vil- mundur hafði bæði hlaupið 100 m ogstokkið langstökk, þegar hann hljóp 400 metrana. Evrópumet í 400 m hlaupi Berlin, 22. júni (NTB-UPI) Monika Zehrt, A-Þýzkalandi, setti nýtt Evrópumet i 400 m hlaupi kvenna á a-þýzka meist- aramótinu, sem hófst i gær. Hún hljóp á 51,1 sek. Heimsmetið á Neufille, Jamaica, en það er 51,0 sek. Gamla Evrópumetið áttu frönsku stúlkurnar IJuclos og Besson, en það var 51,7 sek. Afrekið vann Zehrt i undanrásum mótsins, scm fram fer i Erfurt. I dag fer fram fyrsti stór- leikurinn i 2. deild i knattspyrnu.A Akureyri (kl. 16.00) mæta heima- menn hinu unga liði FH, og verður örugglega hart barizt, þegar liðin mætast. Ekki er hægt að spá úrslitum, en það má búast við að FH-liðið hafi mikinn hug á að vinna leikinn og stöðva sigur- göngu Akureyringa i 2. deild og verða þar með fyrsta liðið, sem vinnur þá á heimavelli. Akur- eyringar hafa sizt af öllu fengið orð fyrir að gefast upp á heima- velli: þeir stefna að sjálfsögðu að sigri, þvi að þeir hafa mikinn hug að endurheimta 1. deildar sætið, sem þeir misstu i fyrra. Annað Hafnafjarðarlið verður i eldlinunni i 2. deild i dag, og leikur það einnig við lið frá Norðurlandi, en sá leikur fer fram á heimavelli Hafnafjarðar- liðsins. Haukar hafa enn ekki unnið leik i deildinni, og hafa leik- menn Hauka mikinn hug á að gera þar breytingar á, þegar þeir mæta „útlendingarhersveitinni”, eins og lið Völsunga frá Húsavik er kallað. Völsungar verða þeim erfiðir Unglingameistaramót Islands verður haldið á Laugardalsleik- vanginum dagana 1. og 2. júli og hefstkl. 14.00báða dagana. Keppt verður i eftirtöldum greinum: Fyrri dagur: 100 m hl., 400 m h)., 1500 m hl., 110 m gr.hl., hástökki, langstökki, spjótkasti, kúluvarpi og 4x100 m boðhl. mótherjar: iiðið leikur skemmti- lega knattspyrnu og skorar mikið af mörkum. Isfirðingar verða einnig i eld- linunni um helgina, þeir koma til Reykjavikur og leika hér tvo leiki. 1 dag kl. 14.00 mæta þeir Þrótti á Melavellinum. Er hægt að reikna með þvi, að þeir sæki ekki gull i greipar Þrótti, þvi að liðið hefur hug á að vera með i baráttunni um 1. deildar sætið i ár. A morgun frá Isfirðingar að glima við lið Armanns, og fer sá leikur einnig fram á Mela- vellinum. Verða Isfirðingar að vinna þann leik, ef þeir ætla ekki að taka þátt i baráttunni um fallið niður i 3. deild. SOS. Staöan i 2. deild: Akureyri 3 3 0 0 11:1 6 FH 3 2 1 0 5:3 5 Þróttur 3 1 2 0 4:2 4 Völsungar 3 1 1 1 4:3 3 Ármann 2 1 0 1 2:2 2 Selfoss 3 1 0 2 4:4 2 Haukar 3 0 0 3 1:6 0 Isafjörð. 2 0 0 2 1:10 0 Seinni dagur: 200 m hl., 800 m hl., 400 m gr.hl., 3000 m hl., 2000 m hindrunarhl. stangarst., þristökki, kringlu- kasti, sleggjukasti og 1000 m boðhl. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 28. júni i pósthólf 1099 eða til skrifstofu FRÍ íþróttamið- stöðinni Laugardal. Vildi annar línnvörðnrinn ekki taka þátt í klukknhneykslinn? Unglingameistaramót íslands verður haldið dagana 1. og 2. júlí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.