Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.07.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 6. júli 1972 I NORÐLENZKIR NÁTTÚRUVERNDAR AAENN Á FUNDI: ÁTTATIU OG ÞRÍ A NATTURUMIÞ „Hvar skal byrja? Hvar skal standa?" spuröi Matthias Jochumsson sjálfan sig, þegar hann orti hið fræga kvæöi sitt um Skagafjörö. Svipaðra spurninga hafa náttúru- verndarmennirnir, sem þinguöu á Hólum og mörk- uöu þar stefnu samtaka sinna lagt fyrir sjálfa sig, þótt þeir væru annarrar niöurstööu aö leita en skáldið. En kannski eru þar þó tengsl á milli: Ófædd • l ■■■ Selkópur — í eina tió kailaöur „skipsselurinn á Sævaldi”. skáld eiga trúlega eftir að yrkja um þaö, sem náttúru- verndarmennirnir verja og vernda. Loks er það svo blaðamaður- inn, sem hefur spurnir af fundin- um á Hólum. Einnig hann spyr sjálfan sig: Hvar skal byrja. Og eftir dálitla umhugsun byrjar hann á dálitilli aukagetu i nokk- urri fjarlægð við Hólafundinn. Inngangur um Hindisvíkurprestinn Séra Sigurður Norland i Hindisvik er fallinn frá, en selirn- ir koma eftir sem áður i hópum i látrið við vikina neöan við bæinn. Munurinn er sá, að enginn staðar- prestur hleypur kófsveittur fram á tangann, ef ferðamenn stiga út úr bilnum og ganga þangað út eft- ir á selaslóðirnar. Séra Stglirbur héit sem sé dyggilega verndar- hendi yfir selnum, og má enginn verða til þess að styggja hann og þaðan af siður aö vinna honum grand. Lengst af prestskapartið séra Sigurðar i Hindisvik var náttúru- vernd hugtak, sem mönnum lá ekki svo mjög á tungu, og það átti ekki heldur heima i brjósti nema sumra. Jafnvel sumir forystu- menn mannfélagsins voru fremstir i náttúruspjöllum, þótt þeir hyggðu sig vera að stuðla að framförum. Það var með þá eins og aðra menn á eldri tið, að þeir vissu ekki, hvað þeir gerðu. Selirnir ekki heiilum horfnir Nú er runnin ný tið. Þvi fer auðvitað fjarri, að nýr hugsunar- háttur hafi gagnsýrt samfélagið — það biður sins tima. En nú eru náttúrufræðingar og náttúru- verndarmenn orðnir fjölmennir, og völd þeirra og áhrif munu fær- ast i aukana, enda ekki seinna vænna að spyrna við fótum, þótt við úti hér megum vel við okkar hlut una, þegar hugsað er til þeirra óskapa, sem margar aðrar þjóðir hafa kallað yfir sig. Þessa mun til dæmis selurinn njóta. Á aðalfundi samtaka um náttúruvernd, sem haldinn var á Hólum i Hjaltadal um siðustu helgi, var meðal annars lagt fram uppkast að norðlenzkri náttúru- minjaskrá, þar sem getið var áttatiu og þriggja staða og svæða, sem talið er æskilegt að friðlýsa eða vernda á annan hátt. Og þar gleymdust selirnir sannarlega ekki. A þessum aðalfundi var samþykkt ályktun um friðlýsingu selalátursins i Hindisvik og friðun allra sela i Skagafirði, Eyjafirði og á Skjálfandaflóa. Þetta skul- um við vona, að hafi skjótan og göðan framgang, os m.egi SGiifnir i nihdisvik um langa framtið horfa óttalausum augum úr látri sinu, hvort heldur er upp til lands eða út á flóann. Fuglarnir og óshólmarnir Á óshólmasvæðum er viða mik- ið lif og margbreytilegt. Þar á oft fjöldi fugla athvarf, og það segir sig sjálft, að náttúruverndar- mennirnir gleymdu ekki slikum svæðum.Meðal þeirra staða, sem þeir vilja friða, eru öll óshólma- svæði á Norðurlandi, og eru það tiðindi, sem án efa láta vel i eyrum allra,sem unna fuglalifinu i landinu. Rannsókn hefur verið gerð á fuglalifi á að minnsta kosti einu sliku svæði i Skagafirði og skrifuð um hana skemmtileg grein i Náttúrufræðinginn. Friölýsing Flateyjarskaga Stærst i sniðum þeirra áætlana um friðun, sem samtökin sam- Skrautgrös og þurrkaðir blómvendir Margar grastegundir eru fagrar og auðræktaðar til skrauts i görðum. Vinsælt og mjög sérkennilegt er randagras. Það er stórvaxið, allt að metrahátt, með stórum fallegum hvitröndóttum blöðum. Er það góð tilbreyting frá hinum græna blaðalit flestra annarra jurta. Randa- gras er harðgert og þrifst hér ágætlega i sæmilegri garð- mold. Ber ljósa puntskúfa. Það getur myndað fallegar raðir, ljósar að lit. Einstakir toppar eru lika mjög til prýði, og ber mikið á þeim i garð- inum. Auðvelt er að fjölga randagrasi með skiptingu. Varast þarf að láta annað gras ná að festa rætur innan um það, þegar árin liða. Sumir gróðursetja randagrashnaus i stóran bauk, blikkfötu eða annað ilát, og má þá færa það til að vild i garðinum. Snarrótarpunt er hag- kvæmast að rækta á sama hátt og randagras, en snarrótar- puntur er einhver fegursta islenzka grastegundin, stór- vaxin og harðgerð og ber gljá- andi blábrúnleita, stóra punt- skúfa. Stundum er punturinn gullgulur, en það er sjald- gæfara. Þurrkaður snarrótar- puntur er ágætur i vendi, sem halda litum mjög lengi, jafn- vel allan veturinn. Ýmis fleiri islenzk grös er auðvelt að rækta á sama hátt i iláti úti i garði. Grashnausana er hægt að ná i viða úti um hagann. Þið munuð hafa gaman af að reyna þetta i sumar. F"agurgrænar, margslegnar grasflatir i görðum eru sannarleg fallegar, en bæði fegurðarauki og tilbreyting er i þvi að rækta grashnaus i iláti eða milli steina og leyfa sjálfum puntinum að þroskast. Hann er furðu margvislegur eftir tegundum. Ýmsar einærar eða tviærar erlendar grastegundir geta þrifizt hér i görðum, og er hin sérkennilegasta og fegursta þeirra silkibygg (Hordeum jubatum). Sjá mynd. Axið ber langar silkigljáandi týtur. Silkibygg er hentugt i þurrkaða vendi, ef það er tekið og þurrkað áður en týturnar fara að losna. Má hengja það upp til þerris i lausum smá- kippum, eða láta það i blóma- vasa. Silkibygg sáir sér.eins má fjölga þvi með skiptingu. Héraskott er lika skemmti- legt gras, sem ber egglega, hvitullhærða axskúfa. Hjartapuntur (Briza) ber hjartalagá öx á grönnum stilkum. Bæði héraskott og hjartapuntur hæfa prýði lega 1 þurrkaða blómvendi. Sá þarf til þeirra árlega, þvi að þau lifa aðeins eitt sumar. Mörg önnur skrautgrös er reynandi að rækta hér. Fjöl- breytnin er mikil, bæði að gerð og lit. Fifurnar islenzku, hrafna- fifa og klófifa, eru prýðilegar i þurrkaða blómvendi, ef þær eru tindar hæfilega snemma, Silkibygg áður en fifuhárin fara að losna. Haldast vendirnir snjó- hvitir allan veturinn. Ekki er vert að hafa þurrkaða blómvendi i sterku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.