Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 5
$*#! inoj, 1'«*!.<*}:<» *»,> !• i.. Laugardagur 24. júni 1972 /.V.\lí ÍT TÍMINN 5 Baðstrendur f á verðlaun Franska útvarpið hefur ákveðið að veita þremur þrifalegustu baðströndum Frakklands sérstaka viðurkenningu. F’orráðamönnum baðstranda hefur veriö bent á að senda útvarpsstöðinni France Inter upplýsingar um baðstrendur sinar, og hvað gert hefur verið til þess að gera þær þrifalegri, beldur en verið hefur undan- farin ár, þar á meðal, hvort komið hefur verið upp hreinsi- tækjum við baðströndina og reistar stöðvar til þess að vinna sorpið, sem alltaf er nóg af, þar sem margt er um manninn. Sérfræðingar munu siðan heim- sækja fimm baðstrendur, sem taldar eru hafa gert mest til þess að bæta mengunar- ástandið, og þeir munu ranns- aka hversu mikið er af bakterium við baðstrendurnar. Og siðan velja þeir þær þrjár baðstrendur, sem ta verðlaunin. Niðurstöðurnar verða siðan birtar nú i júni i þeim tilgangi, að ferðafólk geti látið þessi úrslit hafa áhrif á það, hvert það ákveður að fara. enda viti það þá.að þessar baðstrendur séu hreinni en aðrar, sem um er að 'ræða, og þar af leiðandi mun æskilegra að fara til þeirra heldur en annarra baðstranda. Saumuðu en skáru ekki Þrjátiu og eins árs gamall vélvirki, Klaus Kleinbub frá Ravensburg i Þýzkalandi vann fyrir nokkru við járnbrautar- stöðina i Lindau, og þar varð hann fyrir mjög alvarlegu slysi. Hann heyrði að lestin var að koma eftir teinunum, en sá um leið, að stór og mikil járnhurð hafði af einhverjum ástæðum fallið niður á jarnbrautar- teinana, og ætlaði hann að reyna að koma hurðinni af teinunum, áður en lestin lenti á henni. Kleinbub varð fyrir hurðinni, sem lestin ýtti á undan sér, og hún nærri skar fótinn sundur. eins og væri hún hárbeittur hnifur. Kleinbub var þegar i stað fluttur á sjúkrahús, og þar tók læknirinn þá ákvörðun, að taka ekki af honum fótinn heldur reyna að sauma hann saman aftur. t nokkra tima vann læknirinn og aðstoðar- menn hans við að laga sundur- brotin bein, og sauma saman taugar og vöðva og æðar, og að iokum var fóturinn settur i gips. Á eftir sagði svæfingalæknirinn. sem sagður er hafa mikla reynslu á þessu sviði. að undir venjulegum kringumstæðum hefði fóturinn verið tekinn af manninum. Reikna mátti með, að strax næsta dag þyrfti að taka fótinn af, ef drep hefði komizt I hann, en það gerðist ekki, og fyrir nokkru var Klaus farinn að geta hreyft tærnar og allt virtist eðlilegt i fætinum. Enn er þó hætta á þvi, að blóð- tappi geti myndazt og eyðilagt skurðaðgerðina. Klaus Klein- bub er sjálfur mjög bjartsýnn. Hann er tveggja barna faðir og trúir þvi statt og stöðugt. að hann eigi eftir að halda fætinum, og þar með eigi hann eftir að geta haldið áfram að vinna fyrir sér og sinum á venjulegan hátt þrátt fyrir þetta hræðilega slys, og af þessari trú er hann hress og kátur. Enginn fúlsaði við þeim Steingrimur á Silfrastöðum var bóndi i góðum efnum, hispurs- laus i öllu og bliknaði hvorki né blánaði frammi fyrir þeim sem metorð höfðu eða gegndi háum embættum. Kirkja er á Silfrastöðum, svo sem kunnugt er, og likt og oft var venja, geymdi Steingrimur herta þorskhausa á kirkju- loftinu. Nú kom biskup að Silfrastöðum á yfirreið um Norðurland og rak augun i þorskhausana. Hafði hann orð á þvi, að ekki væri vert að geyma þá þar, sem þeir voru. En Stein- grimur varð ekki uppnæmur. ,,Þeir étast samt,” svaraði hann. hvort honum hefur tekizt það, sem hann ætlaði sér i þetta sinn, þegar hann sló til kúlunnar, en vonandi, þvi viljinn var fyrir hendi. forseti Bandarikjanna, en hann er einnig nokkuð góður tennis- leikari. Má sjá á þessari mynd, að hann er með allan hugann og sömuleiðis allar taugar við tennisleikinn. Ekki vitum við, íþróttalegur stjórnmála- maöur Þessi vigalegi höfðingi heitir Spiro Agnew. Hann er þekktastur fyrir að vera vara- DENNI DÆAAALAUSI ,,Þetta eru engar brúnkökur. Þær eru kolsvartar'.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.