Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. júli 1972 TÍMINN 7 mA SV Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaós Tlmans) : Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskrif stofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusfmi 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Áskriftargjaic 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Biaðaprent h.f. Reglugerðin um útfærslu fiskveiðilandhelginnar Sá timi nálgast nú óðum, að rikisstjórnin gefi út reglugerðina um útfærslu fiskveiðilögsög- unnar i 50 milur samkvæmt samhljóða ályktun Alþingis 15. febrúar i vetur. Alþingi ákvað, að útfærslan skyldi koma til framkvæmda ekki siðar en 1. september næstkomandi. Þótt reglugerðin verði raunar ekki annað en form- leg staðfesting á þessari ákvörðun Alþingis, sem þegar hefur verið kynnt viða um heim, er eigi að siður nauðsynlegt og skylt, að reglu- gerðin verði birt og kynnt þeim, sem eiga að búa við hana, með hæfilegum fyrirvara.Sá fyrirvari er nú að verða með allra stytzta móti. Þao er ekkí launungarmál, að útgáfa reglu- gerðarinnar hefur dregizt nokkuð vegna við- ræðnanna við Breta og Vestur-Þjóðverja. En öllu lengur er ekki hægt að láta hana dragast af þeim ástæðum. Viðræðunum er lika hægt að halda áfram, þótt reglugerðin sé gefin út og birt. Má i þeim efnum minna á, að Bandarikin og Brasilia tóku upp hliðstæðar viðræður alllöngu eftir, að Brasilia hafði gefið út og birt reglugerðina um útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Ánægjulegt er að verða þess var, þegar hið sögulega spor, að færa fiskveiðilögsöguna út i 50 milur, verður förmlega stigið, að þessi ákvörðun Islendinga á sivaxandi skilningi að fagna viða um heim. 1 þeim efnum er skemmst að minnast á forustugrein um þessi mál i hinu merka brezka blaði ,,The Guardian” 3. þ.m. í upphafi greinarinnar er vakin athygli á þvi, að Bretar hafi sett upp vita á Rockall, litlum kletti alllangt fyrir vestan Bretlandseyjar. Með þessum hætti hafi Bretar áskilið sér rétt til að nýta neðansjávargas á mjög stóru svæði suður af íslandi, ef það væri þar að finna. Bretar séu ekki einir um að gera tilkall til neðansjávarauðlinda, heldur hafi Norður- sjónum verið nánast skipt niður miili þeirra rikja, sem eiga land að honum. 1 niðurlagsorðum greinarinnar segir m.a.: ,,lsland vill varðveita og nýta sinar eigin náttúruauðlindir i hafinu, rétt eins og Bretar vilja varðveita sinar auðlindir. Sú staðreynd, sem við blasir, að önnur náttúruauðlindin syndir og hin ekki, skiptir fjarska litlu i þessu máli. Bretum myndi ekki falla það alls kostar — eins og íslendingar hafa bent á — ef islenzkt fyrirtæki færi að bora eftir gasi við Englands strendur. Stjórnin ætti að viðurkenna þörf íslands sem smáþjóðar til að nýta þær auð- lindir, sem hún hefur yfir að ráða. Islendingar eru fámenn þjóð, en engin aðildarþjóð Atlants- hafsbandalagsins getur leyft sér að troða henni um tær.” Þannig ber grein ,,The Guardians” þess augljósan vott, að málstaður íslands nýtur vaxandi skilnings erlendis. Islendingar eru reiðubúnir til að semja við Breta á grundvelli tillagna, sem islenzka rikisstjórnin hefur lagt fram, en þeir óttast ekki þorskastrið, ef brezka stjórnin vill heldur fara þá leið. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Samfylkingkommúnista og jafnaðarmanna í Frakklandi Hún getur haft mikil áhrif á frönsk stjórnmál A SUNNUDAGINN kemur halda bæði Kommúnistaflokk- ur Frakklands og Jafnaðar- mannaflokkur Frakklands þing. Astæðan til þess, að þessir flokkar halda þing sam- timis er sú, að forustumenn þeirra hafa orðið ásáttir um sameiginlega kosningastefnu- skrá, sem þeir munu leggja fram fyrir næstu þingkosning- ar, en þær munu fara fram innan niu mánaða, eða i sið- asta lagi i marz næstkomandi, en orðrómur hefur gengið um, að Pompidou forseti hyggist hraða þeim. Þá munu flokk- arnir hafa með sér kosninga- bandalag, sem verður með þeim hætti, að þeir bjóða báðir fram i fyrri umferð kosning- anna, en i siðari umferðinni munu þeir sameinast um að styðja frambjóðanda þess flokksins, sem fékk fleiri at- kvæði i fyrri umferðinni. Þá er þvi yfirlýst, að þeir muni mynda stjórn söman eftir kosningarnar, er þeir fá meirihluta, og muni þá unnið samkvæmt hinni sameigin- legu stefnuskrá. Yfirleitt er gert ráð fyrir, að flokksþingin munu samþykkja tillögu forustumannanna. ÞETTA samkomulag milli kommúnista og jafnaðar- manna er að mestu leyti talið verk tveggja manna eða Francois Mitterand, hins nýja formanns jafnaðarmanna, og Georges Marchais, sem er nú aðalleiðtogi kommúnista. Mitterand gekk fyrir skömmu i flokk jafnaðarmanna, en var áöur i litlum vinstri flokki, sem var talinn til hægri við jafnaðarmenn og hafði ekki sósialisma að markmiði. Þessi flokkur sameinaðist jafnaðarmönnum fyrir nokkru og náði Mitterand skömmu siðar forustunni i hinum sam- einaða flokki, en hún hafði áður verið i höndum hægri sinnaðra leiðtoga, sem voru ófúsir til samstarfs viö kommúnista. Mitterand, sem er 55 ára gamall og hefur oft gegnt ráðherrastörfum, hefur hinsvegar talið útilokað að hnekkja yfirráðum Gaullista, nema með samfylkingu, sem kommúnistar væru þátttak- endur i. Arið 1965 tókst Mitter- and að sameina alla andstæð- inga Gaullista, er hann fór i framboð gegn de Gaulle. Mitterand fékk um 45% greiddra atkvæða og þótti það góður árangur i keppni við de Gaulle. Siðan hefur M itterand unnið að þvi að samfylkja andstæðingum Gaullista og alltaf lagt kapp á að fá kommúnista með i slik sam- tök. Marchais er 52 ára gamall. Hann þykir þróttmikill og athafnasamur foringi. Komm- únistaflokkur Frakklands hef- ur verið mjög kreddubundinn. Marchais hefur gert sér ljóst, að nauðsynlegt væri að hverfa frá ýmsum gömlum kreddum, og breyta til um vinnubrögö ef flokkurinn ætti ekki endalaust að vera i stjórnarandstöðu. SAMKOM ULAG þeirra Mitterands og Marchais komu að vissu leyti á óvænt. Að visu voru sam ninga viðræður búnar að vera nokkuð lengi á döfinni, en um skeið slitnaði að miklu leyti upp úr þeim vegna ágreinings i sambandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem Pompidou efndi til um stækkun Efnahagsbandalags Georgcs Marchais Francois Mitterand Evrópu. Jafnaöarmenn hafa verið fylgjandi Efnahags- bandalaginu, en kommúnistar á móti þvi. Mitterand lagði þvi til, að flokkarnir sneiddu hjá þessum ágreiningi með þvi að taka ekki þátt i atkvæða- greiðslunni, enda væri hún að- eins pólitiskt herbragð af hálfu Pompidous. Kommún- istar höfnuðu þessu eftir all- mikla umhugsun og ákváðu aö greiða atkvæði gegn stækkun bandalagsins. Mitterand hvatti hinsvegar liðsmenn sina til aö taka ekki þátt i at- kvæðagreiðslunni. Kommún- istar geröu sér vonir um að fá til liðs viö sig marga kjósend- ur, sem væru andvigir Efna- hagsbandalaginu, en greiddu ekki atkvæði með þeim endra- nær. Þeim varð ekki að þess- ari trú sinni, þvi að nei- at- kvæðin urðu mun færri en bú- izt hafði verið við. Sama gilti einnig um Pompidou, þvi að já- atkvæðin urðu miklu færri en fylgismenn hans höfðu gert sér vonir um og varð þvi þjóðaratkvæðagreiðslan áfall fyrir hann. Þátttakan i at- kvæöagreiðslunni varð ótrú- lega litil og varö það vatn á myllu Mitterands. Hann hafði sterkari aðstöðu til samninga við kommúnista eftir en áður og kommúnistar hafa bersýni- lega látið sér niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar að kenningu verða. HIN sameiginlega stefnu- skrá þykir um margt bera þess merki, að kommúnistar hafa slakað meira til en búizt haföi verið við. Þeir fallast á, að Frakkland veröi áfram i Efnahagsbandalaginu og láta einnig kyrrt liggja, þótt Frakkland verði áfram i Nato. Hinsvegar er lýst yfir, að stefnt skuii að þvi, að afnema skuli hernaðarbandalög, en það er markmið sem allir játa i orði. Þá er lýst yfir þvi, að Frakkar muni ekki nota kjarnorkuvopn sin, en hins- vegar ekki, að þeir muni eyði- leggja þau, eins og kommún- istar hafa krafizt hingað til. Þá er lýst yfir þvi, að væntan- leg rikisstjórn kommúnista og jafnaðarmanna muni láta af völdum friðsamlega, ef hún missir meirihlutann, en hing- að til hefur það verið stefna kommúnista að sleppa ekki völdum eftir að þeir hafa náð þeim, þ.e. að afstýra þvi, sem þeir hafa kallað gagnbyltingu afturhaldsins. Helzt virðast kommúnistar hafa unnið á i sambandi við væntanleg þjóðnýtingar- áform. Lýst er yfir þvi, að allir bankar verði þjóönýttir og öll tryggingafélög, en aðal- bankarnir og stærstu trygg- ingarfélögin eru þegar þjóð- nýtt. Þá skuli vopnasmiðjur þjóðnýttar, einnig stálvinnsla, oliuvinnsla og lyfjaiönaður. Mörg stór fyrirtæki i Frakk- landi eru þegar þjóðnýtt, eins og t.d. Renault-verksmiðjurn- ar. Kommúnistar gerðu kröfu um þjóðnýtingu 25 stærstu fyrirtækja Frakklands, en jafnaöarmenn féllusLaðeins á þjóðnýtingu 13 þeirra. Þá eru i stefnuskránni mörg atriði, sem ekki hefur verið neinn ágreiningur um, eins og að komið skuli á 40 stunda vinnuviku, eftirlaunaaldur færist niður i 60 ár, byggðar skuli 700 þús. ibúðir á ári og öllum verði tryggð 1000 franka lágmarkslaun á mánuði. Þá munu flokkarnir stefna að þvi að koma á hlutfallskosningum til þingsins og aö skeröa völd forsetans verulega. ENN er ekki ráðið, hvernig þessari samfylkingu verði tekið eða hvernig henni muni vegna. En hún þarf að bæta við sig miklu fylgi, ef hún á að ná meirihluta. Kommúnistar eru álitnir að hafa um 22% kjósenda aö baki sér, en jafnaðarmenn 10-12%. Þessir flokkar geta þvi ekki treyst örugglega á öllu meira en 32% kjósenda. I siðustu þing- kosningum, sem fóru fram 1968, fengu Gaullistar og þeir flokkar, sem fylgja þeim, um 55% atkvæðanna. Vafasamt er aö þeim haldist á þessu fýlgi eftir samfellda stjórn i 14 ár. Það getur þvi ráðið miklu hvernig miðflokkunum reiöir af. Sérstök athygli beinist nú áð Servant-Schreiber, leiðtoga radikala flokksins. Hann hefur reynt aö koma á bandalagi miðflokkanna og jafnaðar- manna, en það er nú úr sög- unni, þar sem jafnaðarmenn hafa samið við kommúnista. Servant-Schreiber hefur hald- ið þvi fram, að eins og nú sé komiö, sé bandalag við kommúnista það eina, sem geti bjargaö Gaullistum frá ósigri, en stjórn þeirra hefur oröið fyrir ýmsum áföllum i seinni tið. Óneitanlega gerir bandalag kommúnista og jafnaðarmanna frönsk stjórn- mál athyglisveröari eftir en áður, hver sem niðurstaðan kann að verða. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.